Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
✝ GuðfinnaBjörk Krist-
jánsdóttir fæddist
á Sólvangi í
Hafnarfirði 14. júlí
1968. Hún lést á
Líknardeildinni í
Kópavogi 27. nóv-
ember 2018.
Foreldrar henn-
ar eru Kristján
Sigfússon, kennari,
f. 7.10. 1942, og
Guðfinna Inga Guðmundsóttir,
kennari, f. 13.5. 1943.
Guðfinna Björk var áður gift
Gunnari Jónssyni, bifvélavirkja.
Þau eignuðust þrjá syni: Kristin
Gunnarsson, f. 27.2. 1992, d.
1.3. 1992, Kristján Andra Gunn-
arsson, f. 25.12. 1994, og Stefán
Gunnarsson, f. 26.7. 1996. Stef-
án er trúlofaður Evu Láru
Einarsdóttur, f. 7.7. 1996.
Eiginmaður Guðfinnu frá árinu
2012 er Sigurjón Örn Sigur-
jónsson, verkfræðingur, f. 24.8.
1977.
Systkini Guðfinnu eru Svein-
borg Lára Krist-
jánsdóttir, félags-
ráðgjafi, f. 15.6.
1965, eiginmaður
hennar er Lárus
Ársælsson, verk-
fræðingur, og Sig-
fús Kristjánsson,
prestur, f. 10.12.
1975, eiginkona
hans er Arndís
Friðriksdóttir, sér-
kennari.
Guðfinna var með BA í
stjórnmálafræði, viðbótar-
menntun í hagnýtri fjölmiðlun
og MPA í opinberri stjórnsýslu
frá Háskóla Íslands. Hún var
auk þess með mastersgráðu í
alþjóðlegri mannauðsstjórnun
frá Birmingham City Univers-
ity. Guðfinna starfaði lengst af
sem upplýsingastjóri hjá Garða-
bæ og var virkur þátttakandi í
Soroptimistaklúbbi Hafnar-
fjarðar og Garðabæjar.
Útför hennar fer fram frá
Vídalínskirkju, Garðabæ, í dag,
7. desember 2018, klukkan 13.
Systir okkar, Guðfinna
Björk, var alltaf kölluð Ninna.
Hún var í miðjunni af okkur
systkinunum og hafði mörg ein-
kenni þess sem barn. Hún var
hljóðlát, hógvær og vildi gera
öllum til hæfis. Hún átti alltaf
mjög auðvelt með nám en það
mátti alls ekki hafa hátt um það
þegar hún kom heim með níur
og tíur úr öllum prófum. Þessi
eiginleiki fylgdi henni alla tíð,
hún var afburðagreind og fór
létt með margt sem okkur hin-
um reyndist erfitt.
Skýrar minningar frá barn-
æsku eru flestar ljúfar og góð-
ar, m.a. árleg jólamyndataka af
okkur systkinunum. Þá var oft
erfitt að fá alla til að brosa og
horfa í myndavélina á sama
tíma, sérstaklega úti í nístings-
kulda.
Það var líka alltaf mikilvægt
fyrir mömmu að systurnar
væru í eins jólakjólum og að
hafa Sigfús herralegan. Minn-
ingar úr sumarfríum eru um
sumarbústaðaferðir í Munaðar-
nes þar sem alltaf var gott veð-
ur og við systkinin að leika
okkur á tjaldstæðinu í Laug-
ardalnum þar sem pabbi okkar
vann í mörg sumur.
Við systkinin fórum öll í
Melaskóla, Hagaskóla og MR.
Þaðan lá leið okkar í Háskóla
Íslands. Ninna fór í stjórnmála-
fræði og hagnýta fjölmiðlun.
Það blundaði nefnilega lengi í
henni fréttamaður enda vann
hún á tímabili bæði við blaða-
mennsku hjá Tímanum og við
útvarp hjá Bylgjunni. Síðar
bætti hún við sig mastersgráðu
í opinberri stjórnsýslu og ann-
arri mastersgráðu í alþjóðlegri
mannauðsstjórnun.
Á fullorðinsárum þróaðist
samband okkar þannig að við
gátum alltaf treyst hvert á ann-
að. Þrátt fyrir að við systkinin
töluðum ekki saman á hverjum
degi, þá var samband okkar
traust og alltaf mikil vinátta og
stuðningur. Systkinahlutverk-
inu fylgdu ýmis verkefni og
prófarkalas Ninna t.d. nokkrar
ritgerðir um guðfræði fyrir
bróður sinn þó áhugi hennar á
efninu hafi verið takmarkaður.
Við héldum nánu sambandi
árið sem Ninna og Sjonni
dvöldu við nám og störf í Birm-
ingham. Þá voru endalausir
tölvupóstar, fésbókin auðvitað,
myndasendingar og svo dásam-
legar heimsóknir til þeirra þar
sem margt skemmtilegt var
brallað.
Við systkinin áttum margar
dásamlegar stundir, líka eftir
að hún veiktist. Göngutúrar
eins langir og úthaldið leyfði í
hvert sinn voru þá í uppáhaldi
og oftast var endað í kaffispjalli
eða á rauðvínstári … af því það
er nú svo hollt.
Ninna lagði alltaf mikinn
metnað í það sem hún tók sér
fyrir hendur, ekkert var gert
með hálfkáki, hvorki nám né
vinna. Síðastliðin átján ár vann
Ninna hjá Garðabæ, þar sem
hún eignaðist góða samstarfs-
félaga og vini.
Ninna var einstök mann-
eskja, eldklár og vel að sér, hún
var húmoristi og oft pínu kald-
hæðin og með sterkar skoðanir
á mörgum málefnum. Hún elsk-
aði syni sína, Kristján Andra og
Stefán, og manninn sinn Sjonna
út af lífinu og naut þess að lifa
lífinu með þeim.
Þegar við, systkini Ninnu,
lítum yfir farinn veg þá blasa
við okkur minningar um gleði á
góðum stundum, samstöðu í
gegnum erfiðleika og vináttu og
traust sem aldrei mun gleym-
ast. Við þökkum fyrir að hafa
fengið að deila svo miklu með
Ninnu og erum stolt af því að
kalla hana systur.
Sveinborg (Bogga)
og Sigfús.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag og nú hefur elsku
tengdadóttir okkar lokið því
ferðalagi allt of snemma. Við
kveðjum hana í dag með sorg
og söknuði.
Við verðum að viðurkenna að
okkur brá aðeins fyrst þegar
Sjonni okkar sagði okkur frá
Ninnu. Hún var fráskilin ein-
stæð móðir tveggja táninga og
níu árum eldri en hann, en
strax við fyrstu kynni við
Ninnu urðum við afar sátt. Hún
var lágvaxin og fíngerð, með
fallega krullað hár og falleg
augu. Hún var mjög róleg í fasi
og með fágaða framkomu, hafði
sterkar skoðanir, sem hún lá
ekkert á í samræðum, bóka-
ormur og femínisti. Síðast en
ekki síst var hún yfir sig ást-
fangin af syni okkar og hann af
henni. Það gat ekki farið fram
hjá neinum. Þau voru mjög
samrýnd og þeim nægði oft að
vera aðeins tvö saman. Þau
gerðu mikið af því að fara í
göngutúra og helgarferðir í
sumarbústað, og fóru gjarnan
saman í líkamsræktina. Þau
nutu þess að borða góðan mat
og fóru því oft út að borða en
höfðu einnig unun af því að elda
saman heima. Sjonni okkar hef-
ur yndi af klassískri tónlist og
lagði Ninna sig fram við að
samlagast honum í því áhuga-
máli.
Sóttu þau reglulega tónleika
Sinfóníuhljómsveitarinnar auk
alls kyns annarra tónlistar-
viðburða. Ninna hafði orð á því
að henni þætti yndislegasti tím-
inn á haustin þegar hún væri
búin að kveikja á kertum, væri
að huga að eldamennsku og
Sjonni sæti við flygilinn og spil-
aði fyrir hana. Hún var vel met-
in á vinnustað sínum og naut
virðingar samstarfsmanna.
Þegar Ninna átti kost á að fá
árs leyfi frá störfum ákvað hún
að nýta sèr það til þess að afla
sér meiri menntunar erlendis.
Hún fékk inni í báðum þeim
skólum sem hún sótti um og
varð Birmingham City Univers-
ity fyrir valinu. Með stuðningi
yfirmanna var Sjonna gert
kleift að vinna sín verkefni í
fjarvinnu og þannig rættist
draumur Ninnu um meira nám.
Áttu þau yndislegan tíma sam-
an í Bretlandi.
Og svo er það aftur þetta
með tilveruna sem er svo und-
arlegt ferðalag. Í ársbyrjun
2017 greindist elsku Ninna okk-
ar með krabbamein þess eðlis
að útlitið var ekki gott. Hún fór
í meðferð sem gerði henni mik-
ið gagn og gerði það að verkum
að þau Sjonni gátu notið ynd-
islegra samverustunda. Þau
komu tvisvar með okkur til
Flórída, fóru til Spánar, fóru í
brúðkaup vinar Sjonna í Amst-
erdam og í indverskt brúðkaup
skólasystur Ninnu frá Birming-
ham-árinu, en það brúðkaup
var haldið í Róm.
Í ágúst sl. fór hins vegar vá-
gesturinn aftur af stað og lést
Ninna okkar á líknardeildinni
að kvöldi 27. nóvember með
Sjonna sinn hjá sér haldandi í
hönd hennar.
Við biðjum Guð að hugga
elsku Sjonna, Kristján og Stef-
án, syni Ninnu, og Evu Láru,
kærustu Stefáns. Einnig biðj-
um við huggunar foreldrum og
systkinum Ninnu og fjölskyld-
um þeirra.
Englaskari hlýtur að hafa
tekið á móti þessari yndislegu
tengdadóttur okkar.
Far í friði, elsku Ninna.
Sjöfn Hjálmarsdóttir og
Sigurjón Arnlaugsson.
Það var á hafnarbakkanum á
Húsavík fyrir allnokkrum árum
sem fíngerð og dökkhærð kona
vatt sér að mér og spurði hvort
ég væri systir hans Sjonna.
Þetta voru fyrstu kynni mín af
Ninnu en þá hafði bróðir minn
ekki enn sagt mér að þau væru
að draga sig saman. Ninna og
strákarnir hennar voru kær-
komin viðbót í okkar litlu fjöl-
skyldu.
Foreldrar og systkini Ninnu
tóku Sjonna sömuleiðis opnum
örmum og þar eignaðist hann
aðra fjölskyldu sem er einstak-
lega hlý og samheldin.
Það var öllum ljóst sem
þekktu Ninnu og Sjonna sem
par að á milli þeirra ríkti djúp
og einlæg ást. Þau sáu ekki sól-
ina hvort fyrir öðru. Þau voru
líka dugleg að rækta sam-
bandið, fóru mikið saman í
göngutúra, elduðu saman, fóru
saman í sumarbústaði og á tón-
leika. Það gilti einu hvort um
var að ræða skemmtun og til-
breytingu eða hversdaginn, þau
nutu félagsskapar hvort ann-
ars.
Ég er Ninnu ævarandi þakk-
lát fyrir þá hamingju sem hún
færði bróður mínum. Hún
kenndi honum hvað ást er.
Ninna var eldklár, hafði
sterkar skoðanir og var ekki
feimin við að tjá þær. Stundum
notaði hún hárbeitta kímnigáfu
til að koma þeim á framfæri.
Réttlætiskennd hennar var
sterk og jafnrétti var henni
hugleikið.
Stundum fannst mér Ninna
hafa á sér tvær jafnvígar hlið-
ar; þá sterku og ákveðnu og þá
mjúku og tilfinninganæmu.
Hún fór vel með hvort tveggja.
Þegar Ninna veiktist fyrir tæp-
um tveimur árum komu þessar
tvær hliðar á henni vel í ljós.
Greiningin varð henni mikið
áfall og tilfinningarnar báru
hana ofurliði.
En fljótlega náði baráttuvilj-
inn yfirhöndinni. Það kom aldr-
ei til greina að gefast upp og
hún beitti öllum þeim leiðum
sem hún kunni til að vinna bug
á sjúkdómnum illvíga sem tek-
ur alltof marga frá okkur.
Ninna hélt í þennan báráttu-
vilja allt til hinstu stundar.
Við fjölskyldan á Laxamýri
kveðjum Ninnu okkar með sorg
í hjarta en erum jafnframt
þakklát fyrir allar þær góðu
minningar sem við eigum. Við
biðjum Guð að styrkja Sjonna,
Kristján Andra, Stefán og unn-
ustu hans, Evu, í sorg sinni.
Einnig biðjum við hann að
styrkja foreldra Ninnu, systkini
og ástvini hennar alla.
Hvíl í friði, elsku Ninna.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
Okkur langar að minnast
Ninnu vinkonu okkar með örfá-
um orðum.
Þetta var ekki ferðin sem við
höfðum í huga þegar við hitt-
umst vinkonurnar, einu sinni
sem oftar, á kaffihúsi í sumar.
Umræðuefnið var hvert við ætl-
uðum að fara til að fagna sam-
an þessu ári þegar við urðum
allar jafn gamlar, eins og
reyndar alltaf, en að þessu
sinni var talan svo falleg að það
var ástæða til að halda sér-
staklega upp á hana. Það var
einmitt um þetta leyti sem við
höfðum hugsað okkur að
skreppa til Parísar eða Barce-
lona eða jafnvel Mílanó. Ekki
að fylgja einni úr hópnum í sína
hinstu ferð.
Leiðir okkar lágu saman í
Menntaskólanum í Reykjavík
og síðan þá höfum við fylgst að
gegnum súrt og sætt í yfir 30
ár. Við erum þakklátar fyrir
ómetanlega vináttu og óteljandi
gleðistundir. Eftirminnilegust
eru ferðalögin okkar saman, nú
síðast heimsóknin til Ninnu og
Sigurjóns þegar þau bjuggu í
Birmingham. Þar var Ninna að
bæta við sig enn einni háskóla-
gráðunni, stóð sig með glæsi-
brag auðvitað eins og henni var
lagið og naut þess í botn að
kynnast nýju umhverfi og eign-
ast nýja vini.
Þannig var Ninna, hún kunni
að lifa og njóta og hafði metnað
til að takast á við nýja hluti,
læra, upplifa og reyna sjálfa
sig.
Ninna var frábær vinur, með
stórt hjarta, einstaklega já-
kvæð, hnyttin og skemmtileg
og alltaf til staðar fyrir fjöl-
skyldu og vini. Ninna var líka
stríðnispúki sem hafði gaman af
því að ná upp heitum umræðum
um menn og málefni.
Fyrir tæpum tveimur árum
snérist tilvera vinkonu okkar á
hvolf þegar hún greindist með
illvígan sjúkdóm. Hún tók á
öllu sínu í þeirri meðferð sem
reynd var, en þó fór sem fór. Í
gegnum veikindin kenndi hún
okkur að lífið er núna og náði
sem betur fer að njóta vel þess
tíma sem hún fékk til umráða.
Lifum, njótum og munum
Ninnu okkar á sínum bestu
stundum.
Elsku bestu Sigurjón, Krist-
ján, Stefán og fjölskyldan öll.
Mikill er missir ykkar og við
vottum ykkur okkar dýpstu
samúð. Minningin um yndislega
vinkonu mun lifa.
Bryndís, Heiða, María, Sig-
ríður Mjöll og fjölskyldur.
Við hófum spjall okkar í pásu
vestur í Háskóla Íslands haust-
ið 2003, stjórnmálafræðingur,
leikskólakennari og lögfræðing-
ur, nýbyrjaðar í meistaranámi
samhliða starfi. Þetta var upp-
haf vináttu okkar og samstarfs
í gegnum námið. Guðfinna svo
hæversk, talaði lágt en af visku
og þekkingu um efnið. Oftar en
ekki lagði hún grunninn að efn-
istökum. Litir leikskólakennar-
ans sulluðust inn í umræðuna
um efnið og teygðu sig út fyrir
rammann sem lögfræðingurinn
reyndi svo að koma böndum á.
Við vorum gott teymi.
Okkur rennur seint úr minni
langur laugardagur við lærdóm
þegar Guðfinna á sinn þolin-
móða og húmoríska hátt kenndi
okkur að diffra. Hjálpi mér
hvað við vorum tregar en Guð-
finnu tókst þetta. Svo dæmigert
fyrir Guðfinnu að vera með
stærðfræði frá menntaskólaár-
um á hreinu. Til þess að hjálpa
okkur að skilja greip hún til
praktískra húsráða, við áttum
að nálgast þetta eins og köku-
uppskrift. Já, hún var ráðagóð
hún Guðfinna. Hún varð fyrst
okkar til að ljúka náminu en lét
ekki þar við sitja. Nokkrum ár-
um síðar rættist draumur henn-
ar um að sækja sér menntun í
útlöndum og við bættist önnur
meistaragráða, nú frá Birming-
ham City University.
Við áttum saman margar
gleðistundir, bæði meðan á
náminu stóð og síðar. Prófum
og verkefnaskilum fögnuðum
við að sjálfsögðu saman. Eftir
útskrift fundum við okkur tíma
fyrir stutta „lönsa“ í amstri
dagsins. Það var einmitt í ein-
um slíkum sem Guðfinna sagði
okkur, aðeins feimin en ljóm-
andi, frá Sjonna sínum. Við
héldum matarboð með köllun-
um okkar og nutum lífsins. Við
þrjár vorum líka hluti af stærri
hópi vinkvenna úr náminu sem
hélt áfram að hittast eftir út-
skrift.
Það er sárt að þurfa að
kveðja Guðfinnu og teymið okk-
ar er laskað. Það er sárt að
hugsa til þess að hún og hann
Sjonni hennar skyldu ekki fá
fleiri ár saman. Hugur okkar er
hjá honum og strákunum.
Minning um einstaka konu lifir
áfram.
Hafdís og Margrét Vala.
Fallinn er frá mikill kven-
skörungur, Guðfinna Björk
Kristjánsdóttir. Ég varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að vera í
bekk með Ninnu í Menntaskól-
anum í Reykjavík. Fljótlega var
stofnaður „saumaklúbbur“ á
þeim árum og hittumst við
nokkrar bekkjarsysturnar
reglulega undir því yfirskini á
kvöldin. Í byrjun var reyndar
eitthvað um hannyrðir, en lang-
mest var skrafað og snætt sam-
an.
Þetta voru ákaflega góðir
tímar og við áttum svo sann-
arlega lífið fram undan. Ninna
var ákaflega hnyttin og
skemmtileg strax á þessum ár-
um, afar jákvæð að eðlisfari og
gríðarlega dugleg. Kraftmikil
og ákveðin til allra verka og
kom það því ekki á óvart að
hún fór síðar í bæjarstjórnar-
mál eftir háskólanám. Ninna
var sú okkar sem ávallt hafði
flottustu hárgreiðsluna og ég
lopapeysustúlkan dáðist alltaf
að þeim eiginleika hennar að
geta raðað saman alls konar
töff fatnaði og vera síðan óað-
finnanleg í útliti.
Við saumaklúbbfélagarnir í
6. M urðum stúdentar árið 1988
og þá tók við háskólanám hjá
okkur öllum. Hittumst þó
reglulega áfram og í dag er ég
mjög þakklát fyrir minningarn-
ar sem ég á meðal annars af ut-
anferðum okkar gömlu bekkj-
arsystranna til Heiðu vinkonu í
Georgíu.
Ekki kom það mér á óvart
síðar að Ninna var sú okkar
gömlu vinkvennanna sem
skellti sér fyrst í enn meira há-
skólanám, þótt á fimmtugsaldri
væri.
Hún vildi bæta við sig meiri
þekkingu á sínu sviði og fluttist
því búferlum til Birmingham
ásamt Sigurjóni eiginmanni sín-
um.
Ninna var áræðin og hikaði
ekki við hlutina. Mér finnst svo
stutt síðan útskriftarveisla
Ninnu var haldin í Ásbúðinni.
Ég man ennþá þegar ég hitti
Sjonna og Ninnu eitt sinn sam-
an af tilviljun á förnum vegi,
talsvert áður en þau fluttust
tímabundið til Bretlands.
Þarna voru þau tvö gersam-
lega geislandi af hamingju og
hreysti í gönguferð saman hátt
uppi í Esjuhlíðum. Fyrir
nokkrum vikum hitti ég þau
aftur saman af tilviljun, ég var
þá stödd í Kringlunni með Þór-
hildi systur og Evu sex mánaða
frænku, en Ninna var þar með
Sjonna sínum. Hún hafði lokið
síðasta skiptinu í geislameðferð
þá fyrr um morguninn. Ninna
sagðist vera orðin dálítið slöpp
eftir alla geislana. Það er svo
lýsandi fyrir skapgerð hennar
að finna samt einhvern auka-
orkuneista innra með sér og
fara í búðarferð með Sjonna í
kjölfar erfiðrar geislameðferð-
ar.
Ég heimsótti Ninnu síðan í
nóvember þegar hún lá á
krabbameinsdeildinni. Hún
komst þá að því að dætur mín-
ar hefðu dálítinn áhuga á Birm-
ingham-ballettinum. Þá kom
undireins fram þessi innri eld-
móður hjá Ninnu vinkonu. Hún
var farin að plana hvar þær
tvær gætu leigt í Birmingham
ef þær færu þangað í ballett-
nám og svo framvegis. Bauð
mér auk þess þarna á spít-
alanum upp á forláta konfekt
og kaffi með því, svona eins og
forðum þegar hún hélt vinkon-
ukvöld. Alltaf að passa upp á
alla í kringum sig og einfald-
lega alger hetja af manneskju
að vera.
Harmurinn og sorgin er svo
mikil yfir að Ninna hafi fallið
frá svona í blóma lífsins og ég
votta Sjonna, Kristjáni Andra,
Stefáni og öllum aðstandendum
Ninnu svo innilega samúð
mína.
Halldóra K. Þórarinsdóttir.
Dagurinn í febrúar á síðasta
ári þegar Guðfinna sagði okkur
samstarfsfélögum á Bæjar-
skrifstofum Garðabæjar frá því
að það hefði greinst mein í
höfði hennar sem hún þyrfti nú
að takast á við er okkur í
fersku minni. Við fylgdumst vel
með henni í veikindum hennar
sem hún tókst á við af miklu
raunsæi, dugnaði og með að-
stoð góðrar fjölskyldu og vina.
Það var ánægjustund í des-
ember í fyrra þegar Guðfinna
kom aftur til starfa í hlutastarf
á meðan hún tókst enn á við
veikindin.
Á árinu sem leið sáum við
hvernig góðar fréttir um
minnkandi mein léttu lund og
Guðfinna deildi með okkur sög-
um úr skemmtilegum ferðalög-
um hennar og Sjonna í vor og
sumar.
Guðfinna vildi lifa lífinu í
dag og njóta hverrar stundar.
Við samglöddumst henni þegar
hún hélt upp á fimmtugsafmæli
sitt í sumar í faðmi fjölskyldu
sinnar í góðri ferð til Hollands.
Okkur samstarfsfélögum
Guðfinnu var öllum brugðið
þegar hún greindist með nýtt
mein í byrjun hausts og líklega
höfum við sjaldan upplifað jafn
sterkt hversu ósanngjarnt lífið
getur stundum verið.
Á þessari stundu eru það
minningarnar, sorgin og sökn-
uðurinn sem tengja okkur við
Guðfinnu. Sorgin og gleðin
ferðast saman og við grátum
vegna þess sem var gleði okk-
ar.
Guðfinna var sannur gleði-
gjafi. Hún gaf af sjálfri sér um-
hyggju, náungakærleik, góða
nærveru og félagsskap. Hún
gaf okkur líka af tíma sínum,
hug sinn og kraft.
Guðfinna hóf störf á bæj-
arskrifstofum Garðabæjar vor-
ið 2000 er hún tók við nýju
starfi upplýsingastjóra. Það
Guðfinna Björk
Kristjánsdóttir