Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 11
Það fór eins og marganhafði grunað; tólftu ogsíðustu einvígisskákFabiano Caruana og Magnúsar Carlsen lauk með jafn- tefli í London gær eftir fremur tíðindalitla 31 leiks viðureign. Þar með liggja úrslitin fyrir í skák- unum tólf sem voru tefldar með venjulegu umhugsunartíma sem var 100 mínútur á mann á fyrstu 40 leikina, síðan 50 mínútur á næstu 20 leiki og að lokum 15 mínútur til að ljúka taflinu en 30 sekúndur bætast við hvern allt frá byrjun með þessu kerfi. Þessi mikli umhugsunartími og undirbúningur skákmeistaranna sem styðst við útreikninga afar öflugra forrita, sem eru knúin áfram með bestu fáanlegum tölv- um, þykja taka bragðið af tafl- mennskunni. Hvað tilþrif varðar stenst þetta einvígi engan sam- anburð við það sem háð var í Reykjavík sumarið 1972 en það hefur talsvert verið í sviðljósinu í tengslum við Lundúnaslaginn vegna þjóðernis áskorandans, sem með sigri yrði fyrsti bandaríski heimsmeistarinn síðan Bobby Fischer vann titilinn í Reykjavík. Norska þjóðin bíður í ofvæni Á miðvikudaginn kl. 15 hefst baráttan aftur með fyrstu at- skákinni af fjórum og tímamörk 25 10. Verði jafnt, 2:2 tefla þeir tvær hraðskákir með tímamörk- unum 5 3. Verði jafnt,1:1, er hald- ið áfram með sama hætti þar til úrslit ráðast en mest geta þeir teflt fimm slík einvígi en telja öruggt að úrslit fáist fyrr. En ef ekki þá ráðast úrslit í svokallaðri Armageddon-skák. Magnús Carlsen er margfaldur heimsmeistarí at-skák og hrað- skák er því mun sigurstranglegri. Aftur á móti er öruggt að bar- áttan verður geysilega spennandi og skemmtileg og taugar þandar til hins ýtrasta. Norska þjóðin bíð- ur þessarar viðureignar eins og um úrslitaleik á HM í knattspyrnu væri að ræða. Hægt er að fylgjast með baráttunni á fjölmörgum vef- svæðum og má t.d. nefna Chess- bomb.com, Chess24.com og ICC. Skákin í gær gekk þannig fyrir sig: 12. skák: Fabiano Caruana – Magnús Carlsen Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Re7 Magnús lék 8. … Rb8 í áttundu og tíundu skák. 9. c4 Rg6 10. Da4 Bd7 11. Db4 Bf5 12. h4 h5 13. Da4 Bd7 14. Db4 Bf5 15. Be3 Hann gat auðvitað þráleikið til jafnteflis með 15. Da4 en reynir að tefla til vinnings. 15. … a6 16. Rc3 Dc7 17. g3 Be7 18. f3 Rf8 19. Re4 Rd7 20. Bd3 0-0 21. Hh2 Hac8 22. 0-0-0 Bg6 23. Hc2 f5 24. Rf2 Rc5 25. f4 a5 26. Dd2 e4 27. Be2 Be8 28. Kb1 Bf6 29. He1 a4 30. Db4 g6 31. Hd1 Ha8 – og hér var samið jafntefli. Það er allt lokað í peðastöðunni á kóngsvæng og varla hægt að brjótast í gegn drottningarmegin. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Chess.com Tafl Sergei Karjakin, mótherji Magnúsar Carlsen í einvíginu í New York 2016 lék fyrsta leikinn fyrir Magnús þegar ellefta skákin var tefld. Heimsmeistaratitillinn undir á miðvikudag í skákum með minni umhugsunartíma FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Síðar peysur Kr. 11.990 Str. S-XXL • 3 litir www.fi.is Myndakvöld FÍ Kóngsvegurinn – leið til frelsis FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is Aðgangseyrir kr. 600 Innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir Miðvikudagur 28. nóvember kl. 20:00 í sal FÍ Mörkinni 6. Kóngsvegurinn er stærsta einstaka framkvæmd Íslendinga. Hann var gerður til að taka á móti Friðrik áttunda konungi sumarið 1907. Föruneyti konungs taldi um 200 manns, ríkisþingmenn og aðstoðarfólk. Leiðin liggur frá Reykjavík um Mosfellssveit til Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss um Hrunamannahrepp niður Þjórsárbakka og sem leið liggur um Hellisheiði til Reykjavíkur. Framkvæmdin var risavaxin jafnt efnahagslega sem félagslega. Framkvæmdin kostaði um 14% af landsframleiðslu (það samsvarar kannski um 350 milljörðum í dag). Svo stór framkvæmd reyndi ekki síður á samstöðu Íslendinga við að skipuleggja og fram- kvæma verkið. Undirbúningur að heimsókninni, heimsóknin sjálf og þau tengsl sem þar mynduðust urðu síðan nauðsynlegur grunnur að því trausti og tengslum sem stikuðu leiðina til frelsis. Fullveldið 1918 var rökrétt framhald af heimsókninni og að margra mati nauðsynleg forsenda þess. Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands og fyrrverandi þjóðgarðsvörður, segir frá þessari merku heimsókn og ekki síður þessari merku framkvæmd í máli og myndum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, afhenti í gær verðlaun í myndakeppni forvarnardagsins, en Forvarnardagur forsetans er árleg- ur viðburður sem haldinn var 3. október sl. Verðlaunin hlutu að þessu sinni þau Jóhanna Inga Elfarsdóttir, nem- andi í Seljaskóla í Reykjavík, Leó Einarsson, nemandi í Varmahlíðar- skóla, og Magnús Bjarki Jónsson, nemandi í Álftamýrarskóla – Háa- leitisskóla. Í tengslum við forvarnardaginn var efnt til myndasamkeppni fyrir ungmenni fædd á árunum 2002-2004 og gátu þau tekið myndir og birt á samfélagsmiðlum merktar #for- varnardagur18. Valdar voru þrjár bestu myndirnar og þær verðlauna- ðar. Í verðlaun voru 50.000 króna inneign hjá 66°Norður. Verðlaunaafhendingin fór fram í blíðskaparveðri á Bessastöðum í gær. Auk ungmennanna mættu fjöl- skyldur þeirra, Alma Möller land- læknir og fulltrúar þeirra sem standa að forvarnardeginum. Guðni afhenti þeim verðlaun  Ungt fólk vann til verðlauna í tilefni forvarnardags 2018 Ljósmynd/Aðsend Unnu ljósmyndakeppni Guðni með sigurvegurum keppninnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.