Morgunblaðið - 07.12.2018, Page 43

Morgunblaðið - 07.12.2018, Page 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 19. kafli Vorið 1978 sendi David McDuff mér skeyti um að sækja sig á Keflavíkurflugvöll. Ég hafði lokið fyrstu gerð af fyrstu skáldsögu minni, Milljón prósent menn, og í einhverju fáti sent David fyrsta kaflann. Hann sendi mér hann til baka á ensku! Ég opnaði bréfið á Mokka og las þýðinguna með lotn- ingu. Ég hafði aldrei fyrr séð stakan staf eftir sjálfan mig á öðru tungumáli en íslensku. Stuttu síðar fékk ég annað bréf frá David. Hann hafði sent kafl- ann á virtan am- erískan útgefanda, Grove Press í New York, og þeir voru himinlif- andi. Ég hélt ég væri að verða heimsfrægur. David er fæddur í Edinborg 1944 og ólst þar upp og þegar hann var tólf ára þá óskaði hann sér bókar um íslenska málfræði í afmælisgjöf. Svona var hann nú sérstæður drengur. David McDuff er einna líkastur mannlegum flamingó-fugli. Að sjá hann í kokteilpartí er svipað því að sjá þennan tígulega en sérkennilega vaðfugl fara um í tjörn eða sefi og róta þar með löngu nefinu í volgri botnleðjunni. David rótar hins vegar í rússneskum bókmenntum nítjándu aldar og í kokteilpartí getur hann talað yfir öxlina á sér á tíu til fimm- tán tungumálum við hina kúltúr- fuglana í kring. Ég setti Eyjólf Halldórsson – Eyjólf bankamann – inn í málið. Hann hafði tekið að sér að verða nýr Erlendur í Unuhúsi. Hann skaffaði peninga svo hægt væri að fá David til þess að koma til Íslands að þýða. Ég lét honum eftir vinnustofu mína í risinu á Frakkastíg og byrjaði sjálf- ur að vinna í eldhúsinu á neðri hæð- inni. Nú var sama bókin í vinnslu á tveimur tungumálum í sama húsi. David hafði komið úr fríhöfninni klyfjaður sælgæti og með flösku af Grant‘s viskíi. Við endurnýjuðum kynni okkar með því að drekka flöskuna. Allt í einu var kominn morgunn fyrir ut- an, sléttur sjór á milli Frakkastígs og Esju og hálftæmd flaska af brennivíni komin á borðið til við- bótar og David byrjaður að hringja út um allan heim. En hann er sér- lega náttúraður fyrir hringingar um miðjar nætur ef hann hefur smakk- að það. Einhvern tímann tilkynnti hann mér í gegnum viskíþokuna: – Joseph vill koma. – Segðu þá bara Joseph að koma, sagði ég. – En eigum við pening? spurði McDuff. – Já, vitaskuld, sagði ég. – Það er til nóg af peningum í veröldinni vin- ur minn, vandinn er bara sá að hafa vit á að ná í þá. Ég var að vitna í Ás- björn Ólafsson stórkaupmann föður- bróður minn. – Og má ég þá segja honum að koma? – Allt í þessu fína með það, sagði ég. Ég komst svo að því þegar við röknuðum úr rotinu að ég var búinn að bjóða Rússa sem hét Joseph Brodsky til Íslands. Ég hafði aldrei heyrt minnst á Joseph Brodsky og sagði David að hér væri á ferðinni einhver misskilningur. En þá varð hann ákaflega sár og sagði: – Well if you don’t want to invite him, don’t, og þar sem mér þykir alltaf slæmt að sjá fólk sem ekki er hamingju- samt þá hringdi ég í Eyjólf banka- mann. Ég setti hann inn í málið og bað hann lána mér fyrir flugmið- anum og innan tíu mínútna var Joseph Brodsky búinn að fá miðann í hendur hjá Flugleiðum í New York og var að velta því fyrir sér, frétti ég síðar, að fara á miðanum til Ba- hama-eyja vegna þess að hann hélt að Ólafur Gunnarsson væri háskóli sem var að bjóða sér til Íslands. Þetta kom til af því að það mun alls ekki óvenjulegt að forríkir háskólar í Ameríku sendi skáldum flugmiða í þeirri von að þeir líti við og lesi upp. David sagði mér deili á Brodsky. Strax á unga aldri var hann talinn eitt efnilegasta ljóðskáld Rússa á tuttugustu öld en þegar ljóð hans byrjuðu að birtast á prenti var hann sendur til Síberíu. Dómarinn hafði spurt hvort hann hefði próf upp á það að vera skáld. Brodsky svaraði: Ég hef ekkert próf vegna þess að skáldskapurinn kemur frá Guði. Hann losnaði úr Síberíu fyrir til- stuðlan skáldsins W.H. Auden, og þaðan lá leiðin til Ameríku en þar var Brodsky svo sannarlega ekki á neinu nástrái. Þegar hann kom til Íslands hafði hann fengið tvö hundr- uð þúsund dollara úr einhverjum sjóði til að kaupa sér íverustað og var að reyna að gera upp við sig hvort hann ætti að kaupa sér lítinn fjallakofa á Íslandi eða á Írlandi. Það var svo á föstudegi í júnímán- uði 1978 að Joseph Brodsky kom til landsins. Ég hafði vaknað snemma þennan morgun og hellt upp á kaffi, eins og ungu skáldi sæmir og sat og var að fara yfir textann sem mundi gera mig heimsfrægan þegar heims- frægur maður stóð allt í einu í eld- húsdyrunum með ferðatöskuna sína og David að baki og Joseph brosti til mín hýr til augna og sagði: – I can see that there is some litterature going on. David: – Já, eins og þú kannski manst þá sagði ég þér að hann er rithöfundur. – Nú, svo það er þá enginn há- skóli, sagði Brodsky feginn. – Og enginn campus. – Nei, það er bara hann, sagði David. Joseph Brodsky var fremur lág- vaxinn og þunnhærður, mundi kannski kallast pattaralegur á ís- lensku og var kominn með ekta hamborgarabumbu og honum leist svona rétt miður vel á Ísland. Þegar lent var, þóttist hann vera á tunglinu, þegar keyrt var Kringlu- mýrarbrautina kannaðist hann við sig í Ríga í Sovétríkjunum og þegar ekið var niður Laugaveginn sagðist hann geta svarið að hann væri í New York. Joseph Brodsky fór að sofa um hábjartan dag og það var enn há- bjartur dagur þegar hann vaknaði og heljarmikill frúkostur beið hans. Það var föstudagur í júní og slíkir dagar á Frakkastíg 6A voru oft dásamlegir því að út um stofuglugg- ann mátti gjarnan sjá óstöðvandi mannflauminn koma í þungu fljóti niður götuna að fara í Ríkið. Þarna mátti sjá margan vonbjartan haus- inn fara skoppandi ofan á hausaflóð- inu, gott ef Sigurður Örlygsson skoppaði ekki hjá. Ég lék það oft að sitja við borðstofuborðið með opinn gluggann á föstudögum og krækja í einn og einn inn fyrir. Ég fór upp í ris að vekja Brodsky vegna þess að mig hungraði í gott partí og ég var búinn að setja mig í stórskuld til að fá manninn til lands- ins. Ég bankaði og opnaði örlítið dyrnar og Joseph vaknaði með and- fælum og settist fram á og þreifaði fyrir sér fram í herbergið. Hann var með fóðruð tuskugleraugu á andlit- inu, ætluð til svefns. Hann hafði keypt sér þessi svefngleraugu í til- efni ferðarinnar norður í hábjarta Jónsmessuna og var lengi að baksa við ná þeim af sér. Svo tók hann þau niður og mundi að hann var á Íslandi. Ég sagði hon- um að við ætluðum að fara að borða og drekka. – Fínt, sagði Brodsky og fór ofan í töskuna sína og dró upp vodka- flösku og viskíflösku. En nú kom hann mér á óvart. – Er mikið um KGB menn á Íslandi? – Er hvað? sagði ég. – KGB, sagði Joseph Brodsky. – Er mikið um þá? – Nei, það held ég varla, en ég er samt ekki viss. Ég er hálf linur að þekkja þá úr. – Láttu mig um það, sagði Brodsky. Við settumst til borðs og ég sat þannig að ég sá upp Frakkastíginn og klukkan var orðin fimm og fólkið farið að streyma í Ríkið. Ég sá einn vin minn, mikinn slarkara, síga nið- ur götuna með sólgleraugu og hatt. Hann var langrauður í kinnum. Einhvers staðar höfðum við kom- ist yfir kassa af bjór og vorum rétt byrjaðir að láta renna í glös. Þá var dyrabjöllunni hringt. Það var vinur minn sem ég hafði séð út um gluggann. Hann hélt á púrtvínsflösku og hafði fengið sér tvo þrjá rótsterka slurka og lífið blasti við. Ég bauð honum til stofu. – Hver er þetta? spurði hann og benti á Brodsky. – Mjög frægur Rússi, sagði ég, – og mikið ljóðskáld. – Aha, frægur, sagði vinur minn á ensku og settist. – Ég var næstum því líka einu sinni orðinn frægur. Það var í Róm. – Oh yeah! sagði Joseph Brodsky og það var hálf skrýtið „je“. – Það vildi þannig til, vinur minn ýtti sólgleraugunum ofar á nefið, – að ég var staddur á næturklúbbi í Róm, þegar allt í einu kemur til mín maður að borðinu og kynnir sig og segir: You look like a moviestar. I am a film director and I am going to make you a star. – Og hvað gerðist svo? spurði Brodsky. – Ekkert, sagði vinur minn eftir nokkra þögn. – Ég sá þennan mann aldrei oftar. Ég varð ekki múvístar. – This was a sad story, sagði Brodsky og leit í kringum sig til að athuga hvort aðrir væru sama sinn- is. Hann tók upp harðfiskbita og virti hann hugsandi fyrir sér. – Ó, ég veit hvað þetta er, sagði hann og setti harðfiskbitann aftur frá sér á fatið.– Bragðast eins og gamlir skó- sólar. Á meðan Brodsky svaf með fóðr- uðu svefngleraugun sín hafði David lesið söguna mína Hrognkelsin sem Ólafur Jónsson hafi skrifað svo fal- lega um og Flóki myndskreytt og endursagði hana nú á rússnesku. Brodsky fékk sér síld og flatkökur og hverabrauð, og hann fékk sér stóran hlunk af lifrarkæfu, og hin og þessi malakoff og alls konar pylsur, og dálítið meira af vodka, og svo heilt linsoðið egg og opnaði það var- lega með hníf svo sjálf sólin rúllaði út á diskinn hans, svona fallegt og glæsilegt var þetta allt því ég var farinn að bragða á rússneska vodk- anu sem hann hafði lagt með sér á borðið, og allt í einu var heilt hangi- kjötslæri borið inn, heilt dúndrandi læri sem æpti á að fá yfir sig sjóð- heita uppstúfsgusu, vildi rauðar rauðbeðusneiðar til að hallast upp að sér, langaði að finna snarpheitar kartöflur gæla við sig, þráði heitt að vera krýnt með laufabrauði og sól- gulu smjöri. Viðbitið féll í þungum dropum af hverju strái á Frakkastíg 6A og fyrir utan var júnísólin og allt fólkið að herða á sér að fara í Ríkið og Esjan blá … Esjan er blá og við erum allir bræður, hugsaði ég og rifjaði upp þá setningu sem Alfreð Flóki sagði að einna best lýsti því hvað hippakynslóðin væri vitlaus, og ég fékk mér meira af rússnesku vodka í glas og sá kósakkakór syngja: þeir stóðu á miðjum gylltum kornakri sem var að bylgjast fyrir heitum vindi, svona getur rússneskt vodka verið gott, og Brodsky setti upp í sig þykka sneið af hangikjöti og sagði: – Þetta hangikjöt er besta kjöt í heimi! Og nú var David búinn að segja söguna um Hrognkelsin sem fjallar um það hvernig konan sá manninn sinn breytast í rauðmaga á dauðastundu en hafði ekki hugmynd um að það gerði hana sjálfa að grá- sleppu. – Terrific! sagði Brodsky. Allt var í himnalagi, partíið á há- tindi! Vinur minn sem ekki hafði hlotið heimsfrægð í Róm var á för- um. – Hvað gerir hann þessi? spurði Brodsky. – Ja, ég bara veit ekki hvað hann er að gera, alveg þessa stundina, svaraði ég. – Gæti vel verið KGB eftir útlitinu að dæma, sagði Brodsky. – Fáðu þér síld, sagði David McDuff. Brodsky lyfti upp síldarflaki á gaffalshorni og virti það fyrir sér. – Síld heitir herring, sagði hann. – Rímar á móti Göring. Göring herr- ing. Herring Göring. – Hvað er að frétta af KGB? spurði ég. – Ég get sagt þér sögu af KGB, sagði Brodsky, – og hún er svona: það var fyrir nokkru í verksmiðju, ég segi ekki hvar þetta gerðist, en sagan er sönn, að kom í ljós að stór hluti framleiðslunnar skilaði sér aldrei til vörutalningar. Þetta var leikfangaverksmiðja sem framleiddi ekkert nema upptrekktar endur. Nú, vörður frá KGB var settur við dyrnar og hann leitaði á öllum sem fóru hjá en aldrei fannst önd á nokkrum manni. En endurnar héldu áfram að hverfa. Loks var fenginn yfirmaður KGB frá Moskvu og eftir mikil heilabrot komst hann að því hvernig í öllu lá. Í verksmiðjunni miðri var rist í gólfinu og þetta hol- ræsi endaði í röri út í skurði, ein- hver lyfti ristinni og lét upptrekkta önd ofan í rörið og svo tók öndin sig til og spásseraði út eftir rörinu og datt ofan í skurðinn og þangað var hægt að sækja hana eftir vinnu og það var engan hægt að ákæra því endurnar yfirgáfu verksmiðjuna sjálfar. –They left the factory by themselves, sagði Brodsky og hló. – Yeah! ]...] Nú var barið að dyrum. Það voru Eyjólfur bankamaður og Hilmar Örn Hilmarsson galdramaður. Hilmar var með skjóðuna sína á öxl- inni sem hafði að geyma boðskap Aleisters Crowley og tarotspilin þar að auki, og hann tók spilin upp og breiddi úr þeim í logandi og litríkan krans á borðið. Svo fór hann að spá: – Hér er nú spilið með hengda manninum, ekki veit það á gott. En bíðum við, það er í fortíðinni, táknar sennilega árin tvö í Síberíu, en hengdi maðurinn snýr sér við með tímanum og þá breytist öll merking hans, hérna er sólin, nei, nei, það er einhver ægilegur heiður sem bíður þín, ha? Það er dáldið langt í það, svona sjö, átta til níu ár. Gætu verið bókmenntaverðlaun. Ætli það séu ekki Nóbelsverðlaunin? Brodsky virti Hilmar Örn fyrir sér og vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Esjan er blá og við erum allir bræður Ólafur Gunnarsson rithöfundur var góðvinur listamannanna Alfreðs Flóka, Dags Sigurðarsonar og Steinars Sigurjónssonar, umdeildra snillinga sem ólu aldur sinn á jaðri samfélagsins. Í bókinni Listamannalaun lýsir hann kynnum sínum af þeim. Morgunblaðið/Árni Sæberg Húmor Ólafur Gunnarsson var góðvinur Alfreðs Flóka, Dags Sigurðarsonar og Steinars Sigurjónssonar. Alfreð Flóki Dagur Sigurðarson Steinar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.