Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2019, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 06.03.2019, Qupperneq 16
Fjárfestingar norska olíusjóðs-ins, sem er stærsti fjárfesting-arsjóður í ríkiseigu í heimin- um, í íslenskum ríkisskuldabréfum og skulda- og hlutabréfum íslenskra félaga námu samanlagt liðlega 13,7 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þetta má lesa út úr yfirliti yfir allar fjárfestingar olíusjóðsins sem birt var samhliða útgáfu ársskýrslu sjóðsins í síðustu viku. Heildarfjárfesting olíusjóðsins hér á landi tæplega tvöfaldaðist á síðasta ári en hún nam rúmum 7,0 milljörðum króna í lok árs 2017. Sjóðurinn, sem átti í lok síðasta árs eignir upp á samanlagt 8.250 milljarða norskra króna, tæplega 115 þúsund milljarða íslenskra króna, keypti í fyrra skuldabréf í Landsvirkjun sem metin voru á 479 milljónir norskra króna, jafnvirði um 6,7 milljarða íslenskra króna, í bókum hans í lok ársins. Eru skuldabréfin næststærsta einstaka eign sjóðsins á Íslandi. Auk umræddra skuldabréfa í Landsvirkjun heldur norski olíu- sjóðurinn á 0,13 prósenta hlut í Arion banka sem var metinn á 175 milljónir íslenskra króna í lok síð- asta árs en eins og fram hefur komið í Markaðinum tók sjóðurinn þátt í hlutafjárútboði bankans síðasta sumar. Olíusjóðurinn á jafnframt íslensk ríkisskuldabréf að virði um 6,9 milljarða króna sem og kröfur upp á ríflega 7 milljónir króna á hendur Kaupþingi, eignarhaldsfélagi sem var stofnað á grunni slitabús Kaup- þings banka eftir nauðasamninga, en sjóðurinn hefur á undanförnum árum fengið kröfur sínar gagnvart Kaupþingi og LBI, sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, greiddar að nær öllu leyti. Þannig námu samanlagðar kröfur sjóðsins á hendur Kaupþingi, LBI og Glitni HoldCo 139 milljónum norskra króna, jafnvirði 1,9 millj- arða íslenskra króna, í lok árs 2015. Olíusjóðurinn átti fyrir efnahags- hrunið haustið 2008 skuldabréf upp á samanlagt meira en þrjá milljarða norskra króna í íslensku viðskipta- bönkunum þremur, Glitni, Kaup- þingi og Landsbankanum. Á þeim tíma, í lok árs 2007, var heildarfjár- festing sjóðsins hér á landi tæpir 4,0 milljarðar norskra króna. Eiga nær sjö milljarða króna í íslenskum ríkisskuldabréfum Eign sjóðsins í íslenskum ríkis- skuldabréfum, sem nam 497 millj- ónum norskra króna eða 6,9 millj- örðum íslenskra króna í lok síðasta árs, hefur lítið breyst á undan- förnum fimm árum. Sjóðurinn átti íslensk ríkisskuldabréf fyrir hátt í tíu milljarða íslenskra króna í lok síðasta áratugar en seldi öll bréfin árið 2010 og keypti aftur, þá fyrir um sjö milljarða króna, árið 2014, samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóðsins sem birt er á vef hans. Vöxtur olíusjóðsins, sem er til húsa á sama stað og Seðlabanki Noregs í miðborg Óslóar, hefur verið ævintýralegur frá stofnun hans árið 1990 og áætlar Financial Times að hlutabréfaeign sjóðsins samsvari því að hann eigi að meðal- tali um 2,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í Evrópu. Fjárfesting sjóðsins í hlutabréfum Arion banka síðasta sumar er fyrsta fjárfesting hans í íslenskum hluta- bréfum. Sjóðurinn hélt á 0,13 pró- senta hlut í bankanum í lok árs 2018 og er markaðsvirði hlutarins tæplega 200 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa bankans. Vildu ekki Benedikt í stjórn Fram kemur á vef olíusjóðsins að sjóðurinn hafi á hluthafafundi Arion banka þann 5. september í fyrra greitt atkvæði gegn því að Benedikt Gíslason, ráðgjafi hjá Kaupþingi, móðurfélagi Kaupskila sem er stærsti hluthafi bankans með tæplega þriðjungshlut, yrði kjörinn í stjórn bankans en Bene- dikt, sem var einn í framboði, hlaut stuðning mikils meirihluta hlut- hafa. Þá kaus sjóðurinn auk þess gegn því að þeir Christopher Guth, sjóðs- stjóri bandaríska vogunarsjóðsins Attestor Capial, sem á ríf lega sjö prósenta hlut í Arion banka, og Keith Magliana, sjóðsstjóri vog- unarsjóðsins Taconic Capital, sem fer með um tíu prósenta hlut í bank- anum, yrðu kjörnir í tilnefningar- nefnd bankans en líkt og í tilfelli Benedikts var meirihluti hluthafa á öðru máli og kaus þá í nefndina. Tvöfaldaði fjárfestinguna á Íslandi Norski olíusjóðurinn keypti skuldabréf Landsvirkjunar fyrir um 6,7 milljarða króna á síðasta ári. Heildarfjárfesting sjóðsins á Ís- landi nam 13,7 milljörðum í lok síðasta árs borið saman við 7 milljarða í lok 2017. Sjóðurinn kaus gegn meirihluta hluthafa Arion. 13,7 milljarðar króna var heildarfjárfesting norska olíusjóðsins hér á landi í lok síðasta árs. Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Norski olíusjóðurinn jók verulega fjárfestingar sínar hér á landi í fyrra, meðal annars með milljarðakaupum á skuldabréfum Landsvirkjunar og þátttöku í hlutafjárútboði Arion banka í júnímánuði. NORDICPHOTOS/GETTY Ávöxtun norska olíusjóðsins í fyrra sú lakasta í áratug Ávöxtun norska olíusjóðsins í fyrra var sú lakasta frá því í al- þjóðlegu fjármálakreppunni fyrir meira en tíu árum en sjóðurinn skilaði neikvæðri ávöxtun upp á 6,1 prósent. Þar af var ávöxtun af hlutabréfaeign sjóðsins neikvæð um 9,5 prósent á árinu. Til samanburðar skilaði sjóðurinn jákvæðri ávöxtun upp á 13,7 pró- sent árið 2017. Stjórnendur sjóðsins hafa sætt nokkurri gagnrýni í norskum fjöl- miðlum fyrir að hafa aukið hlutabréfaeign sjóðsins á undanförnum mánuðum – úr 60 prósentum af heildareignum í 70 pró- sent – þrátt fyrir mikinn óróleika á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Spurður hvort sjóðurinn hafi keypt hlutabréf á röngum tíma svaraði framkvæmda- stjórinn Yngve Slyngstad því til að sjóðsstjórar sjóðsins reyndu ekki að spá um þróun á mörkuðum. Þeir hvikuðu ekki frá fjárfest- ingastefnu sjóðsins. „Við munum aðeins vita svarið við þessari spurningu eftir einhver ár,“ sagði Slyngstad. Hlutabréf í Arion banka 175 Kröfur á Kaupþing 7 Ríkisskuldabréf 6.905 Skuldabréf Landsvirkjunar 6.655 ✿ Fjárfesting norska olíusjóðsins á Íslandi* *í milljónum króna Það er engin tilviljun að verð Arion banka sé um 60 prósent af verði norrænna banka. Bankinn þarf nauðsynlega að sýna að hann sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni. Þetta er mat greinenda ráðgjafarfyrirtækisins Capacent sem gáfu fyrr í vikunni út nýja verð- matsskýrslu um Arion banka. Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. Til saman- burðar stóð gengið í 73,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að launakostnaður bankans megi ekki vera mikið hærri en þjónustutekjur ef bankinn eigi að vera samkeppnis- hæfur og geta boðið samkeppnis- hæf vaxtakjör. Mikill munur á milli launatekna og þjónustutekna Arion banka dragi úr arðsemi og verðmæti bankans. Fram kemur í verðmatinu að laun og launatengd gjöld hafi aukist um 7,3 prósent á hvert stöðugildi í móðurfélagi Arion banka í fyrra á meðan þjónustutekjur á hvert stöðugildi hafi aðeins aukist um 2,5 prósent. Voru laun og launatengd gjöld bankans 20 prósentum hærri en þjónustutekjur í fyrra en 15 pró- sentum hærri árið 2017, að sögn greinenda Capacent. „Arion banki þarf að sýna meiri ráðdeild og sýna að bankinn sé nor- rænn banki þar sem ráðdeild er í for- grunni,“ segir í verðmatinu. Þá er bent á að vaxtatekjur bank- ans hafi verið undir væntingum Capacent og þegar kafað sé ofan í uppgjör hans komi í ljós að afkoma fyrirtækjasviðs hafi lengi verið ófullnægjandi eða allt frá árinu 2014. Ljóst sé að áhætta hafi verið vanmetin og álag á fyrirtækjalán fulllágt. Greinendurnir benda einn- ig á að blikur séu á lofti í f lugrekstri og samkvæmt framkvæmdastjórum bankans sé bókfærð útlánaáhætta hans vegna slíks rekstrar um fjórir milljarðar króna. Að mati greinenda Capacent eru hins vegar merki um að grunnrekst- ur Arion banka hafi verið að styrkj- ast. Það vegi á móti minni vaxta- mun. Raunar hafi grunnreksturinn verið mjög svipaður árið 2018 og árið 2017 þó svo að hagnaðartölur bankans beri það ekki með sér. – kij Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Afkoma Arion banka var undir væntingum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtri árs- skýrslu kanadíska orkufyrirtækis- ins Innergex Renewable Energy. Til samanburðar voru tekjurnar um 13,9 milljarðar króna allt árið 2017. Innergex eignaðist sem kunnugt er 54 prósenta hlut í HS Orku, sem á 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, þegar yfirtaka orkufyrirtækisins á Alterra Power gekk í gegn þann 6. febrúar í fyrra. Upplýst er í ársskýrslu kanad- íska fyrirtækisins að Bláa lónið hafi hagnast um ríf lega 2,6 milljarða króna á umræddu tímabili, frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, en heildar afkoma ferðaþjónustufyrir- tækisins var á sama tíma jákvæð um tæplega 800 milljónir króna. Þess má geta að hagnaður Bláa lónsins var um 4,2 milljarðar króna árið 2017. Aðlöguð EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagns- liði og skatta – var jákvæð um tæpa 5 milljarða króna á umræddum 329 dögum en á síðustu þremur mán- uðum ársins var hún jákvæð um 1,2 milljarða króna. Þá voru rekstrar- gjöld Bláa lónsins um 10,6 milljarðar króna á tímabilinu, að því er fram kemur í ársskýrslu Innergex. Á fundi með fjárfestum í tilefni af ársuppgjöri Innergex í liðinni viku sögðust stjórnendur félagsins vera ánægðir með hve vel söluferlið á 54 prósenta hlut þess í HS Orku gengi. Áhugi fjárfesta væri greinilega „mjög mikill“. Innergex bauð hlutinn til sölu síðasta haust, eins og greint var frá í Markaðinum, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. Forsvarsmenn kanadíska félagsins kváðust sáttir við þær viðræður sem nú væru í gangi og vonuðust til þess að geta sagt frekari fregnir af sölunni á næstunni, jafnvel á næstu vikum. Heildarafkoma HS Orku var nei- kvæð um 3,1 milljarð króna frá 6.  febrúar til 31. desember í fyrra, eins og fram kemur í ársskýrslu Inn- ergex, en aðlöguð EBITDA íslenska orkufyrirtækisins var jákvæð á sama tímabili um 2,5 milljarða króna. – kij Tekjur Bláa lónsins 15,5 milljarðar 2,6 milljarðar króna var nettó- hagnaður Bláa lónsins frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra. 6 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 0 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 D -B F E 4 2 2 7 D -B E A 8 2 2 7 D -B D 6 C 2 2 7 D -B C 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.