Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
✝ Pálmi Finn-bogason fædd-
ist á Skálatanga í
Innri-Akranes-
hreppi 4. maí 1931,
yngstur systkina
sinna. Hann lést
27. nóvember 2018.
Foreldrar hans
voru Þuríður Guð-
jónsdóttir, f. 28.6.
1888, d. 15.3. 1989,
og Finnbogi Sig-
urðsson, f. 21.8. 1873, d. 4.3.
1936.
Þau eignuðust fimm börn
sem eru auk Pálma María, f.
24.4. 1914 í Reykjavík, d. 14.12.
2013; Sigurður, f. 19.5. 1920 í
Reykjavík, d. 24.2. 1946; Guð-
rún, f. 24.5. 1924 í Reykjavík, d.
23.4.2017, og Guðjón, f. 2.12.
1927 á Skálatanga, d. 26.2.
2017
Árið 1959 kynntist Pálmi eft-
irlifandi eiginkonu sinni Fjólu
Lind Gunnlaugsdóttur, f. 8. júní
1939 á Akranesi. Þau gengu í
hjónaband 26. nóvember 1960.
Börn þeirra eru: 1) Gunn-
laugur, f. 30. mars
1960, maki Rut
Karol Hinriks-
dóttir, f. 2. febrúar
1967. Börn þeirra
eru Rakel, f. 22.
apríl 1991, Pálmi,
f. 10. júní 1993, og
Birkir, f. 25. júlí
2001. 2) Víðir, f. 2.
mars 1963, maki
Helga Jónsdóttir, f.
20. júlí 1973. Dóttir
þeirra er Fjóla Karen, f. 22.
september 2016. 3) Þuríður
Ósk, f. 12. febrúar 1973, maki
Tryggvi Guðbrandsson, f. 28.
maí 1973. Börn þeirra eru Birta
Karen, f. 8. nóvember 2000, og
Tómas Orri, f. 3. október 2006.
Pálmi ólst upp á Akranesi og
bjó þar alla tíð. Hann starfaði
hjá Olíufélaginu Esso við olíu-
birgðastöðina í Hvalfirði frá
árinu 1964 sem starfsmaður og
frá árinu 1981-1998 sem stöðv-
arstjóri.
Útför Pálma fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 12. des-
ember 2018, klukkan 13.
Elsku besti afi Pálmi. Við
systkinin eigum ótal minningar
um þig og ömmu á Espigrundinni
sem við munum varðveita allt
okkar líf.
Okkur hlýnar um hjartarætur
að hugsa um allar ferðirnar í
skógræktina þar sem við gáfum
öndunum brauð. Allir bíltúrarnir
um bæinn á flotta ofurbílnum þín-
um og ferðirnar á Langasandinn
þar sem við lékum okkur og fórum
í sjóinn ef veður var gott.
Á Espigrundinni var gaman að
vera og ýmislegt brallað, þeir eru
ófáir kaplarnir sem við lögðum
með þér og af einhverjum óút-
skýranlegum ástæðum gengu
margir upp.
Heimili ykkar ömmu var alltaf
opið fyrir okkur og þangað var
gott að koma. Þið áttuð alltaf gott
heimabakað bakkelsi og varst þú
dyggur aðstoðarmaður ömmu í
eldhúsinu.
Eftir mörg ár sem aðstoðar-
maður varstu farinn að baka sjálf-
ur dýrindis eplaköku sem varð að
þínum sérrétti.
Þú sýndir okkur systkinunum
alltaf mikinn áhuga, spurðir alltaf
hvernig okkur gengi í skólanum
eða íþróttum og hringdir reglu-
lega í okkur til þess að athuga
hvernig við höfðum það.
Þegar við hugsum um þig hugs-
um við um hógværan og hæglátan
mann sem kom fram við fólk af
kærleik og virðingu og vildi öllum
vel. Þú hafðir þannig nærveru að
manni leið alltaf vel í kringum þig.
Við vitum að nú ert þú kominn
á góðan stað en við eigum eftir að
sakna þín óendanlega mikið. Við
munum passa upp á ömmu Fjólu
sem þú elskaðir og hugsaðir svo
vel um allt fram á síðasta dag.
Minning þín lifir með okkur um
ókomin ár.
Hvíldu í friði elsku afi Pálmi.
Birta Karen og Tómas Orri.
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast frænda okkar og móð-
urbróður, Pálma Finnbogasonar,
sem lést 27. nóvember sl.
Það sem í huga okkar ein-
kenndi Pálma var tryggð, glað-
værð, og einstakur frásagnar-
hæfileiki.
Hann sá svo oft spaugilegu
hliðar lífsins hjá mönnum og mál-
efnum og hafði þetta einstaka lag
á að segja skemmtilega frá og
glæða frásagnirnar lífi og þær
stundir með honum voru ógleym-
anlegar.
Pálmi lærði vélvirkjun hjá Þor-
geiri & Ellert hf. á Akranesi en
starfaði lengst af hjá birgðastöð
olíufélagsins Esso í Hvalfirði.
Reyndist hann góður og trygg-
ur starfsmaður fyrirtækisins og
sá síðar alfarið um starfsemina
sem þar var.
Trygglyndi Pálma var einstakt
gagnvart fjölskyldu og vinum.
Hann var m.a. boðinn og búinn að
aðstoða við allt það sem snéri að
viðgerð og viðhaldi véla og tækja.
Þeir voru ófáir sem nutu góðs af
því og allt var þetta svo sjálfsagt.
Pálmi hafði sterkar skoðanir á
pólitík og var hann krati af gamla
skólanum. Hann var fastur fyrir í
skoðunum sínum en eins og svo
oft áður sá hann spaugilegu hlið-
arnar á pólitíkinni og gerði oft
grín að öllu saman.
Pálmi var náttúrubarn. Hann
dáðist að náttúru Íslands og ferð-
aðist mikið um landið. Þá hafði
hann yndi af stangveiði og naut
sín vel í veiðiferðum í góðra vina
hópi.
En ofar öllu var fjölskyldan
hans. Honum var svo umhugað
um velferð barnanna sinna
þriggja og hvernig þeim gengi í
lífinu og þau hafa svo sannarlega
gert hann stoltan. Það kom
glampi í augu og einlægt bros
þegar hann sagði frá barnabörn-
unum og uppátækjum þeirra og
eftir að yngsta barnabarnið fædd-
ist fyrir um tveimur árum, hún
Fjóla Karen, þá var hún líf hans
og yndi.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Við sendum eftirlifandi eigin-
konu, Fjólu Gunnlaugsdóttur, og
börnum þeirra Gunnlaugi, Víði og
Þuríði Ósk og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Pálma
Finnbogasonar.
Sigríður (Sigga) og Sigþór.
Pálmi
Finnbogason
Fyrir svo órast-
uttu. Hópur af
ungmennum. Sam-
heldinn hópur,
sem virkaði eins og einn mað-
ur þegar á reyndi. Framtíðin
spennandi og allt lífið fram
undan.
Einhvers staðar í órafjar-
lægð var sú staðreynd að
vinahópurinn myndi eldast
með tíð og tíma.
En tíminn sleppti okkur
ekki frekar en öðrum og við
höfum fengið að njóta þeirra
forréttinda að fullorðnast,
sum í nálægð hvert annars en
aðrir lengra í burtu.
Enn lengra í burtu var sá
tímapunktur að við færum að
fylgja hvert öðru til hinstu
hvílu, einu af öðru. Þess
vegna finnst okkur svolítið
snemmt að vera að fylgja
henni Þórunni okkar til graf-
ar. Hún var aðeins 39 ára
gömul.
Maður skilur ekki tilgang-
inn með því að kippa úr leik
ungri manneskju í blóma lífs-
ins. Eiginkonu, móður, dóttur
og systur. Þarna upplifa þeir
sem syrgja hápunkt tilgangs-
leysisins.
Þórunn var alltaf glöð og
alltaf hress. Aldrei þurfti að
hafa áhyggjur af því hvernig
myndi liggja á henni í dag.
Hún var alltaf eins, brosandi
að utan sem innan. Hláturinn
hennar var ógleymanlegur og
einn mest smitandi hlátur
sem við höfum heyrt. Það
Þórunn Ágústa
Þórsdóttir
✝ Þórunn Ágústafæddist 27.
febrúar 1979. Hún
lést 20. nóvember
2018.
Útför Þórunnar
fór fram 8. desem-
ber 2018.
vildi til að Þórunn
var mjög léttlynd
og því fengum við
oft að njóta þess
að heyra hana
hlæja.
Þórunn tilheyrði
okkar vinahópi
snemma og hún
kunni að lifa lífinu.
Þar sem fjörið var,
þar var hún. Góð
veisla á föstudags-
kvöldi var ekki vandamál þótt
hún ætti að opna bensínstöð-
ina næsta morgun, jafnvel áð-
ur en haninn fór að velta því
fyrir sér að vakna, hvað þá
gala. Hún var kjarnakona og
fátt sem stóð í vegi fyrir
henni.
Hún flutti suður, skellti sér
í vélstjórn og útskrifaðist sem
slíkur og vann í tengslum við
það eftir það. Þórunn fór að
vinna í Búrfellsvirkjun sem
ekki var algengt meðal kvenna
en það lýsir henni vel. Hún
gerði það sem hana langaði til
og hafði áhuga á. Þar kynntist
hún Gunnari, sem síðar varð
eiginmaður hennar, og eign-
aðist með honum tvö börn. Áð-
ur hafði hún eignast Björgu
Jónínu. Þau syrgja nú móður
og eiginkonu.
Hugur okkar verður ætíð
hjá Þórunni, hún verður með
okkur í anda í því sem við ger-
um um ókomna tíð þangað til
við hittum hana á ný, eitt af
öðru. Það verður a.m.k eitt-
hvað til að hlakka til á þeim
tímapunkti.
Við viljum senda Gunnari og
börnum Þórunnar innilegar
samúðarkveðjur, sem og Þór
og Álfhildi, Guðnýju og Sædísi
og fjölskyldum þeirra.
Guð veri með ykkur.
Vinir Þórunnar að vestan,
Ingvar Jakobsson.
Það eru nokkur
tíðindi í fámennum
hópi þegar góður
liðsmaður fellur
skyndilega frá og skilur eftir vand-
fyllt skarð. Það fundum við hjá
samtökunum Lifandi samfélagi
þegar formaður okkar tilkynnti í
byrjun fundar 28. nóv sl. að Smári
Sæmundsson félagi okkar hefði
látist fyrir fáum dögum.
Smári var einn þeirra fyrstu
sem höfðu samband eftir viðtal við
mig í Bændablaðinu í byrjun árs
þar sem ég viðraði hugmynd um
sjálfstæða félagsbúsetu fólks utan
þéttbýlis.
Hann var síðan í hópi okkar
fjögurra sem hittust nokkrum dög-
um seinna í húsakynnum Félags
eldri borgara í Stangarhyl 4 á
Smári
Sæmundsson
✝ Smári Sæ-mundsson
fæddist 31. maí
1948. Hann lést 25.
nóvember 2018.
Útför Smára fór
fram 7. desember
2018.
fundi sem leiddi til
stofnunar Lifandi
samfélags –samtaka
um nágrannasam-
vinnu í sveit og borg.
Það var okkur öll-
um ljóst að Smári
var í reglubundinni
meðhöndlun lækna
vegna krabbameins
en sjálfur gerði hann
ekki mikið úr og var
bjartsýnn um árang-
ur. Af skiljanlegum ástæðum
mætti hann stopular á fundi og
sjaldnar en bæði hann sjálfur og
við hefðum kosið.
Smári Sæmundsson var maður
sem vakti á sér traust með öruggri
framkomu og hlýrri nærveru.
Þannig verður hann í minningu
okkar eftir skemmri kynningu en
við hefðum kosið.
Fjölskyldu hans og öllum nán-
ustu vinum sendum við samúðar-
kveðjur.
F.h. Lifandi samfélags,
Árni Gunnarsson
frá Reykjum,
Magni Hjálmarsson form.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
stjúpfaðir og afi,
STEINAR BENDT JAKOBSSON,
rafmagnsverkfræðingur,
Sóltúni 1, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 2. desember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. desember
klukkan 15.
Sigurlína Helgadóttir
Þorsteinn Helgi Steinarsson Guðmunda Smáradóttir
Eric Roche
Georg Már Sverrisson Esther Ólafsdóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður og afa,
JÓNS VÍDALÍNS HALLDÓRSSONAR.
Birna Á. Olsen
Guðrún H. Jónsdóttir
Guðrún Birna Jakobsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
rafvélavirkjameistari,
Bauganesi 33a, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju,
Álftanesi, fimmtudaginn 13. desember kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Alzheimersamtökin.
Elsa Heike Jóakimsdóttir
Kristín Elísabet Guðjónsd. Baldur Ó. Svavarsson
Anna Margrét Guðjónsdóttir Þorgeir Ólafsson
Jóhanna Björk Guðjónsd. Aðalsteinn Ásberg
Brynja Birgisdóttir Jan Helsinghoff
og fjölskyldur
Faðir okkar,
HREINN HREINSSON,
lést á dvalarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum,
4. desember.
Jarðarför hans fer fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Lena María Hreinsdóttir
Helga Kolbrún Hreinsdóttir
Hreinn Andres Hreinsson
Sveinn Birgir Hreinsson
Erna Bára Hreinsdóttir
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og dóttir,
HREFNA HANNESDÓTTIR,
Hofslundi 8, Garðabæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold
miðvikudaginn 5. desember.
Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn
14. desember klukkan 13.
Ármann Guðmundsson
Hannes Ármannsson Kolbrún Lísa Hálfdánardóttir
Bergný Ármannsdóttir Árni Johnsen
Kristín Sigríður Skúladóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar