Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 27
frönsku og sænsku og er í þýðingu á þýsku. Kristjana skrifaði pistla um mat- argerð í fréttablaðið Selfoss – Suð- urland í nokkur ár. Hún hefur verið í ýmsum nefndum sem tengjast fag- inu og er nú m.a í færni- og heilsu- matsnefnd á Suðurlandi. Hún hefur skrifað greinar og haldið erindi, að- allega um málefni aldraðra, m.a. um ofbeldi gegn öldruðum. Helstu áhugamál Kristjönu eru samvera með fjölskyldu, útivist, ferðalög, bóklestur og matargerð. Fjölskylda Eiginmaður Kristjönu er Þorlák- ur Helgi Helgason, f. 24.9. 1948, framkvæmdastjóri Olweusaráætl- unar gegn einelti. Foreldrar hans voru Gunnþóra S. Kristmundsdóttir, f. 10.6. 1922, d. 10.6. 2016, skólarit- ari, og Helgi Þorláksson, f. 31.10. 1915, d. 18.10. 2000, skólastjóri. Þau voru lengst af búsett í Reykjavík Fyrri maður Kristjönu var Ingþór Jóhann Guðlaugsson, f. 9.10. 1945, d. 23.7. 1981, húsasmiður og lögreglu- þjónn. Dætur Kristjönu og Ingþórs eru 1) Margrét Ingþórsdóttir, f. 18.2. 1967, en hún rekur bókhaldsstofu á Selfossi og er maður hennar Guð- mundur Geirmundsson kjötiðnaðar- maður en þau eiga tvo syni, Ingþór Jóhann og Arnþór; 2) Íris Ingþórs- dóttir, f. 1.4. 1972, leik- og grunn- skólakennari á Selfossi en maður hennar er Ólafur Hallgrímsson lög- fræðingur og eiga þau þrjú börn, Óliver Örvar, Kristjönu og Bryndísi, og 3) Eva María Ingþórsdóttir, f. 24.7. 1975, sálfræðingur, búsett í Hollandi en maður hennar er Bjarni Guðjónsson hugbúnaðararkitekt og eiga þau tvo syni, Guðjón Helga og Bjarna Patrek. Dóttir Þorláks af fyrra hjóna- bandi er Auður Ýrr Þorláksdóttir, f. 12.4. 1973, öryggis- og gæðastjóri á LSH en maður hennar er Andri V. Sigurðsson lögfræðingur og eiga þau þrjú börn, Atla Hrafn, Ásthildi og Eddu Margréti. Langömmubörnin eru nú fjögur talsins. Systkini Kristjönu: Guðbjörg Dagmar Sigmundsdóttir, f. 17.7. 1945, d. 16.6. 2012, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík; Sigurveig Sig- mundsdóttir, f. 10.5. 1952, snyrti- fræðingur, búsett í Kópavogi, Guðmundur Ingi Sigmundsson, f. 10.5. 1952, rafvélavirki í Reykjavík. Foreldrar Kristjönu voru Mar- grét Guðmundsdóttir, f. 27.12.1915, d. 22.2. 2008, húsmóðir, og Sigmund- ur Bergur Magnússon, f. 5.12. 1923, d. 21.8. 2015, ullarmatsmaður. Þau voru lengst af búsett í Hveragerði. Kristjana María Sigmundsdóttir Vilborg Jónsdóttir húsfr. á Syðri- Brúnavöllum, af Bergsætt Gísli Vigfússon b. á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum, bróðursonur Ingunnar, langömmu Grétars Fells rithöfundar og Þorgeirs, afa Péturs Gunnarssonar rithöfundar, af Reykjaætt Ingibjörg Gísladóttir húsfr. í Rvík Margrét Guðmundsdóttir húsfr. í Hveragerði Guðmundur Magnússon fiskimatsm. og sjóm. í Rvík Margrét Björnsdóttir húsfr. í Ánanaustum Magnús Guðmundsson sjóm. í Ánanaustum í Rvík Þórey Magnúsdóttir húsfr. á Selfossi og á Loftsstöðum í Gaulverjabæjarhr. Esther Jakobsdóttir margfaldur Íslandsmeistari í brids Ásdís Magnúsdóttir húsfr. á Stöðvarfirði og í Rvík Magnús Guðjónsson framkv.stj. í Rvík Friðgeir Guðjónsson þyrluflugm. í Rvík Guðmundur Guðmundsson leigubílstj. í Rvík Einar Már Guðmundsson rithöfundur í Rvík Björn Vilmundarson forstj. í Rvík Björgvin Vilmundarson fv. bankastj. Björn Gíslason skipstj. í Rvík Ólafía Björnsdóttir húsfr. í Rvík Gísli Björnsson sjóm. á Bakka í Rvík Björg Gísladóttir húsfr. í Hafnarfirði Jórunn Ísleifsdóttir húsfr. í Rvík Birgir Ísleifur Gunnarsson fv. borgarstjóri, alþm., ráðherra og seðlabankastj. Jóhanna Guðlaug Jónsdóttir húsfr. á Litla-Hofi í Öræfum Páll Jónsson b. á Litla-Hofi í Öræfum Katrín Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja á Orustustöðum Magnús Jón Sigurðsson b. á Orustustöðum á Brunasandi í V-Skaft. Sólveig Magnúsdóttir húsfr. á Orustustöðum Sigurður Jónsson b. á Orustustöðum Úr frændgarði Kristjönu Maríu Sigmundsdóttur Sigmundur Bergur Magnússon ullarmatsmaður í Hveragerði Langömmubörnin fjögur Írena Rún með Guðmund, Margrét Þóra og Ríkarður Mar. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 SOMPEX LED kerti margir litir Verð frá 5.990,- Edda Heiðrún Backman fædd-ist á Akranesi 27.11. 1957.Foreldrar hennar voru Jó- hanna Dagfríður Arnmundsdóttir og Halldór Sigurður Backman. Börn Eddu Heiðrúnar eru Arn- mundur Ernst leikari og Unnur Birna nemi. Edda Heiðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1978 og leikaraprófi frá Leiklistarskóla Íslands 1983. Edda Heiðrún var mikilvirk og vinsæl leikkkona til ársins 2004. Þá hafði hún greinst með MND-sjúk- dóminn, hætti að leika, sneri sér að leikstjórn og leikstýrði fjölda sýn- inga í Borgarleikhúsinu og Þjóðleik- húsinu. Árið 2007 opnaði hún blóma- búðina Súkkulaði og rósir, þar sem hún bauð upp á heimsins besta súkkulaði og fallegustu rósir. Hún fann sköpunarkrafti sínum nýjan farveg, 2008, er hún hóf að mála með munninum, vatnslita- og olíumyndir af fuglum og fólkinu sem var henni kært. Hún hélt fjölda sýninga í Reykjavík og út um land, auk þess sem hún átti myndir á sýningum er- lendis. Edda Heiðrún barðist fyrir rétt- indum fatlaðs fólks og lagði mikið af mörkum þegar hún, ásamt Hollvina- samtökum Grensás, stóð fyrir lands- söfnun til uppbyggingar og endur- bóta á Grensásdeild undir yfir- skriftinni Á rás fyrir Grensás. Þar söfnuðust á annað hundrað milljónir króna. Edda var mikill talsmaður um- hverfisverndar og íslenskrar nátt- úru, barðist fyrir stofnun hálendis- þjóðgarðs á miðhálendi Íslands og stofnaði félagsskapinn Rödd náttúr- unnar árið 2016. Edda Heiðrún var þrisvar sæmd Íslensku sviðslistaverðlaununum, þ. á m. heiðursverðlaunum Grím- unnar 2015, hlaut Íslensku kvik- myndaverðlaunin, Edduna, 2003, var borgarlistamaður Reykjavíkur 2006 og var samþykkt af Alþingi í hóp heiðurslistamanna árið 2008. Edda Heiðrún lést 1.10. 2016. Merkir Íslendingar Edda Heið- rún Backman 90 ára Stefán Hallgrímsson 85 ára Sigurður Guðberg Helgason 80 ára Baldvin Erlendsson Edda Júlía Þráinsdóttir Helga Enoksdóttir Jóhanna Steinþórsdóttir Margrét Ólafía Óskarsdóttir 75 ára Dagmar Brynjólfsdóttir Droplaug Jónsdóttir Egill Marberg Gunnsteinsson Janina Kobryn Misiejuk Jóhann Jóhannsson Vigdís Pálsdóttir Þorbjörg Kolbrún Kjartansdóttir 70 ára Alexander Rafn Vilmarsson Árni Magnússon Ásta Finnbogadóttir Júlíus Jónsson Kristjana María Sigmundsdóttir Sævar Örn Kristjánsson 60 ára Gestur Valdimar Hólm Freysson Guðrún Eygló Stefánsdóttir Helga Sigrún Sigurjónsdóttir Lynette Jennifer Jones Rúnar Þór Guðjónsson Þorsteinn Sigurðsson 50 ára Ana María Mileris Björn Hermannsson Guðmundur Þ. Sigurjónsson Guðrún Ingibjörg Rúnarsdóttir Gunnar Sæþórsson Haraldur Johannessen Rúnar Már Þorsteinsson 40 ára Jónas Ingi Jónasson Karin Elisabeth Paalsson Leifur Már Leifsson Melissa Aþena Loque Pétur Steinn Pétursson Þorsteinn Gunnarsson 30 ára Adinda Marita Tarigan Ásdís Ýrr Einarsdóttir Halla Valey Valmundardóttir Karen Guðmundsdóttir Margrét Hanna Birgisdóttir Ragna Aðalbjörg Bergmann Scott Mc Murry Guinn Til hamingju með daginn 30 ára Margrét býr í Reykjavík, lauk BA-prófi í þjóðfræði, er sölufulltrúi hjá Ölgerðinni og starfar við skammtímavistun hjá Reykjavíkurborg. Maki: Hlynur Sigurðsson, f. 1989, forritari hjá Adv- ania. Dóttir: Arnbjörg Elín Hlynsdóttir, f. 2016. Foreldrar: Jóhanna Ólöf Jóhannsdóttir, f. 1959, og Birgir Heiðar Þórisson, f. 1960. Margrét Hanna Birgisdóttir 30 ára Ásdís lauk list- námsbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfar við Brákarhlíð í Borgarnesi. Maki: Ellert Þór Hauks- son, f. 1980, starfsmaður við álverið á Grundar- tanga. Sonur: óskírður Ellerts- son, f. 2018. Stjúpdóttir: Emelía Eir, f. 2011. Foreldrar: Hafdís Þórðar- dóttir, f. 1953, og Einar Valgarð Björnsson, f. 1952. Ásdís Ýrr Einarsdóttir 30 ára Karen býr í Reykjavík, lauk BSc-prófi í hótel- og veitingarekstri frá Johnson & Wales, er flugfreyja og rekur við- burða- og veislufyrirtækið Reykjavík Partý. Systkini: Daníel, f. 1993, og Jóhanna, f. 2001. Foreldrar: Guðmundar Viðarsson, f. 1963, mat- reiðslumeistari, og Mjöll Davíðsdóttir, f. 1965, hár- greiðslumeistari. Þau eru búsett í Reykjavík.. Karen Guðmundsdóttir Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.