Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.12.2018, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri „Þegar Mozart setti sig í sérstakar stellingar varð útkoman ávallt ein- stök. Við höfum ætíð haft eina af blásaraserenöðum Mozarts á efnis- skránni hjá okkur og þessi er sú stærsta og tignarlegasta. Þetta er kóróna blásaraserenaðanna,“ segir Einar Jóhannesson klarínettuleikari um verkið Gran Partita eftir W.A. Mozart sem Blásarakvintett Reykja- víkur leikur ásamt félögum í Frí- kirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20, en um er að ræða árlega jólatónleika Blásarakvintetts Reykjavíkur undir yfirskriftinni Kvöldlokkur á jóla- föstu. „Ekki er vitað fyrir víst af hvaða tilefni Mozart samdi þetta verk, en hugsanlega var þetta brúðargjöf til Constanze eiginkonu hans,“ segir Einar og bendir á að blásara- serenöður hafi notið mikilla vinsælda á 18. öld. „Þær voru leiknar fólki til skemmtunar, bæði aðlinum við hirð- ina og almenningi utandyra í lysti- görðum,“ segir Einar og rifjar upp að óperur, óperettur og vinsæl hljóm- sveitarverk hafi verið útsett fyrir litla blásarahópa sem þýddi að almenn- ingur gat notið tónbókmenntanna. „Þetta eru ekki lúðrasveitir heldur tréblásarasveitir með hornum sem gefa bæði styrk og hljómbotn.“ Að sögn Einars er augljóst að Moz- art vandaði sig mikið við smíði Gran Partita. „Yfirleitt voru sex eða átta manns í hverju verki þar sem tveir léku á hvert hljóðfæri, þ.e. óbó, klar- ínettu, fagott og horn. Mozart bætir við basset-hornum sem eru alt- klarínettur sem Mozart hafði mikið dálæti á. Einnig bætir hann við tveimur hornum, þannig að þau verða samtals fjögur. Alls eru þetta því 13 blásarar auk kontrabassa. Þetta er því miklu stærri sveit en tíðkaðist, sem gefur til kynna að tilefnið hefur verið mjög sérstakt,“ segir Einar og bendir á að Mozart hafi einnig fjölgað köflum verksins úr hefðbundnum fjórum í sjö. „Þetta er því miklu lengra og stærra verk en venjulega,“ segir Einar og tekur fram að margir þekki einkum hæga þáttinn úr verk- inu en hann var notaður á ógleyman- legan hátt í kvikmyndinni Amadeus. Í ljósi þess að Kvöldlokkur á jóla- föstu fara í ár fram í 38. sinn liggur beint við að spyrja hvort tónleikarnir séu orðnir fastur liður í jólaundir- búningi meðlima Blásarakvintetts Reykjavíkur. „Við reynum alltaf að halda tónleikana snemma á aðvent- unni, bæði til að koma okkur í rétta gírinn og mörgum af okkar fastagest- um gegnum árin. Öll búum við til okkar venjur í sambandi við jólin og við viljum ekki missa af þessu – né okkar fylgjendur.“ „Þetta er kóróna blásaraserenaðanna“  Kvöldlokkur Blásarakvintetts Reykjavíkur í 38. sinn Morgunblaðið/Eggert Fjölmenni Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar á æfingu í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Suspiria Endurgerð hrollvekju Darios Arg- ento frá árinu 1977. Íslensku dans- ararnir Halla Þórðardóttir og Tanja Marín Friðjónsdóttir leika og dansa í myndinni og var Halla einn- ig aðstoðardanshöfundur og dans- þjálfari aðalleikvennanna. „Svart- nættið er altumlykjandi í hringamiðju heimsþekkts dans- stúdíós, sem mun gleypa listræna stjórnandann (Tilda Swinton), ung- an metnaðarfullan dansara (Dakota Johnson) og syrgjandi sálfræðing (Lutz Ebersdorf). Sumir munu bug- ast af martröðinni, á meðan aðrir vakna loksins til lífsins,“ segir um myndina á vef Bíós Paradísar. Leik- stjóri er Luca Guadagnino. Metacritic: 64/100 The Sisters Brothers Vestri í leikstjórn Jacques Audiard með John C. Reilly, Joaquin Phoe- nix og Jake Gyllenhaal í aðal- hlutverkum en Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með lítið hlutverk. Myndin gerist á tímum gullæðisins í Kaliforníu og segir af bræðrum sem leita manns sem á að hafa rænt skjólstæðing þeirra. Metacritic: 78/100 Roma Nýjasta kvikmynd Óskarsverð- launaleikstjórans Alfonso Cuarón segir af ungri þjónustustúlku á heimili fjölskyldu í miðstéttar- hverfinu Roma í Mexíkóborg. „Cuarón notfærir sér bernsku sína til að skapa ljóslifandi og tilfinn- ingaríka frásögn af heimiliserfið- leikum og félagslegri valdaskipt- ingu á 8. áratug síðustu aldar, og sendir um leið listrænt ástarbréf til kvennanna sem ólu hann upp,“ seg- ir á vef Bíós Paradísar um mynd- ina. Með aðalhlutverk fara Yalitza Aparicio, Marina de Tavira, Marco Graf, Daniela Demesa, Carlos Per- alta og Nancy García. Metacritic: 96/100 Að lokum skal nefnd sérstök söngs- ýning á kvikmyndinni Bohemian Rapsody í Smárabíói í kvöld kl. 19.40. Gefst bíógestum þá kostur á að syngja lög Queen fullum hálsi. Bíófrumsýningar Hrollvekja, vestri og listrænt ástarbréf Lofsungin Kvikmyndin Roma hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Finnski hljómsveitarstjórinn Esa- Pekka Salonen tekur við sem list- rænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- arinnar í San Francisco árið 2020, þegar núverandi stjórnandi, Michael Tilson Thomas, lætur af störfum. Síðan Salonen hætti sem aðalstjórn- andi Los Angeles-hljómsveitarinnar fyrir níu árum hafa fulltrúar margra virtra hljómsveita falast eftir starfs- kröftum hans enda er hann ein skærasta stjarna klassíska tónlist- arheimsins og þekktur fyrir að fara óhræddur nýjar og frumlegar leiðir að tónlistinni. En Salonen sagði allt- af nei og sagðist ætla að einbeita sér að því að semja tónverk og koma að- eins fram sem gestastjórnandi – hann var meðal annars ásamt Daníel Bjarnasyni stjórnandi íslensku tón- listarhátíðarinnar í Los Angeles í fyrra og stýrði einnig flutningi ís- lenskra verka í Elbphilharmonie- salnum í Hamborg. Ákvörðun hans nú um að taka við stöðunni í San Francisco vekur því mikla athygli og umtal í tónlistarheiminum, að sögn The New York Times. Fullyrt er að ráðningin styrki stöðu vesturstrand- arinnar sem miðstöðvar framsæk- innar og tilraunakenndrar tónlistar- sköpunar í Bandaríkjunum. Salonen stjórnar hljómsveitinni í San Francisco á nokkrum tónleikum strax í janúar og á efnisskránni eru verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Sibelius og Strauss. Athylgi vekur að Salonen hefur sóst eftir kröftum nokkurra ólíkra tónlistarmanna og tónskálda sem verða einskonar ráðgjafar hans, en meðal þeirra má nefna tónskáldið Nico Muhly, flautuleikarann Claire Chase, djassbassaleikarann og söng- konuna Esperanza Spalding, píanó- leikarann og tónskáldið Nicholas Britell, fiðluleikarann Pekka Kuus- isto og Bryce Dessner, gítarleikara The National, sem samdi tónlistina við No Tomorrow, dansverk Ragn- ars Kjartanssonar og Margrétar Bjarnadóttur. Esa-Pekka Salonen tekur við San Francisco-sveitinni Ljósmynd/Katja Tähjä Hljómsveitarstjórinn Esa-Pekka Salonen þykir einn sá besti í faginu. Finnski hljóm- sveitarstjórinn Osmo Vänskä til- kynnti í fyrradag að hann myndi láta af störfum sem aðalstjórn- andi Minnesota- hljómsveit- arinnar í Banda- ríkjunum árið 2022. Þá hefur hann leitt sveitina í 19 ár og gert hana, svo vitnað sé í bandaríska fjölmiðla, að einni bestu hljómsveit landsins. Vänskä var aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á árunum 1993 til 1996, hefur stýrt hljómsveitinni mörgum sinnum síðan og varð heið- ursstjórnandi hennar í fyrra. Hljóðfæraleikarar Minnesota- hljómsveitarinnar áttu fyrir nokkr- um árum í harðvítugri deilu um kaup og kjör við rekstraraðila sveitarinnar og lá starfsemi hljóm- sveitarinnar niðri í 16 mánuði af þeim sökum. Mikla athygli vakti að Vänskä tók ákveðna afstöðu með hljóðfæraleikurunum í deilunni og sagði upp í stuðningi við þá; hefur honum verið þakkað fyrir að flækj- an leystist á endanum, en hann gerði meðal annars þá kröfu að nokkrir lykilstjórnendur sem komu að fjármálastjórn hljómsveitar- innar myndu hætta. Minnesota-sveitin vann fyrir nokkru Grammy-verðlaun fyrir disk með flutningi verka eftir Sibe- lius, undir stjórn Vänskä. Vänskä boðar starfslok í Minnesota Osmo Vänskä

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.