Morgunblaðið - 28.11.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Linnea Axelsson hlaut sænsku bók- menntaverðlaunin Augustpriset í flokki fagurbókmennta þegar verð- launin voru afhent í vikubyrjun. Verðlaunin hlaut hún fyrir Aednan sem er ljóðræn frásögn af örlögum tveggja samískra fjölskyldna, en frá- sögnin spannar alla 20. öldina og fram til samtímans. „Ég þakka öllum þeim Sömum sem rætt hafa um líf sitt,“ sagði Axelsson í þakkarræðu sinni. Í frétt SVT um verðlaunin kem- ur fram að Aednan sé aðeins önnur ljóðabókin í sögu verðlaunanna sem hlýtur verðlaun í flokki fagur- bókmennta, en hin er Sorgegondolen (Sorgargondóll) eftir Tomas Tranströmer sem var verðlaunuð ár- ið 1996. „Ég vona að listafólk úr röðum Sama verði áfram tekið alvarlega og verk þeirra metin á sömu forsendum og allra annarra,“ segir Axelsson í samtali við SVT og tekur fram að ljóð ættu að hafa mun meira vægi í allri bókmenntaumfjöllun. Með bók sinni, sem er um 800 bls. að lengd, segist Axelsson vonast til þess að auka skilning Svía á því hvernig farið hef- ur verið með Sama í gegnum tíðina. Í flokki fræðibóka var verðlaunuð Svälten: Hungeråren som formade Sverige eftir Magnus Västerbro sem fjallar um hungursneyð í Svíþjóð í kringum 1860. Í flokki barna- og ung- mennabóka var verðlaunuð Gropen eftir Emma Adbåge sem fjallar um það hversu heillandi en um leið hættulegar holur í jörðinni geta ver- ið. Vem beskyddar gudarna? eftir Linn Spjuth hlaut Litlu August- verðlaunin sem nýliði og Ilon Wikl- and hlaut heiðursverðlaun sænskra bókaútgefenda, en hún er þekktust fyrir myndskreytingar sínar við texta Astridar Lindgren. Ljóðabók um örlög Sama verðlaunuð Ljósmynd/Sara Mac Key Verðlaunuð Linnea Axelsson. Söguhringur kvenna stendur fyrir listasmiðju fyrir konur í Borgar- bókasafninu í Gerðubergi í kvöld kl. 20-22 og laugardaginn 1. des- ember kl. 13-16. Þar munu Helga Arnalds og Aude Busson „skapa þægilegt umhverfi þar sem konum gefst tækifæri til að kynnast hver annarri og sjálfum sér í gegnum listsköpun. Við munum læra skemmtilegar og skapandi æfingar í dansi, teikningu, ljósmyndun og leik sem geta nýst okkur áfram út í lífið. Þar að auki verður farið í skapandi göngu í nærumhverfinu, ef veður leyfir. Við munum lyfta okkur upp úr hversdeginum og gefa okkur tíma til að ræða saman og kynnast undir nýjum kringum- stæðum. Öllum konum er velkomið að skrá sig og taka þátt í báðum smiðjum,“ segir í tilkynningu. Smiðjurnar fara fram á íslensku og ensku. Vefslóð til að skrá sig má finna á Facebook-síðu Söguhrings kvenna undir viðburði sem stofnaður hefur verið um listasmiðjurnar. Skrán- ingu fyrir kvöldið lýkur kl. 16 í dag og skráningu fyrir seinna námskeiðið kl. 12 á laugardag. Listasmiðja fyrir konur í Gerðubergi Skapandi Helga Arnalds og Aude Busson vinna m.a. með dans. Ísnálina 2018 hljóta rithöfundur- inn Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson fyrir glæpasöguna Sonurinn (Sønnen). Bjarni Gunn- arsson tók við verðlaununum á alþjóðlegu glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í Iðnó í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ísnálin er veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Þetta er fimmta árið sem verð- launin eru veitt, og í annað sinn sem þeir Nesbø og Bjarni hreppa verðlaunin, en þau fengu þeir einnig árið 2015 fyrir bókina Blóð í snjónum. Að verðlaununum standa Iceland Noir glæpasagna- hátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka. Dómnefnd verðlaunanna skipa Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Jóhann R. Krist- jánsson og Ragnar Jónasson. Nesbø og Bjarni hlutu Ísnálina 2018 Gleði Eliza Reid forsetafrú afhenti Bjarna Gunnarssyni Ísnálina 2018. The Guilty Morgunblaðið bbbbn Metacritic 82/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 22.00 Svona fólk Bíó Paradís 20.00 Juliusz IMDb 6,5/10 Bíó Paradís 22.00 Litla Moskva Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 18.00 Cold War Metacritic 90/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 18.00 Mæri Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 18.00 Erfingjarnir Metacritic 82/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 20.00, 22.00 Widows 16 Metacritic 84/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 22.30 Sambíóin Kringlunni 19.30, 22.10 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.10 Háskólabíó 18.10, 21.00 Bohemian Rhapsody 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.00 Smárabíó 16.40, 19.40, 22.40 Háskólabíó 18.00, 20.50 The Girl in the Spider’s Web 16 Metacritic 48/100 IMDb 5,7/10 Háskólabíó 20.30 Hunter Killer 12 Metacritic 39/100 IMDb 6,6/10 Sambíóin Egilshöll 22.40 Undir halastjörnu 16 Myndin byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaup- stað. Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,8/10 Háskólabíó 18.30 Venom 16 Morgunblaðið bbnnn Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 17.10, 19.50, 22.30 Halloween 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 68/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Johnny English Strikes Again Metacritic 36/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 17.45, 20.00 The Grinch Trölli lætur það fara í taug- arnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Laugarásbíó 17.45 Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.10, 20.20 Sambíóin Egilshöll 17.50 Smárabíó 15.00, 17.20 Háskólabíó 18.20 The Nutcracker and the Four Realms Það eina sem Clara vill er lykill - einstakur lykill sem mun opna kassa með ómet- anlegri gjöf frá móður henn- ar heitinni. Metacritic 39/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.10 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.20 Sambíóin Akureyri 17.20 Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir sögur af kynnum sínum af áður óþekktri goðsagna- kenndri dýrategund, mann- inum Percy. Uppgötvun Migo færir honum frægð og frama og draumastúlkuna, en um leið fer tilveran öll í hálf- gerða óreiðu. Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 16.00 Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 57/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.30 Sambíóin Álfabakka 16.00, 17.40, 18.45, 20.30, 21.30, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15 Sambíóin Akureyri 16.45, 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.20 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald 12 A Star Is Born 12 Kvikmyndastjarna hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn, þó svo að ferill hans sjálfs sé á hraðri niðurleið vegna aldurs og áfengisneyslu. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 18.10, 20.20, 21.00 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15 Sambíóin Akureyri 19.30 Overlord 16 Bandarískir fallhlífahermenn fara á bak við víglínuna til að styrkja innrás bandamanna í Normandí. Þegar þeir nálgast skotmarkið átta þeir sig á því að eitthvað gruggugt er á seyði. Metacritic 52/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 22.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.