Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 8 81 5 4 12 /1 8 GEFÐU FRÍ UM JÓLIN með gjafabréfi Icelandair Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum ekki á móti meðferðar- úrræðinu sem slíku heldur því sem fylgir í kjölfarið. Það er ýmislegt bú- ið að ganga á hér í hverfinu og þess vegna eru íbúar hræddir,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, stjórnar- maður í Íbúasamtökum Norðlinga- holts. Á föstudaginn síðasta var sett lög- bann á starfsemi nýs stuðningsheim- ilis fyrir börn á vegum Barnavernd- arstofu að Þingvaði 35. Það voru íbúar í götunni sem fóru fram á lög- bannið en nutu fulltingis íbúa- samtakanna og umboðsmanns borgarbúa, að sögn Arndísar. „Við fengum úrskurð frá skipu- lagsfulltrúa borgarinnar um að þessi starfsemi stenst ekki deiliskipulag. Hún hefði þurft að fara í kynningu fyrir íbúum og umsagnarferli,“ segir Arndís. Hún segir að íbúar í götunni og hverfinu hafi óttast ónæði sem kynni að hljótast af stuðningsheim- ilinu. „Þetta var bara illa unnið af Barnaverndarstofu. Yfirmenn þar hefðu átt að vinna meira með íbúum í götunni. Þegar fólk fær mismun- andi svör hjá þremur yfirmönnum um það hvernig starfsemi þetta á að vera þá verður það hrætt um hvern- ig úrræði þetta verði.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, segir í samtali við Morgunblaðið að lögbannið sé fyrst og fremst vonbrigði fyrir þau börn sem áttu að njóta góðs af þessu úrræði. „Okkur þótti þetta mjög leiðin- legt. Við teljum að svona starfsemi fyrir ungmenni sem hafa náð ár- angri og vilja aðlagast samfélaginu eigi að geta átt heima hvar sem er og erum raunar sannfærð um að þannig verði það fljótlega. Ef fólk óttast svona í nágrenni sínu þá er það byggt á vanþekkingu á starfsem- inni.“ Í kynningu fyrir íbúafund sem haldinn var í sumar kom fram að stuðningsheimilið væri fyrir börn sem ættu ekki afturkvæmt heim og þyrftu stuðning og aðlögun að sam- félaginu eftir að hafa lokið meðferð á vegum Barnaverndarstofu. Skilyrði fyrir búsetu á heimilinu væri að vera án vímuefna, stunda skóla eða vinnu og fara eftir reglum heimilisins. „Mikið verður lagt upp úr öryggi og vernd og verða ávallt 2 til 3 starfs- menn á vakt m.a. í þeim tilgangi að gera nærumhverfið öruggara,“ sagði í kynningunni. Halldór segir að það starfsfólk sem ráðið hafði verið á stuðnings- heimilið hafi verið í þjálfun og af- leysingum á Stuðlum vegna tafa á opnun þess. Því bjóðist að starfa þar áfram svo lögbannið kemur ekki nið- ur á starfsfólkinu. Hann segir að Barnaverndarstofa muni nú leita að öðru heppilegu húsnæði. „Við gæt- um látið reyna á réttmæti þessa lög- banns en það tekur marga mánuði og þar sem eigandi hússins hefur ákveðið að selja það á næstunni þá eru ekki forsendur til að láta reyna á það.“ Íbúar í Norðlingaholti hafa lýst áhyggjum af þessari starfsemi. Ótt- ist þið ekki að það sama verði uppi á teningnum annars staðar? „Við munum láta á það reyna, það er það eina sem við getum gert. Það eru mörg fordæmi fyrir svona rekstri í hverfum borgarinnar. Hvað varðar ótta íbúa við að þarna sé ungt fólk í neyslu er rétt að ítreka að ef fólk er í neyslu þá fer það á meðferð- arheimili. Ef það hefur lokið með- ferð og er búið að ná stöðugleika þá fer það á stuðningsheimili eins og þetta. Þarna á ekki að vera fólk í neyslu. Þarna er verið að búa til nýj- an hlekk í þjónustukerfinu þar sem ungmenni gætu búið fram til 20 ára aldurs. Við munum bjóða þeim krökkum sem þarna áttu að fara inn allan annan stuðning meðan þau bíða eftir þessu úrræði. Ef þau kjósa að bíða eftir því.“ Fengu lögbann á stuðningsheimili  Íbúar í Norðlingaholti komu í veg fyrir að opnað yrði stuðningsheimili fyrir ungt fólk sem lokið hefur meðferð  Starfsemin stenst ekki deiliskipulag  Vonbrigði, segir Barnaverndarstofa Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingvað 35 Ekkert verður af því að þarna verði opnað stuðningsheimili. Íbúðarhús við Vesturgötu í Reykja- vík er illa farið eða jafnvel ónýtt eftir að eldur kom upp í því síðdegis í gær. Ekki urðu slys á fólki en einn var fluttur á slysadeild í öryggisskyni vegna gruns um reykeitrun, sam- kvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um eld í húsinu sem er lágreist bakhús við stærra íbúðar- hús við Vesturgötu, á fimmta tím- anum í gærdag. Aðkoman var þannig að þeir slökkviliðsmenn sem fyrstir komu á vettvang óskuðu eftir því að slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum liðsins yrðu sendir þeim til aðstoðar. Upptök eldsins rannsökuð Húsið var rýmt og einnig nær- liggjandi hús, til öryggis. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en áfram þurfti að slökkva í glæðum og voru slökkviliðsmenn við störf á staðnum fram á kvöld. Í gærkvöldi var ekki vitað um upp- tök eldsins. Lögreglan tók við stjórn vettvangs og vinnur að rannsókn málsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúðarhús mikið skemmt  Eldur kom upp í bakhúsi við Vesturgötu  Ekki urðu nein slys á fólki Bruni Bakhúsið við Vesturgötu er mikið skemmt eftir að eldur kom upp í því síðdegis í gær. Evrópska rannsóknarverkefnið Sound of Vision sem vís- indamenn Háskóla Íslands hafa haft forystu um hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Tækni fyrir samfélag“ í úr- slitum nýsköpunarverðlauna framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins 2018. Rúnar Unnþórsson, prófessor við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands tók við verðlaununum í Vín í gær. Unnið hefur verið að Sound of Vision-verkefninu í þrjú ár en á árinu 2015 hlaut það alls fjögurra milljóna evra styrk úr rannsóknaráætlun ESB, Horizon 2020. Markmið þess er að þróa hátæknibúnað til þess að hjálpa blindum og sjónskertum að skynja umhverfi sitt. Meðal búnaðar sem þróaður hefur verið er skynbelti sem sett er utan um mitti notandans þar sem það nemur upp- lýsingar úr umhverfinu og miðlar þeim til notanda fyrir tilstilli lítilla mótora sem titra, hver með sínu lagi. Beltið nýtist einnig þeim sem einhverra hluta vegna geta ekki notað hefðbundin skynfæri tímabundið. Það getur átt við starfsfólk í reykköfun eða öryggisgæslu í hávaða, svo dæmi séu nefnd. Búnaðurinn hefur verið þróaður í góðu samstarfi við blint og sjónskert fólk hér á landi. Mörg þúsund verkefni voru rýnd í nýsköpunarkeppn- inni. Sérfræðingar völdu Sound of Vision í 1. sæti flokks verkefna sem hafa góð áhrif á samfélög og líf fólks. Góð áhrif á samfélög og fólk  Vísindamenn HÍ fá fyrstu verðlaun í keppni ESB Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Viðurkenning Rúnar Unnþórsson prófessor fer fyrir hópi vísindamanna sem vinna að rannsókninni. Lögmaður Péturs Óskarssonar, fyrrverandi varafulltrúa Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Hafnar- fjarðarbæjar, hefur sent bænum kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess sem hann telur ólögmæta brottvikningu hans úr nefndum bæjarins í apríl sl., áður en kjör- tímabilinu lauk. Eftir deilur í röðum Bjartrar framtíðar bar Guðlaug Kristjáns- dóttir, oddviti BF og forseti bæjar- stjórnar, fram tillögu um að skipta um fulltrúa framboðsins í nokkrum nefndum. Pétur var til að mynda settur út úr skipulags- og bygging- aráði og úr stóli varamanns í hafn- arstjórn. Var það samþykkt af meirihluta bæjarfulltrúa. Lögmaðurinn telur að staðið hafi verið að ákvörðuninni með ólög- mætum hætti og vísar meðal ann- ars til álits sveitarstjórnarráðu- neytisins þar um og að ekki hafi verið málefnalegar ástæður fyrir brottvikningunni eins og krafist sé. Krefst hann fyrir hönd Péturs nefndarlauna út kjörtímabilið og kostnaðar, alls kr. 636 þúsund króna. Brottvikinn fulltrúi BF krefst launa út kjörtímabilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.