Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 um Eldhesta í Ölfusi frá 1995 og eignaðist hlut í fyrirtæki þeirra. Að horfa á Smára um- gangast hesta var eins og hann hefði lært málið þeirra og kom- inn á bak var eins og að þar væri hans rétta rassfar, báðir sáttir, hestur og maður, engin vandamál bara gleði og ánægja að spretta úr spori. Einhverjir úr fjölskyldunni hafa sogast með í hestamennskuna og búa nú að þeirri reynslu og gleði sem hann gat miðlað. Ég kveð þennan frænda minn með mikilli virðingu og þakklæti og sendi Gígí eigin- konu hans, börnum þeirra og barnabörnum, systkinum og vinum, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð geymi uppáhalds frænda minn. Jón Þórðarson. Við fráfall Smára Sæmunds- sonar höfum við öll sem þekkt- um hann og störfuðum með honum misst einlægan og góð- an vin, mann sem var heill í verkum sínum og virðulegur í allri sinni framkomu. Með hon- um er fallinn frá maður með mikil tengsl og djúpar rætur í Ölfusi. Hann átti ættir sínar að rekja m.a. til Bjarnastaða í Ölf- usi og var mikið í sveit á Egils- stöðum í Ölfusi. Hann tók virk- an þátt í hinum hefðbundna búskap og upplifði tímana tvenna í þeim efnum. Sveitin og hestarnir voru alltaf eitt af hans helstu áhugamálum. Ég kynntist Smára fyrst sumarið 1993, þegar hann fór að sýna starfsemi Eldhesta áhuga. Það sumar tók hann þátt í nokkrum af okkar lengri hesta- ferðum. Við nutum þess allir að hafa Smára með í för, enda þegar hann óskaði eftir að ger- ast meðeigandi var það auðsótt mál. Hann varð einn af eig- endum Eldhesta árið 1995. Samstarf okkar innan Eld- hesta óx með árunum og hann varð okkur fljótlega ómetanleg- ur. Hann gat hlaupið í öll þau verk sem þurfti að inna af hendi. Hann sá um hrossin, fóðrun þeirra og utanumhald. Hann sinnti fararstjórn ef á þurfti að halda og hann var einn af aðalökumönnum fyrir- tækisins, bæði með gesti sem og flutning á hestum, allt eftir þörfum. Hann sat í stjórn fyr- irtækisins og alltaf tók hann vel í allar ráðagerðir um frekari uppbyggingu, kom með hug- myndir og áherslur sem voru allar vel þegnar. Smári kunni vel við þann fjölbreytileika sem starfið hjá Eldhestum bauð upp á, en hann virtist alltaf njóta sín best við hin hefðbundnu bústörf, s.s. við undirbúning við heyöflun og við sjálfan heyskapinn. Smári var hinn eiginlegi bóndi á Völlum. Smári hafði afskaplega góð áhrif á umhverfi sitt. Það fylgdi honum hlýleiki, hann hafði notalega nærveru með sinni ró- legu og yfirveguðu framkomu. Hann var ekki sá sem þurfti að láta á sér bera, en fólk tók ávallt eftir honum, enda var hann alltaf stór í öllum skiln- ingi. Það sást svo vel hjá okkar gömlu viðskiptavinum, hversu vænt þeim þótti um Smára þeg- ar hann birtist og sá um að koma þeim á milli staða. Þeir sáu í hans fari bæði traust og ábyrgð og á sama tíma léttleika og kímni. Í upphafi kynna okkar má segja að Smári hafi verið vinur í fjarlægð, sem fylgdist með og lét sér annt um hag og velferð okkar í Eldhestum. Á síðustu 23 árum var hann vinur í ná- lægð, ávallt áhugasamur, virk- ur þátttakandi í starfi og frá- bær samstarfsmaður. Eftir því sem á leið varð Smári einn af mínum betri vin- um. Fyrir utan að starfa saman við fyrirtækið og vinna að framgangi þess, þá höfðum við báðir mikinn áhuga á ræktun íslenska hestsins, þróun ung- viðisins, tamningu þess og þjálfun. Von okkar beggja var að rækta góð reiðhross, sem hentuðu sem flestum, og ennþá stærri von var auðvitað bundin við að eignast mjög góð keppn- ishross og kynbótahross. Við ræddum ósjaldan þessi mál ásamt mörgum öðrum og víst er að Smári náði mjög góðum árangri í sinni ræktun. Hann ræktaði eðalhross (m.a. keppn- ishross) sem vöktu athygli fyr- ir myndugleika, gott ganglag og lunderni. Með Smára er fallinn frá mikill mannvinur og öðlingur. Hann var einn af máttarstólp- um fyrirtækisins og yndislegur vinur. Hans mun verða sárt saknað af öllum starfsmönnum og eigendum Eldhesta. Fyrir mína hönd, eigenda og allra starfsmanna Eldhesta vottum við fjölskyldu Smára okkar innilegustu og dýpstu samúð. Hróðmar Bjarnason. Það er eins og vinátta sem myndast strax í bernsku og nærist á leikjum bernskunnar, sameiginlegri skólagöngu, fé- lagsstarfi og seinna rannsókn- arleiðöngrum inn í heim full- orðinna sé eilíf, að minnsta kosti ekki brothætt. Leiðir get- ur skilið um lengri eða skemmri tíma, tognað á sam- böndum af ýmsum ástæðum en þegar leiðir svo liggja svo sam- an á ný er eins og liðið hafi dagur ei meir og síðasta sam- talið hafi átt sér stað í gær. Þráðurinn tekinn upp og spunninn áfram. Sú var gæfan okkar Smára. Fæddir á krossgötum Berg- staðastrætis og Baldursgötu, þegar götur voru úr möl, garð- arnir í hverfinu okkar Afríka og hægt að renna sér á sleðum frá Skólavörðuholti niður á Tjörn. Allar mæður heimavinn- andi, amma og afi á hverju heimili og hending hvar maður innbyrti bitann í hinum sjálf- sagða kaffitíma klukkan hálf- fjögur. Vinahópurinn stór þó þétti kjarninn teldi ekki marga. Allir voru vinir nema þeir tækju ákvörðun um að berjast en það var oft gert. Það voru jú engir tölvuleikir, enginn sýndarraunveruleiki, allt var í römmustu alvöru. Daginn eftir var gróið um heilt þó einstaka skeina væri eftir. Smári hlýtur að hafa verið mikil félagsvera því ég veit ekki um neinn sem hefði getað dregið mig í það sem hann gerði. Skátarnir, þar sem við tók- um sérpróf af þvílíku offorsi, til að skreyta búningana að sjálf- sögðu, að við vorum stoppaðir af til að skyggja ekki á eldri skátahöfðingja. KFUM, sunnu- dagaskólinn og að sjálfsögðu Vatnaskógur, skákin, þar sem hann var mér alltaf fremri, en ekki tókst honum að draga mig í stúku, enda áttum við senni- lega hvorugur heima þar. Hugur Smára teygðist milli sjávar og sveitar ef svo má segja, og virtist hann eiga erf- itt með að gera upp hug sinn hvort hann veldi. Einhvern tíma mun ég hafa sagt við hann að lausnin væri sennilega sveitabær sem hægt væri að sigla á milli landa. Það má segja að hann hafi leyst þetta mál því fyrri helm- ing starfsævinnar sigldi hann en seinni helminginn helgaði hann hestunum. Við það ákváðu hann og hans frábæra kona Gígí að koma sér fyrir í Hveragerði og byggðu á lóð gamla ættaróðalsins, þar sem foreldrar hans höfðu átt sum- arbústað sem vinahópurinn nýtti löngum sem afdrep. Fyrst við sakleysi æskunnar, fjallgöngur, útivist, sund og ótæpilegt tómat- og gúrkuát en seinna var þaðan gert út á sveitaböllin með því sem fylgdi. Þetta voru eftirminni- legir tímar en sem betur fer að baki. Guðríður Gísladóttir, eða bara Gígí, kom snemma inn í líf Smára og fór þaðan ekki neitt og traustari eiginkona er vandfundin. Þau hafa vafalaust deilt súru og sætu eins og við öll en börnin og afkomendur allir eru mannvænlegasta fólk og sam- heldni í fjölskyldunni mikil. Elsku Gígí, Binni, Guð- munda og Sævar, ég votta ykkur mína innilegust samúð. Við vitum öll að með Smára er góður drengur genginn og allt of fljótt. Lífið var svo miklu skemmtilegra með honum en án. Vinirnir sakna hans. Það eru ekki margir sem læðast inn í hjarta manns og taka sér þar bólfestu að eilífu. Það gerði Smári. Frumvinur. Sigurður E. Rósarsson. Smári Sæmundsson heiðurs- maður er nú fallinn frá eftir erfið veikindi. Á undanförnum árum hafa byggst upp sterk tengsl milli okkar Smára, með- al annars vegna eignarhluta okkar í Eldhestum og sameig- inlegu hesthúsi í Ölfusdal. Það er erfitt til þess að hugsa að margar góðar spjallstundir með Smára, svo sem í heita pottinum í Laugaskarði og í kringum hrossastússið, verði ekki fleiri. Oft ræddum við hið fagra í mannlífinu og nátt- úrunni, eitthvað sem færði okkur báðum gleði og lífsham- ingju. Við ræddum um börnin okkar og barnabörnin, ferða- þjónustu, hestaferðir, hrossa- rækt og málefni líðandi stund- ar. Ekki spilltu okkar sameiginlegu Ölfusrætur fyrir þar sem gamla sveitunga og hrossin frá Egilsstöðum bar á góma. Eitt sinn gladdi það Smára innilega þegar ég rifjaði upp reiðtúr frá unglingsárum mín- um á hryssu sem var ættuð frá Egilsstöðum og móðir Dags frá Núpum sem gerði garðinn frægan í útlandinu á síðustu öld. Sporglaðir hestar, með söngdjarfar hörpur í brjósti og hafvilltar erlur á flögri yfir brotsjóum hjartans, renna sköfluðum hófum á skeið yfir gljáandi ísa: skelþunna spöng milli hvelfinga lífsins og dauðans. (Einar Bragi) Smári hafði marga góða eig- inleika og átti meðal annars auðvelt með samskipti og þá ekki síst við ungt fólk, en hjá Eldhestum hefur stór hópur ungs fólks unnið í gegnum tíð- ina. Þá var hann alla tíð vakinn og sofinn yfir fyrirtækinu og alltaf tilbúinn til að aðstoða þegar þörf var á. Fyrr á árum stundaði Smári sjómennsku og þrátt fyrir að ég sé landkrabbi hafði ég alltaf gaman af þegar hann rifjaði upp sögur af sjón- um. Þar þurfti Smári að glíma við úfnar öldur og sú reynsla hefur nýst honum vel í fjöl- mörgum verkefnum í landi. Hann lagði sig alltaf fram um að bæta umhverfi sitt og allar aðstæður. Upp á síðkastið þurfti Smári að takast á við öldurót lífs og dauða og þurfti að lokum að játa sig sigraðan. Við sem eftir lifum eigum fallegar minningar sem munu ylja okkur um hjartarætur. Hlýjar samúðarkveðjur til Guðríðar og fjölskyldunnar allrar frá okkur Ernu. Blessuð sé minning Smára Sæmunds- sonar. Þorsteinn Hjartarson. ✝ Grétar Ingvars-son fæddist í Kristnesi í Eyjafirði 15. október 1937. Hann lést 30. nóv- ember 2018. Foreldrar hans voru Aðalbjörg Sig- urðardóttir, f. 1908, d. 1993, og Ingvar Eiríksson, f. 1904, d. 1983. Hann var næstyngstur fjögurra systkina, en hin eru: Jórunn Mary, f. 1934, d. 1992, Eiríkur Ingi, f. 1936, bú- settur í Færeyjum, og Sigríður, f. 1939, búsett í Kópavogi. Grétar kvæntist hinn 26. des- ember 1959 Freyju Jóhannes- dóttur, f. 10. júlí 1941, og hafa þau alla tíð verið búsett á Akur- eyri. Börn þeirra eru: 1) Hildur Arna, gift Bjarna Aðalsteinssyni en þau slitu sam- vistum. 2) Guð- björg Huld, gift Vésteini Finnssyni. 3) Ingvar Birnir, kvæntur Þórunni Þórðardóttur. Barnabörnin eru átta og barna- barnabörnin tólf. Grétar var hagleiksmaður á mörgum sviðum og lærði vélvirkjun og blikksmíði. Síðustu starfsárin starfaði hann á Bjargi Iðjulundi sem vélvirki og aðstoðarmaður við fatlaða einstaklinga. Hann var gítarleikari og starfaði með mörgum hljóm- sveitum. Útför Grétars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 7. des- ember 2018, klukkan 13.30. Ljúfar tilfinningar og falleg minningabrot renna í gegnum hugann þegar ég hugsa til þín þegar þú ert horfinn á braut, elsku frændi. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vinur. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson.) Takk fyrir allt. Inga Sigrún Ólafsdóttir. Það eru margar minningar sem líða gegnum hugann þegar ég hugsa til þín frændi. Reyndar finnst mér þú alltaf hafa verið mér meira en frændi. Þannig var það bara. Við systurnar komum inn á heimilið þegar þú varst bara ung- lingur og við nutum leiðsagnar og umhyggju ömmu og afa og ykkar systkinanna frá fyrstu tíð. Ég met það mikils. Þú varst góður við okk- ur. Manstu í Norðurgötunni þegar þú komst heim í mat og ég elti þig í vinnuna þegar þú fórst aftur. Ég hef verið rúmlega þriggja ára eða um það bil. Þú sagðir mér marg- sinnis að snúa við og fara heim en ég lét mig ekki. En þú þurftir auð- vitað að mæta í vinnuna. Ég var allt í einu komin inn á meðal karl- anna í Slippnum, Nóa bátasmiðs og fleiri karla, sem voru hlæjandi að tala við mig. Þú komst heim að vetri til ung- ur maðurinn, hafðir verið einhvers staðar í burtu og komst á skíðum niður brekkuna bak við húsið heima í Hafnarstræti. Næstu daga sagði ég öllum í skólanum frá frænda mínum, sem væri eigin- lega bróðir minn. Hann væri svo góður á skíðum að hann brunaði bara niður bröttustu brekku sem ég vissi um. Sem krakki var ég mjög oft að sniglast í kringum þig þegar þú varst að vinna eitthvað heima við og þú varst stöðugt að fræða mig um og sýna mér ýmsa hluti, hvort sem þú varst að smíða, gera við bíla, eða hjálpa ömmu og afa með eitthvað tilfallandi. Þú varst þús- undþjalasmiður eins og afi. Þú tal- aðir frá upphafi við mig eins og ég væri fullorðin, kynni eitthvað, vissi eitthvað. Ég lærði margt. Ég fékk oft að skreppa með þér í bíltúr. Ein fyrsta minningin er frá stóra trukknum sem þú áttir, þegar hurðin opnaðist óvænt á ferð og ég datt út en varð ekki meint af. Í einni bílferðinni sagð- irðu: „Þegar maður er á svo kraft- litlum bíl að hann kemst varla upp brekkuna þá skiptir maður bara í lægri gír, sko svona.“ Mér þóttu þetta mikil og merkileg fræði í þá daga. Þú varst gítarleikari í hljóm- sveit og ég fékk oft að hlusta og vera viðstödd æfingar á neðri hæðinni heima. Það var mikil upp- lifun og ég naut þess mjög. Þú vissir að ég var mikið fyrir tónlist. Seinna fórstu í aðra hljómsveit og spilaðir inn á plötur. Það var nú ekki slæmt að eiga frænda sem var pínu frægur. Þú samdir lög og átt meðal annars gullfallegt lag á plötu, lag sem ég hef haldið mikið upp á. Ég man líka þegar þú varst að æfa gítarsóló pabba í eldhúsinu heima. Allt ánægjulegar minning- ar. Og eitt vorið þegar við vorum saman að setja niður kartöflur með afa hélst þú uppi skemmti- legum samræðum á meðan ég henti kartöflunum í holurnar sem þú varst búinn að moka. Og við hlógum. Í það skiptið var skemmtilegt að setja niður kart- öflur. Já, þannig man ég þig. Svo liðu árin en samskiptin urðu smám saman minni en áður sem er auðvitað bara eðlilegt. Oft ætlaði ég að koma við þegar ég ætti leið hjá, en þú veist hvernig það er. Maður er alltaf á einhverj- um spretti á milli staða svo oft verður minna úr heimsóknum en ætlað er. En ég á góðar minningar um þig frændi sem ég mun alltaf geyma. Takk fyrir allt og allt. Aðalbjörg María Ólafsdóttir (Adda). Elskulegur móðurafi hennar Ingu Lísu minnar, Grétar Ingv- arsson, hefur nú dregið andann hinsta sinni. Hans er sárt saknað eins og eðlilegt má teljast þegar slíkt valmenni lýkur nokkuð óvænt leik – enn svo ernt í anda – þrátt fyrir tiltölulega langa ævi. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir einstaka vináttu hans og velvild undanfarinn ára- tug eða svo; ótal kaffisamsæti og aðrar samverustundir, ætíð svo gefandi. Grétar var ákaflega skemmti- legur maður: skarpgreindur, kankvís, sagnaglaður og fróður. Skoðanaríkur en aldrei rætinn. Raupsamur nokkuð en ævinlega svo að sjarmerandi glettni, jafnvel feimnisleg á stundum, varð ein- hvern veginn alltumlykjandi. Líkt og hann sæi í aðra röndina eftir sjálfshólinu, hverju sinni. Fór samt ávallt með rétt mál. Svona nokkurn veginn. Og vissi það vel. Hann var afskaplega hlýr, um- fram allt; raungóður og réttsýnn. Greiðvikinn, fórnfús og sérdeilis góður sínu fólki, ekki síst þegar erill fyrri ára var að baki og and- rúm gafst til að huga almennilega að því sem að endingu hefur mest gildi. Og það var hrein unun að sjá andlit hans ljóma í hvert sinn sem hann leit yngstu afkomendurna augum. Langafabörnin hans „afa Long,“ einsog eldri dóttir mín nefndi húsbóndann í Lönguhlíð- inni svo að fleygt varð og viðtekið. Grétar var sannkallaður altmúlígmaður; vélvirki, blikk- smiður og sitthvað fleira sem ég man ekki í svipinn þótt oftsinnis hefði hann tíundað fyrir mér öll sín próf og námskeið. Hann var náttúrubarn mikið og víðförull um land sitt, góður veiðimaður og guð veit hvað. Eins var Grétar prýði- lega hagmæltur og enn fremur músíkalskur með afbrigðum. Hann var á sinni tíð einn af helstu gítarleikurum landsins; spilaði um árabil með Ingimar Ey- dal, Villa Vill, Óda Vald og fleiri landskunnum goðsögnum. Og margt af því sem forðum var fest á band er löngu orðið sígilt. Þannig lék minn maður lykilhlutverk í ódauðlegri transformasjón á hinu undarlega harmræna einsöngs- lagi Jónasar Jónassonar, „Vor í Vaglaskógi.“ Í meðförum Grétars og félaga varð það eitursvalt; minnti raunar helst á ópus úr ranni The Animals eða Velvet Underground. Og gítarleikurinn er enn með þeim eftirminnilegri sem íslensk tónlistarsaga geymir. Minningin um gæðablóðið Grétar Ingvarsson mun lifa um ókomna tíð, ekki síður en svo margt sem hann lagði gjörva hönd á. Orðstír deyr jú aldregi hveim er sér góðan getur. Og áfram heyrir maður eftirfarandi kveðju fyrir sér úr óræðum fjarska; stóískum rómi og hálfvegis syngjandi: „Komiði sæl!“ Hvíl í friði, minn kæri. Með hjartans þökk fyrir allt. Orri Harðarson. Í dag er komið að kveðjustund, einn minn allra besti vinur Grétar Ingvarsson hefur yfirgefið þessa jarðvist og ég veit að hann stendur nú við fallegt fjallavatn og kastar flugunni svo fagmannlega að hún gárar varla vatnið þegar hún snertir það, þetta eru þær minn- ingar sem koma upp í hugann þeg- ar ég hugsa til baka. Við vorum búnir að fara æði margar veiði- ferðir saman, bæði með stöng og byssu. Það var árlegur viðburður hjá okkur að fara til rjúpna á af- mælisdaginn hans, sem var 15. október, en hann var lengi fyrsti veiðidagur í rjúpu. Grétari kynntist ég fyrst í gegnum tónlistina. Við vorum lengi vel hvor í sínu bandinu en svo náðum við saman árið 1966 í hljómsveit sem hét Laxar og eftir það má segja að við höfum spilað sleitulaust þar til Grétar ákvað að hætta spilamennsku 28. apríl 1990, en þá höfðum við spilað á samtals 842 böllum víðsvegar um land en þó mest á Hótel Kea en þar spiluðum við á 304 böllum. Þá var byrjað klukkan tíu á kvöldin og verið að til klukkan eitt og þá var dansað og oftast mikið fjör. Þá vorum við ungir og hraustir og fórum við oft til rjúpna á laugar- dagsmorgni, komum heim seinni- partinn, lögðum okkur smástund og vorum mættir til þess að spila um kvöldið og fórum svo aftur af stað á sunnudagsmorgni. Við vorum dálítið upp með okk- ur þegar út kom lag sem Grétar hafði samið og ég gert textann en það var lagið Æskuást sem Erla Stefánsdóttir söng og var mjög vinsælt. Ég hafði verið í bíó og bróðir minn var barnapía hjá okk- ur. Þegar við komum heim þá sagði hann það kom hérna maður með brúnan bréfpoka handa þér og sagði að þú ættir að gera texta við þetta. Ég leit í pokann en þar hafði segulbandi verið vafið utan um eldspýtustokk, ég tók bandið og límdi það saman við spólu hjá mér og þetta var upphafið að þessu lagi okkar. Það er svo ótal, ótal margt sem ég gæti sagt um okkar góða samband sem aldrei bar skugga á. Við bárum báðir virðingu hvor fyrir öðrum og þurftum oft ekkert að tala því við vissum hvað hinn hugsaði, þannig eru sannir vinir. Ég veit að hinar eilífu veiðilendur bíða Grétars og þar mun honum líða vel. Kæri vinur, takk fyrir allt og allt. Rafn Sveinsson. Grétar Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.