Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Í blaðinu verður
kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í
boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak
og bættan lífsstíl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir fimmtudaginn 20. desember
fylgir Morgunblaðinu
miðvikudaginn 2. janúar 2019
Heilsa& lífsstíll
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Sagan um Skarphéðin Dungal sem
setti fram nýjar kenningar um eðli
alheimsins er sögð í bundnu máli
með stuðlum, höfuðstöfum og rími.
Sagan fjallar um fluguna Skarphéð-
in Dungal sem hefur einhverjar
hugmyndir um að það sé líf á fleiri
hrossataðshraukum en þeim sem
hann býr á,“ segir Hjörleifur Hjart-
arson, rithöfundur og tónlistar-
maður, um nýútkomna barnabók
sína. Í fyrra kom út bók hans Fugl-
ar sem myndskreytt er af Rán Fly-
genring rétt eins og sú nýja. Sú bók
var tilnefnd til Barnabókmennta-
verðlauna Reykjavíkurborgar, 2018
bæði fyrir texta og myndskreytingu
og hlaut Rán verðlaun fyrir bestu
myndskreytingu barnabókar.
„Stefnan er að endurtaka leikinn í
ár,“ segir Hjörleifur sem telur að
bókin eigi ekki síður að höfða til full-
orðinna. Engin tengsl eru milli
Fuglanna og Sög-
unnar um Skarphéð-
in að sögn Hjörleifs,
önnur en þau að
Hjörleifur er höf-
undur bókanna og
Rán myndskreytir.
Hjörleifur segir að
samstarfið við Rán sé
skemmtilegt og þeim
gangi vel að vinna
saman.
„Myndskreyting
Ránar í sögunni um
Skarphéðin Dungal er
verulega falleg og gerir
bókina miklu skemmti-
legri. Textinn og mynd-
irnar vinna mjög vel
saman. Það er ekki
sama hvernig mynd-
skreytingar eru og lit-
irnir sem þær Rán og Birna Geir-
finnsdóttir völdu undirstrika þá
uppgötvun sem fram kemur í bók-
inni að heimurinn er ekki svart/
hvítur heldur í lit og fjölbreyttari en
flugurnar í sögunni gat órað fyrir,
hvað þá að það væru til fleiri hrossa-
skítshaugar en sá sem þær búa á,“
segir Hjörleifur. Hann segir að það
sé einhver galdur falinn í ljóðstöfum
og þuluforminu sem geri það m.a. að
verkum að textinn lærist. Rím geti
líka stuðlað að kómískari texta.
Bókin líka fyrir fullorðna
Hjörleifur segir að engin fyrir-
mynd sé af flugunni Skarphéðni
Dungal, en hugsanlega geti ein-
hverjir fundið sig í hlutverki þess
sem líða þurfi fyrir skoðanir sínar
eða hafa komið fram með hug-
myndir sem ekki voru almannaróm-
ur.
„Það má finna þarna hinar og
þessar skírskotanir án þess að ég
vilji fara nánar út í það en það ligg-
ur ljóst fyrir að Skarphéðinn er í
heimspekilegu ferðalagi sem sýnir
honum fram á að heimurinn er svo
miklu stærri og flóknari en litlar
flugur hafa möguleika á að skilja og
við erum öll frekar litlar flugur í því
stóra samhengi,“ segir Hjörleifur
og bætir við að boðskapur bókar-
innar gæti verið að börn og full-
orðnir þurfi að vera með opinn
huga, hugsa út fyrir boxið og vera
forvitin.
Sagan um Skarphéðin sem setti
fram nýjar kenningar um eðli al-
heimsins er gefin út af Angústúra
sem einnig gaf út Fugla. Hjörleifur
segir samtarfið við Maríönnu Rán
og Öglu Magnúsdóttur hjá Angú-
stúru mjög gott enda séu þær metn-
aðarfullar og geri allt vel. Áður hef-
ur Hjörleifur skrifað bækurnar
Veðurtepptur og Krosshólshlátur.
Heimspekileg ferð flugu
Hjörleifur Hjartarson skrifaði bók í bundnu máli um fluguna Skarphéðinn
Dungal og Rán Flygering teiknaði myndirnar Líf á fleiri hrossataðshraukum
Morgunblaðið/Hari
Samvinna
Texti, myndir
og litir vinna
mjög vel sam-
an í, Sögunni
um Skarphéð-
in Dungal því
heimurinn er
ekki svart/
hvítur heldur
í lit og fjöl-
breyttur.
Morgunblaðið/Ómar
Myndskreytirinn Hjörleifur segir
myndir Ránar Flygenring gera bók-
ina bæði skemmtilegri og fallegri.
Rithöfundurinn Hjörleifur segir boðskap Sögunnar um Skarphéðin Dungal
vera þann að allir hafi gott af því að skoða hlutina með opnum huga, hugsa
út fyrir boxið og vera forvitnir. Það eigi bæði við um börn og fullorðna.
Spænski stórsöngvarinn Placido
Domingo fagnaði um helgina ein-
stæðu söngafmæli við eitt af merk-
ustu óperuhúsunum en um þessar
mundir er hálf öld síðan hann kom
fyrst fram á sviði Metropolitan-
óperunnar í New York og hefur hann
allan þann tíma verið einn af vinsæl-
ustu listamönnunum sem reglulega
koma þar fram.
Domingo, sem er 77 ára gamall,
öðlaðist heimsfrægð á tíunda ára-
tugnum sem einn af „tenórunum
þremur“ sem fylltu íþróttaleikvanga
af söngunnendum en þá hafði hann þó
lengi verið einn vinsælasti tenór
óperuheimsins. Hann kom fyrst fram
við Metropolitan árið 1968 og hefur
sungið þar á hverju ári síðan. Fyrir
nokkrum árum, þegar röddin var far-
inn að missa talsvert af fyrri ljóma,
tók hann – í stað þess að setjast í helg-
an stein – að syngja mörg vinsælustu
baritónhlutverk óperubókmenntanna
og er enn að. Þá gerir hann talsvert af
því að stjórna óperuhljómsveitum.
Um helgina kom Domingo fram á
fyrstu sýningu leikársins í Metro-
politan á Il Trittico, þrískiptri gaman-
óperu eftir Puccini, og söng aðal-
hlutverkið, Gianni Schicchi. Rýnir
The New York Times hrósar frammi-
stöðunni og segir einstakt í óperusög-
unni að söngvari fari með aðal-
hlutverk í óperum í hálfa öld.
Domingo var hylltur í hléi á sýning-
unni. Eftir að myndbrotum með
söngvaranum í hinum ýmsu hlut-
verkum í húsinu hafði verið varpað
upp á tjald, steig Domingo fram á
sviðsbrúnina og þáði að gjöf bút af
sviði óperhússins, auk gylltrar útgáfu
af búningum sem hann hefur klæðst
þar í aðalhlutiverki óperunnar Óþelló.
Meðal gesta í salnum voru, auk fjöl-
skyldu söngvarans, stjörnur sem
hann hefur sungið með á glæstum
ferlinum, þar á meðal Martina
Arroyo, Sherrill Milnes, James Morr-
is og Teresa Stratas.
Hefur sungið í
Met í hálfa öld
AFP
Hylltur Placido Domingo var fagn-
að eftir að hann kom fram eftir sýn-
ingu á Trittico í New York.
Hljómsveitin Mo-
ses Hightower
hefur stutta tón-
leikaferð í aðdrag-
anda aðventunnar
með tónleikum í
Frystiklefanum á
Rifi í kvöld, mið-
vikudag, og hefj-
ast þeir klukkan
21. Í framhaldinu
leikur hljóm-
sveitin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
annað kvöld, klukkan 21, og á Græna
hattinum á Akureyri á föstudags-
kvöld en þeir tónleikar hefjast klukk-
an 22. þann 30. nóvember.
Í tilkynningu segir að hljómsveitin
hafi í um áratug verið „einn helsti
kyndilberi sálarskotinnar dægur-
tónlistar á klakanum“. Útsetningar,
hljóðheimur og spilamennska hafi
verið sótt í sálartónlist 7. og 8. áratug-
ar, en frá upphafi þóttu textarnir
„minna á íslenskt lopapeysupopp frá
sama tímabili, ekki síst Spilverk þjóð-
anna“.
Plötur Moses Hightower hafa notið
vinsælda, rýna jafnt sem almennings,
og munu vinsælustu lögin af þeim
hljóma á tónleikunum.
Moses á
ferðalagi
Moses
Hightower
Tvær af helstu
goðsögnum
dægurtónlist-
arinnar, Bob
Dylan og Neil
Young, troða
upp á British
Summer
Time-tónlistar-
hátíðinni í Hyde
Park í London
næsta sumar, 12. júlí. Hin hefð-
bundna hljómsveit Dylans, sem
styður við hann á tónleikaferðum,
mun leika með honum. Á árinu
hefur Dylan ferðast um Evrópu,
Ástralíu og Bandaríkin og kemur
þessa dagana fram á röð tónleika
í New York. Young kemur fram
með hljómsveitinni Promise of
the Real en hún leikur með hon-
um á síðustu tveimur plötum
hans.
Dylan og Young
leika í Hyde Park
Neil Young