Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 36
Jólagjafabréf
Kauptu núna!
Veldu upphæð, prentaðu út
og jólagjöfin er klár.
airicelandconnect.is/gjafabref
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
AI
C
89
54
5
11
/1
8
Gefðu
undir
fótinn
Björk Guðmundsdóttir er tilnefnd
til Grammy-tónlistarverðlaunanna
bandarísku fyrir plötu sína Utopia, í
flokki jaðartónlistar. Verðlaunin
verða afhent í febrúar á næsta ári.
Tilnefningin er sú fimmtánda sem
Björk hefur hlotið til Grammy-
verðlauna á ferli sínum en hún hef-
ur aldrei hlotið þau.
Tilnefnd til Grammy-
verðlauna fyrir Utopia
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Fjögur ensk lið verða í pottinum
þegar dregið verður til 16-liða úr-
slitanna í Meistaradeild Evrópu í
knattspyrnu. Liverpool og Totten-
ham tryggðu sér farseðilinn í 16-
liða úrslitin í gærkvöld. Liverpool
vann Napoli, 1:0, og Tottenham
gerði jafntefli við Barcelona, 1:1.
Áður höfðu Manchester City og
Manchester Utd komist áfram. »3
Fjögur ensk lið verða í
16-liða úrslitum
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þorláksmessuskatan er handan við
hornið en Íslenski skötuklúbburinn,
The Icelandic Skate Club upp á út-
lensku, ekki síst fyrir færeyska fé-
lagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur
ávallt forskot á sæluna og heldur ár-
lega skötuveislu í hádeginu á laugar-
degi um miðjan desember.
Skötuveislan er til skiptis á Akra-
nesi og í Fjörukránni í Hafnarfirði,
þar sem hún verður á laugardag. Gísli
Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna,
tók við formennsku í klúbbnum á
Skaganum í fyrra og fyrrverandi
hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, Emil
Guðmundsson, sem stofnaði klúbbinn
1971 ásamt Sigurði Magnússyni, þá-
verandi blaðafulltrúa Loftleiða, var
kjörinn heiðursformaður eftir að hafa
stjórnað félaginu alla tíð. Gunnar Sig-
urðsson á Akranesi er varaformaður.
„Emil hafði alræðisvald og ákvað að
ég tæki við,“ segir Gísli um formanns-
skiptin. „Í þessu félagi hefur forsetinn
lög að mæla og ég hafði ekkert val.“
Merk saga
Gísli áréttar að það sé ekki kvöð að
stýra þessu merka félagi heldur ekk-
ert nema ánægjan. „Klúbburinn á sér
langa og merkilega sögu,“ segir hann,
en þess má geta að við inngöngu fá fé-
lagar merki klúbbsins, sem er fimm-
aurapeningur með skötu á bakhlið-
inni, og er hann þræddur upp á
silfurband. „Þetta er ótrúlega fjöl-
breyttur hópur manna, sem eru ekki í
sérstökum tengslum dagsdaglega en
eiga það sameiginlegt að vilja borða
góða skötu.“ Gísli bætir við að það sé
líka ánægjulegt hvað heiðursformað-
urinn hafi lagt mikla áherslu á að
rækta sínar heimaslóðir, Akranes,
með tengingu við skötuklúbbinn, en
fyrir um 20 árum var ákveðið að
snæða skötuna annað hvert ár á Skag-
anum. „Þá komu inn nokkrir Skaga-
menn og við höfum fallið vel að þess-
um glaðværa hópi, sem var fyrir.“
Til að byrja með ræddu menn
landsmálin í skötuveislunni og leystu
þau, að sögn Emils Guðmundssonar,
„en nú sjá aðrir alfarið um að leysa
þau enda eru þau óleyst“. Fljótlega
varð söngur og hljóðfæraleikur stór
þáttur í skötuveislunni og á meðal fé-
laga eru harmonikuleikararnir Gísli
Einarsson, Ásgeir Guðmundsson,
Bogi Sigurðsson, Sigurður Sumarliða-
son og Jón Karl Ólafsson. Gísli hefur
fært sig upp á skaftið af gítar og hefur
spilað á nikkuna undanfarin ár, fyrst
alltaf sama stutta lagið en færnin hef-
ur aukist. „Strax var einsýnt að ég
yrði að læra á harmoniku til þess að fá
tækifæri á sviðinu og ég stefni að því
að fara í fyrstastigsprófið á vordög-
um. Það þýðir að ég get lokið
einleikaraprófi um áttrætt,“ segir
hann. „Námið hefur gengið vel og ég
er enn á því stigi að framfarir eru
merkjanlegar.“
Ljósmynd/Motiv-Jón Svavarsson
Skötuklúbburinn Gísli Gíslason tekur við stjórninni og eignasafninu, fimmeyringum í boxi, af Emil Guðmundssyni.
Nikkan leynivopn
í skötuklúbbnum
Gísli nýr formaður og stofnandinn Emil heiðursformaður
Handknattleiksmaðurinn Bjarki
Már Elísson fetar í fótspor fjögurra
annarra Íslendinga þegar hann
klæðist treyju þýska liðsins Lemgo
frá og með næsta keppnistímabili.
„Tilboðið sem Lemgo bauð er betra
fyrir mig en það sem ég hef hér,
sem er svolítið sér-
stakt,“ segir Bjarki
sem hefur leikið
með Füchse Berl-
ín undanfarin þrjú
og hálft ár og
unnið með liðinu
tvo heimsmeist-
aratitla og einn
sigur í Evr-
ópukeppni.
»1
Bjarki í fótspor fjög-
urra íslenskra í Lemgo