Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 Jólaskeiðin 2018 Guðlaugur A. Magnússon S. 562 5222, Skólavörðustíg 10 www.GAM.is Verð 18.900 kr. / 17.900 kr. stgr. Skeiðin er úr 925 silfri Hönnuður: Hanna S. Magnúsdóttir Kærleikurinn Veður víða um heim 14.12., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Hólar í Dýrafirði 1 alskýjað Akureyri 1 alskýjað Egilsstaðir 7 rigning Vatnsskarðshólar 7 rigning Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló -8 snjókoma Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -6 skýjað Lúxemborg -1 skýjað Brussel 0 þoka Dublin 6 súld Glasgow 1 léttskýjað London 1 þoka París 1 alskýjað Amsterdam 1 léttskýjað Hamborg 1 skýjað Berlín 0 skýjað Vín 0 skýjað Moskva -2 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 10 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Róm 6 þoka Aþena 12 súld Winnipeg -4 heiðskírt Montreal -3 alskýjað New York 7 alskýjað Chicago 4 þoka Orlando 21 rigning  15. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:17 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:02 14:55 SIGLUFJÖRÐUR 11:47 14:36 DJÚPIVOGUR 10:55 14:51 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Norðaustan 13-18 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg átt, 8-13 og dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt á Vesturlandi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan. Suðaustan 10-15 m/s og víða skúrir, samfelld rigning um tíma austanlands, en áfram hægara og þurrviðri á Norðurlandi. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst. SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er búið að vera gríðarlega þungt og flókið verkefni. Leiðar- ljósin hjá mér hafa alltaf verið auð- mýkt, sanngirni og skilningur sem maður þarf til að mæta þessu fólki,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, tengi- liður vistheimila. Í gær var birt lokaskýrsla um framkvæmd á greiðslu sanngirnis- bóta fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Fram kemur í skýrslunni að alls hafa verið greidd- ar sanngirnisbætur til 1.162 ein- staklinga. Nema bótagreiðslurnar um þremur milljörðum króna. Ekki liggur fyrir hve margir dvöldu á þessum stofnunum en skýrsluhöf- undar segja að ætla megi að það hafi verið um fimm þúsund einstaklingar. Sanngirnisbætur eru byggðar á rannsókn vistheimilanefndar á ár- unum 2007-2017 á starfsemi vist- heimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Um er að ræða ellefu heimili og stofnanir og fjölmargar undirstofnanir. Nefndin hefur skilað fimm skýrslum um nið- urstöðurnar. Í skýrslunni er rakið að ljóst sé að margir hafi orðið fyrir verulegu tjóni eftir dvöl á umræddum heimilum vegna þess að þeir máttu sæta harð- ræði og ofbeldi. Tjónið megi að hluta til rekja til vanrækslu og lítils eftir- lits opinberra aðila en einnig vegna aðstæðna sem voru uppi á þessum tíma. „Allt mjög þungbært“ Guðrún segir í samtali við Morg- unblaðið að sig hafi ekki órað fyrir umfangi verkefnisins þegar hún tók að sér starf tengiliðar árið 2010. „Nei, því verkefnið stækkaði bara og stækkaði. Það bættust alltaf við fleiri og fleiri heimili. Því varð að finna upp aðgerðir til að gera þetta sem best og í raun er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi tekist vel. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem lenda á milli skips og bryggju og það er erfitt að standa frammi fyrir því.“ Í skýrslunni kemur fram að hjá tengilið eru skráð um 3.500 símtöl og 1.500 tölvupóstar vegna samskipta við umsækjendur. Eins komu flestir þeirra í viðtal til Guðrúnar. „Ég tal- aði við 95% af umsækjendunum. Það segir sjálft að það var oft erfitt. Þetta var allt mjög þungbært. Í aðstæðum sem þessum er gott að vera vanur og að geta faðmað fólk. Þarna varð fólk að geta treyst manni, geta treyst manni fyrir þessu lífi sínu. Því þurfti að sýna skynsemi og vinna með hjartanu. Ég var einu sinni spurð að því hvernig mér liði með að vera svampur fyrir vanlíðan alls þessa fólks. Nú er ég búin að vera þessi svampur í átta ár.“ Gagnrýni sem hefur verið sett fram á sanngirnisbæturnar er viðruð í skýrslunni, bæði á upphæð þeirra sem og framkvæmd greiðslna. „Sam- starf við hagsmunasamtök bótakrefj- enda sem hétu fyrst Breiðavíkur- samtökin en urðu síðar Samtök vistheimilabarna var aldrei einfalt. Uppi voru kröfur um greiðslu á miklu hærri bótum en til reiðu voru,“ segir til að mynda í skýrslunni. Guðrún kveðst þegar upp er staðið telja að vel hafi tekist til. „Já, ég tel þetta sanngjarnt. Þetta var sá rammi sem við unnum eftir og við reyndum að vinna það vel. Hvað upphæðina varðar má benda á að bæði eru þess- ar bætur hærri en almennar skaða- bætur og þær eru líka skattfrjálsar. Þær hafa heldur ekki áhrif á aðrar bætur.“ Mikill velvilji stjórnvalda Gagnrýnt hefur verið að enn sé óbætt ill meðferð á börnum sem dvöldu á sveitaheimilum á síðustu öld. „Við fengum auðvitað nöfn á alls konar stofnunum í þessari vinnu. Ég held að það sé oft erfitt að skoða slík mál en framtíðin verður að skera úr um hvað verður. Það er stjórnvalda að skera úr um það. Þau hafa þá alla vega þessa reynslu í farteskinu.“ Guðrún kveðst horfa stolt til baka. „Þetta er stærsta uppgjör þjóðar- innar í ofbeldismálum gegn börnum. Að hafa kjark í að fara í þetta er magnað. Og það er rétt að geta þess að við höfum mætt gríðarlegum vel- vilja hjá hverri einustu ríkisstjórn á þessu tímabili.“ Stærsta uppgjör þjóðarinnar í ofbeldismálum gegn börnum  Lokaskýrsla um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta  Þrír milljarðar í bætur til 1.200 manns Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kynning Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sanngirnisbóta, og Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila, kynna skýrsluna í gær. Morgunblaðið/Ómar Kópavogshæli Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis þurftu að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun þar stóð. Níu heimili, stofnanir og sér- skólar lutu könnun vistheim- ilanefndar. Þau voru vistheim- ilið Breiðavík sem starfaði frá 1952-79, Heyrnleysingjaskólinn í Reykjavík á árabilinu 1947-’92, vistheimilið Kumbaravogur við Stokkseyri sem starfaði frá 1965-’84, skólaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi sem starfaði á árunum 1965-’67, vistheimilið Reykjahlíð í Mosfellssveit sem starfaði á árunum 1956-’72, vistheimilið Silungapollur sem var starfrækt af Reykjavík- urborg á árunum 1950-’69, heimavistarskólinn að Jaðri sem starfaði á árunum 1946- ’73, upptökuheimili ríkisins sem starfaði á árunum 1945-’78 og unglingaheimili ríkisins sem starfaði á árunum 1978-’94. Níu stofnanir kannaðar VISTHEIMILANEFND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.