Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 26
Rúnar Már Þorsteinsson, prófessor í nýjatestamentisfræðum viðguðfræðideild Háskóla Íslands, fagnar 50 ára afmæli sínu ídag. Hann varð prófessor við háskólann árið 2015 en byrjaði að vinna þar 2013. Þar áður vann hann við guðfræðideild Kaup- mannarhafnarháskóla og við Lundarháskóla í Svíþjóð. Ég kenni ýmis fög í háskólanum, til dæmis ritskýringu en þá er ver- ið að skýra ýmis rit í Nýja testamentinu og ég kenni einnig sögu frum- kristni og grísku Nýja testamentisins.“ Helsta áhugamál Rúnars er tónlist. Hann spilar á trommur og er í bílskúrshljómsveit. „Við erum eitthvað að leika okkur saman við að spila Deep Purple og fleira en við höfum aldrei spilað opinberlega saman. Ég hlusta á allavega tónlist, en þungarokk er í miklu uppá- haldi og Iron Maiden er líklega uppáhaldshljómsveitin mín. Svo hef ég verið að stunda kajakróður með frúnni, byrjuðum á því síðasta vor.“ Rúnar ætlar ekki að gera neitt sérstakt í dag í tilefni stórafmælis- ins. „Ég eyði seinnipartinum í faðmi fjölskyldunnar, en seinna ætlum við að taka okkur smá frí og förum til Balí.“ Eiginkona Rúnars er Sigurbjörg Rutardóttir, doktor í lífefnafræði og vinnur hjá Alvotech, og börn þeirra eru Sigrún Rut, sem er búsett í Ástralíu, og Dagur Hrafn, kokkanemi á Hótel Sögu. Í Colosseum Rúnar staddur í Róm á ferðalagi með fjölskyldunni 2015. Nýjatestamentis- fræðingur og rokkari Rúnar Már Þorsteinsson er fimmtugur í dag 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MEATER + ÞRÁÐLAUS KJÖTHITAMÆLIR Stórsniðugur þráðlaus hitamælir sem vinnur með WiFi og Bluetooth. Fylgst er með hitastigi og stillingum í appi í snjallsíma, tölvu eða spjaldtölvu. VERÐ: 19.995KR K ristjana María Sig- mundsdóttir fæddist í Hveragerði 27.11. 1948 og ólst upp í skjóli góðra foreldra í Hveragerði og í Reykjakoti sem liggur í dalnum ofan við Hveragerði. Hún gekk í barna- og unglingaskóla í Hveragerði. Kristjana vann síðan við versl- unarstörf um árabil og sá um börn og bú: „Það var ekki fyrr en börnin stálpuðust að ég ákvað að fara í nám, lauk stúdentsprófi frá öldungadeild FSU 1985, starfsréttindum í félags- ráðgjöf frá HÍ 1990, var í meistara- námi við Socialhögskolan í Stokk- hólmi 1996-98 og lauk því námi síðan við HÍ.“ Kristjana hefur sem félagsráð- gjafi unnið m.a í félagsþjónustu sveitarfélaga, í útskriftarteymi LSH og í skólakerfinu. Á árunum 2011- 2018 var hún starfsmaður Velferðar- ráðuneytisins sem réttindagæslu- maður fatlaðra á Suðurlandi og í Reykjavík og á Seltjarnarnesi: „Störf mín við félagsráðgjöf hafa einkum snúist um málefni aldraðra og fatlaðra. Ég hef t.a.m. í mörg ár sinnt kennslu um málefni aldraðra og fjölskyldunnar í félagsliðanámi hjá Mími – Símenntun og hjá Fræðsluneti Suðurlands.“ Kristjana samdi skáldsöguna Ósögð orð sem kom út 1997 og fjallar hún um samskipti móður með alzheimer við fjölskyldu sína. Árið 1998 var bókin tilnefnd sem framlag Íslands til Norðurljósa sem er nor- ræn lista- og bókmenntahátíð í Normandí. Bókin hefur verið þýdd á Kristjana María Sigmundsdóttir félagsráðgjafi – 70 ára Í sólskinsskapi Kristjana og Þorlákur Helgi með börnum, tengda- og barnabörnum, í sumarbústað, sumarið 2008. Málsvari aldraðra og fatlaðra um árabil Hjónin Hér eru þau Þorlákur og Kristjana á ferðinni í miðborg Berlínar. Hafnarfjörður Kjartan Darri Kjartansson fæddist 25. apríl 2018 kl. 1.50. Hann vó 3.648 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Bryndís Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Val- ur Guðmundsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.