Morgunblaðið - 28.11.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.11.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Nú gefst þér tækifæri til að gleðja starfsfélaga, fjölskyldu og vini með konunglegum kræsingum frá Veislulist Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með úrvals veitingum og persónulegri og góðri þjónustu. Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum. Þrjár mismunandi steikur ásamt meðlæti. Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum. Konunglegar kræsingar. Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum. Hátíðlegir smáréttir. Jólasteikur Jólahlaðborð 1&2 Jólasmáréttir Jólahlaðborð Jólin 2018 Viðkoma rjúpna var áberandi lítil á Vesturlandi í sumar samkvæmt því sem lesið hefur verið úr fyrstu vængjasýnum af veiddum rjúpum þetta haustið. Viðkoman var hins vegar góð á Norðausturlandi en mun lakari annars staðar á landinu. Þetta má lesa í pósti sem Ólafur K. Niel- sen, vistfræðingur og rjúpnasér- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sendi rjúpnavinum eftir að rjúpnaveiðitímabilinu lauk um síð- ustu helgi. Þá var búið að aldursgreina 982 rjúpur úr veiðinni í haust og má sjá niðurstöðurnar í meðfylgjandi töflu. Ólafur kvaðst gera ráð fyrir að fá rétt innan við 2.000 vængi til viðbót- ar til aldursgreiningar eftir haustið. Rjúpnaskyttur eru hvattar til að senda Ólafi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands annan væng veiddra rjúpna. Halda þarf aðskildum vængjum af rjúpum frá mismunandi landshlut- um. Merkja þarf pokana með veiði- svæði, nafni veiðimannsins og tölvu- póstfangi hans. Allir sem skila vængjum fá greiningu á sínum afla og upplýsingar um niðurstöður þeg- ar þær liggja fyrir hverju sinni. Þessar aldursgreiningar úr veiði ásamt upplýsingum úr veiði- skýrslum og öðrum gögnum gera vísindamönnum kleift að meta stofn- stærð og afföll rjúpunnar. gudni@mbl.is Rjúpnavængir segja til um aldur Rjúpnaveiðin 2018 – aldursgreining Heimild: NÍ Landshluti Fullorðnir Ungfuglar Samtals % ungfuglar Ungar á kvenfugl Vesturland 69 94 163 58% 2,7 Vestfirðir 70 219 289 76% 6,3 Norðvesturland 13 26 39 67% 4,0 Norðausturland 95 338 433 78% 7,1 Austurland 0 0 0 0% Suðurland 16 42 58 72% 5,3 Ógreint 0 0 0 0% Samtals 263 719 982 73% 5,5 Á síðasta fundi borgarráðs var sam- þykkt kauptilboð í eignina Granda- garður 1A á Granda. Húsið er 216 fermetrar og tvær hæðir. Seljandi er Sínus-fasteignir ehf. Kaupverðið er 86.400.000 krónur. Þá heimilaði borgarráð að verja 120 milljónum til breytinga og búnaðarkaupa. Húsnæðið verður notað sem neyð- arskýli fyrir unga heimilislausa karla í vímuefnaneyslu og verður framleigt til velferðarsviðs. Stefnt er að því að neyðarskýlið verði opið frá kl. 17 til klukkan 10 næsta dag og hægt verði að taka á móti 15 ein- staklingum í einu. Rekstrarkostn- aður er áætlaður 115 milljónir á ári. Á fundi velferðarráðs borgarinnar 16. ágúst sl. var samþykkt tillaga um að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneyt- endur og eru kaupin til að koma til móts við þá samþykkt. Í greinargerð sem lögð var fyrir fund ráðsins kem- ur m.a. fram að með nýju neyðar- skýli verði hægt að auka stuðning við unga einstaklinga sem eru heim- ilislausir og glíma við áfengis- og vímuefnavanda og/eða geðræn veik- indi. Ungum mönnum sem neyta vímuefna um æð hafi fjölgað í Gisti- skýlinu við Lindargötu á undan- förnum árum. Þessi hópur eigi að mörgu leyti ekki samleið með eldri hópum, sem séu fyrst og fremst í áfengisneyslu. Þeir hópar séu jafn- framt í þörf fyrir meiri þjónustu vegna aldurs og margs konar heilsu- farsvandamála. Í bókun fagnaði borgarráð því að búið sé að finna hentugt húsnæði undir neyðarskýli fyrir unga heim- ilislausa vímuefnaneytendur. Opnun neyðarskýlisins sé mikilvæg og jafn- framt skaðaminnkunarúrræði. „Réttur til bestu mögulegu heilsu eru mannréttindi og allir eiga að geta átt gott líf í samfélaginu okkar og eiga rétt á þjónustu og stuðningi á eigin forsendum,“ segir í bókun- inni. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Lindargata Í húsinu hefur borgin rekið gistiskýli undanfarin ár fyrir karla sem eru í neyslu. Stefnt er að því að þar muni eldri hópar karla eiga athvarf. Aðskilja ólíka hópa sem eru í neyslu Grandagarður Þar verður innréttað athvarf fyrir unga karla í neyslu. VIÐTAL Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Forgangsmál Atlantshafsbandalags- ins (NATO) er að tryggja að banda- lagið hafi yfirhöndina gagnvart Rússlandi og öðrum þeim sem kunna að ógna öryggi aðildarríkja þess. Þetta sagði bandaríski hers- höfðinginn Curtis Michael Scap- arrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu, en hann var staddur hér á landi í byrjun vikunnar til þess að ræða við íslenska ráðamenn. Spurður um stöðuma á Norður- Atlantshafi sagði Scaparrotti að mikilvægi þess svæðis og norður- slóða væri í forgrunni á ný eins og sjá mætti meðal annars af ákvörð- unum sem teknar hefðu verið á síð- ustu ársfundum NATO. Þar hefði Ís- land sem fyrr mikilvægu hlutverki að gegna. Áherslan hefði ennfremur verið á breyttar aðstæður þar sem öryggismálin væru háð meiri breyt- ingum en áður. Tæknin væri meðal annars að breytast og hernaðar- aðferðir væru að breytast að sama skapi. Áhersla á færanlegar sveitir Hershöfðinginn sagði þessar breytingar ekki síst felast í því að NATO stæði á ný frammi fyrir ör- yggisógn frá Rússlandi. Scaparrotti segir landfræðilega legu Íslands fyr- ir vikið skipta miklu máli eins og áð- ur. Rússar hafi verið að nútímavæða her sinn á undanförnum árum og þá ekki síst sjóherinn. Þá einkum kaf- bátaflota sinn. NATO þyrfti því að tryggja yfirburði sína í þeim efnum. Landfræðileg lega Íslands og sú aðstaða sem fyrir hendi væri hér á landi skipti miklu máli í þeim efnum, að sögn Scaparrottis. Þá ekki síst staða landsins sem ákveðin brú í GIUK-hliðinu svonefnda, það er haf- svæðinu á milli Grænlands og Ís- lands og Íslands og Bretlands. Það skipti NATO miklu máli varðandi möguleika bandalagsins þegar kæmi að aðgeðum bæði á legi og í lofti. Spurður hvort NATO þyrfti að auka viðveru sína á Íslandi að hans mati sagði Scaparrotti að ljóst væri að starfsemi bandalagsins hefði auk- ist hér á landi samhliða vaxandi ógn frá Rússlandi. Aukin viðvera væri annað mál. Hins vegar væru aðrar aðstæður en voru á árum áður þar sem kerfi NATO væru langdrægari en áður og bandalagið legði aukna áherslu á færanlegar hersveitir. Varnir Íslands alltaf í skoðun Hershöfðinginn var einnig spurð- ur að því hversu góða yfirsýn NATO hefði einkum þegar kæmi að ferðum rússneskra kafbáta um Norður- Atlantshafið í kringum Ísland. Scap- arrotti sagði að bandalagið hefði langa reynslu í þeim efnum. Áhersl- an væri á það að vera skrefi á undan Rússum sem aftur þýddi að halda þyrfti áfram að tryggja að NATO hefði yfirhöndina í þeim efnum. Spurður hvort loftrýmisgæslan, sem komið var á hér á landi til þess að tryggja varnir Íslands eftir að bandarísku herstöðinni var lokað ár- ið 2006, væri að hans mati nægjan- leg til þess að tryggja öryggi lands- ins og varnarhagsmuni NATO í heild sagði Scaparrotti að loftrýmis- gæslan hefði verið það sem talið var mæta þessum þörfum á sínum tíma þegar henni var komið á. Hershöfðinginn sagði að hins veg- ar væri ljóst að aðstæður væru háð- ar stöðugum breytingum og fyrir vikið væri loftrýmisgæslan eins og annað í stöðugri skoðun. Geti brugðist við stöðunni Spurður hvort hann væri sam- mála þeirri skoðun sem heyrst hefði, meðal annars hjá sérfræðingum á sviði öryggis- og varnarmála, að það hefðu verið mistök að loka herstöð- inni, einkum þegar litið væri til baka, sagði hann mestu skipta í þeim efnum að tryggja að hægt væri að bregðast við stöðu öryggismála á hverjum tíma, hver sem hún kynni að vera, og hafa þá aðstöðu hér á landi sem nauðsynleg væri til þess. Tryggja þurfi yfirburði NATO gagnvart Rússum  Norður-Atlantshafið og norðurslóðir í forgrunni á ný Morgunblaðið/Hari Foringi Curtis Michael Scaparrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu, heim- sótti Ísland fyrr í vikunni og átti fundi með íslenskum ráðamönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.