Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
FLOTTAR EIGNIR - GÓÐAR STAÐSETNINGAR
FJÖLBREYTT ÚRVAL - EITTHVAÐ FYRIR ALLA
Flamenca Village, Playa Flamenca Arenales del Sol, Los Arenales
Mare Nostrum, Guardamar
Gala, Villamartin
Muna, Los DolsesAllegra, Dona Pepa
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Grýla og Leppalúði halda upp-
teknum hætti og koma við í Þjóð-
minjasafninu stuttu áður en jóla-
sveinarnir, synir þeirra, koma af
fjöllum hver á fætur öðrum og
hitta börn í safninu. Að þessu sinni
mæta tröllahjónin sunnudaginn 9.
desember klukkan 15.
Steiney Skúladóttir úr Reykja-
víkurdætrum syngur nokkur lög
við píanóundirleik Guðna Franz-
sonar, áður en Grýla og Leppalúði
trufla skemmtunina. Fjölskyldu-
skemmtunin er ókeypis, segir í til-
kynningu frá Þjóðminjasafninu.
Jólasveinarnir munu síðan koma
hver á fætur öðrum til byggða frá
og með 12. desember og heilsa
upp á gesti Þjóðminjasafnsins kl.
11 daglega til og með 24. desem-
ber. Sungin verða jólalög, m.a. vís-
ur Jóhannesar úr Kötlum um þá
bræður.
Grýla og Leppalúði mæta í Þjóðminjasafnið
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Þjóðminjasafnið Á hverri aðventu birtast
Grýla og Leppalúði í safninu og fara mikinn.
Borgarbókasafnið ætlar að leggja sitt af mörkum og
hvetja til umhverfisvænni lausna fyrir jólin.
Í ár ætla söfnin í Grófinni og Kringlunni að bjóða upp
á aðstöðu til innpökkunar þar sem nýttar verða afskrif-
aðar bækur, tímarit, garn og alls kyns skraut.
Hægt verður að pakka inn jólagjöfunum, búa til jóla-
kort og merkimiða, gjafapoka og finna upp á alls kyns
skemmtilegum lausnum í jólainnpökkuninni, segir í til-
kynningu frá safninu.
Fólk er einnig hvatt til að skoða Pinterest-síðu Borg-
arbókasafnsins en þar má finna fjölda hugmynda um
hvernig hægt er að gera fallega pakka úr gömlum bók-
um og tímaritum.
Starfsfólk Borgarbókasafns bendir gestum í miðborginni og Kringlunni
á að enda jólagjafaleiðangurinn á bókasafninu og endurnýta þar gamlar
bækur og afskrifuð blöð sem gjafapappír.
Jólapakkainnpökkun í Borgarbókasafninu
Jólapakkar í Borg-
arbókasafninu.
Hið árlega jóla-
bað jólasvein-
anna í Dimmu-
borgum í Mý-
vatnssveit
verður á morg-
un, laugardag,
kl. 16. Sama
dag verður
markaðsdagur í
Jarðböðunum
við Mývatn frá
kl. 14-18. Þar verður í boði ýmis-
legt sem gæti ratað í jólapakkana,
s.s. afurðir frá Litlu Sveitabúðinni
á Hellu, rúgbrauð og silungur,
fjöldinn allur af handverki af
Norðurlandi, íslensk hönnun frá
Halldóra design og útivistarfatn-
aður.
Jólasveinarnir í Dimmuborgum
eru líka á fullu þennan dag að
undirbúa sig fyrir jólin. En þeir
ætla að gefa sér tíma til að taka á
móti gestum, spjalla, syngja, segja
sögur og fara í leiki, milli kl. 11-13
á Hallarflötinni í Dimmuborgum.
Sveinkar í Dimmu-
borgum í jólabað
Jólasveinn í
Dimmuborgum.
Aðventuhátíð Bergmáls verður
haldin í Háteigskirkju sunnudaginn
9. desember nk. kl. 15. Tónlist verð-
ur flutt og sr. Sveinn Alfreðsson,
sóknarprestur á Sólheimum, verð-
ur með hugvekju.
Bergmál er líknar- og vinafélag
krabbameinssjúkra og langveikra
sem rekur hvíldarheimilið Berg-
heima á Sólheimum í Grímsnesi.
„Allir vinir og velunnarar sem
vilja næðis njóta eru hjartanlega
velkomnir, enginn aðgangseyrir,“
segir í tilkynningu frá Bergmáli, en
að samkomu lokinni verða veit-
ingar í safnaðarheimili Háteigs-
kirkju.
Sólheimar Hvíldarheimilið Bergheimar.
Aðventuhátíð Berg-
máls í Háteigskirkju
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
„Þetta er tómt hús og það er bara
synd,“ segir María B. Óskarsdóttir,
sviðsstjóri menningar og samskipta
hjá Seltjarnarnesbæ. Bærinn hefur
auglýst til sölu fasteignina Safna-
tröð 5 þar sem Lækningaminjasafn-
ið átti að vera. Langtímaleiga kemur
einnig til greina.
Mikill styr hefur staðið um húsið.
Smíði þess fór langt fram úr fjár-
hagsáætlun. Heildarkostnaður þess
var talinn vera um 700 milljónir
króna í lok árs 2012 en þá hafði hús-
næðið ekki enn verið tekið í notkun
og einungis verið uppsteypt, þak
komið og það glerjað. Upphaflega
var gert ráð fyrir því að heildar-
kostnaðurinn yrði 345 milljónir þeg-
ar samið var um byggingu og rekst-
ur safnhússins árið 2007.
Framkvæmdir við húsnæðið sér-
hannaða hófust haustið 2008 en
þeim var hætt fljótlega eftir hrun.
Pattstaða í langan tíma
Fasteignin er alls 1.363 fermetr-
ar. Húsið er fokhelt og er að mestu
fullklárað að utan. Þar er engin
starfsemi, að því er segir í fasteigna-
auglýsingu. María greinir frá því að
pattstaða hafi lengi verið uppi vegna
hússins. Þess vegna hafi bærinn
ákveðið að setja það á sölu til að
koma málum á hreyfingu. Hún segir
að íbúar og aðrir hafi kallað eftir því
að húsið verði tekið til notkunar
enda sé staðsetningin „dásamleg“
og „útsýnið engu líkt“.
Hótel ólíklegt
Lækningaminjasafn Íslands var
stofnað samkvæmt stofnskrá sem
byggðist á samningi Læknafélags
Íslands, menntamálaráðuneytis,
Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminja-
safns Íslands um stofnkostnað,
byggingu og rekstur húsnæðisins.
Að sögn Maríu setti Seltjarnarnes-
bær um 100 til 150 milljónir króna í
húsnæðið á sínum tíma. Viðræður
voru uppi við menntamálaráðuneyt-
ið um að það aðstoðaði við að ljúka
við húsið eftir hrun en til þess þarf
um 300 til 400 milljónir króna. Þær
skiluðu ekki árangri. Enn er eftir að
setja hita, rafmagn og vatn inn í
húsið, auk þess sem önnur grunn-
vinna er óunnin. „Bærinn hefur ekki
300 til 400 milljónir til að gera það
sem til þarf en það hefur verið löng
bið eftir því að ríkið myndi taka hús-
ið yfir,“ segir hún.
Í auglýsingunni kemur fram að
innsend tilboð þurfi að innihalda ít-
arlega greinargerð um starfsemina.
Í deiliskipulagi segir að um safna-
svæði sé að ræða. Að sögn Maríu er
allt vestursvæðið á Seltjarnarnesi,
út að og með Gróttu, friðlýst og
verndað. Íbúðarhúsnæði verður ekki
í húsinu og mikilvægt er að starf-
semin passi inn í umhverfið. Að-
spurð segir hún ólíklegt að hótel
verði þar starfrækt en hugmyndir
hafa verið uppi um norðurljósasafn,
listasafn og ráðstefnu- eða kaffihús.
Ein hugmyndin var sú að Listasafn
Íslands myndi sýna þar samtímalist.
Hjúkrunarheimili við hliðina
Húsið stendur á svæði sem er
skilgreint sem samfélagsþjónustu-
svæði. Þar eru Nesstofa, Lyfja-
fræðisafnið og Urtagarðurinn einnig
staðsett. Verið er að ljúka við bygg-
ingu hjúkrunarheimilis við hliðina á
húsinu. Skammt frá eru hafnar
framkvæmdir á Bygggarðasvæði
bæjarins þar sem ný íbúðabyggð
mun rísa í stað iðnaðarhúsnæðis, að
því er kemur fram í fasteignaauglýs-
ingunni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lækningaminjasafn Smíði hússins fór langt fram úr fjárhagsáætlun og það hefur aldrei verið tekið í notkun.
„Synd að húsið sé tómt“
Lækningaminjasafnið á Seltjarnarnesi stendur enn tómt
Bærinn vill selja húsið Smíðin fór langt fram úr áætlun
17 dagar til jóla
Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra
viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.