Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 Dauðinn og súrefni komavið sögu strax í byrjunKrossfiska, áhugaverðr-ar og mjög vel skrifaðrar skáldsögu Jónasar Reynis Gunnars- sonar. Hvort tveggja er til umræðu á fyrstu síðum bókarinnar, í þeim hluta sem nefnist „Martraðir“ en þar segir af draumi sögumannsins Daní- els, þar sem hann lendir á kafi í snjó- flóði og í stað þess að hjálpa honum upp úr snjónum fara bekkjarsystkini hans að moka of- an á hann. Og súrefni, eða skortur á þeim nauðsynlega líf- gjafa, kemur aft- ur við sögu í lok bókar þegar höfundurinn lok- ar sögunni vel og faglega. Það er eftir furðulegt ferðalag um síður bókarinnar, þar sem Daníel er sem svefngengill í líf- inu og ferðast líka um draumheima nærri dauðanum, að hann gerir sér grein fyrir því að lífið er ólýsanleg tilfinning: „Lífið var ekki eitthvað sem hægt var að rekja, láta sig dreyma um eða skrifa niður í ævi- sögu. Það var bara ein tilfinning, sem innihélt allt.“ Og þá tekur hann ákvörðun, eða lætur loksins vaða – hvort sem er þá borgar sig ekki að upplýsa neitt um það en látið nægja að segja að sögunni, og í raun hringnum, er afar vel lokað. Krossfiskar er fjórða bókin sem Jónas Reynir sendir frá sér á tveim- ur árum. Í fyrra komu tvær fínar ljóðabækur – fyrir aðra hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar – og einnig skáldsagan Millilending. Allar hlutu mikið lof og það verðskuldað. Það er því ekki lengur hægt að kalla Jónas Reyni efnilegan því hann er þegar einn at- hyglisverðasti höfundur sinnar kyn- slóðar – og ekki missir hann damp- inn hér í sinni annarri skáldsögu. Sögupersónan Daníel er algjört dauðyfli sem lætur sig reka gegnum lífið, afstöðu- og ábyrgðarlaus, og treystir sér vart til að vera í sam- bandi við annað fólk. Hann hættir til að mynda í hverju ástarsambandinu á fætur öðru, segir: „Alltaf þegar ég byrja með stelpu líður mér eins og ég hafi platað hana. Það er þetta með að hlutir hætti að skipta máli.“ Hann hafði unnið sem fyrirsæta en flosnað upp úr því og þegar sagan hefst er hann hættur í námi, býr í íbúð móður sinnar og nær sér í leigu- greiðslur með því að stunda smá- vægilegt tryggingasvindl, sem er tilviljanakennt, eins og annað í lífi hans. Og hann er meðvitaður um hvað líf hans er marklaust, eins og sést þegar hann segir að sú „hug- mynd að byrja að drekka kaffi var líklega það merkilegasta í lífi mínu í langan tíma“. Líf Daníels tekur að breytast þeg- ar gamall skólabróðir, sem Daníel man ekkert eftir, hefur samband og er með ósveigjanlegar kröfur auk al- varlegra ásakana. Lesandinn kynn- ist líka fyrrverandi skólasystur Daníels sem og einni af unnust- unum; þær taka höndum saman um að fá hann til að taka sig á og fyrir tilstilli þeirra og eins konar prests lendir Daníel óumbeðið í furðulegum aðstæðum, og lesandinn hverfur með honum inn í heim furðudrauma, sem hafa þó alltaf textalegar teng- ingar inn í þann heim raunveruleik- ans sem lesandinn hefur þegar kynnst. Við lestur Krossfiska þykist þessi lesandi sjá ýmiskonar áhrif, til að mynda frá stíl Gyrðis Elíassonar og ekki síður heimi sagna hans (hring- laga formið og tveir heimar sög- unnar minna á meistaraverkið Gangandi íkorna Gyrðis), og æði ólíkur höfundur, Murakami, kom einnig upp í hugann. Þá má til að mynda heyra í draumaköflum bók- arinnar athyglisverðan enduróm þeirra heima sem höfundurinn skóp í ljóðabókum sínum. Og þessi verk og áhrif speglast bara með fallegum hætti í formgerð og söguheimi, enda eiga öll góð listaverk í einhvers kon- ar samtali við önnur. Hvernig sem á það er litið er Krossfiskar vel skrifað og athyglis- vert verk. Það eru mörg lög í þessari sögu, hún er fyndin og nöturleg í senn og persónusköpunin vel lukk- uð. Það teygist nokkuð á draum- heimum í seinni hlutanum en í lokin er frásögnin tekin traustum tökum og siglt af öryggi í höfn, til móts við krossfiskana. Morgunblaðið/Golli Höfundurinn „Hvernig sem á það er litið er Krossfiskar vel skrifað og at- hyglisvert verk,“ segir rýnir um skáldsögu Jónasar Reynis Gunnarssonar. Lífið var ekki eitthvað sem hægt var að rekja Skáldsaga Krossfiskar bbbbm Eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Partus, 2018. Innb., 188 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Árlegir tónleikar „Diddúar og drengjanna“ verða í Mos- fellskirkju í Mosfellsdal í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefjast klukkan 20. Þar kemur sópransöngkonan Diddú – Sigrún Hjálmtýsdóttir – fram ásamt sex blásurum en það eru þeir Sigurður I. Snorrason og Kjartan Óskarsson á klarínett, Brjánn Ingason og Björn Th. Árnason á fagott og hornleikararnir Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson. Hópurinn hefur nú haldið þessa árlegu tónleika í rúm tuttugu ár, að sögn Diddúar, í dýrlegu umhverfi og hafi tónleikagestir ætíð haldið heim að tónleikum loknum end- urnærðir og tilbúnir að fagna hátíð jólanna. Efnisskráin á tónleikunum er fjölbreytileg, hátíðleg lög og þekkt, íslensk og erlend jólalög og þá er boðið upp á fjöldasöng sem ætíð nýtur vinsælda. Þar sem ekki er mikið til útsett fyrir þessa samsetningu tónlistarmanna, sópran og blásara, hafa tveir „drengj- anna“, klarínettuleikararnir Kjartan og Sigurður, útsett alla tónlistina sem þau hafa flutt undanfarin rúm 20 ár. Hafa sum laganna aldrei áður hljómað á tónleikum hér á landi. Morgunblaðið/Eggert Diddú og drengirnir koma fram Elly (Stóra sviðið) Fim 13/12 kl. 20:00 181. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Lau 15/12 kl. 20:00 182. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Sun 16/12 kl. 20:00 183. s Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Sun 16/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðasta sýning! Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Lau 22/12 kl. 15:00 aukas. Aðeins sýnt á aðventunni. Ríkharður III (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Ég, tveggja stafa heimsveldi Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðasta sýning! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Insomnia (Kassinn) Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 12/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.