Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 49

Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum ICQC 2018-20 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta kom skemmtilega á óvart, enda falleg viðurkenning,“ segir tón- listar- og dagskrárgerðarmaðurinn Pétur Grétarsson sem í gær, á Degi íslenskrar tónlistar, hlaut Lítinn fugl, heiðursverðlaun Samtóns, fyrir framúrskarandi störf í þágu ís- lenskrar tónlistar. „Ég er búinn að vera að gera útvarps- og tónlistar- þætti fyrir Rás 1 í rúm 30 ár, þannig að það má skilja þessi verðlaun sem klapp á bakið og þakkir fyrir vel unnin störf. Það er alltaf gaman þeg- ar einhver tekur eftir því sem maður er að gera,“ segir Pétur sem stýrir tveimur vikulegum tónlistarþáttum á Rás 1, Hátalaranum á mánudögum og Hitaveitunni á föstudögum. Pétur nam slagverk, fyrst í einka- tímum hjá Guðmundi Steingríms- syni djasstrommara og síðar hjá Reyni Sigurðssyni í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Þaðan lá leið hans til Boston og stundaði hann slag- verksnám hjá Dean Anderson við Berklee College of Music á árunum 1980-1984. Pétur hefur leikið með ýmsum þekktum hljómsveitum, þeirra á meðal Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitinni, Stuðmönn- um og Caput. Hann hefur einnig leikið í hljómsveitum leikhúsanna og samið tónlist fyrir þau. Pétur hefur verið framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Reykjavík og Íslensku tónlistar- verðlaunanna. Hann kennir slag- verksleik við Tónlistarskóla FÍH. Fundvís á hið fágæta Í rökstuðningi dómnefndar Sam- tóns segir: „Verðlaunin eru veitt fyr- ir einstaklega vandaða og innihalds- ríka umfjöllun um íslenska tónlist í útvarpi um langa hríð – sem er öðr- um til eftirbreytni. Þættir hans hafa vakið sérstaka athygli fyrir eftir- tektarverða dýpt í umfjöllun, frum- lega framsetningu og fundvísi á hið fágæta. Einnig hefur hann sýnt alúð og ræktarsemi við íslenska djass- tónlist sem framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Reykjavík.“ Spurður hvort margt hafi breyst á þeim tíma sem hann hefur starfað sem tónlistar- og dagskrárgerðar- maður hérlendis svarar Pétur því játandi. „Það hefur ekki síst breyst hvernig við komum tónlistinni á framfæri í útvarpinu,“ segir Pétur og bendir á að hann sé í þáttum sín- um um þessar mundir að fara yfir síðustu 100 árin í tengslum við full- veldisafmælið. „Birtingarmyndin í fjölmiðlum er líka orðin allt önnur,“ segir Pétur og bendir á að í sögulegu samhengi sé frekar stutt síðan farið var að gera þvermúsíkalska þætti, líkt og hann hefur sérhæft sig í. „Þar sem blandað er saman alls konar músík, klassískri, nútímalegri, poppi, rokki og hverju sem er,“ segir Pétur og bendir á að tónlist hafi gott af því að heyrast í nýju samhengi. „Við sem miðlum tónlistinni í útvarpi erum að reyna að finna nýjar leiðir til að gera það hversdagslega spenn- andi og það sérkennilega hversdags- legt.“ Að sögn Péturs sogaðist hann á sínum tíma inn í músíkina í gegnum djasstónlist. „Af því leiðir að djass- tónlistin stendur mér næst. En þeg- ar ég stjórnaði Íslensku tónlistar- verðlaununum um nokkurra ára skeið þurfti ég aldeilis að vera þver- músíkalskur. Íslensk tónlist er ekki síst fjölbreytt og skemmtileg og það er langhlaup að finna farveg fyrir alla þá sköpun sem verður til.“ Inntur eftir því hvaða gildi Dagur íslenskrar tónlistar hafi segir Pétur nauðsynlegt að minna á að á bak við alla músík sem við heyrum séu ótal mörg handtök. „Ég er talsmaður þess að meiri músík heyrist í útvarp- inu heldur en nú er og mín rök fyrir því eru að það liggur mun meiri vinna og hugsun á bak við tónlist sem við spilum heldur en tveggja manna tal. Það er músík í kringum okkur alls staðar og alltaf og því al- veg eðlilegt að fólki finnist sjálfsagt að geta gripið í hana hvenær sem er og hvernig sem er,“ segir Pétur og tekur fram að því miður líti alltof margir á það sem sjálfsagðan hlut að geta hlaðið niður tónlist endur- gjaldslaust. „Fólk gengur inn á kaffihús og borgar 700 krónur fyrir kaffibollann, en svo sest það við tölvuna sína og hleður niður lagi án þess að vera tilbúið að borga 120 krónur fyrir það,“ segir Pétur og tekur fram að hann sé ekki að saka neinn um ein- beittan brotavilja. „Öll viljum við auðvitað gera góðan díl. Þetta er miklu fremur hugsunarleysi.“ Mjög skemmtileg súpa Eins og fyrr var getið hefur Pétur verið virkur sem bæði flytjandi og höfundur á umliðnum árum. „Þetta hefur komið svona í bylgjum. Ég leiddist út í tónlistarnám til þess að læra að tromma, en stór hluti af náminu fólst í því að búa til tónlist,“ segir Pétur og tekur fram að hann hafi farið að semja tónlist fyrir for- vitni. „Svo höguðu örlögin því þann- ig að ég fékk tækifæri til að semja heilmikið, en ég vann fyrir mér sem höfundur í hálfan annan áratug þeg- ar ég vann sem mest í leikhúsunum. Það var óvænt og skemmtilegt að finna farveg fyrir tónsköpunina, en ég átti ekkert endilega von á því á sínum tíma. Ég vinn sem hljóðfæra- leikari líka og þetta verður að ein- hverri mjög skemmtilegri súpu sem mallar og breytir alltaf um brag.“ Spurður hvers vegna tónlistin hafi orðið fyrir valinu á sínum tíma segir Pétur tilviljun hafa ráðið örlögum sínum. „Ég var eins og svo margir eitthvað að fikta við það að spila á hljóðfæri. Þegar ég kláraði mennta- skólann vissi ég, eins og svo margir, ekkert hvað ég ætlaði að gera, en hafði fengið þessa djassbakteríu,“ segir Pétur og rifjar upp að hann hafi ekki verið orðinn tvítugur þegar hann var orðinn formaður Djass- vakningar. „Og stóð í Háskólabíói og kynnti Dizzy Gillespie á svið. Það er mjög skemmtileg minning. Af rælni ákvað ég að prófa að fara á eitt sum- arnámskeið í Boston. Ég fór á sum- arnámskeið, en kom ekki aftur heim fyrr en fjórum árum seinna.“ Samhliða Litla fuglinum veitti Samtónn þrenn önnur verðlaun í gær. Svonefndan Glugga hlaut Vik- an með Gísla Marteini fyrir „ein- stakt atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi“. Þorkell Máni Pétursson á útvarpsstöðinni X-inu fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir „að rækta jaðarinn og hefja merkisbera ís- lenskrar tónlistar til nýrra veg- semda“. Loks fékk útvarpsstöðin Útvarp 101 sérstök nýsköpunar- verðlaun fyrir „lofsverða djörfung í hörðum heimi miðlunar en stefna út- varpsstöðvarinnar er að spila að minnsta kosti 50 prósent íslenskt og að minnsta kosti 50 prósent með kvenflytjendum og/eða höfundum“. Morgunblaðið/Hari Hrós Myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson kynnir verðlaunagripinn sem hann skapaði, Pétur Grétarsson fylg- ist með og Jakob Frímann Magnússon , formaður Samtóns, sýnir viðurkenningarskjalið sem Pétri var líka afhent. Morgunblaðið/Hari Samsöngur Meðlimir hljómsveitarinnar Amabadama tóku lagið með leik- skólabörnum við afhendingu heiðursverðlaunanna Lítill fugl í gær. „Kom skemmtilega á óvart“  Pétur Grétarsson hlýtur Lítinn fugl ársins fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar Morgunblaðið/Hari Atfylgi Aðstandendur Vikunnar með Gísla Marteini tóku við viður- kenningarskjali fyrir „einstakt atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.