Fréttablaðið - 06.03.2019, Síða 14

Fréttablaðið - 06.03.2019, Síða 14
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5000 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Miðað við nýleg viðskipti með hlutabréf í Kerecis er heildarvirði íslenska nýsköpunarfyrirtækisins allt að 95 milljónir dala, jafnvirði tæplega 11,4 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í stuttri kynn- ingu sem fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur útbúið vegna fyrirhug- aðs hlutafjárútboðs Kerecis og send var fjárfestum í síðasta mánuði. Í f járfestakynningunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að síðustu stóru viðskipti með eignarhlut í Kerecis hafi verið í maí í fyrra þegar um 250 þúsund hlutir gengu kaupum og sölum á gengi sem talið er að hafi verið 13 og 16 dalir á hlut. Námu viðskiptin því á bilinu 390 til 480 milljónum króna sé tekið mið af núverandi gengi krónunnar. Kerecis, sem þróar, framleiðir og markaðssetur vörur til meðhöndl- unar á sköðuðum líkamsvef og húð, hyggst afla sér allt að 7,5 milljónum dala, jafnvirði um 900 milljóna króna, með útgáfu nýs hlutafjár síðar í þessum mánuði. Ætlunin er sú, eins og rakið er í fjárfestakynningunni, að nýir hluthafar leggi lækningavöru- fyrirtækinu til að minnsta kosti 2,5 milljónir dala og mögulega allt að 5 milljónir dala en að afgangurinn af hlutafjáraukningunni komi frá núverandi hluthöfum. Ekki liggur fyrir á hvaða gengi nýtt hlutafé verður selt. Er hlutafjáraukningunni meðal annars ætlað að hraða markaðs- setningu á vörum félagsins og stuðla að frekari vexti þess. Tekjur Kerecis námu 4,6 millj- ónum dala, sem jafngildir um 552 milljónum króna, í fyrra borið saman við 1,7 milljónir dala árið 2017. Er gert ráð fyrir að tekjurnar meira en áttfaldist og verði komnar í 39 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, á næsta ári, eftir því sem fram kemur í fjárfesta- kynningunni. – kij Virði Kerecis gæti verið 11,4 milljarðar króna Guðmundur Fertrand Sigur- jónsson, for- stjóri Kerecis. VIÐ ERUM GÓÐIR Í DÆLUM Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 Fax 585 1071 vov@vov.is www.varmaverk.is Þýsk gæðavara G ra fik a 11 • Þrepadælur • Miðflóttaaflsdælur • Borholudælur • Skolpdælur • Hringrásardælur Þorbjörn Atli Sveinsson og Gunnar Freyr Gunnarsson, verðbréfamiðl- arar og meðeigendur að Íslenskum fjárfestum, leita nú kaupenda að samtals 5,5 prósenta hlut sínum í A-f lokki hlutabréfa í Fossum Mörkuðum. Óformlegar viðræður við áhugasama fjárfesta hafa átt sér stað á undanförnum vikum, sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Þorbjörn Atli og Gunnar Freyr, sem voru á meðal þeirra sem stóðu að stofnun Fossa markaða vorið 2015, sögðu upp störfum hjá verð- bréfafyrirtækinu í mars í fyrra og gengu til liðs við Íslenska fjárfesta um sjö mánuðum síðar. Deilur hafa staðið yfir undanfarna mánuði um verðmæti eignarhluta þeirra í félaginu í tengslum við innlausn á hlutabréfunum. Stærstu hluthafar Fossa eru Sigurbjörn Þorkelsson, stjórnarformaður, Haraldur I. Þórðarson, forstjóri, og Steingrímur Arnar Finnsson, framkvæmdastjóri markaða. Ágreiningurinn hefur farið fyrir dómstóla og í síðustu viku var málið þingfest fyrir héraðsdómi Reykja- víkur. Til stendur að tveir dóm- kvaddir matsmenn verði skipaðir til að fá úr því skorið hvert sé mark- aðsvirði eignarhluta Þorbjörns Atla og Gunnars Freys, sem þeir eiga í gegnum félögin Norðurvör og Sels- velli, í Fossum Mörkuðum. Hagnaður Fossa í fyrra nam um 258 milljónum króna fyrir skatta og dróst saman um liðlega 55 millj- ónir milli ára. Tekjur félagsins juk- ust hins vegar um 56 milljónir og voru samtals 855 milljónir króna. Heildareignir Fossa voru um 546 milljónir í árslok 2018 og nam eigið fé félagsins um 388 milljónum. – hae Bjóða um 5,5 prósenta hlut í Fossum til sölu  Þorbjörn Atli Sveinsson. Sk u l d a b r é f a e i g e n d u r WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 millj-ónir evra, jafnvirði 8,2 milljarða króna, í skulda-bréfaútboði f lugfélagsins síðasta haust, gætu þurft að sam- þykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól bréfanna til þess að kaup Indigo Partners í félaginu nái fram að ganga, samkvæmt heimildum Markaðarins. Því til viðbótar hefur bandaríska fjárfestingafélagið krafist þess að endanlegur eignarhlutur Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, í félaginu verði mun minni í kjölfar viðskiptanna en áður hefur verið rætt um og í raun hverfandi. Umrædd skilyrði – annars vegar um niðurskrift á kröfum skulda- bréfaeigendanna og hins vegar um eignarhlut Skúla – voru lögð fram af hálfu fulltrúa Indigo Partners á fundi þeirra með Skúla í hádeginu síðasta fimmtudag, sama dag og frestur sem skuldabréfaeigendur WOW air veittu félaginu til þess að ná samkomulagi við bandaríska félagið rann út. Sá frestur var fram- lengdur til loka marsmánaðar. Kröfur Indigo Partners komu Skúla verulega á óvart, að sögn þeirra sem þekkja vel til mála, og ollu honum miklum vonbrigðum. Hann hefði enda staðið í þeirri trú að aðilar væru langt komnir með að ganga frá viðskiptunum en eins og Markaðurinn hefur upplýst um gengu forsvarsmenn WOW air í vikunni áður frá heildstæðu samkomulagi við leigusala f lug- félagsins og ruddu þannig úr vegi stórri hindrun fyrir fjárfestingu bandaríska félagsins. Átti þannig aðeins eftir að leggja lokahönd á viðskiptin. Í kjölfar hádegisfundarins leitaði Skúli, líkt og fram hefur komið, til forsvarsmanna Icelandair í því skyni að kanna f löt á aðkomu síðarnefnda félagsins að WOW air. Ákvað stjórn Icelandair síðdegis sama dag að ganga ekki til við- ræðna við lággjaldaf lugfélagið að þessu sinni. Ekki borist formlegt erindi Nok k r ir sk u ldabréfaeigendu r WOW air, sem eru að stærstum hluta innlendir fjárfestar, hafa átt í óformlegu samtali við forsvars- menn f lugfélagsins undanfarna daga, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Eru þeir sagðir búast við því að þurfa að taka á sig tugprósenta afskriftir til þess að kaup Indigo Partners í félaginu gangi eftir en sem kunnugt er hafa þeir þegar samþykkt að falla frá kaupréttum að hlutafé í WOW air og lengja í skuldabréfum sínum. Sjóður í stýringu GAMMA Capi- tal Management, GAMMA: Credit Fund, sem keypti fyrir 1,8 millj- ónir evra í skuldabréfaútboðinu, færði til að mynda skuldabréf sín niður að hluta síðasta föstudag. Auk sjóða í stýringu GAMMA eru skuldabréfaeigendur WOW air meðal annars Skúli sjálfur, en hann fjárfesti fyrir 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 750 milljóna króna, í útboðinu, og sjóðir á vegum banda- ríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance, sem keyptu fyrir sam- tals 10 milljónir evra. Enn hefur eigendum skuldabréf- anna ekki borist formlegt erindi frá forsvarsmönnum WOW air, eins og boðað var í stuttri tilkynningu frá félaginu síðasta fimmtudag. Búist var mögulega við því að þeir fengju bréf frá f lugfélaginu í gær en það hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Viðmælendu r Ma rk aða r ins furða sig á því að enn hafi ekki verið haft samband við skulda- bréfaeigendurna, nú tæpri viku eftir að fresturinn sem þeir veittu WOW air til þess að ná samkomu- lagi við Indigo Partners rann út. Nefna sumir að biðin veki áleitnar spurningar um hvort Skúli sé hugsanlega að leita annarra leiða – útbúa eins konar plan b – til þess að koma félaginu fyrir vind. Staða Skúla þröng Ljóst er að Skúli er í afar þröngri stöðu í viðræðunum við Indigo Partners. Kröfur bandaríska félags- ins, sem er að mestu í eigu kaup- sýslumannsins slynga Bill Franke, fela það enda í sér að raunveruleg eignarhlutdeild hans í félaginu verður hverfandi. Þá gera ný skil- yrði Indigo Partners jafnframt ráð fyrir því, eins og áður var nefnt, að Skúli afskrifi hluta af 750 milljóna króna skuldabréfaeign sinni í f lug- félaginu. Auk þess sem skuldabréfaeigend- ur WOW eru sagðir munu þurfa að taka á sig niðurskriftir þykir einnig líklegt, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að aðrir lánar- drottnar og kröfuhafar f lugfélags- ins muni, að kröfu Indigo Partn- ers, þurfa að gefa eitthvað eftir af kröfum sínum á hendur félaginu. Fulltrúar bandaríska fjárfest- ingafélagsins eru sagðir gera sér vel grein fyrir því hve sterk samn- ingsstaða þeirra sé gagnvart veikri stöðu Skúla og lánardrottna WOW air. Viðmælendur Markaðarins benda til að mynda á að þeir síðar- nefndu eigi fáa aðra valkosti en að fallast á skilyrði Indigo Partners enda muni þeir að óbreyttu tapa kröfum sínum að stórum hluta ef viðræður WOW air og banda- ríska félagsins ganga ekki eftir og greiðsluþrot blasir við f lugfélaginu. Forsvarsmenn Indigo Partners hafa gefið það út að félagið sé reiðu- búið til þess að fjárfesta fyrir allt að 75 milljónir dala, sem jafngildir liðlega 9 milljörðum króna, í WOW air. Hafa þeir tekið fram að endan- leg fjárhæð fjárfestingarinnar, sem verður aðallega í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, muni ráðast af því hver fjárþörf f lug- félagsins verður á meðan rekstri þess verður snúið við. hordur@frettabladid.is, kristinningi@frettabladid.is Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air. Félagið fékk í síðustu viku frest til loka mánaðarins til að ná sam- komulagi við Indigo Partners um fjárfestingu bandaríska fjárfestingafélagsins í WOW air. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 4 milljarðar króna var tap WOW air á fyrstu níu mán- uðum síðasta árs. 6 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 0 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 D -A C 2 4 2 2 7 D -A A E 8 2 2 7 D -A 9 A C 2 2 7 D -A 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.