Morgunblaðið - 28.11.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn
stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.
Með þér í liði
Alfreð Finnbogason
Landsliðsmaðu attspyrnu
„Tækifærið er núna.“
r í kn
Registered trademark
licensed by Bioiberica
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fjármálin eiga eftir að batna veru-
lega næstu mánuði. Vinur hefur ráð undir
rifi hverju. Þú iðar í skinninu eftir að kom-
ast í jólafrí.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu einskis ófreistað til þess að fá
forvitni þinni svalað. Þú færð góðar fréttir
af vini sem einnig munu hafa jákvæð áhrif
á þitt líf.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að söðla um og finna
orku þinni heppilegasta farveginn. Kauptu
hluti sem standast tímans tönn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gefðu þér tíma til þess að sinna
vinum og vandamönnum. Vigtin er ekki
þinn besti vinur núna, gríptu í taumana
strax.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér á eftir að líða vel bæði í vinnunni
og heima í dag. Innst inni þráir þú að vera
eigin herra. Gerðu eitthvað í málunum og
þú munt uppskera ríkulega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er erfitt að velja, þegar vegir
liggja til allra átta. Þú veist samt hvaða
leið þú ættir að velja, hvað tefur þig?
Heimboðin detta inn í hrönnum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vertu óhrædd/ur við að henda eða
gefa hluti og því sem skiptir þig ekki leng-
ur máli. Forðastu þá sem hafa allt á horn-
um sér og forðastu að viðra skoðun þína
á viðkvæmu deilumáli innan fjölskyld-
unnar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Rasaðu ekki um ráð fram og
skoðaðu málin frá öllum hliðum áður en
þú tekur ákvörðun sem varðar framtíðina.
Þér verður mest úr verki á morgnana.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert á ferð og flugi og vekur
mikla eftirtekt. Einhver fylgist með þér úr
fjarlægð. Þú ert kannski á leið í hnapp-
helduna fyrr en þú heldur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Lítil ákvörðin hefur stórkostleg
áhrif. Hafðu það hugfast að allir þarfnast
þess að eiga áhugamál og fá að sinna
þeim. Þú ert þar ekki undanskilin/n.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver gerir hosur sínar græn-
ar fyrir þér, enginn nema þú ákveður
hvernig þú tekur því. Það skellur hurð
nærri hælum í umferðinni, vertu vakandi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er rangt að útiloka aðra þótt
þeir séu ekki á sama máli og þú. Farðu í
gegnum skápana og losaðu þig við það
sem þú ert hætt/ur að nota.
Harpa á Hjarðarfelli sendi mérskemmtilegan póst á föstudag-
inn, – sagði að hún hefði fyrst í gær
skoðað laugardagsblaðið þar sem
beðist var afsökunar á misritun
eldri gátu. Og bætti síðan við: „Hvað
okkur lesendur varðar var það al-
gjör óþarfi því:
Allir hestar hafa tær
með hófum á.
Ein á fæti eru þær
það allir sjá.
Á hófum eru hælar tveir,
hinum megin tá.
Og langi fólk að læra meir
það lesa má.
Í náttúrufræðinni.
Davíð Hjálmar Haraldsson valdi
þessari limru á Leir einfaldlega yf-
irskriftina „Limra“:
Hér áðan fór Úlfhildur Stef
(með óvenju rauðþrútið nef)
í hnút við að sjá mig
og hnerraði á mig
og nú er ég kominn með kvef.
Ólafur Stefánsson greip boltann á
lofti:
Ég heiti Ólafur Stef.,
hér öllum það ráð mitt ég gef
sig með wiskýi verja
er vírusar herja,
og skjóta svo rass fyrir ref.
Páll Imsland heilsaði leirliði á
mörkum frosts og þíðu. – Segir að
aftur hafi tekið sig upp gömul
limrusmíð, en vonandi sé þetta
læknandi:
Kræfur er Krúsi í Moldu.
Kallinn er skotinn í Foldu.
Þau stunduðu ást
svo á henni sást
og erjuðu eins og þau þoldu.
Pétur Stefánsson kom úr annarri
átt:
Áður fyrr ég drakk og drakk,
í dömum þá ég pældi.
Sumar þeirra sögðu takk,
sumar burt ég fældi.
En löngum þó ég lagðist bakk,
laut í gras og ældi.
Friðrik Steingrímsson sendi hon-
um kveðju:
Þarna var nú línan lögð
á lífsins harða vetri,
sjást þar engin undanbrögð
svo endinn þætti betri.
þar er ævisagan sögð
af sukkaranum Pétri.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af tám, hófum og limrusmíð
„Ég sé aÐ ábyrgÐin er fallin úr
gildi.”
„Þetta bræÐir Karlmenn.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera annars
hugar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HEFURÐU HEYRT AÐ HUNDAR ERU
BESTU VINIR MANNSINS?
AHA
EIGANDI MINN
ER HÁLFVITI
LÍTILL
HEIMUR
ÞETTA VAR AUÐVELD
RÁNSFERÐ!
EINS OG AÐ TAKA
SLEIKJÓ AF BARNI!
ÞÚ MYNDIR
VITA ÞAÐ!
VÆÆÆL
VÆÆÆL
ILMVÖTN
Það er óhætt að segja að nokkurskonar „Queen“-æði hafi gripið
um sig hjá Víkverja eftir að hann sá
myndina Bohemian Rhapsody um
daginn. Víkverji mun reyndar ekki
vera einn um það því að tónlist mynd-
arinnar hefur rokselst að undan-
förnu. Strax að sýningu lokinni gróf
hann upp gamla góða geisladiskinn
sinn sem kallast víst „Greatest hits
1“ í daglegu tali til að greina hann frá
öðrum samnefndum plötum sveitar-
innar.
x x x
Diskurinn mun reyndar vera mestselda plata Bretlandseyja frá
upphafi og langvinsælasta platan
sem Queen gaf nokkurn tímann út.
Það er kannski enda erfitt að keppa
við plötu sem hefst á hinni tímalausu
snilld „Bohemian Rhapsody“ og end-
ar á „We are the Champions“.
x x x
Myndin sjálf var fín, svo langt semþað náði. Það fór hins vegar
nokkuð í taugar Víkverja þegar hann
fór að kanna málin betur, en mjög
mikið af sögu hljómsveitarinnar var
víst fært í stílinn í myndinni svo hún
kæmist betur fyrir á hvíta tjaldinu.
Víkverji skilur að ekki er alltaf hægt
að segja söguna nákvæmlega eins og
hún gerðist, en það er verra þegar
áhorfandinn þarf að efast jafnvel um
helstu lykilatriði sem fram koma í
henni.
x x x
Víkverji viðurkennir þó fúslega aðþað sáust tár á hvarmi í hápunkti
myndarinnar, þegar hinir frægu Live
Aid-tónleikar voru endurgerðir af
stakri snilld. Er nánast ótrúlegt að
sjá hversu mikið kvikmyndagerðar-
mennirnir gátu hermt eftir upphaf-
legu tónleikunum, nánast niður í
bjórglösin á píanóinu hjá Freddie
Mercury, söngvara sveitarinnar.
x x x
En nóg um kvabb og kvein vegnaónákvæmni í söguskýringum.
Þetta var jú bara bíómynd og Vík-
verji hefur haft mikið yndi af því að
rifja upp kynni sín við eina af lykil-
hljómsveitum unglingsára sinna. Og
er þá ekki hægt að segja að myndin
hafi gert sitt gagn? vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að laun syndarinnar er dauði en
náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú,
Drottni vorum.
(Rómverjabréfið 6.23)
Allt um sjávarútveg