Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Lionsstarf í heiminumstendur á traustum fótumog hreyfingin er ein fárrasjálfboðaliðasamtaka í
heiminum þar sem þátttakendum
fjölgar. Ég hef á síðustu misserum
farið víða um heim og kynnst því
hvað starf okkar skiptir miklu máli.
Í sumum löndum til dæmis í Afríku,
þar sem innviðir og velferðarkerfi
er tæpast til hefur framlag Lions
skipt sköpum,“ segir Guðrún Björt
Yngvadóttir sem í júlí sl. tók við
embætti alþjóðaforseta Lions.
Lionshreyfingin starfar nú í
alls 210 þjóðlöndum og á undan-
förnum árum, fyrst
sem varaforseti, hef-
ur Guðrún komið til
margra þeirra. Slíkt
er raunar skylda
heimsforseta; það er
að kynna sér Lions-
starfið í hverju landi
og funda með for-
ystumönnum þjóða. Alls eru Lions-
klúbbar í heiminum í dag 46 þúsund
og félagsmenn um 1,4 milljónir.
Á frímerki í Sri Lanka
Í síðustu viku var Guðrún
Björt stödd hér heima í stuttri
heimsókn, hvar hún fundaði með
forystusveit Lionsfólks og það svo
sameiginlega með Guðna Th. Jó-
hannessyni, forseta Íslands. Síðast-
liðinn mánudag var heimsforsetinn
svo kominn til Sri Lanka og hitti
þar forseta landsins, Maithipala Sir-
isena, og veitti viðtöku fyrsta-
dagsfrímerki þar sem hún sjálf er
myndefnið. Þetta gerir póststjórnin
í landinu til þess að vekja athygli á
starfi Lions, auk heldur sem kjör
Guðrúnar markar tímamót að því
leyti að í aldarlangri sögu samtak-
anna er hún heims-
forseti fyrst kvenna.
„Þegar ég tók við
forsetaembættinu
sagðist ég mundu
næsta árið heimsækja
80 lönd. Þegar hef ég
farið til allra heims-
álfa og til dæmis farið
víða um Afríku og Asíu. Ferðirnar
til Indlands eru til dæmis orðnar
fjórar,“ segir Guðrún sem nú í
haust var í Strasbourg í Frakklandi.
Þar átti hún fundi með ýmsum
ráðamönnum á vettvangi Evrópu-
ráðsins, sem hefur aðsetur þar í
borg. Megintilgangur heimsóknar-
innar til Strassborgar var þó að
taka á móti þátttakendum í hlaupi
sem Lions í Evrópu efndi til undir
yfirskriftinni We Run – We Serve.
Þar voru hlaupnir 1.000 km frá Pól-
landi til Strasbourg til að afla fjár
til Lionsverkefna í Evrópu. Var efnt
til hlaupsins til þess að fagna því að
öld var liðin frá lokum síðari heims-
styrjaldar.
„Fyrir skömmu var ég svo í
Lissabon í Portúgal þar sem Lions
opnaði athvarf fyrir fjölskyldur
krabbameinssjúkra barna og hleypt
var af stokkunum fjársöfnun vegna
þess verkefnis. Það var meðal ann-
ars stutt af þeirra vinsælasta söngv-
ara Tony Carreira, sem gekk í
Lions við þessi tímamót. Svona gæti
ég lengi haldið áfram,“ segir Guð-
rún sem ætlar að gera víðreist um
Evrópu í vor.
Sykursýki efst á blaði
Aldarafmæli Lions í heiminum
var fagnað fyrr á þessu ári alþjóða-
þingi hreyfingarinnar í Las Vegas í
Bandaríkjunum og þar tók Guðrún
Björt formlega við embætti heims-
forseta. Áður hafði hún verið vara-
forseti um tveggja ára skeið og fékk
með því undirbúning. Í alþjóða-
stjórn Lions átti hún sæti 2010-
2013.
„Um leið og við fögnuðum ald-
arafmæli fórum við í stefnumótun
fyrir næstu ár. Þar var ákveðið að
leggja enn meiri áherslu en verið á
baráttuna gegn sykursýki, sem nú
nálgast að vera heimfaraldur. Í dag
eru um 450 milljónir fólks í heim-
inum með þennan sjúkdóm stað-
festan og álíka margir án þess að
vita um. Sykursýki getur haft
hræðilegar afleiðingar; fólk getur af
þessum sökum getur misst sjón, út-
limi eða orðið fyrir annarri skerð-
ingu á lífsgæðum. Við látum okkur
þetta varða,“ segir Guðrún Björt. -
Önnur áherslumál Lions í heiminum
eru sjónvernd, stuðningur við
krabbameinsveik börn, barátta
gegn hungri og umhverfismál. Taka
skal þá fram að þetta eru megin-
stefin; í hverju landi um sig nálgast
klúbbarnir þessi verkefnum eins og
best hentar þar.
Vilja leggja lið
„Hvar sem það er í veröldinni
kemur fólk inn í Lionsstarfið af því
það vill leggja lið í góðum félags-
skap; kynnast góðu fólki og víkka
sjóndeildarhring sinn. Fá leiðtoga-
þjálfun og vaxa að visku,“ segir
Guðrún Björt sem er mikið í Chi-
cago í Bandaríkjunum, en höfuð-
stöðvar samtakanna eru þar í borg.
Alls starfa um 300 manns þar, en al-
þjóðahreyfingin veltir um 100 millj-
ónum Bandaríkjadollara á ári af fé-
lagsgjöldum og hjálparsjóðurinn
veitir um 50 milljónum dollara
styrki á ári eða ríflega 6 milljarða
íslenskra króna.
Vöxtur
og viska
Guðrún Björt Yngvadóttir fer um allar álfur sem
heimsforseti Lions, fyrst kvenna. Baráttan gegn
sykursýki er áherslumál hreyfingarinnar sem
sinnir lærdómsríku þjónustustarfi í 210 löndum.
Umhverfið Plantað í grænum lundi
með Lionsfólki austur í Kína.
Póstur Lionsforsetinn á frímerki í
Sri Lanka sem var að koma út.
Velferð Guðrún Björt með fötluðu barni á vistheimili í Austurlöndum fjær.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forsetinn Kynnast góðu fólki og víkka sjóndeildarhring sinn, segir Guðrún Björt um þátttöku í Lions.
Þar sem innviðir
og velferðarkerfi
er tæpast til hef-
ur framlag Lions
skipt sköpum.
„Þegar líða fer á ævina breytast
viðmið okkar og lífssýn,“ segir
Guðrún Björt. „Framinn skiptir
ekki sama máli og áður og marg-
ir vilja stíga út fyrir þæginda-
rammann til þess að hjálpa öðr-
um. Þetta starf hefur gefið mér
afar mikið; hvort sem verkefnin
eru aðgerðir gegn sykursýki í
Indlandi, umhverfismál í Kína,
aðstoð við heimilislausa og
hungraða í Madagaskar eða sjón-
vernd í Afríku. Mér finnst gaman
að leggja mitt af mörkum.“
Guðrún Björt er sjötug að
aldri. Hún er lífeindafræðingur
að mennt og starfaði lengi sem
slík, vann síðan lengi í mennta-
kerfinu meðal annars sem
aðstoðarforstöðumaður Endur-
menntunar Háskóla Íslands um
langt árabil.
Guðrún Björt er í Lions-
klúbbnum Eik í Garðabæ. Eigin-
maður hennar er Jón Bjarni Þor-
steinsson, læknir og Lionsmaður,
og eiga þau tvö uppkomin börn
og 6 barnabörn.
Ég legg mitt af mörkum
VIÐMIÐIN OG LÍFSSÝN BREYTIST MEÐ ÁRUNUM
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar