Morgunblaðið - 07.12.2018, Síða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018
Lónsöræfi
Austur í Lóni leynist fjallabálk-
ur einn sem kallast Lónsöræfi eða
Stafafellsfjöll. Fjöllin mynda eitt
stærsta verndarsvæði landsins, um
320 km2 að flatarmáli. Þau voru
friðlýst árið 1977 og njóta umsjár
Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Lóns-
öræfi afmarkast
af Skyndidal í
suðri og Víði-
dalsdrögum í
norðri. Austan
megin ná þau að
Hofsjökli eystri
og Jökulgilstindi
en að vestan-
verðu stendur Vatnajökull um þau
vörð. Lónsöræfi eru eftirlæti úti-
vistarfólks, bæði vegna fjölbreyttra
gönguleiða og mikillar náttúrufeg-
urðar.
Lónsöræfi eru ekki á virka gos-
beltinu. Engu að síður hafa þar
orðið mikil eldgos fyrr á tíð því
leifar nokkurra fornra megineld-
stöðva er þar að finna. Yngsta
megineldstöðin er kennd við Kollu-
múla en hún var virk fyrir 4,5
milljónum ára og gaus m.a. logandi
eldskýi sem steyptist niður fjalls-
hlíðina og eyddi öllu sem fyrir
varð, líkt og þegar Vesúvíus eyddi
borginni Pompei skammt frá Nap-
ólí. Eldskýið í Lónsöræfum varð að
50 metra þykku flikrubergi sem
enn má sjá í Víðibrekkuskerjum.
Fjölbreyttar gönguleiðir
Kollumúlaskáli er fyrsti áfanga-
staður þeirra sem halda inn á
Lónsöræfi. Þangað er ekið yfir
Skyndidalsá, fram um Kjarrdals-
heiði og að Illakambi við Jökulsá í
Lóni. Þaðan er um 40 mínútna
gangur að skálanum. Í Kollumúla
bíða fjölbreyttar gönguleiðir. Næst
skálanum er stikuð leið um Gjögur
að Meingili. Stórbrotin gönguleið
liggur meðfram Jökulsánni vestur í
Tröllakróka. Þar eru fágætar
strýtumyndanir utan í þver-
hníptum móbergshömrum sem
eiga engan sinn líka á Íslandi.
Úr Múlaskála liggur nokkurra
daga gönguleið norður að Snæfelli.
Gist er í skálum í Egilsseli við
Kollumúlavatn og við Geldingafell.
Frá Kollumúlaskála eða Illakambi
í Egilssel eru um 11 km.
Barátta við óblíð náttúruöfl
Úr Egilsseli má gera sér dags-
ferð að Grund í Víðidal, en þar var
einn afskekktasti bær á Íslandi.
Stefán Ólafsson byggði sér þar
fyrstur manna bæ árið 1840 en
gafst upp á búskapnum eftir nokk-
ur ár. Árið 1847 settist að í Víðidal
Þorsteinn Hinriksson ásamt konu
sinni Ólöfu Nikulásdóttur og þrem-
ur börnum þeirra. Rúmu ári síðar,
á þrettánda degi jóla, féll snjóflóð
á bæinn og fórust þá Þorsteinn og
synir þeirra tveir. Ólöf hírðist í
bænum ásamt dóttur sinni í hálfan
annan mánuð þar til þær mæðgur
gáfust upp og brutust til byggða.
Árið 1883 fluttist Sigfús Jónsson í
Víðidal ásamt konu sinni og bjó
þar í 14 ár. Þau endurreistu bæ-
inn, settu ferjukláfa bæði á Víði-
dalsá og Jökulsá, slógu víðilauf og
mýrastör í skepnufóður og hjuggu
skóg til eldiviðar, ræktuðu tún og
höfðu þar vetrarbeit. Smátt og
smátt kom í ljós að landið þoldi
ekki áganginn og þau neyddust til
að bregða búi. Í Víðidal er tjald-
stæði.
Gróður og dýralíf
Lónsöræfi eru eins og nafnið
gefur til kynna heldur gróður-
snauð. Þó bendir birki í hlíðum,
jafnvel langt inni í landi, til þess
að áður hafi verið blómlegt um að
litast í fjöllunum. Forn örnefni
vísa einnig í sömu átt. Nöfn á
borð við Hellisskóg, Víðibrekku-
sker og Víðidal segja sína sögu,
sem og Kjarrdalur og tungur á
borð við Maríutungur og Leiðar-
tungur. Reynitré eru á stöku stað
en einir og gulvíðir vaxa á grónum
svæðum. Jöklasóley og melasól
vaxa í skriðum niður undir lág-
lendi. Gullsteinbrjótur og blá-
klukka eru meðal einkennisteg-
unda í Lónsöræfum, en þær eru
algengar um allt Austurland.
Hreindýrahjarðir gera sig
heimakomnar í Lónsöræfum. Þar
eru stundaðar hreindýraveiðar
síðsumars og á haustin ganga
menn til rjúpna. Mörgu fé er
sleppt í friðlandið á sumrin og það
hefur þýtt hnignun skóglendis.
Umhverfisstofnun vill að reynt
verði að stemma stigu við sumar-
beit sauðfjár á Lónsöræfum til að
vernda gróður. Einnig fellir sauð-
féð stikur á gönguleiðum með juði
og nuddi.
Í Lónsöræfum er frekar lítið
fuglalíf. Þar verpa þúfutittlingar,
steindepill og maríuerla. Einnig
hefur sést
til hrafns og kjóa. Mun ríkulegra
fuglalíf er við sjávarsíðuna í Lóni.
Lónsfjörður er eitt mikilvægasta
álftaver landsins en allt að þriðj-
ungur stofnsins kemur þar saman
á vorin og þúsundir álfta fella þar
fjaðrir. Fjölmargar endur og gæsir
hvílast einnig í Lóni um fartímann,
bæði vor og haust.
Akvegir
Á leið inn að Kollumúlaskála
þarf að aka yfir Skyndidalsá
(F980) sem kemur undan Lambat-
ungnajökli og fellur í Jökulsá í
Lóni. Hún er óbrúuð og mjög
varasöm. Vanir vatnamenn þurfa á
allri sinni kunnáttu að halda í
glímunni við hana. Því er ráðlegast
að fara með kunnugum á vit ævin-
týranna í Lónsöræfum. Handan
Skyndidalsár er komið í Eskifell.
Þar er bæði skáli, tjaldstæði og 95
metra löng göngubrú yfir Jökulsá í
Lóni.
Ef gengið er yfir brúna er bæði
hægt að ganga inn að Kollumúla-
skála eða niður að Stafafelli í Lóni.
Frá Eskifelli liggur bílvegur um
Kjarrdalsheiði inn að Kollumúla-
skála.
Lónsöræfi eru friðlýst svæði í
umsjá Vatnajökulsþjóðgarðs.
Hvorki er hægt að kaupa mat né
eldsneyti á svæðinu. Nánast ekk-
ert GSM-samband er í Lóns-
öræfum.
Hjarta Íslands
Í bókinni Hjarta Íslands fjalla Páll Stefánsson og
Gunnsteinn Ólafsson um allar helstu perlur há-
lendisins frá Eiríksjökli í vestri til Lónsöræfa í
austri; frá Jökulsárgljúfrum í norðri til Eyjafjalla-
jökuls í suðri – svæðið sem gjarnan er kallað
hjarta Íslands. Gunnsteinn er höfundur texta
bókarinnar en Páll tók allar ljósmyndir.
Ljósmynd/Páll Stefánsson
Náttúrufegurð Líparít- og græntónar við Stórahnaus. Af honum hefur Stórahnausgil nafn sitt.
Ljósmynd/Páll Stefánsson
Lónsöræfi Birkihríslur við Nes, skammt frá skála Ferðafélags Íslands.
Gunnsteinn
Ólafsson
Páll
Stefánsson
Skólar & námskeið
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 4. janúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir fimmtudaginn 20. desember.
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður fjallað um
þá fjölbreyttu valkosti sem
í boði eru fyrir þá sem stefna
á að auka þekkingu sína
og færni.
–– Meira fyrir lesendur