Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 ✝ Árni Jóhannes-son fæddist á Hóli í Grýtubakka- hreppi í Eyjafirði 2. september 1929. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 28. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Sigrún Guð- jónsdóttir, hús- freyja, f. 1905, d. 1989, og Jóhannes Jónsson, bóndi, f. 1904, d. 1999. Systkini Árna eru Sigríður, f. 1932, d. 2014, Jón, f. 1933, Sveinn, f. 1937, Halldór, f. 1939, d. 2002, Þórsteinn, f. 1941, Anna, f. 1944, og Tómas, f. 1953. Árni giftist Sigríði Stefánsdóttur, f. 1917, d. 2008, þann 22. október 1993 en þau hófu sambúð árið 1973. Sig- ríður átti níu börn. Þau eru: Svava, Lovísa, Guðlaug Jónína, Vernharður, Aðalbjörg, Hall- dóra, Kristín og Þorleif. Flest þeirra voru upp- komin en tvær yngstu dætur henn- ar voru enn í for- eldrahúsum og var hann þeim góður fóstri. Árni ólst upp í stórum og sam- heldnum systkina- hóp, gekk í barna- skólann á Grenivík og fór tvo vetur í Héraðsskólann á Laugarvatni. Hann var til sjós í mörg ár á Akureyrartogur- unum og síldarbátum, einnig var hann á vertíðum í Vest- mannaeyjum. Eftir að hann kom í land stundaði hann ýmis störf svo sem við fiskvinnslu, starfaði í Steypustöðinni um tíma en vann svo síðustu 25 starfsárin í álverinu í Straumsvík. Útför Árna fer fram frá Lindakirkju í dag, 7. desember 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Fallinn er nú frá mikill sóma- maður hann Árni Jóhannesson. Árni kom inn í fjölskylduna árið 1973 þegar hann og móðir mín hún Sigga hófu búskap. Leiðir Árna hafa legið víða í at- vinnulegu tilliti, framan af sinnti hann sjómennsku en síðustu 25 árin af starfsævinni vann hann í álverinu hjá ÍSAL. Árni og mamma áttu sér afdrep norður í landi undir Höfðanum við Greni- vík á bænum Sundi sem var kom- inn í eyði. Þar dvöldu þau lang- dvölum og helst allt sumarið yrði því viðkomið en þegar aldurinn færðist yfir fékk Árni að taka sér frí frá vinnu allt sumarið. Þarna var Árni í essinu sínu, stundaði veiðar í Hólsánni og lagði net í sjó auk þess að róa á bátnum sínum til fiskjar. Við fjölskyldan fengum að njóta sveitasælunnar með þeim sómahjónum og voru iðulega haldin fjölskyldumót á túninu við Sund og þar oft samankomin 50- 60 manns fullorðnir og börn, þá var iðulega slegið upp grill- veislum og hlöðuballi til skemmt- unar og glatt á hjalla. Það var gott að heimsækja og njóta sam- veru þeirra. Þau Árni og mamma nutu þess einnig að ferðast á meðan heilsan leyfði og var m.a. farið til Kanarí þar sem þeim leið vel og var þá oft margt skemmtilegt með í för í stútfullum ferðatöskunum og má þar m.a. nefna að vatn, kartöflur og fiskur var tekið með að heiman því ekki var treyst á að það væri nothæft sem fengist á staðnum. Árni var mikill bókamaður og las sér til skemmtunar og fróð- leiks, hann sóttist einkum eftir mannlífs- og ævisögum auk al- menns fróðleiks og sagði oft skemmtilega frá því sem hann hafði lesið, hann sá iðulega spaugilegu hliðarnar og hló að enda hafði hann góðan húmor. Árni var mjög minnugur og hvert skipti sem hann var heim- sóttur spurði hann út í alla fjöl- skyldumeðlimi, afa og langafa- börn og mundi hann oft eftir hinum smæstu atriðum og afmæl- isdögum hvers og eins, sem verð- ur að teljast gott kominn á þenn- an aldur. Það varð mikil breyting á hög- um Árna þegar hún mamma féll frá í september 2008, þau höfðu nánast gert og farið allt saman frá því þau byrjuðu að búa. Nú eru þau sameinuð á ný og vonandi taka við ferðalög og góðir tímar hjá þeim í Sumarlandinu. Við munum sakna Árna en minnumst hans með mikilli hlýju en nóg er af góðum stundum til að minnast. Halldóra (Dóra) og Valþór (Valli). Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Það er sárt að þú sért farinn. Hugur og hjarta fyllast af hlýjum minningum. Þú varst með yndislega nærveru, alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu. Það er svo margs að minnast, allar góðu stundirnar í Sundi, sveitinni ykkar ömmu. Ófáir dagarnir sem við sem ungir krakkar eyddum í búinu okkar úti við hól, já og í berjamó. Sérstaklega er minnisstætt þegar stórfjölskyldan kom sam- an hjá ykkur og slegið var upp hlöðuballi í sveitinni og dansað fram á nótt. Á Kópavogsbrautina var líka alltaf gott að koma. Við varðveitum minninguna um þig í hjörtum okkar og vitum að nú eruð þið amma sameinuð á ný. Takk fyrir allt og allt elsku afi. Við kveðjum þig með ljóðinu sem við kvöddum ömmu með: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Lilja, Jóna Karen, Íris Ósk og Lúther Söring. Það var um 1972 að við hitt- umst fyrst hjá tengdamóður minni á Laugateignum. Hann var þá í landlegu frá sjómennsk- unni sem hann hafði stundað frá unga aldri. Árni hafði ekki langa skólagöngu að baki en hann var mjög fróður og afskaplega minn- ugur. Það var nánast sama hvar borið var niður í veraldarsög- unni, hann hafði alltaf eitthvað að segja um atburðinn sem fjallað var um. Þegar ég bjó með fjölskyld- unni í Stokkhólmi komu Árni og Sigga í heimsókn og að sjálf- sögðu var farið á hin ýmsu söfn. Fyrir mig var það mikill lær- dómur að hafa hann með og hlusta á hans frásagnir um þá at- burði sem bar fyrir augu. Við fórum saman og skoðuðum Vasa- skipið sem var enn verið að vinna við að varðveita. Við vorum þar í hópi fólks sem fylgdi leiðsögu- manni og vildi Árni að ég túlkaði orð leiðsögumannsins. Oftar en ekki heyrði ég Árna tauta fyrir munni sér að þetta væri ekki al- veg rétt hjá leiðsögumanninum. Að sjálfsögðu var það hárrétt hjá Árna enda vissi hann mun meira um skipið en þessi ágæti leið- sögumaður. Árni vissi fátt betra en að hafa bók í hendi og þegar honum gafst tækifæri á að minnka við sig vinnuna og dvelja sumarlangt á hjáleigunni Sundi við óðalið Hól í Grýtubakka og stunda veiðar í ánni og fjörunni, auk þess að lesa góða bók. Það var yndislegt að heimsækja Árna og Siggu í Sundi og njóta samver- unnar í kyrrð og ró í fallegu um- hverfi. Það var stutt í veiðimennsk- una hjá Árna, hann hafði mjög gaman af fiskveiðum og stundaði einnig áður fyrr skotveiði. Við fórum stundum saman á sjóinn á lítilli kænu sem hann átti, dróg- um fisk úti á Eyjafirði oftast í dásamlegu veðri og logni áður en hafgolan gerði vart við sig. Við nutum kyrrðarinnar og ræddum ekki mikið saman en stundum fræddi hann mig um ýmsa at- burði úr sögunni og um sveitina sem bar fyrir augu okkar. Þetta voru dýrmætir tímar og bundu okkur sérstökum böndum. Ég bið Guð að varðveita hann og veit að það verður vel tekið á móti honum. Einar Jón Ólafsson. Árni Jóhannessonkom í hennar hlut að þróastarfið og móta upplýsinga- og þjónustustefnu Garðabæjar. Nýir tímar voru fram undan þar sem kallað var eftir opnari stjórnsýslu og aðgengilegri upplýsingum um starfsemi bæjarins fyrir bæjarbúa. Guðfinna sýndi fljótt ein- staka hæfileika í greiningu og framsetningu á texta þegar kom að því að birta fréttir og aðrar upplýsingar á vef bæj- arins. Afburðaíslenskukunnátta nýttist henni vel í starfi við greinaskrif um menn og mál- efni. Eitt viðamesta verkefni sem Guðfinna kom að var að starfa með ritnefnd um Sögu Garða- bæjar en verkið tók nokkur ár og árið 2015 komu út fjögur bindi af Sögu Garðabæjar. Við Guðfinna hófum störf hjá Garðabæ um svipað leyti og höfum átt einstaklega gott og faglegt samstarf í gegnum árin og með okkur myndaðist mikil og góð vinátta sem náði út fyrir vinnuna. Guðfinna var alltaf mjög heiðarleg í störfum sínum, hélt vel utan um sitt fólk, lét ávallt skoðanir sínar í ljós og fylgdi þeim eftir með góðum rökum og málefnalegum sjónarmiðum. Guðfinna var hæversk og geð- góð, hafði djúpa réttlætis- kennd og vildi ávallt láta gott af sér leiða. Þó að við vissum að baráttan væri tvísýn var okkur brugðið við fréttir af fráfalli Guðfinnu og það er með mikilli sorg í hjarta sem við kveðjum góðan félaga og vin sem skilur eftir sig stórt skarð og við eigum svo sannarlega eftir að sakna. Við vottum Sigurjóni, Krist- jáni Andra, Stefáni og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsmanna á Bæjarskrifstofum Garða- bæjar, Hulda Hauksdóttir. Okkar ástkæra Guðfinna Björk Kristjánsdóttir hefur kvatt allt of snemma. Frá árinu 2004 var hún félagi í So- roptimistaklúbbi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Soroptimistar eru alþjóðasamtök fyrir vinn- andi konur í öllum störfum sem hafa það að markmiði að vinna að bættri stöðu kvenna, mannréttindum, jafnrétti, framförum og friði. Þessi markmið voru Guðfinnu að skapi. Hún var góður félagi og virk í starfi klúbbsins. Guð- finna tók að sér ábyrgðarmikil störf fyrir klúbbinn. Hún gegndi um tíma formennsku af miklum sóma, auk þess að hafa verið ritari, verkefnastjóri og fulltrúi okkar hjá Landssam- bandi soroptimista. Hún var hugmyndarík og drífandi og vann verk sín af dugnaði og trúmennsku. Guðfinna var gáf- uð, skemmtileg og með ríka kímnigáfu. Allt fram til hinsta dags hugaði hún að nýjum verkefn- um fyrir klúbbinn okkar, öðr- um til góðs. Guðfinna mætti á fundi síð- ustu mánuði eins og heilsan leyfði. Við vorum bjartsýnar fyrir hennar hönd og vonuðum svo innilega að hún myndi ná sér á ný. Því miður fór það á annan veg og við erum harmi slegnar að missa þessa góðu, kröftugu soroptimistasystur. Við þökkum Guðfinnu Björk fyrir góðar samverustundir. Við eigum eftir að sakna henn- ar úr starfinu. Við sendum Sigurjóni, eig- inmanni hennar, Stefáni og Kristjáni, sonum hennar, og öðrum aðstandendum hjartan- legar samúðarkveðjur. F.h. Soroptimistaklúbbs Hafnarfjarðar og Garðabæjar, Sigríður Inga Sigurð- ardóttir, formaður. ✝ Hafliði Krist-björnsson fæddist á Birnu- stöðum 28. janúar 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 29. nóvember 2018. Hafliði var son- ur Kristbjörns Haf- liðasonar, bónda á Birnustöðum, f. 17. október 1881, d. 8. nóvember 1968, og Valgerðar Jónsdóttur, húsmóður á Birnustöðum, f. 2. febrúar 1892, d. 15. júní 1957. Systkini Hafliða voru Jón Bjarnason, f. 1914, d. 2001, Sig- hvatur, f. 1915, d. 2004, Sigríð- ur, f. 1916, d. 1916, Sigríður, f. 1917, d. 2008, Ólafur, f. 1918, d. 1999, Margrét, f. 1919, d. 1998, Guðlaug, f. 1919, d. 2016, Sig- urjón, f. 1921, d. 2003, Guðrún, f. 1922, d. 1936, Vilborg, f. 1923, d. 1994, Bjarni Helgi, f. 1924, Emilía, f. 1926, Sigrún, f. 1928, Guðrún Birna, f. 1936, d. 1936. Auk þeirra átti hann upp- eldissysturina Sigurbjörgu Gísladóttur, f. 1913, d. 2011. Systkinin Bjarni, Emilía og Sigrún lifa Hafliða. Hafliði kvæntist Hafdísi Steingrímsdóttur, f. 7. janúar 1945, 21. desember 1968, en þau skildu síðar. Þau áttu sjö börn saman, en þau eru Krist- björn Hafliðason, f. 16. maí 1969, Guðmundur Hafliðason, f. 11. nóvember 1971, Valgerður Hafliðadóttir, f. 3. júlí 1973, Ólafur Hafliðason, f. 10. maí 1975, Steinn Hafliðason, f. 4. september 1977, Finnur Hafliðason, f. 10. desember 1979, og Friðjón Elli Hafliðason, f. 16. september 1981. Fyrir átti Hafdís börnin Helgu Guðlaugs- dóttur, f. 4. júlí 1965, og Steingrím K. Reynisson, f. 7. júlí 1967, og ólust þau upp samhliða systkinum sínum á Birnustöðum. Hafliði lætur sömuleiðis eftir sig 14 barnabörn og þrjú stjúpbarna- börn. Hafliði var fæddur og uppal- inn á Birnustöðum og ól allan sinn aldur þar utan örfárra ára er hann stundaði nám og vinnu útífrá. Hann tók við búi af föð- ur sínum 1959 og stundaði bú- skapinn í tæp 50 ár. Raunar má segja að hann hafi verið bóndi alla sína ævi því hann hafði brennandi áhuga á búskap alla tíð síðan hann tók við búi föður síns. Skólaganga Hafliða hófst um 10 ára aldur er hann gekk í barnaskólann í Brautarholti í fjögur ár. Að því loknu sótti hann skóla á vegum ungmenna- félagsins í einn vetur og var svo einn vetur í Héraðsskól- anum á Laugarvatni. Hafliði fór að lokum í Bændaskólann á Hólum ásamt fjórum öðrum strákum af Skeiðunum veturinn eftir og lauk námi þaðan. Útför Hafliða fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 7. desem- ber 2018, klukkan 14. Elsku pabbi minn, hér skrifa ég nokkur minningabrot um samverustundir sem við áttum og eru mér svo kærar. Ég klæddi mig í útifötin, setti á mig trefilinn og við skunduðum út í hríðarbylinn. Við óðum snjóinn sem náði mér nánast upp í mitti. Ég pírði augun og nánast lokaði þeim á meðan þú hálfdróst mig á eftir þér vestur í fjárhús. Í lok göngunnar tipluðum við yfir klakabundið beljandi gilið. Þú kenndir mér á hætturnar, kenndir mér hvar ég ætti að fara yfir, þegar gilið var vatns- mikið eða í klakabrynju, ef ég færi ein í fjárhúsin að gefa. All- an tímann hélstu í höndina mína, mér fannst ég örugg, það gat ekkert komið fyrir mig þegar þú varst nálægt. Þú hafðir endalausa þolinmæði gagnvart því að taka okkur með þó að við yrðum ekki að miklu liði við bústörfin þegar við vorum lítil. Ég vaknaði snemma. Ég dreif mig í fötin og hljóp út í fjós. Það var hlýtt í fjósinu, ég fann koll og settist í námunda við þig þar sem þú varst að mjólka. Það var sunnudagur og þá fengum við að hlusta á æv- intýri ef við vorum dugleg að vakna snemma. Ævintýri sem þú sagðir okkur á meðan þú mjólkaðir í rólegheitum. Þú kunnir svo sannarlega að segja frá, ævintýrið lifnaði við í huga mér. Frásögnin var svo tilkomu- mikil að það var eins og ég væri sjálf stödd í miðju æv- intýri og ég naut stundarinnar með þér og öðrum á meðan við unnum verkin í fjósinu. Þetta voru miklar gæðastundir sem ég hugsa oft til með mikilli hlýju. Ég skellti mér í gúmmískóna og hljóp út á eftir þér. Það var liðið langt fram á kvöld og við fórum að kíkja á ærnar og lömbin í girðingu á Skriðunni fyrir nóttina. Dalalæðan lá yfir jörðinni eins og mjúk sykurfroða, veðrið var alveg stillt. Við heyrðum fugla syngja, kindur og lömb jarma. Við sinntum ánum, mörkuð- um nýfædd lömb og gáfum án- um hey og mjöl í garða úti sem þú hafðir smíðað. Á meðan við gengum og sinntum verkunum sagðir þú mér sögur. Sögur af fjölskyldunni, jörðinni, upp- vaxtarárum þínum, skólunum sem þú gekkst í, vinum þínum og ævintýrum ykkar, sorgum og sigrum í lífinu. Þetta voru dýrmætar stund- ir; að njóta þess að vera úti í náttúrunni, upplifa frelsið og fá að upplifa upprunann sem á undan var genginn. Það eru margar minningar sem lifa. Natni þín við dýrin, þolinmæðin við okkur börnin þín, frásagnir þínar af upprun- anum, spilastundirnar, einstakt lag þitt við að segja sögur og ævintýri, söngurinn í traktorn- um og glettnin sem sást svo vel í augum þínum. Þú varst alveg einstakur. Allra mikilvægasta minningin mín er þó þegar þú hélst í höndina mína og mér fannst ég vera algjörlega örugg. Þín dóttir, Valgerður. Elsku afi minn. Við áttum góðar stundir saman. Fyrir nokkrum dögum grínaðist þú í mér eins og alltaf þegar við hittumst. Við töluðum um dýrin, skól- ann og það sem ég var að sýsla hverju sinni. Ég mun halda áfram að spila eins og við gerðum ævinlega á afmælisdeginum sem við áttum saman. Ég gleymi ekki þessum dýr- mætu spilastundum þar sem við grínuðumst og hlógum ásamt fjölskyldunni. Ég mun aldrei gleyma þér og held áfram að halda upp á afmælið þitt. Þín Arndís Ósk. Hafliði Kristbjörnsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BÁRU HELGADÓTTUR, Njarðarvöllum 6, Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks d-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Jóhanna G. Egilsdóttir Skúli H. Hermannsson Helgi G. Steinarsson Aneta Grabowska Árni Einarsson Áslaugur S. Einarsson Guðrún Jóna O'Connor Arnar Einarsson Guðfinna Eðvarðsdóttir Guðlaug Einarsdóttir Hafsteinn Ingibergsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ELLENAR LÍSBETAR PÁLSSON, Mosateigi 7, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grenihlíðar á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir frábæra umönnun. Sigríður Sverrisdóttir Brandur Búi Hermannsson Lárus Sverrisson Inga Björg Sverrisdóttir Torfi Ólafur Sverrisson Páll Sverrisson Guðbjörg Ingimundardóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.