Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 33

Morgunblaðið - 28.11.2018, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Laserlyfting Þéttir slappa húð á andlit og hálsi Árangur af Laserlyftingu er sambærilegur við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið í vinnu beint eftir meðferð. 15% afsláttur af gjafabréfum hjá Húðfegrun Bylting ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð. ICQC 2018-20 Samkvæmt nýlegri samantekt Mið- stöðvar íslenskra bókmennta hafa þýðingar íslenskra bókmennta á er- lend tungumál nær þrefaldast á síð- ustu tíu árum. „Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að veita þýðingastyrki til að auka út- breiðslu bókmenntanna erlendis. Á þessu ári var metfjöldi úthlutana til þýðinga á erlend mál þegar Mið- stöðin úthlutaði 106 styrkjum til þýðinga íslenskra verka á 31 tungu- mál,“ segir í tilkynningu. Þar kemur að tungumálin sem íslensku verkin verða þýdd á eru albanska, amharic, arabíska, armenska, aserska, búlg- arska, danska, enska, finnska, franska, færeyska, georgíska, gríska, hebreska, hollenska, ítalska, kínverska, króatíska, lettneska, makedónska, norska, portúgalska, pólska, rússneska, spænska, sænska, tékkneska, tyrkneska, ung- verska, úkraínska og þýska. „Til samanburðar má geta þess að fyrir tíu árum, árið 2008, var veittur 31 styrkur til þýðinga úr íslensku á 14 tungumál. Þetta er því meira en þreföldun á tíu árum á þeim fjölda íslenskra bóka sem ná til nýrra les- enda um heim allan,“ segir í tilkynn- ingu frá Miðstöðinni. Þar kemur fram að þýðingastyrkir geti skipt sköpum í þessu samhengi því þeir geri erlendum útgefendum oftar en ekki kleift að ráðast í verkið. „Að ógleymdum þýðendum sjálfum. Góð- ir þýðendur eru lykilfólk þegar kem- ur að útbreiðslu bókmennta og miðl- un á önnur tungumál.“ Rifjað er upp að á dögunum hafi Auður Ava Ólafsdóttir hlotið bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 fyrir skáldsöguna Ör sem þeg- ar hefur verið þýdd á dönsku, sænsku, frönsku, ungversku, norsku, ensku og ítölsku, og er væntanleg á tékknesku, spænsku, portúgölsku, kóresku og tyrknesku. Þýðingar nær þrefaldast á áratug Ljósmynd/Johannes Jansson Glöð Auður Ava Ólafsdóttir þegar hún tók við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir Ör úr hendi Mette-Marit krónprinsessu Noregs. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hin hliðin – Hinsegin leiftur- og ör- sögur heitir minningabók eftir Guð- jón Ragnar Jónasson, sem rifjar upp í henni líf samkynhneigðra á níunda áratug síðustu aldar, fléttar saman við vangaveltur um það hvernig kyn- hneigð birtist fyrr á öldum og rifjar upp áfanga úr réttindabaráttunni. — Ég man þá daga í upphafi átt- unda áratugarins þegar menn voru lamdir utan við skemmtistaði fyrir það að vera hommar. Þín frásögn hefst um það bil hálfum öðrum ára- tug seinna og þá hafði dregið úr of- beldinu, en það var enn til staðar, ekki satt? „Ég held að ástandið hafi skánað en höfum hugfast að þeir sem ekki gátu dulist voru útsettari fyrir of- beldi en aðrir. Ég á reyndar erfitt með að svara þessu því ég þekkti ekki vettvanginn í upphafi áttunda áratugarins, enda fæddur í upphafi hans. Hér skortir rannsóknir og von- andi munu fræðimenn nútímans reyna að kortleggja hinu ýmsu þætti í sögu hinsegin fólks. Munum samt að breytingar urðu miklar um og eft- ir síðustu aldamót líkt og ég dreg fram. Ný öld var boðberi nýrra tíma og ofbeldið minnkaði en vandinn er sá að erfitt er að mæla ofbeldi því birtingarmyndir þess eru breyti- legar.“ — Þú lýsir lífinu á horninu með eftirsjá en líka kímni – var þetta góð- ur tími? „Vissulega er líf hinsegin fólks á Íslandi mun einfaldara nú en þá og nútíminn er miklu betri og án efa höfum við gengið götuna til góðs. Samt var samheldnin góð á þessum árum og hópurinn stóð þétt saman og segja má að andi íslenska ætt- arsamfélagsins hafi svifið yfir vötn- um. En allir tímar hafa sinn sjarma en segir ekki einhvers staðar að fjar- lægðin geri fjöllin blá?“ — Hommar eru allskonar eins og fólk er allskonar, en eins og þú lýsir í sögunni „Gömlu dívurnar“ þá var það nánast krafa eða skylda að allir höguðu sér eins, meira og minna, og fíluðu sömu músíkina – var þetta ómeðvitað til að hnýta menningar- kimann saman? „Í sjálfu sér lýsi ég þessu eins og þetta kom mér fyrir sjónir í árdaga. Hins vegar kemur það mér sífellt á óvart hversu mikill breytileiki er inn- an íslenska hommasamfélagsins og kannski það ánægjulegasta við sam- félag þeirra er sú breyting að sýni- leiki homma er mun meiri í sam- félaginu en áður. Fyrir nokkrum árum fittaði ég kannski betur inn í staðalmynd hommans, ég lýsi í bókinni að netbol- ur minn hafi hætt að passa og breyt- inga hefði verið þörf. Kannski má segja að hið breytta samfélag geri hinsegin fólki betur kleift að sinna ýmsum störfum, ég er kennari en hér áður fyrr var algengt að kenn- arar hafi neyðst til að sætta sig við það hlutskipti að búa og starfa undir oki ósýnileikans. Við megum samt ekki gleyma því að það voru drottn- ingarnar sem stóðu upp og mót- mæltu forðum og kröfðust breyt- inga.“ — Hlaut ekki að fara svo að hommar hættu meira og minna að skemmta sér þegar kynhneigð fólks fór að skipta minna máli. „Sennilegast hafa aukin réttindi og sýnileiki dregið úr skemmt- anaþörf homma, fólk þurfti kannski frekar að deyfa sig hér áður og fór því kannski meira út að skemmta sér en áður. Sumir vina minna segja að gaylífið hafi horfið með auknum rétt- indum og sýnileika. Tímarnir breyt- ast sem betur fer, ég myndi ekki vilja skipta þótt svo barátta fyrri ára hafi oft á tíðum þjappað fólki vel saman.“ Sögurýni er mikilvæg Ekki er bara að Guðjón sendi frá sér Hina hliðina, heldur þýddi hann líka bókina Magnus Hirschfeld – Frumkvöðull í mannréttindabaráttu hinsegin fólks eftir Ralf Dose, en Magnus Hirschfeld (1868–1935) var þýskur læknir og baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks. Aðspurður hvaða erindi saga Magnus Hirschfelds eigi til okkar segir hann að Hirschfeld hafi opnað umræðuna, verið framsýnn og viljað með rannsóknum sínum samþætta vísindi við mannúð og réttlæti. „Sú samþætting aflaði honum óvinsælda og við megum ekki gleyma því að traust hans á líffræði og erfðafræði og læknisfræðilegur grundvöllur rannsókna gerðu hann tortryggi- legan í augum margra. Hann var samt gegnsýrður af þeirri hugsjón upplýsingarinnar að vísindin voru í hans augum leið að lokatakmarki eða félagslegu réttlæti. Nafn hans er órjúfanlega tengt baráttunni gegn 175. grein þýskra hegningarlaga sem kvað á um að samræði tveggja karl- manna væri refsiverður glæpur. Grein þessi var ekki felld brott úr þýskum hegningarlögum fyrr en sextíu árum eftir dauða Hirschfelds. Að mínu mati er mikilvægt fyrir okkur þegar rætt er um Hirschfeld að minna okkur á hversu langt Þýskaland Weimarlýðveldisins var komið í öllu er laut að orðræðu hins- egin fólks. Margir halda að réttinda- barátta hinsegin fólks hafi hafist í Bandaríkjunum. En í Evrópu kraumuðu margs konar straumar og stefnur þegar um aldamótin 1900. Frækorn þeirra svifu síðar vestur og báru ávöxt þegar komið var fram um miðja síðustu öld. Það er líka vert að hugsa sér hver staða hinsegin fólks hefði verið um miðbik síðustu aldar ef ekki hefði komið til seinni heimsstyrjaldar- innar því segja má að menning og arfleifð hinsegin fólks hafi brunnið á báli í hildarleik styrjaldarinnar. Sögurýni er mikilvæg því hún minnir okkur á að það sem hefur gerst einu sinni getur auðveldlega gerst aftur,“ segir Guðjón Ragnar. Þættir í sögu hinsegin fólks  Guðjón Ragnar Jónasson kemur að tveimur bókum fyrir þessi jól, annars vegar eigin endurminn- ingum af hinsegin lífi og hinsvegar sögu baráttumanns fyrir félagslegu réttlæti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfundurinn „Ég held að ástandið hafi skánað en höfum hugfast að þeir sem ekki gátu dulist voru útsettari fyrir ofbeldi en aðrir,“ segir Guðjón Ragnar þegar spurt er um ofbeldið sem samkynhneigðir voru beittir. Framsýnn Magnus Hirschfeld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.