Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 7. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  288. tölublað  106. árgangur  17 dagartil jóla Jóladagatalið er á jolamjolk.is GÖTUSTRÁKUR OG HÁLFGILDINGS ÚTIGANGSMAÐUR JÓRUNN VAR STÓRMERKI- LEG KONA FRAMLAG LIONS SKIPTIR MIKLU UM VÍÐA VERÖLD ERLA DÓRA OG EVA ÞYRI 40 GUÐRÚN BJÖRT 12SAFNRIT ÓSKARS ÁRNA 40 Veiðistjórnun endurskoðuð  Íslenska ríkið dæmt skaðabótaskylt vegna þess að makrílkvóta var ekki ein- göngu úthlutað eftir veiðireynslu skipa  Skaðabótakröfur geta numið milljörðum Hagnaðarmissir útgerðanna hef- ur verið metinn á rúma 2,6 millj- arða króna fyrir þessi fjögur ár. Hæstiréttur telur að við úthlutun aflaheimilda hafi verið skylt að ákvarða aflahlutdeild á grundvelli veiðireynslu. Þáverandi sjávarút- vegsráðherra tók hluta kvótans og úthlutaði til frystiskipa og annarra skipa. Útgerðir sem ekki höfðu afl- að veiðireynslunnar fengu því hlut- deild. Útgerðirnar tvær eru Ísfélag Vestmannaeyja og Huginn. Þeim voru ekki dæmdar skaðabætur og þurfa því að krefja ríkið um þær eða fara í skaðabótamál. Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum og Eskja á Eskifirði höfðuðu einnig samskon- ar mál en samkomulag var um að láta þau bíða niðurstöðu hinna mál- anna, að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar. Hann segir ljóst að sama niðurstaða verði í þeim. Stefán A. Svensson, lögmaður út- gerðanna, segir að sér sýnist dóm- arnir hafa fordæmisáhrif vegna seinni tíma úthlutana, það er að segja eftir það tímabil sem dóm- arnir taka til. Helgi Bjarnason Þór Steinarsson Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegsráðherra segir að endurskoða þurfi veiðistjórnun makrílveiða í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar sem dæmt hefur íslenska ríkið skaða- bótaskylt gagnvart tveimur útgerð- arfélögum vegna úthlutunar á mak- rílkvóta á árunum 2011 til 2014. M Íslenska ríkið ... »15 Jólalegt er um að litast á Ingólfstorgi á aðvent- unni. Þar er ljósum skreytt skautasvell og básar í kring þar sem gestir geta fengið sér hressingu. Fjöldi barna var þar á ferð síðdegis í gær. Ekk- ert kostar inn en áhugasamir gestir geta tekið skauta á leigu þannig að enginn fari fýluferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Börnin nýta sér jólasvellið á Ingólfstorgi Fulltrúar Miðflokksins í sveitar- stjórnum standa almennt við bakið á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, for- manni flokksins, þrátt fyrir þátttöku hans í umræðunum á veitingastaðn- um Klaustri. Fáir vilja tjá sig efnis- lega um málið í samtölum við Morg- unblaðið en enginn sem í náðist telur málið hafa áhrif á stöðu formannsins. Viðar Freyr Guðmundsson, for- maður Miðflokksfélags Reykjavíkur, gerir greinarmun á þátttöku Sig- mundar Davíðs og þeirra tveggja þingmanna sem hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum, sérstaklega um per- sónu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Hann vill að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason segi af sér þingmennsku vegna málsins. Óeining er í stjórnarandstöðunni vegna málsins og hafa nokkrir þing- menn lýst því yfir að þeir muni ekki vinna með Klausturþingmönnum og muni ganga út úr þingsal þegar þeir taka til máls. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir að eina dæmið sem hann kunni um slíka frystingu sé þegar þingmenn kommúnista voru einangraðir eftir að þeir neituðu að fordæma innrás Rússa í Finnland á árinu 1939. »4 & 6 Standa við bakið á Sigmundi  80 ár síðan þing- menn voru „frystir“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stuðningur Miðflokksfólk á kosn- ingavöku í Reykjavík sl. vor. Ekki liggur ljóst fyrir hvað verður um þær fjórar breiðþotur af gerð- inni Airbus a330-900neo sem WOW air samdi um að taka í flota sinn á síðasta ári. Leigusalinn er sama fyr- irtæki og WOW air upplýsti að það hefði skilað tveimur breiðþotum í liðinni viku. Upphaflega var stefnt að því að fyrstu tvær þoturnar yrðu teknar í gagnið í ár en nú virðist ljóst að ekki verði af afhendingunni í ár. Þá fást ekki skýr svör frá félag- inu um hvort og þá hvenær vélarnar komist í notkun. Það eina sem félag- ið gefur upp er að endurskoðun standi nú yfir á flugvélaflota þess og að meðan á þeirri vinnu standi verði frekari upplýsingar ekki veittar. Nokkra athygli hefur vakið að fyrstu tvær vélarnar, sem bera áttu einkennisstafina TF-BIG og TF- MOG hafa nú þegar verið málaðar í hinum auðþekkjanlega einkennislit félagsins, fjólubláum. Nýlegar myndir sem náðust af fyrri vélinni, sem máluð var í apríl sl., sýna þó að málningin var skafin að nýju af skrokki vélarinnar. Í október veittu forsvarsmenn WOW air þær skýr- ingar á útliti vélarinnar að mistök hefðu verið gerð í málningarvinn- unni hjá Airbus. Félagið vill hins vegar ekki svara því hvort vélin hafi verið máluð að nýju. ses@mbl.is »18 Ljósmynd/Lars Hentscel Vél Mynd Lars Hentschel af TF-BIG á flugvellinum í Toulouse. Í október veitti WOW air þá skýringu að mistök hefðu verið gerð í málningarvinnunni. Óljóst hvort verður af afhendingu véla  Samningur gerður við sama aðila og nú hefur fengið tvær vélar WOW í fangið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.