Morgunblaðið - 28.11.2018, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 280. tölublað 106. árgangur
ÞAÐ ER LÍF Á
FLEIRI HROSSA-
TAÐSHRAUKUM
JÓLA-
STRESSIÐ
ER VAL
EIGIN ENDUR-
MINNINGAR AF
HINSEGIN LÍFI
GOTT AÐ FORGANGSRAÐA 12 GUÐJÓN RAGNAR 33FLUGA HJÖRLEIFS 30
Á annan tug milljarða eru í verkfalls-
sjóðum verkalýðsfélaganna í ASÍ,
sem þau geta gripið til komi til verk-
fallsátaka í vetur. Drífa Snædal, for-
seti ASÍ, staðfestir að vinnudeilu-
sjóðir félaganna standi almennt vel
enda hafi safnast í þá á löngum tíma.
Um 3,6 milljarðar eru í vinnudeilu-
sjóði VR og tæpir 2,7 milljarðar voru
í verkfallssjóði Eflingar um áramót.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir verkfallssjóðina vera mjög
sterka. „VR á um tólf milljarða í eign-
um og sjóðum. Af því eru 3,6 millj-
arðar í vinnudeilusjóði og hann fer
stækkandi. Við getum hæglega fært
til hærri upphæðir ef við viljum. Við
gerðum það síðast árið 2015 þegar
litlu munaði að það yrðu átök á vinnu-
markaði,“ segir hann.
,,Ef við förum hins vegar í einhvers
konar verkfallsskærur með öðrum
stéttarfélögum eða t.d. á ASÍ-grunni,
þá munu fjármagnstekjur þessara
sjóða duga til þess að halda því úti í
mjög langan tíma. Þar erum við að
tala um mun smærri hópa, sem gætu
þá verið í einhvers konar átökum eða
aðgerðum en væru á fullum launum.
En ef við förum í allsherjarverkfall
þá dugar þetta náttúrlega skammt.“
Takist að loka þessu án átaka
Hann tekur þó fram að fólk eigi
ekki að óttast að allt muni loga í alls-
herjarátökum „þar sem við munum
ekki fara í allsherjarverkföll,“ segir
Ragnar Þór. ,,Það er ekki sú leið sem
við viljum fara. Við teljum að það sé
mun árangursríkara að vinna þá
frekar með öðrum stéttarfélögum í
að mynda einhvers konar pressu ef
til þess kemur en ég náttúrlega von-
ast til þess að við náum að loka
þessu,“ segir hann um kjaraviðræð-
urnar. »4
Yfir tug milljarða
í verkfallssjóðum
Skærur frekar en allsherjarverkföll
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Með bréfi sem Skúli Mogensen sendi
í gær til hóps þeirra fjárfesta sem
þátt tóku í skuldabréfaútboði WOW
air í september síðastliðnum, var
þrýstingur settur á þá sömu aðila að
liðka fyrir kaupum Icelandair Group
á öllu hlutafé félagsins. Til þess að
Icelandair Group geti keypt félagið
og tekið eignir þess og skuldir inn á
efnahagsreikning samstæðu sinnar
þurfa kröfuhafar WOW air og leigu-
salar þess að gefa eftir tilteknar
kröfur og eftir atvikum liðka fyrir
breyttum skilmálum í samningum
sínum við félagið. Að öðrum kosti er
afar ósennilegt að hluthafar Ice-
landair Group muni á hluthafafundi
sem boðaður hefur verið að morgni
næstkomandi föstudags, samþykkja
yfirtöku á félaginu.
Í fyrrnefndu bréfi fór stofnandi
WOW air yfir þá stöðu sem félagið er
nú í en ítrekaði jafnframt að með
breytingum á skilmálum hinna nýút-
gefnu skuldabréfa væru það ekki að-
eins viðtakendur bréfsins sem þyrftu
að gefa eftir kröfur sínar, heldur
einnig hann sjálfur. Í bréfinu kemur
fram að af þeim 50 milljónum evra
sem söfnuðust í útboðinu hafi hann
persónulega lagt til í útboðinu 5,5
milljónir evra í formi reiðufjár. Það
hafi hann gert því hann hafi „verið
viss um að fjármögnunin myndi
nægja til að fleyta okkur fram að al-
mennu hlutafjárútboði innan næstu
18 mánaða“, eins og það er orðað.
Í bréfinu er m.a. ítrekað að rekst-
ur félagsins á fjórða ársfjórðungi
hafi gengið verr en áætlanir stóðu til.
Í tengslum við skuldabréfaútboðið í
haust var gengið út frá því að tap
WOW á yfirstandandi ári myndi
nema 3,2 milljörðum króna. Af orð-
um forstjórans að dæma stefnir flest
í að það verði meira. »16
Forstjóri WOW setur
þrýsting á kröfuhafa
Samningsaðilar þurfa að hafa snör handtök næstu tvo daga
Morgunblaðið/Eggert
Yfirtaka Tilkynnt var um kaup Ice-
landair á WOW hinn 5. nóvember.
Heimsþing kvenleiðtoga stendur nú yfir í Hörpu en þar koma
rúmlega 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum saman til að
ræða leiðir til að tryggja aukin tækifæri kvenna og læra af
reynslu Íslendinga varðandi árangur í jafnréttismálum. Yfir-
skrift Heimsþingsins er ,,Power, Together“. Auk dagskrár í
Hörpu var í gær haldinn sérstakur fundur á sviði friðar- og
öryggismála í Höfða. Meðal gesta voru Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for-
seti Íslands. Þinginu lýkur með móttöku í Bláa lóninu í kvöld.
Morgunblaðið/Eggert
Kvenleiðtogar funduðu um friðarmál í Höfða