Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 8
Spár um farþegafjölda um Keflavíkurflugvöll Spár Isavia um heildarfarþegafjölda fyrir árið 2018 Heimild: Isavia Spá Isavia frá nóvember 2017 Spá Isavia frá maí sl. Uppfærð áætlun um farþegafjölda 10,38 milljónir 9,8 milljónir 10,07 milljónir Isavia áætlar að 9,8 milljónir far- þega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Til samanburðar áætlaði Isavia í nóvemberspá sinni í fyrra að 10,38 milljónir farþega færu um völlinn í ár. Isavia gaf síðan út endurskoðaða spá í maí sl. þar sem reiknað var með 10,07 milljónum farþega. Nýjasta áætlun Isavia bendir því til að tæplega 600 þúsund færri far- þegar fari um flugvöllinn í ár en fé- lagið áætlaði í fyrrahaust. Slík breyting gæti haft markverð áhrif á fjölda ferðamanna í ár. Fram kom í tilkynningu frá Isavia að spáð væri 5,4% fjölgun farþega í nóvember og 3% í desember. „Fyrir árið í heild er aukningin 12,2% og byggist sú spá meðal ann- ars á ákveðinni sætanýtingu og verða þær tölur staðfestar í lok árs,“ sagði þar m.a. baldura@mbl.is Isavia spáir nú færri flugfarþegum í ár 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum ÚRVAL INNRÉTTINGAVIð höNNum oG TeIkNum STuRTuTÆkI SpeGLAR oG LjóS styrkur - ending - gæði BAðheRBeRGISINNRÉTTINGAR hÁGÆðA DANSkAR opIð: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 Við gerum þér hagstætt tilboð, bæði í innréttingu, spegla, vaska og blöndunartæki BLöNDuNARTÆkI Samþykki breska þingið samningTheresu May við Evrópusam- bandið, sem virðist raunar ekki lík- legt eins og staðan er nú á breska þinginu, mun ESB áfram hafa sterk tök á Bretlandi.    Samningurinn fel-ur í sér ýmis skilyrði sem gera ESB kleift að halda Bretlandi áfram inn- an tollabandalagsins fallist bresk stjórn- völd ekki á afarkosti sambandsins.    Eitt af þessu, semer sérstaklega umhugsunarvert fyrir Ísland eru kröf- ur ESB vegna sjávarútvegs.    Þó að May hafi ítrekað sagt að„Brexit þýði Brexit“, þá mun Evrópusambandið gera kröfu um að fá áfram að veiða í breskri lögsögu eftir Brexit, vilji Bretar losna út úr sambandinu.    Að öðrum kosti verði þeim gert aðvera áfram innan múranna.    Forseti Frakklands hefur lagtríka áherslu á þetta og talað skýrt um að Bretar komist ekki hjá því að hleypa fiskiskipum Evrópu- sambandsins í landhelgi sína þó að þeir gangi úr sambandinu.    Hér á landi hefur verið látið einsog hægt sé að komast undan slíkum kröfum.    Harka Evrópusambandsinsgagnvart Bretum vegna sjáv- arútvegsins er enn eitt dæmið um hversu fráleitt það er. Theresa May ESB ætlar að veiða áfram hjá Bretum STAKSTEINAR Emannuel Macron Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsætisnefnd Alþingis telur ekk- ert gefa til kynna að hátterni Ás- mundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi, í tengslum við endurgreidd- an aksturskostn- að hafi verið andstætt siða- reglum alþingis- manna. Þá telur nefndin ekki til- efni til þess að hefja almenna rannsókn á endurgreiddum aksturskostnaði þingmanna. Þetta kemur fram í svari forsætisnefndar við er- indi Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Forsætisnefnd telur ekki að fram hafi komið upplýsingar eða gögn sem sýni að til staðar sé grunur um refsiverða háttsemi sem kæra beri til lögreglu sem meint brot á reglum forsætisnefndar um endur- greiðslu aksturskostnaðar. Björn Leví óskaði eftir því að for- sætisnefnd kannaði sérstaklega hvert og eitt ferðatilefni þar sem þingmaður hefði fengið endur- greiddan aksturskostnað og hvort ástæða væri til þess að höfða gegn þeim siðareglumál. Til vara, féllist forsætisnefnd ekki á þá kröfu, ósk- aði Björn eftir því að athugað yrði hvort Ásmundur hefði brotið siða- reglur vegna endurgreiðslna sem hann fékk fyrir aksturskostnað. Hafnaði öllum ásökunum Vegna þessa máls ritaði Ásmund- ur bréf til forsætisnefndar. Þar hafnar hann því með öllu að hafa misnotað aðstöðu sína og lagt fram misvísandi reikninga eða reikninga vegna persónulegs aksturs. Ásak- anir um fjársvik séu rangar. „Ég hef gert grein fyrir ferðum mínum í hvert sinn og fylgt þar í einu og öllu reglum um þingfar- arkostnað, vinnureglum skrifstofu Alþingis og leiðbeiningum um end- urgreiðslu ferðakostnaðar,“ ritar Ásmundur. Hann upplýsir jafnframt að hafa í febrúar á þessu ári endurgreitt 178 þúsund krónur vegna ferðakostn- aðar í tengslum við þáttagerð fyrir ÍNN. Segist hann ekki hafa þegið laun sem þáttastjórnandi hjá ÍNN en tekið viðtöl við áhugavert fólk í kjördæminu. Ásmundur segir þetta hafa orkað tvímælis og því hafi hann endurgreitt ferðakostnaðinn. Akstur Ásmundar ekki brot á reglum  Endurgreiddi 178 þús. vegna ÍNN Ásmundur Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.