Morgunblaðið - 07.12.2018, Page 8

Morgunblaðið - 07.12.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 FjölmiðlarýnirViðskiptablaðs- ins, Andrés Magnús- son, gerir að umfjöll- unarefni viðbrögð Rúv. við því að Fjöl- miðlanefnd sektaði þennan „fjölmiðil í al- mannaþágu“ fyrir lögbrot.    Andrés segir: „ Íliðinni viku sendi Ríkisútvarpið frá sér fréttatilkynn- ingu um úrskurð Fjölmiðlanefndar, áður en úrskurðurinn hafði verið birt- ur. Af fréttatilkynningunni að dæma var RÚV í toppmálum, bara með eina pínulitla milljón króna í sekt, í engu tekið undir gagnrýni á stofnunina og haft eftir Magnúsi Geir Þórðarsyni út- varpsstjóra að hann væri mjög sáttur!    Í tilkynningu Fjölmiðlanefndarkvað hins vegar við annan tón, að úrskurður hefði fallið um að RÚV hefði brotið reglur um kostun í að- draganda heimsmeistarakeppni í fót- bolta og jafnframt brotið lög með ófullnægjandi birtingu á gjaldskrá fyrir auglýsingar og kostun vegna HM.    Það gengur ekki að Ríkisútvarpiðsé að senda frá sér tilkynningar til fjölmiðla, beinlínis í þeim tilgangi að afvegaleiða almenning. Það er gróf misnotkun á því trausti sem fjöl- miðillinn nýtur.“    Ríkisútvarpið er með slæma sam-visku eftir að hafa hegðað sér eins og fíll í postulínsbúð á auglýs- ingamarkaði og brotið lög að auki.    Það réttlætir þó ekki að ríkis-stofnun reyni að afvegaleiða al- menning. Það er ekki gert „í al- mannaþágu“. En í þágu hverra? Andrés Magnússon Í þágu hverra er Ríkisútvarpið? STAKSTEINAR Magnús Geir Þórðarson WOW air flaug sitt fyrsta flug til Nýju-Delí í gær. Flogið er þangað þrisvar í viku. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingum býðst beint áætl- unarflug til Indlands og er jafnframt lengsta áætlunarflug íslenskrar flugsögu, segir í tilkynningu WOW air. Með um borð voru m.a. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, ásamt viðskipta- sendinefnd og fleiri gestum. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, fór ekki með til Indlands vegna samn- ingaviðræðna við Indigo Partners. Hann klippti hins vegar á borða í Leifsstöð í gærmorgun, ásamt sendiherra Indlands og Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia. Haft er eftir Skúla að með því að tengja Indland við leiðakerfi WOW air til N-Ameríku muni staða Ís- lands sem tengistöðvar styrkjast. WOW til Indlands  Fyrsta ferð til Nýju-Delí farin í gær Ljósmynd/WOW air Indland Skúli Mogensen ásamt áhöfn og sendiherra Indlands á Íslandi. Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um rammasamning fyrir þjónustu hjúkrunarheimila lýsir miklum von- brigðum með þá ákvörðun stjórn- valda og meirihluta fjárlaganefndar að halda fast við boðaða skerðingu á rekstrargrunni hjúkrunarheimila. Segja þau Sjúkratryggingar Ís- lands (SÍ) hafa nú staðfest að sú „við- bót“ til hjúkrunarheimila, sem boðuð var í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlaga, sé í raun engin viðbót þegar allt komi til alls. Um sé að ræða fjármuni til að mæta samningsbundinni skyldu ríkisins samkvæmt rammasamningi SÍ þess efnis að greiðslur til hjúkrunarheim- ila taki mið af aukinni hjúkrunar- þyngd heimilismanna skv. svonefnd- um RUG-stuðlum. Um þetta atriði hafi verið samið við gerð ramma- samnings hjúkrunarheimila 2016. „Svo virðist sem gleymst hafi að gera ráð fyrir þessari skuldbindingu ríkisins í fjárlagafrumvarpinu. Á það benti SFV í umsögn sinni við frum- varpið og var leiðrétting gerð í breytingartillögum meirihluta fjár- laganefndar sem lagðar voru fram við aðra umræðu fjárlaga. Eftir stendur að ekki hefur verið komið til móts við þá skerðingu sem varð á rekstrarfé hjúkrunarheimila árið 2018,“ segir í yfirlýsingu SFV og sveitarfélaganna. Telja þessir aðilar að áframhald- andi niðurskurður sé fram undan á næsta ári. Er miklum áhyggjum lýst af „áhugaleysi stjórnvalda á því að bæta fjármögnun þjónustu hjúkrun- arheimilanna og, að því er virðist, rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila almennt“. Óskað hefur verið eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða „þá alvarlegu stöðu sem upp er komin“.  Hjúkrunarheimilin ósátt við skerð- ingar á rekstrargrunni heimilanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Aldraðir Grund á aðild að SFV. Boðuð viðbót „engin viðbót“ Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.