Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sagt er að oftvelti lítilþúfa þungu hlassi og þó að fjarskiptatækni- fyrirtækið Hua- wei flokkist ekki í öllum skilningi undir litla þúfu þá var fjár- málastjóri fyrirtækisins ekki endilega líklegur til að valda falli á mörkuðum. Þó virðist svo vera að handtaka Meng Wanzhou fjármálastjóra hafi orðið til þess að skekja hluta- bréfamarkaði í Asíu, sem svo aftur olli skjálfta í Evrópu þegar fólk fór að rumska þar og loks vestan hafs einnig þegar snúningur Jarðar hafði vakið þá markaði. Ástæða þess að markaðir tóku fregnum af handtöku fjármálastjórans með þessum hætti er talin vera sú að handtakan byggist á því að Huawai fyrirtækið hafi selt Írönum tæknibúnað sem Bandaríkjamenn telja að brjóti í bága við bann sem þeir hafa sett á slík viðskipti. Fyrirtækið segist ekkert kannast við brotið, en ef til vill á eftir að koma í ljós hvort að það hafi átt í einhverjum vafasömum viðskiptum við klerkastjórnina. Sumir telja þó að handtökuskipun Banda- ríkjanna, sem Kanada tók að sér að framfylgja, hafi ekki síður verið vísbending um að Bandaríkin væru að herða tökin gagnvart Kína og vildu sýna að þau gætu beitt fleiri aðferðum í baráttunni gegn óeðlilegum viðskiptaháttum Kínverja en að hækka tolla. Og þar með kunni handtakan að benda til þess að þrátt fyr- ir níutíu daga tollafrestinn sem Trump forseti gaf Xi kollega sínum á dögunum, þá megi vænta viðskiptastríðs á milli þessara ríkja. Sérstaka athygli vakti í gær að þýska hlutabréfa- vísitalan, DAX, lækkaði niður fyrir 11.000 stig og hefur ekki verið lægri í tvö ár. Blaðið Die Welt fjallaði um þetta fall vísitölunnar, sem er framhald af því falli sem hefur staðið yfir lengst af þessu ári, og kenndi meðal annars stefnu Trump um þetta ólán Þjóð- verja. Efnahagsstefna hans væri að misheppnast og valda heimsbúskapnum tjóni. Trump er vinsælt skot- mark, en ef horft er á þróun markaða þá er línuritið fyrir bandaríska hlutabréfamark- aðinn mun álitlegra en það þýska. Og raunar á hið sama við um heimsvísitölur, þróun- in hefur verið hagfelldari víðast en í Þýskalandi. Meira að segja hlutabréfamark- aðurinn í Mílanó hefur sigið minna en sá þýski og verður þó ekki sagt að efna- hagsaðstæður á Ítalíu séu með besta móti. En Die Welt viðurkennir að Trump beri ekki einn ábyrgð á óförum þýskra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði enda eru ásakanir á hendur honum í þessum efnum heldur fjar- stæðukenndar þó að Kína sé einn mikilvægasti útflutn- ingsmarkaður þýskra fyrir- tækja. Staðreyndin er sú að víða er pottur brotinn í burðarfyrirtækjum þýsks efnahagslífs og þau hafa fallið mjög í verði á þessu ári. Risinn Bayer hefur fallið um 38% í ár og vegna stærðar sinnar valdið mestu um lækk- un vísitölunnar. Ýmis stór fyrirtæki hafa mátt þola svip- að fall en ekkert þó eins mik- ið og Deutsche Bank, sem hefur fallið um helming í verði það sem af er ári og virðist lítið lát á verðlækk- unum þessa risavaxna banka. Hann glímir við margþættan vanda sem ekki er fyrirsjáan- legt að lausn finnist á, enda er ávöxtunarkrafa skulda- bréfa bankans komin í 11,8%, sem telja verður með miklum ólíkindum, ekki síst þegar haft er í huga að seðla- bankavextir evrunnar eru við núllið. Vandi evrusvæðisins hefur smám saman orðið skýrari, en veldur enn meiri áhyggj- um þegar hann einskorðast ekki við jaðarríkin heldur virðist safnast upp í kerfis- lægum vanda í máttarstólp- anum sjálfum. Og ekki bætir úr skák að flokkarnir tveir sem borið hafa uppi þýsk stjórnmál áratugum saman glíma nú við mikinn vanda og fallandi fylgi. Þetta á enn frekar við um þýska jafnaðar- menn en kristilega demó- krata, og er vandi þeirra þó nægur. Þar reynir leiðtoginn til margra ára, Angela Mer- kel, að stíga skipulega og var- færið af stalli sínum, en óvíst er hvort henni tekst að ráða ferðinni í þeim efnum. Póli- tísk óvissa getur því átt sinn þátt í að magna upp óvissuna í viðskipta- og efnahagslífi landsins. Þetta er þróun sem hvorki Þýskaland né Evrópu- sambandið þurfa á að halda um þessar mundir. Örlög fjármálastjóra Huawei eru talin hafa ýtt þýsku DAX-vísitölunni í nýjar lægðir} Þúfan sem hristi hlutabréf Þýskalands A ð ríkið sé að skatta fátækt er fá- ránlegt og stjórnvöldum til há- borinnar skammar. Full desemberuppbót örorkulífeyr- isþega nemur um 43 þúsund krónum eða um 27 þúsundum eftir skatt. En þetta er síðan skert hjá stórum hópi lífeyris- þega. Það er stórfurðulegt að ríkið mismuni fólki með skerðingum fyrir jólin og skerði des- emberuppbótina vegna lífeyrissjóðlauna þann- ig í núll og það á sama tíma og þingmenn fá miklu hærri jólabónus og það óskertan. Þingmenn og embættismenn fá 181 þúsund króna desemberuppbót. Munurinn er 138 þús- und krónur eða rúmlega 100 þúsund krónur eftir skatt sem er fjórfalt meira. Jólabónus at- vinnulausra er 81 þúsund krónur og síðan fá þeir smá auka með hverju barni. Það er ekki í lagi að við þingmenn fáum svona háa desemberuppbót á sama tíma og þeir sem lifa í fátækt, hvað þá í sárafátækt eru að fá skerta desember- uppbót. Þessu verður að snúa við og þeir sem lifa á lífeyrislaunum fái 181 þúsund krónur í desemberuppbót, en við þingmenn verðum skertir fjárhagslega eins og lífeyrisþegar þannig að við fáum ekki krónu í uppbót. 239 þúsund krónur á mánuði, fyrir skatt eru um 70% öryrkja að fá á mánuði og um 205 þúsund eftir skatt, og eru því að borga 34 þúsund í fátæktarskatt. Að ríkið sé að skatta fátækt er fáránlegt og stjórnvöldum til háborinnar skammar. Skerðingar byrja strax við lægsta lífeyri, bætur og laun, og lægstu lífeyrisbætur og lág- markslaun eru undir fátæktarmörkum sam- kvæmt núverandi mælingum. Miðgildi tekna er um 720 þús. þannig að 360 þús. kr. er 50% og allt þar undir er fátækt. Frá 1988, þegar staðgreiðslan var tekin upp, borguðu lífeyrisþegar ekki skatt. Þeir borguðu ekki skatt og þeir áttu upp í lífeyris- sjóðstekjur. Og lægstu laun voru skattlaus. En tökum áfram einstakling á lífeyris- launum sem er með 204.352 kr. útborgaðar og borgar 34 þús. kr. í skatt. Hann er svo hepp- inn að hann fær 50 þús. kr. frá lífeyrissjóði nei, hann fær 0 kr. Það eru skerðingar. Er þetta ekki skattur líka? Ef við tökum hin dæmin, um þá sem eru komnir upp í 300 þús. kr. útborgaðar, hvað fá þeir? Jú, þeir fá 243.075 kr. útborgaðar og af því eru 56.925 þús. kr. skattur, sem hefði verið skattlaust fyrir 30 árum síðan. Það er annað í því dæmi sem er eitt af því ljóta sem hef- ur gengið yfir kerfið og viðgengst enn þá og það er króna á móti krónu skerðing gagnvart öryrkjum. Hún hefur verið síðan 1. janúar 2017. Það hefur viðgengist í að verða tvö ár. Það sem er merkilegast við það er að ríkissjóður sparar sér nálægt 20-25 milljarða á því, vegna aukinnar skattbyrðar á þá sem ekkert hafa og eiga varla fyrir mat. Guðmundur Ingi Kristinsson Pistill Desemberuppbót og lífeyrislaun Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stjórn Ferðafélags Íslandssamþykkti í haust íslenskamálstefnu, sem unnið verð-ur eftir innan félagsins. Ólafur Örn Haraldsson, forseti FÍ, segir stöðu íslenskunnar vera áhyggjuefni og hvetur önnur félaga- samtök til að leggja íslensk- unni lið. „Vandað ís- lenskt mál hefur lengi verið í há- vegum haft innan félagsins,“ segir Ólafur Örn, en Ferðafélagið var stofnað árið 1927. „Þar ber fyrst að nefna Árbók Ferðafélagsins, en úrvalslið hefur áratugum saman starfað í ritnefnd og við umsjón og frá upphafi hafa valinkunnir höfundar skrifað þessar bækur. Krafan um gæði hefur vaxið mikið og þá ekki aðeins um vandað íslenskt mál og góðar ljósmyndir heldur eru nú gerðar fræðibóka- kröfur til útgáfunnar hvað varðar tilvísanir, heimildir og nafnaskrár. Innan Ferðafélagsins hafa menn ekki eingöngu áhuga á Íslandi heldur líka íslenskunni og málstefna hefur áður verið rædd innan félags- ins. Það sem ýtti við okkur núna var annars vegar að við finnum að það er sótt að tungumálinu úr ýmsum áttum og við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að styrkja ís- lenskuna. Hins vegar fannst okkur vel við hæfi að samþykkja málstefnu til að styðja tungumálið á aldar- afmæli fullveldisins.“ Viljum vanda okkur Ólafur Örn segir að auk beinna samskipta sendi Ferðafélagið frá sér margvíslegar upplýsingar, aug- lýsingar og leiðbeiningar. „Við vilj- um vanda okkur í allri framsetn- ingu, hvort sem það er á vegvísum á fjöllum eða í smáritum ýmiss konar. Þetta þarf allt að vera á vönduðu máli. Við þurfum stöðugt að veita upplýsingar á íslensku og erlendum tungumálum, ekki síst ensku, og vinnum með ýmiss konar tækni í okkar starfi. Alls staðar þarf að gæta að því að gera skýran greinar- mun á erlendum tungum og íslensku og að íslenski textinn til dæmis á upplýsingaskiltum standi framar en sá erlendi.“ Í málstefnunni segir að starfs- fólk FÍ skuli nota íslensku í störfum sínum nema þar sem aðstæður krefjist þess að það noti önnur tungumál, t.d. í ráðgjöf, viðskiptum og samskiptum við erlenda ferða- menn. Allar upplýsingar um þjón- ustu, útgefið efni, fundargerðir, heimasíðu og önnur gögn skuli vera á vandaðri og auðskiljanlegri ís- lensku. Hvað varði starfsfólk af er- lendum uppruna segir að þekkingu þess og menntun skuli meta að verð- leikum og veita því aðstoð til að nýta hana samhliða því að ná góðum tök- um á íslensku máli. Fleiri komi að málum Ólafur Örn segist ekki vita til þess að sambærileg félagasamtök hafi samþykkt sérstaka íslenska málstefnu. Hann segist vilja brýna fleiri til að sinna málinu með mark- vissum hætti. „Það væri til dæmis ánægjulegt ef öflug samtök á borð við Lands- björg og slysavarnafélögin tækju til máls, en þau eru á ýmsan hátt í svip- aðri stöðu og við. Einnig íþrótta- hreyfingin, sem er með æsku lands- ins innan sinna vébanda. Þó svo að ég nefni þessi tvenn stóru samtök er það alls ekki vegna þess að þar sé slæmt málfar, heldur þurfa fleiri sterkir hópar að koma að því að styðja íslenskt mál með skipulögð- um hætti,“ segir Ólafur Örn. Í niðurlagi málstefnunnar segir að ráðgjöf og gæðaeftirliti með góðu málfari á útgefnu efni og í upplýs- ingamiðlun á vegum FÍ verði komið á í samræmi við málstefnuna. Þá segir að stjórn félagsins skipi sér- staka málnefnd sem fylgi stefnunni eftir og skeri úr um ágreiningsatriði. Ólafur segir að stjórninni til halds og trausts sé Guðrún Kvaran, ís- lenskufræðingur og prófessor em- eritus. Leggja íslenskunni lið með sérstakri málstefnu Ljósmynd/Árni Tryggvason Vísað til vegar Ferðafélag Íslands setti í sumar upp vegvísa á Fimm- vörðuhálsi í samvinnu við sjálfboðaliða á vegum Skógræktarinnar og fleiri. Í inngangi að málstefnu Ferða- félagsins segir svo um leiðarljós og gildissvið: „Íslenska er mál Ferðafélags Íslands og málnotkun þar skal vera til fyrirmyndar. Vandað skýrt og auðskilið mál, hvort heldur er ritað eða talað, er lykilatriði í allri þjónustu Ferða- félags Íslands. Þar er íslenska í öndvegi og skal hún vera til fyrirmyndar í samræmi við þingsályktun um íslenska mál- stefnu frá 2009 og lög um stöðu íslenskrar tungu og ís- lensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenska í öndvegi AÐ LEIÐARLJÓSI Ólafur Örn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.