Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Útlit er fyrir að rúmlega 1.500 hótel-
herbergi bætist við markaðinn í
Reykjavík á næstu tveimur árum og
rúmlega 90 hótelíbúðir.
Samanlagt eru þetta til dæmis um
átta sinnum fleiri herbergi en öll
herbergi á Hótel Sögu.
Slíkur fjöldi kallar á hundraða
manna starfslið. Það gæti aftur laðað
að erlent vinnuafl.
Miðað er við verkefni sem eru
hafin. Fleiri verkefni kunna að vera í
pípunum. Á móti kunna einhver
verkefnin að tefjast í uppbyggingu.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að horfur væru á rúmlega 2,3 millj-
ónum erlendra ferðamanna með
flugi í ár. Samtök ferðaþjónustunnar
spá 3-5% vexti í greininni á næsta
ári. Miðað við 5% vöxt samsvarar
það 115 þúsund ferðamönnum. Við
þetta bætast farþegar Norrænu.
Um 145 þúsund farþegar skemmti-
ferðaskipa eru ekki taldir hér með.
Ólafur Torfason, stjórnarformað-
ur Íslandshótela, segir aðspurður að
slík fjölgun ferðamanna kalli á meira
gistirými. Verið sé að taka á leyfis-
lausri gistingu sem kunni að leiða til
fækkunar slíkra íbúða í miðborginni.
Hótel með 100 herbergi sé ekki
mikil viðbót á markaði í slíkum vexti.
Jafngildir 333.000 gistinóttum
Hann rökstyður það með einföldu
dæmi. Fjölgi ferðamönnum til dæm-
is um 125 þúsund á næsta ári, og
gisti í fjórar nætur, 1,5 í herbergi að
meðaltali, samsvari það 333 þúsund
gistinóttum. Til samanburðar selji
100 herbergja hótel 36.500 gistinæt-
ur á ári, eða 25.550 gistinætur miðað
við 70% nýtingu. Það leiðir af þess-
um útreikningum að bæta þarf við
um 1.300 herbergjum á næsta ári til
að anna eftirspurn. Þetta er ímynd-
að dæmi og gengið út frá því að allir
nýir ferðamenn séu hér á landi sam-
tímis og á nýjum hótelum.
Ólafur reiknar aðspurður með að
veiking krónunnar muni örva eftir-
spurn í ferðaþjónustu á næsta ári.
„Nú eru menn að veðja á að veik-
ing krónu gagnvart evru hafi góð
áhrif á eftirspurnina. Maður vonar
að gengi evru verði á þessu bili. Það
yrði gott fyrir hótelin.“
Íslandshótel er að byggja 125 her-
bergja hótel í miðbæ Reykjavíkur og
í farvatninu er stækkun á Grand
Hóteli á næstu árum. Félagið hefur
áformað að bæta við 130 herbergj-
um og yrðu þau þá 440-450.
Fyrirhugað er að stækka Hótel
Ísland í Ármúla. Þar gætu orðið allt
að 200 herbergi eftir stækkunina. Í
næsta húsi er verið að stækka City
Park Hótel í Ármúla 5. Þar er verið
fjölga herbergjum um 27 í alls 84.
Árni Valur Sólonsson, eigandi
Capital Hotels-hótelkeðjunnar, sem
City Park Hótel heyrir undir, segir
áformað að taka nýju herbergin í
notkun í vor. Jafnframt verði inn-
gangur hótelsins færður til. Sá nýi
muni snúa að Hallarmúla. Síðar
bætist við 3 herbergi. Hann reiknar
með óbreyttri nýtingu á hótelinu
eftir stækkun. Eftirspurnin sé mikil.
„Horfurnar á markaðnum eru
góðar. Það er þörf fyrir ný hótel og
gistirými. Nú vinnur allt með okkur.
Gengið er búið að leiðrétta sig og
olían er að lækka, sem heldur aftur
af hækkun flugfargjalda,“ segir Árni
Valur og bendir á að verið sé að taka
á leyfislausri gistingu í borginni.
Með því muni slíkum leiguíbúðum
að óbreyttu fækka, sem aftur muni
auka eftirspurn hjá hótelum. Árni
Valur segir umræðu um hækkun
virðisaukaskatts á gistingu á Íslandi
hafa, ásamt öðrum þáttum, dregið
úr eftirspurn frá vissum markaðs-
svæðum. Þá meðal annars frá
Þýskalandi.
Tóku Ísland af sölulistanum
„Sumar þýskar ferðaskrifstofur,
sem skipuleggja ferðir langt fram í
tímann, tóku Ísland út af sölulist-
anum. Það er að koma fram á árinu
2018,“ segir Árni Valur.
Með því að hætt var við hækk-
unina í fyrra séu áhrifin að ganga til
baka. Það taki þó nokkurn tíma.
Sú þróun geti aukið eftirspurn frá
Þýskalandi og öðrum Evrópu-
ríkjum. Sú aukning geti vegið þungt,
enda dvelji evrópskir ferðamenn
jafnan lengur á Íslandi en banda-
rískir.
1.500 herbergi að koma á markað
Fjöldi gististaða verður tekinn í notkun í miðborginni 2019-20 Hóteleigendur bjartsýnir á næsta ár
1
1312
14
15
16
4
17
18
19
11
5
6
3
7
8
9
10
2
Dæmi um áformuð hótel
og hótelíbúðir í Reykjavík
2019-2020
Fjöldi
Staðsetning hótels herbergja
Fjöldi
íbúða
1 Lúxushótel Austurvelli 145
2 City Park Hótel, Ármúla 5 (stækkun) 27
3 Hótel Ísland, Ármúla 7* (stækkun) 55
4 Brautarholt 2 23
5 Bríetartún 9-11 38
6 Hörpureitur (Marriott Edition) 253
7 Grandagarður 2 95
8 Grensásvegur 16a 80
9 Hverfisgata 78 16
10 CenterHotel Plaza Ingólfstorgi (stækkun) 54
11 Laugavegur 55 52
12 Laugavegur 56 16
13 CenterHotel Laugavegi 95-99 102
14 Íslandshótel Lækjargötu 12 122
15 CenterHotel Héðinsreit (Seljavegur 2) 153
16 Skipholt 1 84
17 Skipholt 29a 64
18 Radisson Red Skúlagötu 195
19 Vegamótastígur 7-9 39
Samtals 1.520 93
Alls herbergi og íbúðir 1.613
*Rætt er um 55-74 herbergi. Herbergjum á Hótel Íslandi fjölgar með þessu
í tæplega 200. Heimildir: Fulltrúar hótelanna, greinasafn Morgunblaðsins.
Verkefni kunna að breytast í vinnslu.
6 18
8
9
1
14
Ark Studio
ALARK
T.ark arki tekt ar T.ark arki tekt ar
Atelier arki tekt ar
THG Arkitektar
3
THG Arkitektar
i
Hreinsum sófaáklæði
og gluggatjöld
STOFNAÐ 1953
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
1988 - 2018
Til jóla
fyrir dömur og herra
Silkislæður, hanskar, töskur,
skart, herratreflar og ilmir
Eigum alltaf vinsæl
bómullar- og
velúrgallana
í mörgum litum.
Einnig stakar
svartar velúrbuxur.
Stærðir S-4XL
u
Atvinna