Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Árni Sæberg Orkuveitan Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, Helga Jóns- dóttir, forstjóri OR, og Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR. Uppsagnarfrestur þeirra Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi starfs- manna Orku náttúrunnar, verður lengdur um tvo mánuði. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar fyrirtækis- ins á föstudaginn. Þá var einnig ákveðið að ekkert yrði aðhafst frekar vegna bréfs sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar, sendi til Orku- veitunnar vegna málsins. Berglind Rán Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Orku náttúrunnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að stjórn fyrirtækisins hefði talið sann- gjarnt að lengja uppsagnarfrest bæði Bjarna og Áslaugar í ljósi að- stæðna. Miðað hefði verið við þann tíma sem tók innri endurskoðun Reykjavíkur að vinna skýrslu um vinnustaðarmenningu og starfs- mannamál fyrirtækisins. Segir hún að uppsagnartími sé alla jafna hugsaður sem sá tími sem fólk hafi til að finna sér annað starf og að meðan þessi vinna innri endurskoð- unar hafi staðið yfir hafi verið ákveð- inn óvissutími. Spurð um hvort fyrirtækið ætli að aðhafast eitthvað vegna bréfs sem Einar sendi stjórnendum samstæð- unnar segir Berglind að ekkert verði gert. Í lok bréfsins segir Einar að hægt sé að „klára málið okkar á milli“ eða fleirum verði blandað í málið og fer hann fram á svar innan ákveðinna tímamarka. Berglind seg- ir að stjórnin hafi ekki talið það þjóna hagsmunum fyrirtækisins eða öðrum að taka þetta mál lengra. „Hann sendi þetta bréf í geðs- hræringu eins og hann hefur sjálfur sagt. Við virðum það.“ Eftir að niðurstaða innri endur- skoðunar var kynnt var Berglindi og Helgu falið að koma með tillögur að úrbótum bæði hjá Orku náttúrunnar og OR. Berglind segir þá vinnu vera í gangi og hafi hún byrjað í síðustu viku. Lengja uppsagnar- frest um tvo mánuði  Ákvörðun stjórnar ON opinberuð FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum GLUGGATJÖLD Hvar á ég heima? Málþing á Icelandair hótel Reykjavík Natura, Þingsal 2, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 13.30-15.30 Setning málþings Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna Öldrunarheimili fyrir alla? Björn Bjarki Þorsteinsson, varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Brákarhlíðar Allskonar fólk Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Garðabæ Heimilið mitt og samfélagið þar Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar Einstaklingurinn í fyrirrúmi Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands Að fá örugga þjónustu – sýn sveitarfélags Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar Dagskrá: 13.30 – 13.40 13.40 – 13.55 13.55 – 14.10 14.10 – 14.25 14.25 – 14.45 14.45 – 15.05 Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Að framsögum loknum verða pallborðsumræður. Fundarstjóri: Ellert B. Schram, fyrrv. alþingismaður og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Ellert B. Schram Pétur Magnússon Björn Bjarki Þorsteinsson Hrönn Ljótsdóttir Halldór Guðmundsson Þuríður Harpa Sigurðardóttir Berglind Magnúsdóttir Er það rétt stefna að ungt fólk flytji inn á hjúkrunarheimili fyrir aldraða og búi þar áratugum saman? Eiga allir að geta búið á hjúkrunarheimilum óháð þjónustuþörf og sjúkdómsástandi og hver eru þolmörk aldraðra íbúa þeirra? Í umfjöllun í Morgunblaðinu um nýja náttúruminjasýningu í Perlunni var líkan af vatnsketti sagt í mynda- texta vera mun stærra en það er í raun. Hið rétta er að um er að ræða tuttugufalda stækkun á dýrinu og lengd líkansins er fjórir metrar. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Vatnskötturinn í Perlunni Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðs- saksóknara fyrir að bíta lögreglu- mann og að hóta að beita lögreglu- konu kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn var handtekinn í Vest- mannaeyjum í febrúar sl. Beit hann lögreglumann meðan á handtök- unni stóð og fékk lögreglumaður- inn bitfar á handarbak. Við komu á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum hótaði maðurinn lögreglumanninum, sem hann hafði bitið, og einnig lögreglukonu sem var við störf. Í ákæru málsins kem- ur fram að hann hafi hótað þeim báðum lífláti og þá hafi hann hótað konunni því að beita hana kynferð- islegu ofbeldi og að „hún yrði hvergi óhult,“ eins og það er orðað í ákærunni. Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Til átaka kom við lögreglumenn fyrr á þessu ári. Hótaði lögreglu- mönnum lífláti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.