Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla /solohusgogn Ásgeir Einarsson hönnuður Sindrastólsins (1927 – 2001) SINDRASTÓLLINN Sindrastóll 185.000,- Sófaborð 79.700,- (hægt að fá í nokkrum viðartegundum). Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is P ípuorgelið er eins og heil sinfóníuhljómsveit,“ segir Hrönn Helgadótt- ir organisti í Guðríðar- kirkju í Grafarholti í Reykjavík. „Möguleikarnir sem þetta hljóðfæri skapar eru miklir og fyrir mig hafa verið forréttindi að fylgjast með smíði þess og vera með í ráðum. Það er líka að koma á dag- inn að orgelið hæfir þessu húsi vel vel. Hjómburðurinn hér er góður og raddir orgelsins fylla kirkjuna.“ Pípurnar eru 1.112 Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á uppsetningu nýs nítján radda pípuorgels í Guðríðakirkju, sem verður svo vígt við hátíðlega at- höfn þann 9. desember næstkom- andi. Það er annar sunnudagur í að- ventu og þá er jafnframt tíu ára vígsluafmæli kirkjunnar. Formlegur vígsludagur var 7. desember 2008, en í september það ár var samið við Björgvin Tómasson orgelsmið á Stokkseyri um hljóðfæri í kirkjuna. Hann var aðeins kominn af stað þegar bankakerfið á Íslandi hrundi svo allt fór í baklás svo setja þurfti smíðina á ís. Nokkrum árum síðar gat Björgvin svo tekið aftur upp þráðinn; að smíða orgelið með sínu flókna gangvirki og pípum bæði úr tré og málmi sem eru 1.112 talsins. Sjálfur vann hann mikið að smíði ogelsins í Guðríðarkirkju en aðrir sem að verkinu komu eru Jóhann Hallur Jónsson, Guðmundur Gestur Þórisson, Júlíus Óttar Björgvinsson og Margrét Erlingsdóttir. Hefur smíðað 38 orgel Safnað hefur verið fyrir orgel- inu með frjálsum framlögum, tón- leikahaldi og ýmsum öðrum leiðum. Safnast þegar saman kemur, eins og máltækið hermir, og allt hafðist á endunum þótt hægt miðaði um hríð. „Mozart sagði að pípuorgelið væri drottning hljóðfæranna og hafði sjálfsagt nokkuð til síns máls þar. Þetta eru stórkostleg hljóðfæri, en vissulega nokkuð flókin að allri gerð. Í svona verkefni fara þúsundir vinnustunda,“ segir Björgvin. Hann hefur með sínu fólki smíðað 38 orgel af ýmsum stærðum og gerðum sem eru í kirkjum vítt og breitt um land. Tónlistarstarf í Guðríðarkirkju hefur frá fyrstu tíð verið öflugt. Þar eru tveir barnakórar og svo kirkju- kór sem Hrönn Helgadóttir stjórn- ar, en hún kom til starfa við Grafar- holtssöfnuð talsvert löngu áður en kirkjan var reist, en áður var salur í þjónustublokk aldraðra við Þórðar- sveig nýttur til helgi- og samkomu- halds. „Þegar kirkjan var tekin í gagnið fengum við Estonia-flygil; frábært hljóðfæri sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. En orgelið nýja er sem allt önnur veröld. Með því hægt að kalla fram ótrúlegustu hljóma og skapa margt skemmti- legt,“ segir Hrönn Helgadóttir að síðustu. Hljóðfæri mikilla möguleika Orgelið í öllu sínu veldi. Nú er verið að fínstilla nýtt orgel í Guðríðar- kirkju í Grafarholti, sem er vinsæl til tónleika- halds. Hljóðfærið hæfir húsinu vel og raddirnar fylla hvert rými þess. Tónlistarfólk Björgvin Tómasson orgelsmiður og Hrönn Helgadóttir organist við altari Guðríðarkirkju með orgelið í baksýn. Það verður vígt við hátíðlega athöfn á öðrum sunnudegi í aðventu, sem er eftir tæpar tvær vikur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hljóðfærið Kirkjan ómar öll, er sungið í sálmi eftir Stefán frá Hvítadal. Kirkjan við hitaveitutankana í Grafarholti er í kassalaga stíl; hagnýt bygging og stílhrein. Í kirkjuskipinu sjálfu eru sæti fyrir um 170 manns en með því að opna fellihurðir inn í safn- aðarsali tekur kirkjan allt að 270 gesti. Allar innréttingar í kirkj- unni eru íslensk hönnun og smíði. Helstu innanstokksmunir eru úr beyki sem gefur kirkjunni hlýjan og léttan blæ. Íslenskt stuðlaberg er í altarisgarði, gólfi, skírnarfonti og predik- unarstól. Guðríðarkirkja var hún látin heita í höfuðið á Guðríði Þor- bjarnardóttur landkönnuði og pílagrím 11. aldarinnar. Er þetta eina guðshús íslensku þjóðkirkj- unnar sem heitir eftir konu. Nöfn margra vistarvera í kirkjunni eru sömuleiðis sótt í sögu Guðríðar, en hugmyndin að því kom frá sr. Sigríði Guðmarsdóttur sem var sóknarprestur í Grafarholti fyrstu ár safnaðarins. Núverandi prestur er Karl V. Matthíasson. Eina kirkjan nefnd eftir konu KASSI VIÐ TANKANA Grafarholt Konan hét Guðríður. Eins og löng hefð er fyrir á aðvent- unni lesa rithöfundar upp úr sínum nýju bókum nú á Gljúfrasteini – húsi skáldsins í Mosfellsdal. Upplestrarnir eru sunnudögum og hefjast stundvís- lega klukkan 16:00. Aðgangur er ókeypis. Næsta sunnudag, 2. desem- ber, verða á Gljúfrasteini höfundarnir Þórdís Gísladóttir sem les úr bókinni Horfið ekki í ljósið, Sigga Dögg er með bókina Sigga Dögg KynVera, Ein- ar Kárason kynnir Stormfugla og Arnar Már Arngrímsson Sölvasögu Daníelssonar. Aðventa á Gljúfrasteini Fjögur lesa Gljúfrasteinn Menningarstaður. Í verslun Norræna hússins hefur ver- ið sett upp jólaverkstæði þar sem jólasveinar geta keypt plastlaust dót í skóinn fram til 20. desember. Þann 2. desember verður landsmönnum svo boðið á glæsilegan vistvænan jólamarkað þar sem hægt verður að kaupa umhverfisvænar vörur fyrir jól- in og í jólapakkann. Bryddað verður upp á ýmsu áhugaverðu þessu sam- hliða. Þann 7. desember kemur í hús samíski meistarakokkurinn Maret Ravdna Buljo sem heldur námskeið í matreiðslu á hreindýrakjöti og sýnir okkur hvernig hægt er að nýta allt af dýrinu svo engin sóun verði. Næsta dag verður svo námskeið þar sem Málfríður Finnbogadóttir kennir m.a. hvernig hægt er að breyta gamalli bók í fallegt jólaskraut. Norræna húsið Vistvæn jól Norrænt Vinsæll staður í Vatnsmýri. Í tilefni af fullveldisdeginum 1. des- ember efna Karlakórinn Fóstbræður og Gamlir Fóstbræður til hádegistón- leika í anddyri Hörpu, Hörpuhorni. Á efnisskrá verða íslensk lög sem hæfa tilefninu og hafa fylgt aldar- gömlum kórnum í gegnum tíðina. Á tónleikunum munu Gamlir Fóst- bræður flytja lögin Yfir voru ættar- landi, Skarphéðinn í brennunni og Fyrstu vordægur. Karlakórinn Fóst- bræður flytur síðan lögin Ísland ögr- um skorið, Ár vas alda, Kirkjuhvoll, Þótt þú langförull legðir, Sefur sól hjá Ægi, Tíminn líður, Heyr himna smiður og Á Sprengisandi. Í lokin flytja kórarnir saman þjóðsöng ís- lendinga „Ó Guð vors lands. Harpan 1. desember Fóstbræðralög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.