Morgunblaðið - 12.12.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
Snorrabraut 56, 105 Reykjavík
Sími 588 0488 | feldur.is
BÁRA
5.900
BÖRKUR
7.600
GOLA
16.800
MÓA
11.500
STEINN
38.200
KELDA
23.800
EIR úlpa
158.000
Jólagjafir
sem ylja
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Þegar við Dóra vorum 10 og 11 ára
barnaþrælar á fjölum Þjóðleikhússins
að leika allar helgar í Óvitum sem er
barnaleikrit um heimilisofbeldi og af-
leiðingar þess þá spurðist sú frétt út
innan leikhópsins að verið væri að sýna
bíómynd í Háskólabíói þar sem börn
lékju fullorðna alveg eins og í Óvitum.
Þá fjölmenntum við barnaleikhópurinn
á Bugsy Malone og sáum þar Jodie
Foster á sama reki og við leika vændis-
konu að nafni Talúlah. „My name is
Talulah,“ söng hún seiðandi … Og nú
þessum 40 árum seinna renna slóð-
irnar saman og Jodie vill vera
memm … Mér finnst satt að segja eng-
in betur til þess fallin en Jodie Foster
að leika fjallkonuna Höllu hennar Hall-
dóru. Ég get tekið hattinn ofan fyrir
öllu því sem hún hefur staðið fyrir.
Hún er baráttukona og um leið íkon.
Og við í föruneyti Konunnar sem fór í
stríð erum blessuð af þessari samfylgd.
Og ferðin er ekki á enda runnin.“
Þannig sagði leikstjórinn Benedikt
Erlingsson frá á Facebook skömmu
eftir að frétt fór um netið þess efnis að
bandaríska leikkonan og leikstjórinn
Jodie Foster hygðist endurgera kvik-
mynd hans Kona fer í stríð.
Endurgerðin mun heita Woman at
War, sama nafni og kvikmynd Bene-
dikts gengur undir á ensku. Halldóra
Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið
í Kona fer í stríð, hlutverk Höllu sem
grípur til þess ráðs að vinna skemmd-
arverk til að vernda náttúruna.
„Já, ég er alveg sammála því“
„Þetta er bara búið að vera í ferli,
hófst með herferð okkar eftir að Ísland
tilnefndi kvikmyndina sem framlag til
Óskarsverðlauna, þá sýndum við aka-
demíumeðlimum hana og m.a. Jodie
Foster. Það eru líka ákveðin persónu-
leg tengsl milli Jodie og fólks í mínu
teymi. Þannig að Jodie kom á fyrstu
sýninguna sem ég var viðstaddur og
við töluðum saman þá strax,“ segir
Benedikt þegar hann er spurður að því
hvenær legið hafi fyrir að hin marg-
verðlaunaða leikkona og leikstjóri vildi
endurgera kvikmyndina hans.
– Þá hefur strax verið ljóst að hún
hefði áhuga á að endurgera hana?
„Já, ég meira að segja stakk upp á
því sjálfur, sagði að ef einhverjum
myndi detta í hug að endurgera
myndina þætti mér hún best til þess
fallin að leika Höllu. Þá sagði Jodie:
„Já, ég er alveg sammála því.“ Þannig
að það fór ekkert á milli mála.“
Íslensk kvikmyndagerð á flugi
Benedikt minnir á að íslensk kvik-
myndagerð sé að ná miklu flugi og
það sé meðal annars hægt að meta út
frá endurgerðum. Á annan veg hafi
verið endurgerð og einnig verið samið
um endurgerðir Undir trénu og
Hrúta.
„Munurinn er að við gerum samn-
inginn strax við stjörnuna sem ætlar
að leika í myndinni og leikstýra henni
og hún er íkon. Þannig að við erum
komin nokkur skref áfram. Stundum
tekur þetta tíma, að finna sér stjörnu
og leikstjóra þannig að þetta er gífur-
lega ánægjulegt. Líkurnar eru alla
vega miklar á því að þetta verði gert,“
segir Benedikt.
– Þá ætti í raun ekki að líða það
langur tími þar til tökur hefjast?
„Nei, og það er hægt að segja við þá
íslensku áhorfendur sem treystu sér
ekki til að sjá myndina í kvikmynda-
húsum að núna geti þeir alla vega séð
endurgerðina í íslenskum kvikmynda-
húsum, upp á amerísku.“
– Heldurðu að aðsókn muni aukast
að myndinni erlendis í kjölfar frétta af
bandarísku endurgerðinni?
„Jú, jú, en það sem skiptir mestu
máli er að þetta vekur athygli á mynd-
inni í þessum Óskarsslag, líkurnar
aukast kannski á því að akademíumeð-
limir sjái og kjósi hana. En Óskars-
slagurinn er eins og amerískur fót-
bolti, menn þurfa vöðvaafl og að
þrýsta sér yfir línu eftir línu. Fagur-
fræðin er ekki alltaf það sem ræður
úrslitum í þessum slag, þannig er þessi
tilnefningaslagur.“
Amerískur vagn
Benedikt er spurður að því hversu
nákvæmlega Foster þurfi að fylgja
handriti þeirra Ólafs Egils Egilssonar.
„Við erum með einhverjar grunnfor-
sendur þar en í grunninn vil ég bara að
Jodie sé höfundur þessarar amerísku
myndar. Ég vil ekkert blanda mér í
það, hún mun þýða myndina yfir á am-
erísku, ameríska menningu og aðstæð-
ur og það sem ég er þakklátur fyrir er
að „mission“ þessarar myndar hefur
fengið nýjan vagn, inn í ameríska
áhorfendur, það veitir ekki af.“
Kona fer í stríð hefur sópað að sér
verðlaunum frá því hún var frumsýnd í
vor og segir Benedikt að verðlaunin
séu nú orðin fleiri en Hross í oss, fyrsta
kvikmynd hans, hlaut á sínum tíma.
„Ég er kominn upp í 22 eða 24 verðlaun
og þar með er ég kominn yfir Hross í
oss sem ég held að hafi fengið 21 verð-
laun,“ segir Benedikt. Talið berst að
lokum að því hvaða leikarar aðrir gætu
mögulega leikið í endurgerðinni, ef af
gerð hennar verður. „Menn geta t.d.
fabúlerað um hvaða stjarna muni leika
Jóa Sig,“ segir Benedikt og á þar við
Jóhann Sigurðarson sem leikur bónda í
Kona fer í stríð. „Sumir eru að veðja á
Clint Eastwood,“ segir Benedikt kím-
inn. Þá þurfi einnig að finna leikara í
sama hlutverk og Jörundur Ragnars-
son fer með. Blaðamaður nefnir Ryan
Gosling og Benedikt líst vel á það val.
– Tom Cruise fær ekki að vera með?
„Nei en Mel Gibson gæti fengið að
vera með af því að hann er góður vinur
hennar.“
Ameríska fjallkonan Foster
Jodie Foster „vill vera memm“ og endurgera kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð
Benedikt nefndi við Foster að honum þætti hún best í aðalhlutverkið væri kvikmyndin endurgerð
AFP
Kjarnakona Jodie Foster mun
framleiða, leikstýra og leika í
endurgerðinni á Kona fer í stríð.
Ljósmynd/Pierre Caudevelle/57e Semaine de la Critique
Öflug Halldóra Geirharðsdóttir og Benedikt Erlingsson í Cannes í maí á
þessu ári. Kona fer í stríð hlaut þar SACD-verðlaunin á Critic’s Week,
hliðarhátíð kvikmyndahátíðarinnar virtu sem haldin er í bænum árlega.
Kraumsverðlaunin voru afhent við
hátíðlega athöfn í gær en þeim og úr-
valslista verðlaunanna, Kraumslist-
anum, er ætlað að kynna og styðja við
plötuútgáfu íslenskra listamanna og
hljómsveita með því að verðlauna og
vekja sérstaka athygli á þeim verkum
sem þykja skara fram úr í gæðum,
metnaði og frumleika, eins og segir á
vef verðlaunanna. Þar segir einnig að
þau snúist ekki um eina ákveðna
verðlaunaplötu heldur að beina kast-
ljósinu að Kraumslistanum í heild og
þeim sex hljómplötum sem ár hvert
hljóta Kraumsverðlaunin. Plöturnar
sex sem verðlaunin hljóta í ár eru
JÆJA með Bagdad Brothers; plata
Auðar, Afsakanir; plata Kælunnar
Miklu, Nótt eftir Nótt; Hvað ef með
GDRN, Pottþétt Elli Grill, plata Ella
Grill, og plata ROHT, Iðnsamfélagið
og framtíð þess.
Verðlaunahafar komu saman á
Bryggjunni brugghúsi úti á Granda í
gær þar sem verðlaunin voru kynnt
og afhent og gerðu sér glaðan dag,
auk þess sem boðið var upp á tónlist-
aratriði.
Morgunblaðið/Hari
Gleði Verðlaunahafar samankomnir á Bryggjunni brugghúsi í gær.
Sex plötur hlutu
Kraumsverðlaunin
Halldóra Geirharðsdóttir er hæst-
ánægð með að Jodie Foster skuli
ætla að feta í fótspor hennar og
fara með sama hlutverk og hún fer
með í Kona fer í stríð, hlutverk kór-
stjórans, baráttukonunnar og að-
gerðasinnans Höllu. „Bara geggjað.
Það hlýtur að vera hrós fyrir mig,“
segir hún þegar hún er spurð
hvernig þetta leggist í hana. „Þá
hlýt ég að hafa gert söguna hans
Benna þannig að Jodie Foster langi
að gera hana líka.“
– Heldurðu að hún reyni að líkja
eftir þér?
„Nei, ég hugsa að hún reyni að
gera þetta betur, hún hlýtur að
hugsa það, annars væri hún ekki
stórkostlegur listamaður og hún er
stórkostlegur listamaður. Þannig
að hún hlýtur að sjá möguleika í því
að gera söguna stærri. Hún er nátt-
úrlega með meira fjármagn og sér
líka að sagan á erindi. Ég held að
þetta sé rulla sem hentar henni frá-
bærlega, af því þessi persóna er
frekar róleg en samt með rosaleg-
an vilja. Það er einbeittur brotavilji
í aðalhetjunni.“
– Ég heyri að þú ert hrifin af
henni sem leikkonu.
„Jodie? Já, hún er algjör negla.
Ég er rosa fegin að hún er að gera
þetta,“ svarar Halldóra. „Þegar ég
las þetta handrit hugsaði ég með
mér að einhver amerísk stórstjarna
ætti eftir að kaupa það af því það
eru ekki til svona flottar rullur fyrir
leikkonur á mínum aldri, sterkar
leikkonur sem eru komnar með það
mikla reynslu að þær vilja bera
heila mynd. Það er erfitt fyrir þess-
ar stjörnur að fá almennileg hlut-
verk og ég er svo glöð að það er Jo-
die Foster sem stökk á þetta en
ekki einhver sem þarf að setja
kvenleikann í forgrunn en ekki sög-
una. Jodie Foster stendur alltaf fyr-
ir það sem hún er að gera en ekki
það sem hún lítur út fyrir að vera.“
„Hún er algjör negla“
HALLDÓRA FAGNAR ENDURGERÐ JODIE FOSTER