Morgunblaðið - 07.12.2018, Page 11

Morgunblaðið - 07.12.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 Vegnastarfsmannafundareru allar starfsstöðvar ríkisskattstjóra lokaðar ídag föstudaginn7.desember Viðskiptavinumer bent á að gagnlegar upplýsingar er að finna á rsk.is Til viðskiptavina ríkisskattstjóra Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fjármála- og efnahagsráðherra fer fram á 56,6 milljarða hækkun fjár- heimilda ríkisins á yfirstandandi ári í frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meginhluti fjárhæðarinnar, um 48 milljarðar króna, er í greinargerð frumvarpsins skýrður sem „tæknileg útgjaldamál og framsetningarbreytingar“ sem stafar af breyttri reikningsskilaað- ferð. Er annars vegar um að ræða breytingar á uppgjöri á lífeyrisskuld- bindingum (31 milljarður) og hins vegar breytta framsetningu vegna afskrifta skattkrafna (18,2 milljarð- ar). Að þessu undanskildu nemur hækkunin 8,6 millljörðum vegna nokkurra útgjaldamála ráðuneyta. Sú fjárhæð nemur 1% fjárlaga þessa árs. Innifalin í fjárhæðinni er 3,2 milljarða hækkun vegna yfirtöku á lífeyrisskuldbindingum og sé hún undanskilin nemur frávikið í hefð- bundnum rekstri ríkissjóðs 0,7%, að því er segir í greinargerðinni. Lögum samkvæmt eru í frumvarpi til fjáraukalaga aðeins gerðar tillögur um breytingar á fjárheimildum til að mæta útgjöldum ríkissjóðs sem voru ófyrirséð við afgreiðslu fjárlaga og teljast orðin brýn eða óhjákvæmileg. Mest vegna fæðingarorlofs Hækkanir vegna kostnaðar ráðu- neyta eru mestar vegna endurmats á útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs, 985 milljónir kr. Aukningin skýrist fyrst og fremst af aukinni þátttöku for- eldra og auknum kostnaði á hvern greiddan dag í fæðingarorlofi, m.a. vegna launabreytinga og hækkunar á hámarksgreiðslum. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld verði aukin um 784 m.kr. til að efna svokallað kirkju- jarðasamkomulag milli ríkis og kirkju. Aukin útgjöld til samgöngu- mála nema 569 m.kr. Annars vegar 400 m.kr. vegna aukins kostnaðar í ár af snjómoksttri og hins vegar 169 m.kr. vegna seinkunar á afhendingu Vestmannaeyjaferju og viðgerðar á Grímseyjarferju. Málefni tengd hæl- isleitendum kalla á 500 m.kr. hækk- un. þar sem umsóknum um alþjóð- lega vernd hefur fjölgað. Þá þarf að hækka framlög til rammaáætlana ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun um 491 m.kr. Stafar það af hækkun á greiðslustuðli Íslands og auknu umfangi verkefna og gengis- þróunar. Stóraukning sjúkraþjálfunar Útgjöld sjúkratrygginga aukast um 469 m.kr. vegna aukinnar eftir- spurnar eftir sjúkraþjálfun í kjölfar nýs greiðsluþátttökukerfis. Framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnu- leysis hækka um 480 m.kr.. Er um að ræða 300 m.kr. aukin framlög til At- vinnuleysistryggingasjóðs vegna endurmats á útgjöldum ársins og 180 m.kr. til Ábyrgðarsjóðs launa vegna aukningar á gjaldþrotum fyrirtækja á árinu. Ýmsar aðrar útgjaldaskuldbind- ingar nema samtals 1.080 m.kr. Þar af má nefna 83 m.kr. til utanríkis- ráðuneytisins. Af þeirri fjárhæð eru 30 m.kr. vegna þátttöku Íslands í starfi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og 45 m.kr. vegna undir- búnings og uppsetningar á áritunar- stöðum fyrir vegabréfsáritanir og þjónustu tengda þeim í Nýju Delhí á Indlandi og í Washington. Þá eru 8,3 m. kr. vgna vinnu við skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að EES. Til Ríkisútvarpsins fara 222 m.kr. Um er að ræða leiðréttingu á lög- bundnu framlagi. Til Þjóðleikhússins fara 25 m.kr. vegna nýlegra kjara- samninga. Til stjórnsýslu samgöngu- ráðuneytisins fara 68,6 m.kr. Þar af má nefna að 25,8 m.kr. eru til að mæta kostnaði vegna ráðgjafar um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins og 20 m.kr. vegna undirbún- ings alþjóðlegrar stórskipahafnar í Finnafirði. Nær 60 milljarða fjáraukalög  Þar af eru 48 milljarðar vegna tæknilegra útgjaldamála og breyttrar framsetningar reikningsskila  Útgjöld Fæðingarorlofssjóðs kalla á nær milljarð í aukið framlag  500 milljónir vegna hælisleitenda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útgjöld Kostnaður vegna sjúkra- þjálfunar hefur stóraukist. Morgunblaðið/Hari Alþingi Frumvarp til fjáraukalaga er borið fram til að mæta ófyrirséðum útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári. Í frumvarpi til fjáraukalaga eru fjögur ný heimilda- ákvæði. Náttúruminjasafn Íslands fær heimild til að semja við Perlu norðursins ehf. um afnot af sýningar- húsnæði fyrir safnið í Perlunni í Reykjavík. Að ríkis- sjóður megi kaupa fasteignina Jónstótt í Mosfellsbæ vegna uppbyggingar Laxnessseturs. Að semja megi um kaup á réttindum á íslenskri orðabók og eftir atvikum öðrum sambærilegum orðabókum og fela Stofnun Árna Magnússonar að miðla þeim rafrænt í opnum aðgangi í því skyni að efla íslenska tungu. Loks að nýta svigrúm sem kann að skapast vegna óreglulegra tekna ríkissjóðs til að greiða inn á skuldbindingar vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. Fasteign fyrir Laxnesssetur FJÖGUR NÝ HEIMILDAÁKVÆÐI Halldór Laxness Forsvarsmenn vefsíðunnar Tekj- ur.is hafa eytt gagnagrunni síð- unnar. Persónuvernd hefur fengið staðfestingu á því frá lögmanni hennar. Forsvarsmennirnir höfðu frest þar til í fyrradag til að eyða gagnagrunninum og þeim upplýs- ingum sem þeir kynnu að hafa. Samkvæmt upplýsingum frá Per- sónuvernd hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort sekta eigi fyrir- tækið Viskubrunn ehf. fyrir að gera gagnagrunn með upplýsingum úr skattskrám fyrir árið 2016 aðgengi- legan á Tekjur.is. Persónuvernd hóf athugun að eigin frumkvæði eftir að vefsíðan var opnuð 12. október þar sem veittur var að- gangur gegn gjaldi að upplýs- ingum um tekjur allra einstakl- inga á árinu 2016 samkvæmt gögn- um ríkisskatt- stjóra. Stjórn Persónuverndar kvað í framhaldinu upp úrskurð um að forráðamenn vefjarins hefðu ekki haft heimild til að birta upp- lýsingarnar og var þess krafist að síðunni yrði lokað. Gagnagrunni vefsíð- unnar Tekjur.is var eytt Helga Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.