Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 0Marmot® l>U FINNUR MUNINN! Featherless d6mu jakki Vera: 29.995 kr. Strer5ir: XS-XL  Featherless einangrunin ._., er 75% endurunnin Kringlan 7 I Laugavegur 11 I Reykjavikurvegur 64 I S: 510 9505 I fjallakofinn.is II@  Vígamenn Ríkis íslams felldu minnst 92 liðsmenn bandalags kúrdískra og arabískra hreyfinga, sem nefnast Sýrlensku lýðræðisöflin (SDF), í austurhluta Sýrlands um helgina. Er 51 almennur borgari einnig sagður hafa fallið í átökunum, en þetta er mannskæðasta árás vígamanna á SDF frá upphafi. Fréttaveita AFP greinir frá því að um 500 vopnaðir liðsmenn Ríkis ísl- ams hafi síðastliðinn föstudag blásið til stórsóknar gegn liðsmönnum SDF. Mannfall var mest þann dag- inn og á laugardag en átökin stóðu yfir fram á sunnudag. Eru sveitir SDF sagðar hafa svarað árásinni, meðal annars með loftárásum, og fengu þær þá aðstoð frá bandarísk- um orrustuþotum. Tókst þannig að berja sókn Ríkis íslams á bak aftur. Mannréttindahreyfingin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgist með stríðinu í Sýrlandi, segir 51 almennan borgara hafa fallið í þessum átökum, þeirra á meðal 19 börn. Að sögn samtakanna voru þessir einstaklingar flestir tengdir vígamönnum Ríkis íslams fjöl- skylduböndum. Samkvæmt fréttum frá fréttaveitu AFP er sjaldgæft að SDF gefi upp nákvæmar tölur um mannfall í sínum röðum og gáfu þau ekki yfirlit yfir mannfall sl. föstudag. Tala látinna gæti því verið nokkuð hærri. Fjölmargir féllu í árás Ríkis íslams  Um 500 vígamenn réðust gegn mönnum SDF í Sýrlandi AFP Stríðsátök Flugskeyti skotið í átt að liðsmönnum Ríkis íslams nýverið. Mikið mannfall varð um helgina í árás vígamanna á sveitir SDF í Sýrlandi. Úkraínska þingið samþykkti í gær- kvöld að setja herlög í landinu í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk herskip og 23 sjóliða skammt frá Krímskaganum um helgina. Petró Pórósjenkó Úkra- ínuforseti lagði fram tillöguna sem fól í sér 30 daga herlög. Lögin er samþykkt voru taka gildi á morg- un, miðvikudag. Herlögin færa yfirvöldum um- talsvert meira vald í hendur en þau hafa undir venjulegum kringum- stæðum. Meðal annars geta yfir- völd sett hömlur á fjölmiðlaum- fjöllun og lagt bann við fjölda- fundum. Einhverjir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af að Póró- sjenkó nýti herlögin í eigin þágu en framundan eru forsetakosningar eftir áramót. Pórósjenkó tekur fyr- ir slíkt. NATO boðaði til neyðarfundar vegna átaka á Krímskaganum, að ósk Pórósjenkós sjálfs. Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið rætt það að Bandaríkin þurfi að senda Úkraínumönnum liðsauka ef áfram kemur til átaka á svæðinu. Þá fundaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York. Hiti hefur færst í leikinn eftir að atburðir helgarinnar komu upp á yfirborðið. Í Kænugarði hafa mót- mælendur stillt sér upp fyrir utan rússneska sendiráðið og mótmælt aðgerðum Rússa. Þeir bera fyrir sig að Úkraínumennirnir hafi verið í leyfisleysi í rússneskri sjóhelgi. Herlög sett í Úkraínu í gær Herlög Pólitískir hópar komu sam- an við þinghúsið í Úkraínu í gær og kröfðust þess að sett yrðu herlög.  Hiti færist í leikinn milli Rússa og Úkraínu  NATO boðar til neyðarfundar Búið er að koma fyrir öflugum súlum við jólamarkaðinn á Breitscheidplatz, nærri Kurfürstendamm, stærstu verslunar- götu Berlínar. Er þeim ætlað að koma í veg fyrir að ökutækjum, allt frá minni fólksbílum upp í stærri vöruflutningabíla, verði ekið í gegnum mannmergðina á jólamarkaðnum. Þann 19. des- ember 2016 létust 12 manns og 70 slösuðust, sumir hverjir al- varlega, þegar flutningabíl var ekið á miklum hraða inn á markaðinn. Nam bílstjórinn ekki staðar fyrr en hann hafði keyrt 50-80 metra þar sem fyrir voru gangandi vegfarendur. AFP Varnir settar upp við fjölsóttan jólamarkað í Berlín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.