Morgunblaðið - 28.11.2018, Side 18

Morgunblaðið - 28.11.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Meirihlut-inn íborgar- stjórn óskaði eft- ir því á borgar- ráðsfundi í liðinni viku að „starfs- fólk Ráðhússins fengi nú frið fyrir ágangi stjórnmála- manna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tor- tryggileg“. Tilefni þessarar önugu bókunar var fyrir- spurn borgarfulltrúa Flokks fólksins um bílakostnað borgarstjóra. Borgar- fulltrúinn telur að borg- arstjóri geti farið leiðar sinnar með öðrum hætti en í bíl borgarinnar og bendir meðal annars á stræt- isvagna og reiðhjól í því samhengi. Þegar horft er til áherslu meirihlutans á þessa tvo samgöngumáta er þetta út af fyrir sig ekki óeðlileg ábending. Meginatriðið í þessu er þó það að meirihluti borgar- stjórnar er ekki í neinni stöðu til að vera með önug- heit þegar borgarfulltrúar minnihlutans spyrjast fyrir um útgjöld borgarinnar og efast um að fjármunum skattgreiðenda sé vel varið. Mýmörg dæmi hafa komið fram að undanförnu um að ekki sé allt með felldu í fjár- málastjórn borgarinnar og meirihlutinn ætti fremur að sýna auðmýkt þegar kemur að slíkum málum en hroka og derring. Á sama borgarráðsfundi var til dæmis rætt um nýj- asta „braggamálið“ hjá borginni, og er það að vissu leyti enn yfirgengilegra en málefni braggans alræmda í Nauthólsvíkinni. Endur- gerð braggans átti að kosta 158 milljónir króna en end- aði í litlum 415 milljónum. Þetta er 160% framúr- keyrsla, sem þýðir að fram- kvæmdirnar kostuðu, með stráum en án salerna, nær þrefalt það sem áætlað hafði verið. Annað „braggamál“ sem nefna má er Mathöllin við Hlemm. Þar réðst borgin í framkvæmdir við að gera aðstöðu fyrir veitingastaði og áætlaði að verja 100 milljónum króna til þess verks. Niðurstaðan reyndist kostnaður upp á 308 milljónir króna, eða nær þrefalt það sem lagt var upp með, og á þá eftir að reikna inn kostn- að upp á 25 milljónir króna við loftræstikerfi. Þá má nefna vita og út- sýnispall sem verið er að gera við Sæbraut og stefnir, samkvæmt nýlegum frétt- um, í að fara 50% til 100% fram úr áætlun. Nýjasta „braggamálið“ snýst svo um endurreisn svokallaðs Gröndalshúss, sem er hús með öllu meira menningarsögulegt gildi fyrir þjóðina en bragginn, en kostnaðurinn er engu að síður gríðarlegur, ekki síst með hliðsjón af áætlun. Borgin lagði upp með að kostnaður við húsið yrði um 60 milljónir króna á núvirði. Með þá áætlun í farteskinu var lagt af stað í verkið en þegar upp er staðið er kostnaðurinn 238 milljónir króna. Þetta þýðir með öðr- um orðum að verkið varð fjórfalt dýrara en borgin hafði áætlað. Óráðsían hjá meirihlut- anum í Reykjavík er ber- sýnilega með þeim hætti að það hlýtur að kalla á alvar- lega skoðun á öllum fram- kvæmdum borgarinnar á liðnum árum. Borgarbúar eiga ekki að þurfa að una við að skattfé þeirra sé með- höndlað með þeim hætti sem fram hefur komið ítrekað á liðnum vikum og mánuðum. Og meirihluti borgarstjórn- ar verður að fara að átta sig á að ekki er allt með felldu við stjórn borgarinnar og að þau lausatök sem þar hafa tíðkast geta ekki haldið áfram. Þetta á ekki aðeins við um borgarstjóra og flokksfélaga hans í Samfylk- ingunni. Þetta á einnig við um þá flokka sem með Sam- fylkingunni mynda meiri- hlutann í borginni, Pírata, Vinstri græna og Viðreisn. Þessir flokkar eru ekki stikkfrí og ættu að aðstoða minnihlutann við að veita borgarstjóra aðhald í óráðsíunni í stað þess að standa með honum að ólund- arbókunum þegar gerðar eru athugasemdir við fjár- mál borgarinnar í borgar- stjórn. Meirihlutaflokkarnir fjórir í borginni verða að átta sig á að þeir bera allir ábyrgð á óráðsíunni} Braggamálin í borginni hrannast upp S amningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið (hér eftir EES) er viða- mesti milliríkjasamningur sem Ís- lendingar hafa nokkru sinni gert. Það vita allir sem vita vilja að samn- ingurinn er burðarás íslenska hagkerfisins. Þegar hann tók við vorum við að koma út úr djúpri kreppu sem hafði staðið lengi eða allt frá 1988-1994. Á þessum tíma voru háværar raddir um að samningurinn bryti í bága við 2. grein stjórnarskrárinnar. Niðurstaðan var þó sú að sérfræðingar töldu að svo væri ekki enda tryggði samningurinn okkur skilyrðislaus yfir- ráð eigin auðlinda. Samningurinn tók gild 1. janúar 1994, að undanskilinni 1. grein hans sem tók gildi tæpu ári áður, þ.e. 13. janúar 1993. Á þeim tíma sem samningurinn var gerður byggðist hann á hinni svonefndu tveggja stoða lausn, þ.e. hann byggðist ekki á þriggja stoða lausninni sem tilheyrir einungis þeim þjóðum sem eru fullgildir aðilar að ESB. Nú er mikill þrýstingur frá orkuþurfandi Evrópu að fá Íslendinga til að undirgangast hinn svokallaða þriðja orkupakka. Áður hafa stjórnvöld kvittað upp á orkupakka eitt og tvö með tilheyrandi kostnaði. Þá sérstaklega með hækkandi orkuverði til almennings. Sú furðulega staða virðist í burðarliðnum að hreinlega þvinga upp á okkur þriggja stoða lausninni eins og við værum aðildarríki Evr- ópusambandsins sem við erum alls ekki. Við höfum engum skyldum að gegna gagnvart EES-samningnum umfram þær sem við kvittuðum undir fyrir réttum 25 árum. Það liggur því ljóst fyrir að sá hræðsluáróður sem nú er rekinn af ESB-sinnum, sem vilja skilyrð- islaust þvinga upp á okkur þriðja orkupakk- anum, á engan rétt á sér. Við erum ekki að brjóta EES-samninginn þótt við stöndum gegn því að afhenda orkuauðlindir okkar til Brussel. Við eigum ekki von á neinum refs- ingum eða hefndaraðgerðum þótt við höfnum þriðja orkupakkanum enda væri með því á engan hátt verið að brjóta gegn EES- samningnum Strax við samþykki orkupakkans erum við búin að afsala okkur yfirráðum á raforkunni. Ákvörðun um það hvort hingað verði lagður sæstrengur og við tengd við evrópska raf- orkunetið verður tekin í Brussel en ekki hér. Að lögum er Ísland fullvalda ríki. Skuldbindingar okkar varðandi EES-samninginn hafa ekkert breyst frá því að hann var fullgiltur í ríkisstjórn 1993. Ísland er ekki aðili að orkumarkaði ESB og þarf ekki að vera frekar en það vill. Við erum sjálfbær um orku sem er gjörólíkt ástandinu víða í Evrópu. Fullveldi okkar er varið í 2. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um þrískiptingu ríkisvalds. Eftir áratuga baráttu fyrir fullveldi íslensku þjóðar- innar er ég ekki tilbúin að afsala því nú. Þriðji orkupakk- inn kemur okkur ekki við og því til staðfestingar er nóg að líta á landakortið. Inga Sæland Pistill Auðlindirnar eru okkar en ekki Evrópusambandsins Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Úrslitin í heimsmeistara-einvíginu í skák ráðast íLondon í dag. Eftir 12skáka einvígi er staðan jöfn, 6:6, því öllum skákunum lauk með jafntefli. Slíkt hefur ekki áður gerst. Verðlaunaféð í einvíginu er ein milljón evra og skiptist það 55%- 45%. Heimsmeistar- inn Magnus Carl- sen og áskorand- inn Fabiano Caruana setjast að tafli klukkan 15 að íslenskum tíma. Fyrst verða tefldar fjórar at- skákir með 25 mínútna umhugs- unartíma og við bætast við 10 sek- úndur fyrir hvern leik. Verði jafnt, 2:2, tefla þeir tvær hraðskákir með fimm mínútna umhugsunartíma og þrjár sekúndur bætast við fyrir hvern leik. Verði jafnt, 1:1, er haldið áfram með sama hætti þar til úrslit ráðast en mest geta þeir teflt fimm slík einvígi. Ef enn verður jafnt ráð- ast úrslit í svokallaðri Armageddon- skák. Í þeirri skák hefur hvítur fimm mínútna umhugsunartíma en svartur fjórar mínútur. Ef skákin endar með jafntefli telst svartur hafa sigrað og er þar með heims- meistari. Möguleikar Carlsen meiri Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, fylgdist með 12. skákinni í London í fyrradag. Hann segir að spennan hafi verið gríðarleg en undrunin hafi verið ósvikin þegar Magnus bauð jafntefli sem Fabiano þáði enda með lakara tafl að allra mati. Ekki var undrunin síst hjá Norðmönnum, sem voru margir á skákstað. Magnús Carlsen sagði á blaðamannafundi eftir skákina að hann hefði ekki séð neinn augljósan vinning í stöðunni og því hefði hann ekki viljað tefla á tvær hættur. Hann hefur eflaust talið möguleika sína meiri í bráðabananum. Gunnar segir að almennt telji menn að Magnús Carlsen sé sigurstranglegri í bráðabananum og benda á frábær- an árangur hans í slíkri keppni í gegnum árin. Frá árinu 2007 hefur hann teflt sjö bráðabana gegn afar sterkum skákmönnum og unnið þá alla. Sérfræðingar hafa að vonum verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðl- unum. Carry Kasparov, sem bar höfuð og herðar yfir aðra skákmenn um árabil, sagði m.a. á Twitter: „Í ljósi þessa furðulega jafnteflis- boðs Magnúsar í mun betri stöðu og með betri tíma, hef ég endurskoðað það mat mitt að hann sé sigur- stranglegri í atskákum. Bráðabanar krefjast mikils taugastyrks og hann virðist vera að fara á taugum.“ Friðrik Ólafsson, þekktasti stór- meistari Íslendinga í skák og fyrr- verandi forseti FIDE, hefur að sjálf- sögðu fylgst með einvíginu frá upphafi. „Einvígið í heild hefur ekki verið skákinni mikið til framdráttar, því miður,“ segir Friðrik aðspurður. Einvígið hafi verið frekar litlaust og tilþrif hafi aðeins sést í fáum skák- um. Styrkleiki skákmannanna sé svipaður og augljóst að þeir hafi ekki viljað taka mikla áhættu. Það sé alveg einstakt að öllum skák- unum 12 hafi lokið með jafntefli. Friðrik kveðst afar hissa á að Carl- sen hafi boðið jafntefli í síðustu skákinni. Hún hafi svo að segja verið ótefld og Carlsen hafi smám saman verið að ná undirtökunum. Friðrik hyggst að sjálsögðu sitja við tölvuna í dag og fylgjast með umspilinu. „Ég á frekar von á því að Carlsen taki það enda treystir hann greinilega á styrkleika sinn í hröð- um skákum,“ segir Friðrik. Heimsmeistari í skák verður krýndur í dag  Gríðarleg spenna er fyrir lokaeinvígið í Lundúnum AFP Teflt í London Athygli heimsins hefur beinst að þessum ungu skákmönnum. Árangur Magnus Carlsen í umspili á mótum Ár Skákmót Andstæðingur Sigurvegari 2007 Biel Onischuk Magnus vann 3-2 2011 Bilbao/Sao Paulo Ivanchuk Magnus vann 1,5-0,5 2012 Bilbao/Sao Paulo Caruana Magnus vann 2-0 2015 Baden-Baden Naiditsch Magnus vann 3-2 2015 London Vachier-Lagrave Magnus vann 1,5-0,5 2015 Doha Yu Magnus vann 2-0 2016 New York Karjakin Magnus vann 3-1 Friðrik Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.