Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á og á þar við nokkrar yfirtökur; t.a.m. yfirtöku Regins á nokkrum fast- eignafélögum, N1 á Festi, Haga á Olís, Sýnar á 365 og Iceland Seafood á Solo Seafood. „Fram að síðasta eina og hálfa ári hafði markaðurinn nýst íslenskum fyrirtækjum, síðasta áratug, mjög lítið í þessa veru. Við sjáum fyrir okkur að það verði ákveðin vatnaskil núna,“ segir Páll. Páll telur þó að það sé áhyggjuefni hversu einsleitt eignarhaldið er í Kauphöllinni þar sem lífeyrissjóðirn- ir eiga meira en 50% af skráðu mark- aðsvirði eins og áður kom fram. Hann segir að það þurfi að fá fleiri erlenda fjárfesta inn, en einnig fleiri fjárfestingarfélög, sterkefnaða ein- staklinga sem og allan almenning til þess að auka fjölbreytnina. „Í hvítbókinni eru viðraðar þarna ákveðnar leiðir til að draga úr vægi lífeyrissjóðanna og gefa almenningi færi á því að ráðstafa sínum viðbótarlífeyrissparnaði í fjárfest- ingar í gegnum aðrar leiðir heldur en í gegnum þá lífeyrissjóði sem fyrir eru núna. Það held ég að sé hug- mynd sem væri rétt að útfæra nánar og væri liður í að draga úr væginu. Svo er það hitt: Það eru auðvitað hagsmunir lífeyrissjóðanna að færa sig í auknum mæli í erlendar fjár- festingar en á móti þurfum við þá að fá inn erlendar fjárfestingar,“ segir Páll. Hann segir að mikilvægustu til- lögurnar í hvítbókinni séu þær að auka við frjálsræði við ávöxtun líf- eyrissparnaðar, að innleiða skatta- lega hvata þannig að hinn almenni fjárfestir verði virkari á markaði, og að tími sé kominn til að að leyfa frjálsa för erlendra fjárfesta inn á ís- lenskan markað án bindiskyldu. Rétt að hafa áhyggjur Í samtali við Morgunblaðið segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, að það sé aftur á móti rétt að hafa áhyggjur af íslenskum verðbréfa- mörkuðum. „Ég tel það. Eins og staðan er núna þá vantar fleiri og ólíkari mark- aðsaðila á öllum mörkuðum. Lífeyrissjóðirnir bera höfuð og herðar yfir fjármálamarkaðinn og þeir eru eðli máls samkvæmt svo- kallaðir hillufjárfestar sem kaupa eignir til að eiga til lengri tíma. Það sem þurfum eru fjárfestingafélög af ýmsum gerðum til þess að eiga við- skipti og skoðanaskipti með kaupum og sölu á opnum markaði. Við þurf- um líka erlenda aðila til þess að markaðurinn verði virkari, dýpri og betri vettvangur fyrir ólíkar skoðan- ir,“ segir Ásgeir. Hann telur að verðmyndunin á markaði sé langt frá því að vera skil- virk og nefnir að hlutabréfamarkað- urinn sé að hreyfast mjög mikið í veltulitlum viðskiptum. Hann segir að fjármagnshöftin séu mjög skaðleg í þessu samhengi. Hann tekur að því leyti til undir orð Páls um að leyfa frjálsa för erlendra langtímafjár- festa inn á íslenska fjármálamark- aðinn án bindiskyldu, sem er ein af leiðunum sem nefndar eru í hvítbók- inni til þess að efla virkni fjármála- markaðar. En hvaða áhætta er fólgin í því að verðmyndum á markaði sé mögulega röng? „Einsleitni markaðsaðila skapar hættu á einhliða skoðana- skiptum, eða upphlaupum, þegar markaðurinn hleypur í eina átt í kjöl- far einhverra frétta eða viðburða. Það getur lýst sér í öfgakenndum verðhreyfingum innan dags eða jafn- vel því að seljanleiki hverfi og jafnvel að engir mótaðilar fáist í viðskiptum. þetta hefur t.d. verið mjög áberandi í Icelandair-WOW-málunum öllum hvað hlutabréfamarkaðurinn er að taka miklar sveiflur. Á svona þrosk- uðum markaði áttu ekki að sjá þetta mikla flökt,“ segir Ásgeir og nefnir að slíkt flökt geri minni fjárfestum erfiðara fyrir á markaði og fæli þá frá. „Vanburðugur“ markaður  Íslenski hlutabréfamarkaðurinn fékk ekki góða dóma í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið  Dósent í hagfræði segir þörf á fleiri fjárfestum 12. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.44 123.02 122.73 Sterlingspund 155.57 156.33 155.95 Kanadadalur 91.87 92.41 92.14 Dönsk króna 18.701 18.811 18.756 Norsk króna 14.419 14.503 14.461 Sænsk króna 13.517 13.597 13.557 Svissn. franki 123.65 124.35 124.0 Japanskt jen 1.086 1.0924 1.0892 SDR 169.55 170.57 170.06 Evra 139.61 140.39 140.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.3927 Hrávöruverð Gull 1246.8 ($/únsa) Ál 1961.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.34 ($/fatið) Brent Eignastýringar- fyrirtækið Íslensk verðbréf hefur fest kaup á Viðskipta- húsinu sem í nærri tvo áratugi hefur sérhæft sig á sviði ráðgjafar til fyrir- tækja í sjávarút- vegi og tengdum greinum. Starfsmenn fyrirtækisins eru átta. Íslensk verðbréf voru stofn- uð fyrir ríflega 30 árum og þjónusta bæði einstaklinga og fagfjárfesta á sviði eignastýringar. Hjá fyrirtækinu starfa 18 manns. Sigurður Atli Jónsson, stjórnar- formaður ÍV. segir í tilkynningu að með kaupunum stígi fyrirtækið fyrsta skref að nýju sérhæfðu fjármálafyrir- tæki sem byggist á grunni eignastýr- ingar og atvinnulífssérhæfingar. ÍV færa út kvíarnar  Festa kaup á Viðskiptahúsinu Sigurður Atli Jónsson ● Viðskipti með hlutabréf á aðal- lista Kauphallar Ís- lands náðu tæpum 1,3 milljörðum króna í gær. Mest voru viðskipti með bréf Marel. Lækkuðu bréf fé- lagsins um 0,8% í 293 milljóna króna viðskiptum. Næst- mest voru viðskipti með bréf Iceland- air group og hækkaði félagið um 2,4% í viðskiptum dagsins. Ekkert fé- lag hækkaði meira í viðskiptum dags- ins. Mest lækkuðu bréf trygginga- félagsins VÍS eða um 2,1% í 58 milljóna viðskiptum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% í viðskiptum gær- dagsins og hefur nú lækkað um 0,92% frá áramótum. Áfram fremur rólegt yfir Kauphöllinni STUTT Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Tryggvagötu 18 - 552 0160 Mokkajakkar Skinnkragar Ásgeir segir mikilvægt að ríkið losi um eignir sínar sem bundnar eru í fjármálageiranum en heildarstaða ríkisins í fjármálakerfinu nemur í kringum 50% af landsframleiðslu ef eignarhlutir og ábyrgðir vegna skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs eru lagðar saman. Hann segir fá- ránlegt að hafa fjármuni ríkisins fasta sem eigið fé í bönkum í stað þess að nota fjármunina í sam- félagsleg verkefni. Hann segir stöð- una ekki eiga sér ekki hliðstæðu í hinum vestræna heimi og áhættu fólgna í því að hafa fjármuni í húfi í útlánastofnunum. Ef einhver töp verða muni skattborgarar vera þeir fyrstu til þess að tapa á því. Þá sé fjármálageirinn í mikilli þróun með tilkomu fjártækni og óljóst sé hvernig verðmæti eignarhlutarins muni þróast. Eigi að gera eitthvað með tillögurnar sé tímabært að ráðast í aðgerðir á næsta ári. Tímabært að ráðast í aðgerðir FJÁRMÁLAGEIRINN BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Íslenskur hlutabréfamarkaður er „í heild sinni mjög vanburðugur“ að því er fram kemur í nýrri hvítbók um framtíðarsýn íslenska fjármála- kerfisins. Fram kemur að lífeyris- sjóðirnir hafi komið markaðnum af stað eftir hrun með góðri þátttöku í nýjum skráningum en þeir eiga nú um 50% af skráðu markaðsvirði. En „því miður hafa fáir aðrir fylgt í kjöl- farið“ þar sem almennir fjárfestar „virðast hálfvegis forðast markað- inn“. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, segir aðspurður að það sé ekki rétt að orða hlutina á þann veg að hafa skuli áhyggjur af þróun hlutabréfamarkaðarins né að hann sé vanburðugur. „En ég held að það sé full ástæða til þess að huga að leið- um til þess að styrkja hann frekar,“ segir Páll. „Við fengum nýverið úttekt frá FTSE-vísitölufyrirtækinu sem sýnir að með nokkrum vel völdum aðgerð- um getum við uppfyllt öll þau skil- yrði sem fremstu hlutabréfamark- aðir í heimi uppfylla,“ segir Páll. Hluti af þeim aðgerðum sé skráning bankanna á markað, sem er að mati Páls „kannski mikilvægasta aðgerð- in“ til þess að laða að erlent fjár- magn. Skráning Arion banka á markað fyrr á árinu sé til marks um það en þaðan komu fjárfestar að töluverðu leyti frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Óplægður akur „Þannig eigum við eiginlega óplægðan akur hvað varðar fjárfesta í Skandinavíu. Arion banka-útboðið tókst vel og ber merki um það að það sé eftirspurn eftir íslenskum bönk- um,“ segir Páll við Morgunblaðið. Hann nefnir einnig sem dæmi að ekki sé rétt að hlutabréfamarkaður- inn hafi ekki verið nýttur í neinum mæli til þess að sækja fjármagn til vaxtar, yfirtöku eða umbreytingar- verkefna með hlutafjárútboðum, eins og lýst er í hvítbókinni. „Bara núna á síðustu 12 mánuðum hafa skráð fyrirtæki náð sér í meira en 30 milljarða vegna kaupa á öðrum fé- lögum til þess að stækka,“ segir Páll Ríkisbankar Ýmis rök hníga að því að setja íslensku bankana á markað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.