Morgunblaðið - 07.12.2018, Side 52
*Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Tilboðið á aðeins við ef bókað er flug fram og til baka.
GRAN CANARIA FRÁ
12.999kr.*
Tímabil: janúar - apríl ‘19
TENERIFE FRÁ
16.999kr.*
Tímabil: desember ‘18 - maí ‘19
LAUMAÐU GLEÐISTUND Í JÓLAPAKKANN
Það er alger óþarfi að klóra sér í kollinum yfir jólagjafakaupunum
í ár. Við reddum þessu svo þú getir notið aðventunnar, sötrað kakó,
nartað í piparkökur og haft það huggulegt. Gerðu þér auðvelt fyrir,
laumaðu ljúfu fríi í jólapakkann og gerðu hátíðirnar aðeins meira
WOW.
Arnbjörg María
Danielsen spjallar
um sköpunarferlið
að baki Íslend-
ingasögum – sin-
fónískri sagna-
skemmtun í
hádegisfyrirlestri
tónlistardeildar LHÍ í dag kl. 12.45
sem fram fer í stofu S304 í Skipholti
31. Verkið, undir listrænni stjórn
Arnbjargar, var sýnt í Eldborg Hörpu
1. desember í tilefni af 100 ára full-
veldisafmæli Íslands og sjónvarpað
beint á RÚV. Arnbjörg hefur um ára-
bil starfað sem listrænn stjórnandi,
framleiðandi, leikstjóri og höfundur
og komið að margvíslegum sýn-
ingum víðs vegar í Evrópu sem eiga
það flestar sameiginlegt að unnið er
þvert á listgreinar.
Sköpunarferlið að baki
Íslendingasögum rætt
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 341. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
„Ég ætla mér burt héðan þegar
þessu tímabili lýkur en það er ekk-
ert komið á hreint hvert ég fer og
hvort það verður sem lánsmaður
eða hvort eitthvert félag kaupir
mig,“ sagði knattspyrnumaðurinn
Orri Sigurður Ómarsson hjá Sarps-
borg í Noregi við Morgunblaðið í
gær.
Sarpsborg keypti Orra af Val fyr-
ir ári. »1
Orri vill losna
frá Sarpsborg
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Benedikt Erlingsson leikstýrir ein-
leiknum Ég dey eftir Charlotte
Bøving sem er frumsýndur á Nýja
sviði Borgarleikhússins 10. janúar.
Benedikt tekur við af Bergi Þór Ing-
ólfssyni sem hætti vegna anna en
hann leikstýrir Matthildi sem er
frumsýnd í mars. Í þessum þriðja
einleik sínum skoðar Char-
lotte lífið frá sjónar-
hóli dauðans og dauð-
ann frá sjónarhóli
lífsins. Fyrri einleikir
hennar, Hin smyrjandi
jómfrú og Þetta er lífið
– og nu er kaffen
klar, skiluðu
henni tilnefn-
ingum til
Grímunnar.
Benedikt leikstýrir Ég
dey í Borgarleikhúsinu
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Við erum þrjú frá Ísafirði sem
ákváðum að opna jólakaffihús í Lær-
dal í Sognafirði í Noregi. Við opn-
uðum Nisse Café 22. nóvember og
erum með leigusamning til áramóta.
Það er pressa á okkur frá sveitar-
félaginu, sem telur 2.200 manns, og
bæjarbúum að halda áfram eftir ára-
mót enda er þetta eina kaffihúsið í
sveitarfélaginu,“ segir Árný Rós
Gísladóttir sjúkraliði, sem rekur
jólakaffihúsið ásamt Agnesi Ásgeirs-
dóttur sjúkraliða og eiginmanni
hennar, Snorra G. Bogasyni mat-
reiðslumeistara. Öll eru þau frá Ísa-
firði og líkar vel vistin í Lærdal, sem
er sveitarfélag í Sognafirði í Vestur-
Noregi þar sem næsta borg er Berg-
en, í þriggja tíma akstursfjarlægð.
„Við erum öll í fullri vinnu annars
staðar og höfum verið með alls kon-
ar hugmyndir í gangi. Sveitarfélagið
hafði samband við Snorra í sumar
þegar kaffihúsi á sama stað var lok-
að skyndilega og hann hljóp í skarð-
ið. Við fengum svo hugmyndina að
jólakaffihúsinu og það var lítið mál
að fá húsnæði hjá sveitarfélaginu,“
segir Árný og bætir við að mikil
áhersla hafi verið lögð á að opna
kaffihúsið fyrir jólamarkað sem
haldinn er árlega í Lærdal og allt
kapp sé lagt á að gera kaffihúsið sem
jólalegast.
Lakkrístoppar og hangikjöt
„Við erum með heita súpu í hádeg-
inu og svo höfum við flutt inn dansk-
ísfirsku jólahefðina að bjóða upp á
smurbrauð og bjór. Snorri hefur
gert norska útfærslu af smurbrauði,
carbonate, sem best er að lýsa sem
flötum kjötklöttum, og við bjóðum
upp á norsk-íslenskan jólamat.
Hangikjötið og laufabrauðið er
vinsælt og margir Norðmenn sem
hafa heyrt um það,“ segir Árný og
bætir við að gestir, bæði íslenskir og
norskir, komi frá nágrannabyggðar-
lögunum og helgina sem jólamark-
aðurinn var opnaður hafi verið löng
biðröð inn á staðinn, sem tekur 60-70
manns í sæti.
„Við erum að innleiða fleiri jóla-
hefðir á kaffihúsinu en smurbrauð
og hangikjöt. Lakkrístopparnir eru
mjög vinsælir og fólk er farið að
kaupa hjá okkur lakkrískurl frá
Nóa/Siríusi,“ segir Árný, sem búið
hefur ásamt fjölskyldu sinni í Lær-
dal í fimm ár. Hún segir að milli 30
og 40 Íslendingar búi í Lærdal. Frá
Ísafirði séu sex fjölskyldur og þrjár
þeirra hafi keypt sér húsnæði í daln-
um. Íslendingafélag er ekki starf-
rækt í Lærdal en Árný og vinkona
hennar hafa fimm sinnum staðið fyr-
ir Íslandsviðburðum sem opnir eru
öllum bæjarbúum.
Jólapeysur Árný Rós Gísladóttir, Agnes Ásgeirsdóttir og Snorri G. Bogason sem reka Nisse Café í Noregi.
Íslenskt jólakaffihús
opnað í Lærdal í Noregi
Ísfirðingar kynna Norðmönnum íslenskan mat og jólahefðir