Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 2. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  292. tölublað  106. árgangur  Giljagaur kemur í kvöld 12 jolamjolk.is dagar til jóla SÆKJA SÉR SVARTFUGL Í JÓLAMATINN LEITIN AÐ TILGANGI LÍFSINS LÝSTI ÓNÆMIS- MEÐFERÐ Á NÓBELS- ATHÖFNINNI UPPLIFUNARVERK, 33 HILDUR HELGADÓTTIR 14SÆVAR GUÐJÓNSSON 12 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að taka um 1.500 hótel- herbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Það jafnast á við 15 meðalstór borgarhótel. Miðað við að hvert hótelherbergi kosti að meðaltali 35 milljónir í bygg- ingu er þetta fjárfesting upp á tæp- lega 53 milljarða króna. Þorsteinn Andri Haraldsson, sér- fræðingur á greiningardeild Arion banka, segir þessa fjölgun hótelher- bergja mæta eftirspurn. Uppsöfnuð þörf á markaði „Samkvæmt okkar grunnspá munu um 1.500 herbergi bætast á markaðinn á næstu tveimur árum. Það svarar ágætlega þeirri þörf sem skapast með 6% fjölgun ferðamanna í ár og 2% fjölgun á næsta ári, ásamt uppsafnaðri þörf undanfarinna ára,“ segir Þorsteinn en til samanburðar spá Samtök ferðaþjónustunnar 3-5% vexti í ferðaþjónustu á næsta ári. Þorsteinn bendir á að nýting hótelherbergja hafi verið afar góð á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Því megi búast við að nýtingin í Reykjavík muni á næstu árum fær- ast nær því sem gerist í borgum á borð við París og Berlín. Þar sé meðalnýtingin um 75%. Hann segir aðspurður að með fleiri hótelum ætti framboð á ódýrari hótelgistingu að aukast. Það ásamt hertum reglum um skammtímaleigu íbúða til ferða- manna muni styrkja stöðu hótela. „Ferðamenn hafa verið að færa sig frá Airbnb-íbúðum og aftur yfir á hótelin,“ segir Þorsteinn. Hagstætt fyrir ferðamenn Hann segir aðspurður að aukið framboð hótelgistingar og veiking krónu geti reynst hagfellt fyrir er- lenda ferðamenn. Mikil eftirspurn miðað við framboð hafi enda ýtt undir verð á gistingu í Reykjavík. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for- maður borgarráðs, segir nálgun borgarinnar varðandi Airbnb-íbúðir þríþætta. Í fyrsta lagi sé um að ræða samstarf við sýslumann sem sinni eftirliti. Í öðru lagi beina samninga við Airbnb-fyrirtækið. Á næstu dögum sé einmitt að vænta tíðinda af áfangasigri í þeim efnum varðandi skilyrði fyrir útleigunni. Í þriðja lagi alþjóðlega samvinnu við ört vaxandi ferðaþjónustuborgir. Samanlagt muni þessar aðgerðir skila miklum árangri á næsta ári. Tugir milljarða í ný hótelherbergi  1.500 ný herbergi í Reykjavík  Hertar reglur um Airbnb Teikning/THG arkitektar Drög Stækka á Hótel Ísland í Ármúla með viðbyggingu. M 1.500 herbergi að koma... »10 „Þetta er bara búið að vera í ferli, hófst með herferð okkar eftir að Ís- land tilnefndi kvikmyndina sem framlag til Óskarsverðlauna, þá sýndum við akademíumeðlimum hana og m.a. Jodie Foster. Það eru líka ákveðin persónuleg tengsl milli Jodie og fólks í mínu teymi. Þannig að Jodie kom á fyrstu sýninguna sem ég var viðstaddur og við töl- uðum saman þá strax,“ segir Bene- dikt Erlingsson leikstjóri þegar hann er spurður út í fyrirhugaða endurgerð bandarísku leikkon- unnar og leikstjórans Jodie Foster á kvikmynd hans Kona fer í stríð. Benedikt segist hafa sagt við Fost- er að ef einhverjum dytti í hug að endurgera kvikmyndina þætti hon- um hún passa best í aðalhlutverkið, hlutverk baráttukonunnar Höllu. Jodie var sammála því. »30 Freistaði Foster Samstarf Jodie Foster og Benedikt. AFP  Bára Huld Beck sem varð fyrir áreitni Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns segir að yfirlýsing hans sé ekki í samræmi við mála- vexti. Hún geri minna úr því sem átti sér stað en tilefni var til. „Þetta var ekki bara misheppnuð við- reynsla, heldur ítrekuð áreitni og niðurlæging,“ segir Bára í pistli sem hún birti um málið í gær. »2 „Ítrekuð áreitni og niðurlæging“ Mikil skelfing greip um sig á fjölsóttum jólamarkaði við Kleber-torg í hjarta Strass- borgar í gærkvöld þegar 29 ára gamall karl- maður beitti skotvopni gegn fólki sem þar var. Þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tím- anum voru fjórir sagðir látnir og 11 særðir, sumir þeirra lífshættulega. Árásarmaðurinn, sem í gærkvöld var enn á flótta, er sagður hafa særst er hann skiptist á skotum við lögreglu og hermenn. Minnst einn hermannanna mun hafa særst. Þá var ódæðismaðurinn á válista yfir mögulega vígamenn. »17 AFP Skotárás á fjölsóttum jólamarkaði í Strassborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.