Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 DRIFSKÖFT LAGFÆRUM – SMÍÐUM JAFNVÆGISSTILLUM OG SELJUM NÝ Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú verður þú að hrökkva eða stökkva því ekkert annað getur þokað málum þínum áfram. Hlauptu undir bagga með vini sem þarf aðstoð. 20. apríl - 20. maí  Naut Hristu af þér alla hræðslu og helltu þér út í óvissuna. Reyndu að hlaða batteríin þeg- ar tími gefst til þess. Ástarsamband hangir á bláþræði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér opnast skyndilega nýr heimur og átt fullt í fangi með að átta þig á öllu því sem að honum fylgir. Ekki láta skjöl liggja á glámbekk og gættu vel að orðum þínum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Viðkvæmt mál ber á góma og þótt þér sé mikil raun að ræða álit þitt á því verð- ur þú að gera það. Einhver slær þér gull- hamra, þú átt þá skilið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú finnur fyrir göfuglyndi og örlæti gagnvart öllum í dag. Samstarfsfólk þitt mun sjá þig í nýju ljósi. Leggðu slæmar venjur á hilluna. Bíttu á jaxlinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er að færast meiri hraði í lífið hjá þér. Reyndu samt að slaka á og neita verk- efnum sem þú veist að þú getur ekki sinnt al- mennilega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver vandamál skjóta upp kollinum og valda þér erfiðleikum í stuttan tíma. Vertu á varðbergi gagnvart því sem þú heyrir og lest því ekki er allt sem sýnist og mál geta verið lævi blandin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Settu þér ákveðin markmið til að keppa að bæði í leik og starfi. Þér hættir til að stinga höfðinu í sandinn þegar vandamál koma upp, vendu þig af því. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér verður falin aukin ábyrgð og það vekur öfund sumra samstarfsmanna þinna. Þú færð vísbendingu sem kemur þér þægilega á óvart. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú verður ekki lengur hjá því kom- ist að horfast í augu við staðreyndir. Taktu því rólega næstu viku, annríkið verður mikið eftir þann tíma. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Varastu að láta draga þig inn í deilur um mál sem þú átt enga aðild að. Af- staða þín í vissu máli mun koma fjölskyldu og vinum á óvart. 19. feb. - 20. mars Fiskar Öllum breytingum fylgir nokkurt rót. Taktu eitt skref í einu, þannig hefjast allar ferðir. Þú færð skemmtilegt símtal frá göml- um vini. Stefjagróður“ er ný ljóðabók eft-ir einn af okkar snjöllustu hag- yrðingum Ingólf Ómar Ármanns- son. Hann er fæddur og uppalinn á Króknum og byrjaði ungur að yrkja. Á bakkápu segir: „Hann stundaði vinnu til sjós og lands og þekkir bæði landið og miðin, hesta- maður af lífi og sál og náttúruunn- andi. Öllu þessu bregður fyrir í kveðskap hans: Hálsinn reistur, hýr er brá, hófa geyst fer ljónið. Hrjóta gneistar grjóti frá, greitt er þeyst um frónið.“ Eins og þessi staka ber með sér leikur hringhendan honum á tungu. Svona yrkir enginn nema Skagfirð- ingur!: Linar þraut og lægir stríð, laðar fram það besta að una sáttur alla tíð við ástir, vín og hesta. Og í „Göngum og réttum“: Sungið var af miklum móð, margan gladdi segginn. Ærið kenndur oft ég stóð upp við réttarvegginn. Ingólfur Ómar er myndvís í stök- um sínum og ljóðum. Hér yrkir hann um haustið: Sól á fætur silast, sveipar geislum daufum grundir, mel og mó. Foldargróður fölnar, falla lauf af trjánum, fölvi þekur skóg. Lyng og lautir roðna, lindin tæra niðar lágt við mosató. Klökkvir svanir kvaka, kul í sefi þýtur. Kyrr er haustsins ró. Nær allar ferhendur Ingólfs Óm- ars eru með réttum tvíliðum en nú bregður svo við að hann beitir þrí- lið í síðustu hendingunni af mikilli smekkvísi. Honum þykir vænt um klárinn sinn og hér kemur það fram: Klárinn slyngur yfir urð og um bungur þeysir. Hefur hann fiman fótaburð, fallega makkann reisir. Ingólfur Ómar kann að meta „ís- lenskan mat“: Slíka fæðu mikils met, má því una kátur: Hér var saltað hrossaket, hræringur og slátur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stefjagróður Ingólfs Ómars „Ég geri bara þaÐ sem gera þarf og spyr einskis. Þú ættir aÐ gera þaÐ sama.” „SagÐir þú hundinum aÐ hann fengi ekki aÐ fara út í kvöld?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að horfa saman á næturhimininn. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HMMM … ÞÚ ÆTTIR AÐ ENDURSKOÐA LÍFSVIÐHORF ÞÍN ALLT Í LAGI ÉG ER FRÁBÆR! KAFAÐU AÐEINS DÝPRA HVAÐ GRÆDDIR ÞÚ MIKIÐ FÉ Í FYRRA? SVONA, SVONA … ÞAÐ ER EKKERT SKAMMARLEGT VIÐ AÐ VERA LOÐINN! ERTU AÐ MEINA HVERSU LOÐINN ÉG ER UM LÓFANA? Víkverji fékk svokallað Óskaskrín íjólagjöf fyrir bráðum ári. Það er sniðug gjöf eða eins og segir á heimasíðu skrínsins: „Með Óska- skríni gefurðu upplifanir í stað hluta og það sem meira er, þú gefur við- takandanum færi á að velja sína uppáhalds upplifun úr fjölda freist- andi möguleika sem leynast í hverju boxi.“ x x x Þetta var svokallað GourmetÓskaskrín sem þýðir að Víkverji og betri helmingurinn geta skellt sér út að borða á nokkrum völdum veit- ingastöðum vítt og breitt um landið. Gott mál. x x x Af ýmsum ástæðum dróst að komaþessu í verk en nýverið var ryk- ið dustað af skríninu með tiltekinn veitingastað í huga. Hann var sann- arlega á listanum, þriggja rétta mál- tíð, en hvað var a’tarna? Gjöfin gildir ekki í nóvember og desember. Hverslags vitleysa er það eiginlega? Búið er að greiða fyrir gjörninginn og stórfurðulegt að þiggjandi gjafar- innar megi ekki njóta hennar þegar honum hentar best. x x x Skýrt skal tekið fram að þetta áaðeins við einn af veitingastöð- unum sem gjöfin nær til; hinir bjóða mann allir velkominn í nóvember og desember. Þannig að Víkverji hefur ennþá svigrúm til að njóta gjafar- innar. x x x Að vísu ekki lengi, því skríniðrennur út um áramótin; gildir sumsé bara í eitt ár frá kaupdegi. Sem er vitaskuld önnur vitleysa. Veitingastaðir og verslanir hafa svo sem tínt til einhver rök fyrir því að gjafir sem þessar, innleggsnótur og annað slíkt gildi bara í tiltekinn tíma en Víkverji hefur aldrei botnað neitt í þeim. Þegar veitingastaðurinn eða verslunin hefur fengið fyrirfram greitt er eðlilegast að aðgengi sé óheft, svo lengi sem viðkomandi staður er ennþá starfandi. Annars er Víkverji bara þokka- legur. vikverji@mbl.is Víkverji Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hef- ur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5.11)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.