Morgunblaðið - 28.11.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
Herlögin magna spennuna
Pútín ósáttur við viðbrögð Úkraínumanna við hertöku þriggja skipa á sunnudag
Herlögin sem úkraínska þingið setti á mánudag
hafa magnað spennuna í samskiptum ráðamanna
landsins við stjórnvöld í Rússlandi. Hefur Pútín
Rússlandsforseti lýst áhyggjum yfir því sem hann
kallar „fljótfærnisleg viðbrögð“ Úkraínumanna.
Hefur hann hvatt Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands, til að beita sér í málinu gagnvart stjórn
Úkraínu.
Á sunnudag hertóku Rússar þrjú úkraínsk skip,
tvö herskip og einn dráttarbát, á Kerch-sundi,
einu siglingaleiðinni úr Svartahafi í Azov-haf. Um
borð voru 23 sjóliðar. Rússar segja að skipin hafi
siglt í óleyfi inn á rússneskt hafsvæði undan
strönd Krímskaga sem Rússar innlimuðu fyrir
fjórum árum. Rússneskt varðskip skaut á úkra-
ínsku skipin svo að sjóliðar særðust og sigldi svo á
skipin áður en þau voru hertekin og færð til hafn-
ar.
Taka skipanna vakti gífurlega reiði í Úkraínu.
Vestræn ríki hafa einnig fordæmt aðgerðir Rússa.
Þau segja að Rússum sé óheimilt að hindra sigl-
ingar í Azov-haf. Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að hertaka skipanna væri
brot á alþjóðalögum. Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna fundaði um málið á mánudaginn.
Herlögin í Úkraínu gilda í 30 daga. Þau fela í sér
að hægt er að kalla almenna borgara til að gegna
herskyldu, banna opinbera fundi og ritskoða fjöl-
miðla. Forsetakosningar eiga að fara fram í land-
inu í lok mars á næsta ári og óttast stjórnarand-
stæðingar að Porosjenkó forseti noti ástandið til
að fresta þeim. Hann segir aftur á móti að herlög
séu nauðsyn til að Úkraníumenn geti brugðist við
ef til frekari íhlutunar Rússa kemur. Jafnframt
hefur hann hvatt vestræn ríki til að auka refsiað-
gerðir gagnvart Rússum. Talsmaður ESB útilok-
aði það ekki í gær. Þegar er í gildi víðtækt við-
skiptabann vegna hernáms Krímskaga.
Það hefur aukið reiði Úkraínumanna að rúss-
neska ríkissjónvarpið sýndi yfirheyrslur yfir ein-
um hinna herteknu sjóliða þar sem hann segir að
siglingin inn sundið hafi verið í ögrunarskyni.
Mohammed bin Salman, krónprins
Sádí-Arabíu, gæti verið ákærður fyr-
ir stríðsglæpi og pyntingar þegar
hann mætir á leiðtogafund G20-
ríkjanna í Buenos Aires á föstudag-
inn. Þetta kom fram í Guardian í
gær. Blaðið sagði að alþjóðlegu
mannréttindasamtökin Human
Rights Watch hefðu lagt fram kæru
og hvatt til þess að ákvæði í stjórn-
arskrá Argentínu um alþjóðlega lög-
sögu yrði nýtt til að ákæra prinsins
fyrir að bera ábyrgð á fjöldamorðum
á óbreyttum borgurum í Jemen og
pyntingum á sádí-arabískum ríkis-
borgurum, þar á meðal blaðamann-
inum Jamal Khashoggi sem myrtur
var í Ankara í Tyrklandi fyrir
skömmu.
Kæra mannréttindasamtakana
var lögð fyrir alríkisdómarann Ariel
Lijo sem vísaði henni til ríkissak-
sóknara Argentínu, Ramiro Gonzá-
lez. Nú verður hann að meta hvort
hægt sé að beita umræddu ákvæði í
máli bin Salmans. Óljóst er hver nið-
urstaðan verður.
Óumdeilt er að í loftárásum Sádí-
Araba og bandamanna þeirra á Jem-
en frá því í mars 2015 hefur ekkert
tillit verið tekið til þess hvort
sprengjur lenda á hernaðarlega mik-
ilvægum stöðum eða borgaralegum.
Hafa íbúðarhús, skólar, sjúkrahús,
markaðir og moskur orðið fyrir
sprengjuárásum. Human Rights
Watch telur árásirnar á borgaraleg
skotmörk gerðar af ásetningi og því
sé um að ræða stríðsglæpi. Þá er
bent á að Sádí-Arabar og banda-
menn þeirra hafi með hafnbanni og
flugbanni gagnvart Jemen komið í
veg fyrir neyðaraðstoð við íbúa
landsins. Hafi það leitt hungur og
farsóttir yfir fjölda óbreyttra borg-
ara.
Talsmaður Mauricio Macri, for-
seta Argentínu, sagðist í gær ekkert
hafa um málið að segja annað en að
krónprinsinn hefði staðfest komu
sína til landsins og engar tilkynning-
ar um breytingar á því hefðu borist.
G20-fundurinn á að standa í tvo
daga. Donald Trump, forseti Banda-
ríkjanna, hefur sagst vera reiðubú-
inn að hitta krónprinsinn á fundinum
þrátt fyrir auknar efasemdir heima
fyrir vegna ábyrgðar sem Moham-
med bin Salman er talinn bera á
morðinu á Khashoggi.
Verði ákærður fyrir
stríðsglæpi í Argentínu
Krónprins Sádí-Arabíu á leið á G20-fundinn í Buenos Aires
AFP
Heimsókn Mohammed bin Salman var í Egyptalandi í gær þar sem forseti
landsins, Abdel Fattah al-Sisi, tók honum með kostum og kynjum.
Neikvæð ummæli
Donalds Trump
Bandaríkja-
forseta um Brex-
it-sakomulagið
við Evrópusam-
bandið geta gert
Theresu May,
forsætisráðherra
Bretlands, erfið-
ara fyrir að fá það
samþykkt í þinginu. Atkvæða-
greiðslan um samkomulagið er fyrir-
huguð 11. desember.Trump sagði að
svo virtist sem samkomulagið væri
gott fyrir ESB og gaf í skyn að May
hefðu orðið á mistök í samninga-
viðræðunum. Hugsanlega kæmi það
í veg fyrir tvíhliða viðskiptasamning
á milli Bretlands og Bandaríkjanna.
May segir hins vegar að það sé mis-
skilningur. Eftir útgöngu úr ESB
séu tvíhliða samningar um viðskipti
algjörlega á valdi Breta.
Fullkomin óvissa ríkir um það
hvort meirihluti sé á breska þinginu
fyrir samkomulaginu við ESB. Eng-
inn getur svarað því hvað gerist
verði það fellt. Ekki er víst að for-
ystumenn ESB samþykki nýjar við-
ræður um útgönguskilmála. Úrsögn
Breta úr Evrópusambandinu á að
taka gildi í lok mars á næsta ári. Tal-
ið er að meiriháttar glundroði verði
ef ekki tekst að semja um framtíðar-
fyrirkomulag samskipta ríkjanna í
tæka tíð.
Trump
gerir May
erfitt fyrir
Donald Trump
Gagnrýnir Brexit-
samkomulagið
Paul Manafort, fyrrverandi kosn-
ingastjóri Donalds Trump Banda-
ríkjaforseta, átti nokkra leynilega
fundi með Julian Assange, stjórn-
anda WikiLeaks, í sendiráði Ekva-
dors í London. Þeir hittust m.a. í
mars 2016, rétt áður en WikiLeaks
birti stolna tölvupósta demókrata
sem rússneskir leyniþjónustumenn
höfðu komist yfir. Guardian birti
frétt um þetta í gær og sagði líklegt
að málið muni vekja athygli Roberts
Muellers, sértaks saksóknara
Rússarannsóknarinnar vestanhafs.
Manafort hafði gert samning við
Mueller um vægari refsingu vegna
fjármálabrota gegn samstarfi í rann-
sókninni, en í gær var upplýst að
hann hefði eftir það ítrekað logið að
saksóknara. Samningurinn var því
ógiltur og fer Manafort í fangelsi.
Manafort hitti
Assange
Geimfarið InSight lenti á Mars að kvöldi mánu-
dags við mikinn fögnuð vísindamanna í höfuð-
stöðvum Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna,
NASA. Skömmu síðar sendi geimfarið ljósmynd
til jarðar þar sem getur að líta lendingarstaðinn
á sléttlendi sem kallast Elysium Planitia og
skammt frá miðbaugi Mars. Geimfarinu er ætlað
að framkvæma margvíslegar vísindalegar mæl-
ingar á reikistjörnunni.
Velheppnuð lending geimfarsins á Mars
AFP
InSight ætlað að framkvæma vísindalegar mælingar