Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
GEFÐUGJÖF SEM GEFUR
Þegar þú gefur L‘OCCITANE gjöf, gefurðu gersemar Provence;
grípandi hlýjuna, hreinleika náttúrunnar og töfrandi fegurð. Í öllu
sem við gerum leggjum við áherslu á að styðja við fólk og vernda
líffræðilegan fjölbreytileika náttúrunnar.
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
Óumdeilt er að kjör
þeirra aldraðra sem
minnst hafa handa á
milli eru í engu sam-
ræmi við almenn lífs-
kjör í landinu. Ellilíf-
eyrir hefur dregist
jafnt og þétt aftur úr
launum og samkvæmt
frumvarpi á grunnlíf-
eyrir almannatrygg-
inga einungis að hækka
um 3,4% á næsta ári og ömurlegri
ríkisstjórn í lófa lagið hvenær á árinu
það verður. Það þýðir að laun til ein-
staklinga hækka um ca. 7-8 þúsund á
mánuði. Ætli þeir kumpánar Halldór
Benjamín hjá SA og Bjarni fjár-
málaráðherra myndu sætta sig við
minna en 34% hækkun á sínar millj-
ónir á mánuði. Þess má hér geta að
að ellilífeyrisþegi fær minna í laun
samanlagt á heilu ári en sagt er að
laun Halldórs Benjamíns séu á mán-
uði og það sem verra er að Katrín
forsætisrápherra leggur blessun sína
yfir svívirðuna. Það nær auðvitað
ekki nokkurri átt að í öllu góðærinu
og uppganginum í þessu landi skuli
ellilífeyrisþegar deyja drottni sínum
vegna lélegs aðbúnaðar og að hafa
skrimt undir fátækramörkum í ell-
inni í boði Bjarna fjármálaráðherra
og Katrínar forsætisráðherra. Það er
enginn af þessu gamla fólki að biðja
um neitt ríkidæmi aðeins að fá að lifa
lífinu lifandi það, sem eftir er. Það
tekur enginn sér í munn lengur orða
tiltækið „Búum öldruðum áhyggju-
laust ævikvöld.“
Ummæli Katrínar
Fyrir um einu ári, eða í tíð Bene-
dikts Jóhannssonar þá fjármála-
ráðherra, skrifaði Katrín pistil í
Fréttablaðið þar, sem hún segir m.a.:
„En við eigum fátækt fólk í öllum
aldurshópum, þar nægir að horfa á
tölur um lægstu laun, örorkubætur
og ellilífeyri og bera þær saman við
framfærsluviðmið velferðarráðu-
neytisins, þar sést ber-
lega að af þessum
lægstu greiðslum er
vandlifað.“ Og seinna í
sömu grein: „Fátækt
er blettur á ríku sam-
félagi eins og Íslandi.
Stjórnvöld ættu að
hafa skýra sýn og að-
gerðaáætlun um út-
rýmingu hennar og
vera reiðubúin að
sækja þá fjármuni, sem
til þarf að styrkja vel-
ferðarkerfið og bótakerfið, við vitum
öll að þeir eru til. Ég hef óskað eftir
sérstakri umræðu á vettvangi þings-
ins við fjármálaráðherra og hvað
hann hyggst gera í þessum efnum.
Um þetta ættu allir stjórnmála-
flokkar að geta sameinast.“ Svo
mörg voru þau orð þá, árið 2017 þeg-
ar Katrín var í stjórnarandstöðu en
ekkert hefur komið út úr stóru orð-
unum. En nú er þessi sama Katrín
orðin forsætisráðherra og í lófa lagið
að gera gangskör að því að standa við
stóru orðin og útrýma fátækt svo t.d.
ellilífeyrisþegar og öryrkjar geti far-
ið að lifa mannsæmandi lífi. Nú er
lag, Katrín forsætisráðherra, og
láttu nú ekki herma það upp á þig að
þú sért bara ómerkileg bullkerling
og ekkert sé að marka sem þú segir
og engar viðbárur þó ég þykist vita
að lítilmennið Bjarni fjármálaráð-
herra verði þér óþægur ljár í þúfu.
Stattu þig nú svo þú standir undir
nafni og titli. Þeir Engeyjarfrændur
eru engin lömb að leika við, ómerki-
legir báðir tveir.
Krafa ellilífeyrisþega er 330 þús-
und kr. á mánuði skattfrjálst því það
er hægt.
Skömm og svívirða
Eftir Hjörleif
Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms
»Krafa ellilífeyris-
þega er 330 þúsund
kr. á mánuði skatt-
frjálst, því það er hægt.
Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
an fyrir valinu á teiknara sú að
teiknistíllinn féll textahöfundi vel í
geð.
Myndir og texti geta fallið sam-
an í heild sem lyftir verkinu í æðra
veldi. Þess vegna er svo nauðsyn-
legt að textahöfundum sem ekki
eru sjálfir sérstaklega myndfróðir
sé veitt traust leiðsögn. Það er
nefnilega hægt að hafa fagþekk-
ingu á myndum. Þar kemur margt
fleira til en smekkur – og er reynd-
ar að litlu leyti háð smekk. Góður
myndaritstjóri velur saman myndir
og texta sem, svo algeng myndlík-
ing sé notuð, eru á sömu blaðsíðu.
Þannig hefði myndaritstjóri átt að
hjálpa textahöfundi Láru-bókanna
að skoða hvort ekki mætti endur-
spegla hversdagsraunsæið í mynd-
unum. Þeir sem lítið vita um mynd-
ir falla oft í þá gryfju að velja það
sem algengast er í umhverfinu.
Myndskreytingarnar í þessum
bókaflokki eru einmitt þannig: skil-
getin afkvæmi iðnaðar-teikni-
mynda og annarrar fjölda-
framleiddrar barnavöru. Lára litla
býr ekki á Íslandi í dag – hún býr í
sýndarveröld alþjóðlegs barnaiðn-
aðar.
Nú, en vilja börnin ekki einmitt
það sem þau þekkja best? Ekki
endilega – ef aðrir valkostir eru
fyrir hendi. Börn sem alast upp við
fjölbreytni í myndgerð verða vand-
fýsnari á myndir, alveg eins og þau
sem hafa aðgang að góðum textum
fara að velja þá. Fjölbreytni er góð
í fæðuvali, um það hljóta allir að
vera sammála. Ekki gefum við
börnunum okkar sykurpúða eða
sleikjó í kvöldmatinn, það er hætt
við að þau fái leiða á slíku fæði og
þrífist illa. Bækur sem skilja lítið
eftir sig eru kannski skaðlitlar,
nema að því leyti að þær taka upp
pláss og tíma. Tíminn til lestrar er
takmörkuð auðlind og um að gera
að nýta hann sem best með lestri
og skoðun áhugaverðra og fallegra
bóka sem vekja umhugsun, þroska
fegurðarskyn og innsæi. Sú tegund
myndefnis sem mest er áberandi í
fjölþjóðlegu skemmtiefni er hönn-
uð fyrir stóran markað. Myndirnar
mega ekki bera menningarbundin
sérkenni, þær þurfa að vera litrík-
ar og auðmeltar og falla að gild-
andi staðalmyndum. Þær eru yf-
irborðslegar og sýna engin merki
um frumleika eða leit að listrænum
lausnum. Þannig er stór hluti þess
myndefnis sem að börnunum er
rétt í formi teiknimynda, auglýs-
inga, skreytinga á fötum og leik-
föngum, en líka í formi bókaskreyt-
inga.
Staðalmyndir sem haldið er að
börnum smjúga djúpt inn í meðvit-
und þeirra og verða jafnvel sterk-
ari en upplifun þeirra af flóknum
veruleikanum. Staðalmyndir ganga
oft aftur í myndgerð barnanna
sjálfra, rétt eins og þegar flest
börn teikna hús með hallandi þaki
og krossgluggum en búa fæst í
þannig húsi sjálf. Staðalmyndir
skipta máli. Þær skapa viðmið. Það
skiptir máli þegar börn sjá daginn
inn og út bleikar prinsessur með
einhyrninga annars vegar og
hressa fótboltastráka hins vegar.
Það skiptir máli þegar „hjúkkan“
lítur út eins og Nurse Barbie. Hún
er svona í bókinni minni – þá er
hún þannig. Og þegar ég er orðin
stór, þá ætla ég að vera svona sæt
hjúkrunarkona og hjálpa lækn-
inum. Ég get augljóslega ekki orð-
ið læknir, þeir eru gamlir kallar
með skegg …
Í Láru-bókunum, eins og í
stórum hluta myndefnis fyrir börn,
eru barnsleg útlitseinkenni ýkt
þannig að höfuð og augu eru í yfir-
stærð. Þetta er einkenni á ungviði
bæði mannkyns og annarra dýra-
tegunda og kallar fram verndandi
tilfinningu. En þessi stærðar-
hlutföll sjást líka oft hjá full-
orðnum kvenpersónum á myndum
og í formi leikfanga. Þær eru með
stór höfuð, risastór augu, grannar
axlir og ofurgranna líkama. Það
þarf augljóslega að passa þær!
Karlkyns persónur eru oft í eðli-
legri hlutföllum hvað höfuð og
augu snertir, en þá eru axlir gjarn-
an ýktar. Þeir eru sterkir, traustir.
Ég hvet lesendur til að skoða til
dæmis prinsessur og prinsa úr
Disney-verksmiðjunni með þetta í
huga. Litavalið er líka hluti af stað-
alímyndunum; ljósir, mildir litir
fyrir konur og stelpur, dekkri litir
fyrir karla og stráka.
Myndbygging og línuflæði
endurtekur stefið: mjúkar línur og
hringform fyrir kvenkynið, hvassar
skálínur fyrir karlkynið. Mýkt og
eftirgjöf er sýnd kvenlæg, kraftur
og áræði karllægt. Þetta er innræt-
ing um eðli kynjanna sem læðist
inn með myndum og tekur sér bú-
setu í vitund barnsins – og hefur ef
til vill dýpri áhrif en nokkur orð.
Það er semsagt tvennt sem þarf
að skoða í myndum ekki síður en í
texta: ekki bara hvað er sýnt og
sagt heldur líka hvernig. Til þess
að við nýtum nú okkar örsmáa
bókamarkað til þess að gefa út
bækur sem skilja meira eftir sig
heldur en sykurfrauð á laugardegi,
þá hvet ég útgefendur til að vanda
sig betur við myndaritstjórnina …
eða kannski einfaldlega að taka
upp faglega myndaritstjórn. Og við
sem kaupum bækur handa börn-
unum megum líka hugsa okkur um
við valið. Því myndir skipta máli.
Höfundur er rithöfundur.
Allt um
sjávarútveg