Morgunblaðið - 28.11.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins lögðu til á aukafundi borgar-
stjórnar í gær að Reykjavíkurborg
hyrfi frá arðgreiðslukröfum í eig-
endastefnu Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) og lækkaði fremur gjald-
skrár.
Hildur Björnsdóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði
að með þessu myndi OR færast
nær því að vera fyrirtæki í al-
mennaeigu því raunverulegir eig-
endur OR, borgarbúar, væru að fá
búbót vegna þess hversu vel gengi.
Fór Hildur í máli sínu yfir ástæður
þess að hún teldi rétt að lækka
gjaldskrá borgarbúa en það voru
m.a. borgarbúar sem greiddu fyrir
rekstrarvanda OR með hækkun á
gjaldskrá. Því ættu þeir að njóta
góðs af því þegar rekstur gengi
vel. Gjaldskrá væri eins og útsvari
í Reykjavík haldið í hámarki. Sagði
hún þetta ekkert annað en dulbúna
skattheimtu því síðan væri greidd-
ur út arður inn í sjóði borgarinnar.
Dagur B. Eggertsson borg-
arstjóri lagði til að tillagan yrði
felld. Stóðu umræður um málið í
næstum tvo tíma en svo fór að til-
lagan var felld af meirihlutanum
með 12 atkvæðum gegn 9, tveir
borgarfulltrúar greiddu ekki at-
kvæði.
Felldu tillögu um að
hverfa frá arðgreiðslum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Borgarstjórn Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins fluttu tillöguna sem svo
var felld af meirihlutanum.
Afar slæmu veðri er spáð næstu
tvo daga og hefur Veðurstofan gef-
ið út viðvörun fyrir stóran hluta
landsins eftir hádegi í dag.
Spáð er norðaustan hvassviðri
eða stormi með snjókomu eða hríð-
arveðri norðan- og austanlands
fram á föstudag og eru ferðamenn
hvattir til að fylgjast vel með
veðurspám og -viðvörunum.
Gul viðvörun er í gildi fyrir
Faxaflóasvæðið frá klukkan 17 í
dag til miðnættis á fimmtudag.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands
gengur í norðaustan 15-23 m/s,
hvassast verður á Snæfellsnesi og
við Hafnarfjall þar sem vindhviður
geta náð 45 m/s. Slíkt er varasamt
ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir
vindi.
Slæmu veðri spáð
næstu tvo daga
Magnús Heimir Jónasson
Jóhann Ólafsson
Gylfi Magnússon, formaður banka-
ráðs Seðlabanka Íslands, segir að
bankaráðið muni vinna úr því sem
kom fram á fundi þess með fulltrúum
Samherja í gær ásamt fjölmörgum
gögnum og skila forsætisráðherra
skýrslu.
„Forsætisráðherra bað okkur um
að svara ekki síðar en 7. desember og
við stefnum auðvitað að því að standa
við það,“ segir Gylfi. Bankaráð boðaði
Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra
Samherja, og aðra fulltrúa til fundar í
Seðlabankanum í gær. Fundurinn
var rúmlega tveggja tíma langur og
sagði Þorsteinn að Samherjafólk
hefði komið sínum sjónarmiðum á
framfæri við bankaráð.
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs-
dóms nýlega um að fella úr gildi
ákvörðun SÍ frá 1. september 2016
um að Samherji skyldi greiða 15
milljónir kr. í stjórnvaldssekt vegna
brota á reglum um gjaldeyrismál.
„Fulltrúar Samherja fengu tæki-
færi til að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri og svara spurningum frá
bankaráðsmönnum,“ segir Gylfi sem
upplýsir að frekari fundahöld með
fulltrúum Samherja séu ekki ráð-
gerð.
Þorsteinn sagði eftir fundinn að
skoðun hans á því að Már Guðmunds-
son seðlabankastjóri ætti að víkja úr
embætti hefði ekki breyst.
Samherji er að undirbúa skaða-
bótamál á hendur Seðlabanka vegna
rannsóknar á meintum brotum fyr-
irtækisins á reglum um gjaldeyris-
mál. „Það hefur verið unnið í þeim
málum en við munum doka við og sjá
hvað kemur út úr þessari skýrslu.
Þessu máli verður einn daginn að
ljúka.“
Efast um orð seðlabankastjóra
Þorsteinn kvaðst efast um orð Más
seðlabankastjóra um að hann hefði
viljað fara með málið í sáttaferli.
Samherjafólk hefði óskað eftir því
lögfræðiáliti sem Már segir skoðun
sína byggða á. „Okkur var svarað af
hálfu aðstoðarseðlabankastjóra að
við hefðum fengið þessa skýrslu, ef
við skildum rétt, sem var vitnað í. Þar
segir að það sé ósennilegt að málið
vinnist fyrir dómstólum en skýrslan
er frá 2014,“ segir Þorsteinn
Fundargögnum skilað til ráðherra
Fulltrúar Samherja fóru á fund
með bankaráði Seðlabanka Íslands
Morgunblaðið/Hari
Samherji Forstjóri Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrir miðri mynd,
og fulltrúar Samherja mæta á fund með bankaráði Seðlabanka Íslands.
Húsið á Laugavegi 73 var í gær flutt þaðan í heilu lagi. Því var
komið fyrir til bráðabirgða á lóðinni á Hverfisgötu 92 en til
stendur að koma því fyrir á lóðinni á Hverfisgötu 86a.
Ætlunin er að húsið verði flutt á framtíðarstað sinn í dag.
Lokað var fyrir bílaumferð milli Barónsstígs og Vitastígs
um tíma í gær vegna þessa en sjálfur flutningurinn tók aðeins
um klukkustund, mun skemmri tíma en ráðgert var.
Umrætt hús var byggt árið 1903. Síðustu ár hafa verið
reknir veitingastaðir í húsinu.
Hús á Laugaveginum híft í heilu lagi yfir á Hverfisgötu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mannanafnanefnd hafnaði nýlega
kvenkyns nafninu Ladý og er það í
annað sinn sem nefndin hafnar
nafninu. Í úrskurði mannanafna-
nefndar frá 6. júní 2013 kemur
fram að eiginnafnið Lady uppfylli
ekki öll skilyrði 5. gr. laga um
mannanöfn og því sé ekki mögulegt
að fallast á það.
Í úrskurði nefndarinnar frá síð-
ustu viku er tekið fram að Ladý er
dregið af enska orðinu lady sem er
ávarpsorð og ekki er hefð fyrir því
að ávarpsorð eins og frú, fröken
eða herra séu notuð sem eiginnöfn.
Önnur nöfn sem mannafnanefnd
hafnaði voru Leonardo (kk), Yrena
(kvk), Gleymérei (kvk) og Myrká
(kvk). Þá voru eiginnöfnin Reyla
(kvk) og Mortan (kk). samþykkt.
Eiginnafninu Ladý
hafnað í annað sinn