Fréttablaðið - 06.03.2019, Qupperneq 25
Baseload Capital leggur
Varmaorku til ríflega
fjögurra milljarða króna
S jálfvirknivæðing í f járfestingaráðgjöf og eignas t ý r i ng u he f u r ge r t f j á r m á l a f y r i r t æ k ju m í Ba nd a r ík ju nu m og Evrópu kleift að ná til
breiðari hóps viðskiptavina. Svo
kallaðir róbóráðgjafar hafa gert
fjárfestingaráðgjöf ódýrari og eru
sagðir auka gæði hennar. Þó er að
ýmsu að huga áður en slík ráðgjöf
er falin forritum.
Fannar Freyr Ívarsson og Freyr
Snæbjör ns son, lög men n hjá
LOGOS, héldu erindi á UTmess
unni fyrr í mánuðinum þar sem
þeir fóru yfir möguleikana sem
felast í róbóráðgjöf og þau laga
legu atriði sem að henni snúa.
Róbóráðgjafar eru forrit sem
veita fjárfestingaráðgjöf og sinna
eignastýringu á grundvelli algríma
með lítilli eða engri mannlegri
aðkomu. Viðskiptavinurinn veitir
ákveðnar upplýsingar, með því að
svara spurningalista, og forritið
nýtir upplýsingarnar til að veita
fjárfestingaráðgjöf. Tæknin virðist
ekki enn hafa náð fótfestu á Íslandi.
„Þó að við höfum séð meiri
sjálfvirkni í fjármálageiranum á
Íslandi, til dæmis hjá bönkum og
tryggingafélögum, á undanförnum
misserum þá vitum við ekki til
þess að þess konar þjónusta hafi
staðið til boða,“ segir Freyr í sam
tali við Markaðinn.
Engir þröskuldar
Sjálf v irka f jár fest ingaráðg jöf
má rekja aftur til ársins 2008
þegar fyrstu lausnirnar sem náðu
almennilegum vinsældum voru
settar á markað. Eins og gjarnan er
þegar tækninýjungar líta dagsins
ljós var brautin rudd af smærri
nýsköpunarfyrirtækjum. Í kring
um árið 2015 var tæknin síðan
tekin upp af stærstu ráðgjafar og
sjóðstýringarfyrirtækjum heims,
Charles Schwab og Vanguard.
Róbóráðgjöf er nú orðin frekar
algeng í Bandaríkjunum en hún
hefur einnig náð fótfestu í Bret
landi og Þýskalandi. Í árslok 2017
var metið að um 100 fyrirtæki byðu
slíka þjónustu í Evrópu og um 200 í
Bandaríkjunum.
„Það sem er athyglisvert ef við
horfum á þróunina í Bandaríkj
unum er að margir viðskiptavinir
sem fjármálafyrirtæki hafa fengið
í róbóráðgjöf eru ekki með eignir í
stýringu og hafa yfirleitt ekki verið
að nota fjárfestingaráðgjöf yfirhöf
uð. Þessi þjónusta höfðar til smærri
fjárfesta,“ segir Fannar. Í því sam
hengi nefnir hann að róbóráðgjöf
sé ódýrari en hefðbundin ráðgjöf og
yfirleitt séu litlir sem engir þrösk
uldar að eignastýringu sem byggir
á henni. Til samanburðar kann að
þurfa á annan tug milljóna til að
komast í eignastýringu hjá sumum
íslenskum fjármálastofnunum.
Orðalag spurninga skiptir máli
Þá vaknar sú spurning hvort æski
legt sé að fjarlægja mannlega þátt
inn úr fjárfestingaráðgjöf og eigna
stýringu. Því fylgja kostir og gallar
að sögn Fannars.
„Það liggur í hlutarins eðli að
mannlegum mistökum fækkar.
Ráðgjöf getur verið verri eða betri
einn daginn eftir því hvernig ráð
gjafinn er fyrirkallaður. Sjálfvirkni
ætti þá að minnka líkur á hags
munaárekstrum, það verður betra
samræmi í ráðgjöfinni og auðveld
ara að nálgast upplýsingar yfir þá
ráðgjöf sem hefur verið veitt,“ segir
Fannar sem tekur þó fram að sjálf
virknivæðing tryggi ekki endilega
að engir hagsmunaárekstrar eigi
sér stað. Til dæmis sé hætta á því
að hlutdrægni verði forrituð inn
í róbóráðgjafana, t.d. með þeim
hætti að ráðgjafinn vísi á þá sjóði
sem best þjóna hans hagsmunum.
„Hvað sjálfvirka eignastýringu
varðar er hún liprari þegar kemur
að því að bregðast við breyttum
markaðsaðstæðum vegna þess
að hún gæti breytt eignasafninu
í allt að því rauntíma. Einn helsti
kosturinn við róbóráðgjafa er að
tölvur vinna hraðar og betur úr
upplýsingum,“ segir Fannar. Með
því að taka burt mannlega þáttinn
kunna hins vegar að aukast líkur á
því að viðskiptavinur misskilji ráð
gjöfina eða veiti rangar upplýsingar.
„Ef þú ert að svara spurningalista
í tölvu þá greinir hún ekki endilega
að þú sért að misskilja spurning
arnar. Sem dæmi má nefna ef róbó
ráðgjafinn spyr um tekjur þínar, og
á við tekjur eftir skatt, en þú heldur
að verið sé að spyrja um tekjur
fyrir skatt. Mennskur ráðgjafi gæti
eflaust betur áttað sig á því að um
misskilning væri að ræða en tölv
an,“ segir Fannar.
Fannar og Freyr fóru gegnum
spurningalista hjá ýmsum fyrir
tækjum við undirbúning fyrirlest
ursins.
„Það var ein spurning sérstak
lega minnisstæð. Spurt var: Myndir
þú aftur kaupa bílategund sem þú
hefur slæma reynslu af? Það getur
vel verið að þetta sé sniðug spurn
ing til að meta hina ýmsu þætti
sem mig varða en ég hins vegar
áttaði mig engan veginn á því hver
tilgangurinn var eða hvaða áhrif
svarið myndi hafa á niðurstöðuna.
Það var engar frekari upplýsingar
að hafa. Ef ég get ekki áttað mig á
spurningunni þá er erfitt fyrir mig
að svara henni,“ segir Freyr.
Róbó-ráðgjöf fær nýja fjárfesta til leiks
Sjálfvirkni hefur aukið aðgengi að fjárfestingaráðgjöf og eignastýringu erlendis. Róbó-ráðgjafar hafa lækkað verð þjónustunnar
og gert fjármálafyrirtækjum kleift að höfða til breiðari hóps. Kostir og gallar fylgja því að taka mannlega þáttinn út úr myndinni.
Önnur sjónarmið en fjárhagsleg verði einnig
tekin til greina í sjálfvirkri fjárfestingaráðgjöf
Unnið er að innleiðingu evrópsku
tilskipunarinnar MiFID II hér á
landi. Inntakið er að róbó-ráð-
gjafar beri ekki minni ábyrgð
eða skyldur en mennskir ráð-
gjafar. Verðbréfamarkaðsstofnun
Evrópu (ESMA) hefur auk þess
gefið út leiðbeiningar sem snerta
sérstaklega á róbó-ráðgjöf og
þeim sérsjónarmiðum sem kunna
að eiga við um slíka ráðgjöf. Í
leiðbeiningunum er m.a. lögð
áhersla á að spurningar séu vel
skiljanlegar og settar fram með
þeim hætti að þær gefi rétt svör.
Jafnframt að veittar upplýsingar
séu skýrar og aðgengilegar.
Í þessu sambandi líta leið-
beiningar ESMA til kenninga
atferlisfjármála, sem er fræða-
svið sem tengir saman kenningar
í fjármálum og sálfræði. „Sem
dæmi sýna rannsóknir á þessu
sviði að það skiptir lykilmáli
hvernig spurningar eru orðaðar
vegna þess að þú getur fengið
gjörólík svör við efnislega sömu
spurningu eftir því hvernig hún er
sett fram,“ segir Freyr.
Þá liggja fyrir tillögur frá
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins um breytingar sem
fela í sér að skylt sé að taka tillit
til fleiri þátta en fjárhagslegra.
„Þetta myndi þýða að ráðgjöfin
þyrfti að taka umhverfissjónar-
mið, samfélagssjónarmið og
stjórnarhætti fyrirtækja með
í reikninginn. Umhverfissinn-
aður einstaklingur gæti frekar
viljað fjárfesta í umhverfisvænu
fyrirtæki meðan aðrir gætu viljað
fjárfesta einvörðungu í fyrir-
tækjum með góða stjórnarhætti
o.s.frv. Það verður áhugavert að
sjá hvort og að hvaða leyti þessir
þættir muni hafa áhrif á fjár-
festingaákvarðanir, sérstaklega
ef fólk þarf að fórna ávöxtun fyrir
slík sjónarmið,“ segir Freyr.
Freyr Snæbjörnsson og Fannar Freyr Ívarsson segjast báðir geta hugsað sér að nota róbó-ráðgjöf þegar hún mun standa til boða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Breakthrough Energy Ventures, fjár
festingafélag sem er fjármagnað af
Jeff Bezos, stofnanda Amazon, Bill
Gates, stofnanda Microsoft, og Jack
Ma, stofnanda Alibaba, og fleirum,
hefur fjárfest fyrir 12,5 milljónir
dollara, jafnvirði 1,5 milljarða króna,
í hinu sænska Baseload Capital. Það
fjármagnar jarðhitavirkjanir sem
nýta tækni frá móðurfélaginu Clim
eon. Þetta kemur fram í erlendum
fjölmiðlum.
Baseload Capital f jármagnar
meðal annars íslenska fyrirtækið
Varmaorku sem vinnur að uppbygg
ingu lághita jarðvarmavirkjana á
Íslandi. Baseload Camp mun leggja
Varmaorku til ríf lega 30 milljónir
evra, jafnvirði ríflega fjögurra millj
arða króna, í formi hlutafjár og lána.
Varmaorka keypti búnað af Climeon,
að því er fram hefur komið í fjöl
miðlum.
Tækifærið í huga stjórnenda
Breakthrough Energy Ventures er að
fyrir tilstuðlan Baseload Capital og
Cliemon verði hægt að framleiða raf
magn í stórum stíl með hagkvæmum
hætti án þess leysa jafnframt gróður
húsalofttegundir út í andrúmsloftið.
Varmaorka stefnir á að framleiða
15 megavött af rafmagni. Vísir upp
lýsti í byrjun síðasta árs að Hruna
mannahreppur og Hitaveita Flúða
hafi samið við Varmaorku um sam
starf til framleiðslu rafmagns úr lág
hita. Fyrirtækið Flúðaorka haldi um
framleiðsluna og nýti heitavatnsholu
í landi Kópsvatns við Flúðir.
Með fjárfestingu í Baseload Capital
mun Breakthrough Energy Ventures
leggja minni jarðamavirkjunum til fé
sem meðal annars verður nýtt í jarð
varmaverkefni í Japan. Pantanabók
Baseload Capital nemur 88 millj
ónum dollara. – hvj
Jeff Bezos og Bill Gates fjárfesta í jarðvarma á Íslandi
Bill Gates fjárfesti í Breaktrough Enegery Ventures. NORDICPHOTOS/GETTY
Hvað sjálfvirka
eignastýringu
varðar er hún liprari þegar
kemur að því að bregðast
við breyttum markaðs
aðstæðum vegna þess að
hún gæti breytt eignasafn
inu í allt að því rauntíma.
Fannar Freyr Ívarsson lögmaður
9M I Ð V I K U D A G U R 6 . M A R S 2 0 1 9 MARKAÐURINN
0
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
D
-B
F
E
4
2
2
7
D
-B
E
A
8
2
2
7
D
-B
D
6
C
2
2
7
D
-B
C
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K