Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 ✝ Björn Helgasonfæddist í Reykjavík 13. maí 1935. Hann lést 4. desember 2018. Foreldrar hans voru Boghildur Lára Thorarensen, f. 29.9. 1913, d. 28.9. 1984, og Helgi Frið- rik Helgason, f. 23.7. 1912, d. 2.6. 1945. Bræður sam- feðra: Sigurður Már, f. 1940, og Oddur Friðrik, f. 1941. Börn Björns eru: 1) Sigurlaug Oddný, f. 22.5. 1954, móðir hennar Hrafnhildur Loreley Oddsdóttir, f. 1936, d. 2018. Sig- urlaug er gift Guðmundi Karli Þorleifssyni, f. 1952. Börn þeirra eru Hlynur Róbert, f. 1973, Eva Kristín, f. 1977, og Jón Oddur, f. 1981. Björn var giftur Elínu Guðlaugu Kröyer, f. 1937, þau skildu. Dætur þeirra Thorarensen, sem var í raun afasystir hans. Hildur tók Láru móður hans í fóstur sem ung- barn. Lára dvaldi langdvölum á Vífilsstöðum í æsku hans, hún fékk berkla. Bubbi starfaði mestan sinn starfsaldur hjá Sendibílastöð- inni og keyrði fast hjá eftirtöld- um fyrirtækjum: Sanitas, Reykjalundi, Hjálpartækja- banka Rauða krossins og í lokin hjá Stoðtækjafyrirtækinu Öss- uri. Árið 1968 silgdi hann á vit ævintýranna með Sæbjörginni til Kanaríeyja og dvaldi þar í rúmt ár við hákarlaveiðar. Sælureit áttu þau Bubbi og Guð- rún í Svignaskarði í Borgarfirði til margra ára og dvöldu þau mestallan sinn frítíma þar í hjól- hýsinu sínu. Fyrir einu og hálfu ári fór heilsunni að hraka og dvaldi Bubbi á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann lést aðfaranótt 4. desember sl. Útför Björns fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna hinn 14. desember 2018. eru: 2) Hildur, f. 4.12. 1956, d. 5.7. 2005, maki Róbert Guðlaugsson, f. 1955. Börn þeirra eru Björn Róbert, f. 1979, Elín Thelma, f. 1982, og Tómas Darri, f. 1989. 3) Díana, f. 28.12. 1957. Börn hennar eru Oscar Angel, f. 1984, og Elías Kristinn, f. 1990. 4) Lára, f. 4.7. 1962, maki Ólafur Þorkell Pálsson, f. 1954. Börn þeirra Smári, f. 1987, og Katla Bog- hildur, f. 1995. Björn giftist 6.5. 1975 Guðrúnu Kristjönu Ólafs- dóttur, f. 4.6. 1941, d. 17.10. 2017. Sonur þeirra er: 5) Gunn- ar Friðrik, f. 22.5. 1972. Lang- afabörn eru 12. Björn, eða Bubbi eins og hann var alltaf kallaður, ólst að mestu leyti upp hjá ömmu sinni, Hildi Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustund hér á jörðu og þú kominn í sumarlandið. Það er mér dýrmætt að hafa dvalið hjá þér síðustu vikuna á Hrafnistu við góða og einstaklega hlýja umönn- un starfsfólks. Minningar mínar frá yngri ár- um koma nú fram og þá standa nú upp úr dagsferðir á Meðalfells- vatn þar sem við vorum að veiða. Eitt sinn kallaði ég „pabbi, það er allt fast“, en þá hafði hann útbúið línu með þremur krókum á fær- inu og stelpuskottið fékk þrjá fiska í einu og átti erfitt með að landa þeim. Eins má minnast ferða á Reykjalund með þér, mik- ið þótti mér gaman að koma með þér þegar þú varst í vinnunni og alltaf fékk ég staur í búðinni. SÍBS var stór þáttur í lífi okk- ar, amma Lára var umboðsmaður Lego fyrir þá, þú varst bílstjóri og mamma vann hjá happdrætt- inu. Þú talaðir oft um að þú hefðir eignast mig tvisvar sinnum, þeg- ar ég var svona 4-5 ára gömul var ég veik heima og þú kíktir inn í hádeginu og þá var ég orðin blá, þú blést í mig lífi og þakkaðir skyndihjálparmanninum vel fyrir lærdóminn. Eftir að þið mamma skilduð sigldir þú á vit ævintýr- anna með Sigga Þorsteins og fjöl- skyldu til Kanarí með Sæbjörg- inni sem var gamalt varðskip. Þar dvaldir þú í rúmt ár við hákarla- veiðar og ævintýramennsku og komst svo siglandi heim með Gullfossi. Með þessu ljóði kveð ég þig hinstu kveðju, elsku pabbi minn. Guð geymi þig. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þín Lára. Takk afi. Takk fyrir allar fal- legu minningarnar sem ég á um þig. Þau voru ófá árin þar sem maður varði stundunum með þér og ömmu uppi í hjólhýsinu í Svignaskarði. Það sem maður fékk að leika lausum hala þar og skemmta sér. Alltaf varstu tilbú- inn að leika við mann, slást og ærslast. Þegar maður suðaði og suðaði að fá að fara í Ferstiklu og kaupa kóka kóla og hubba bubba- tyggjó var ætíð sagt já. Alltaf gat maður hringt í Bubba afa eftir skóla þegar manni leiddist og fengið að sitja með í bílnum þegar þú varst að keyra fyrir hjálpar- tækjabankann. Mér fannst svo merkilegt að sjá að þú einhvern veginn þekktir alla hvert sem við fórum og allir þekktu þig. Hvern- ig þú fékkst alltaf alla til þess að brosa og hlæja og lést öllum líða vel í kringum þig. Hversu stoltur þú varst af því að kynna afastrák- inn þinn fyrir öllum. Þú hafðir svo gott hjartalag og þú kallaðir alla „elskan“ hvert sem við fórum. Alltaf var stoppað í bláa turn- inum til þess að fá bestu smurðu samlokurnar, að eigin sögn. Baunasamlokur, þær eru enn bestar í minningunni. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á þér að halda, afi minn. Þegar ég var týnd sál sem ungl- ingur – og voru þau ófá skiptin þar sem mig langaði ekki til þess að lifa lengur – gat ég alltaf hringt í hann afa minn sem var alltaf tilbúinn að hjálpa mér og vera til staðar þegar enginn annar var. Aldrei dæmdir þú mig né skammaðir þegar ég hafði komið mér í eitthvert klandrið heldur sýndir mér alltaf skilning og kær- leika og lést mig finna að saman skyldum við vinna úr þessu. Ég veit ekki hvar ég væri ef ekki væri fyrir þig og er ég þér ævinlega þakklátur, afi minn, fyrir það. Þú komst næst því sem ég get kallað föðurímynd mína í lífinu og er ég þakklátur fyrir það sem þú stóðst og stendur í minningunni fyrir og mun ég alltaf vera litli Óskinn þinn! Ég elska þig alltaf afi, þinn Oscar Angel Lopez (Óski). Björn Helgason Rigningarsum- arið 1955 er okkur systrum minnis- stætt er við flutt- umst frá Reykjavík til Hafna- fjarðar. Fyrir neðan Sankti Jóseps spítala á Suðurgötu eyddum við öllu sumrinu í stíg- vélum og pollagöllum við hörku stíflugerð. Geirlaug var bæði með góða og ljúfa lund, alltaf til í að hjálpa okkur yngri systrunum í einu og öllu. Það var oft mikið fjör á heimilinu þegar Geirlaug og Auður voru komnar á gelgjuna. Borð og stólar voru þá færðir til í stof- unni og við tvíburarnir fengum þá oftast að vera með ásamt vinkonum þeirra á rokk- og tjútttímabilinu þar sem tónlist- Geirlaug Guðmundsdóttir ✝ Geirlaug Guð-mundsdóttir fæddist 19. október 1945. Hún lést 22. nóvember 2018. Útför Geirlaugar fór fram 6. desem- ber 2018. in var sett í botn en það þótti okkur ekki leiðinlegt. Tuttugu ára fór Geirlaug sem „au pair“ til London en Auður, þá átján ára, og vinkonur hennar fóru á síld- arvertíð á Raufar- höfn. Þessu ævin- týri þeirra fylgd- umst við tvíburarn- ir spenntar með. Geirlaug keypti þessar flottu nýtísku fermingarkápur úr krulluefni og við upplifðum okkur sko flottastar á þeim tíma í tísku- fötum frá útlöndum. Elsku Geirlaug okkar, þú fórst í Húsmæðraskóla Reykja- víkur og lærðir þar ýmislegt hagnýtt og meðal annars saum- aðir þú gullfallegan skírnarkjól sem við systurnar höfum fengið að nota síðan fyrir börn okkar og barnabörn. Um þig stafaði ýmsa vegu Eitthvað gjafamilt Því mun hafa þungum trega Þér til grafar fylgt (Jakob Thorarensen) Elsku Helgi, Hildur og fjöl- skyldur, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku Geirlaug, blessuð sé minning þín og munum við ávallt geyma þig í hjörtum okk- ar. Lína og Svava Guðmundsdætur. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI GUÐMUNDSSON húsgagnabólstrari til heimilis Berjarima 32, sem lést fimmtudaginn 6. desember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 21. desember klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Ljósið. Ingimundur Helgason Elín Karitas Bjarnadóttir Þröstur Helgason Lára Birna Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, HRAFNHILDUR R. HALLDÓRSDÓTTIR svæðisstjóri hjá Heilsugæslunni, Birkibergi 26, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 12. desember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 28. desember klukkan 13. Benedikt Gröndal Ragnar Þór Hilmarsson Brynjar Hilmarsson Elsa Margrét Hilmarsdóttir Bjørnar Kristoffersen Sigurður Andri Gröndal Ágúst Már Gröndal Sigrún Kristjánsdóttir Anna Guðný Gröndal Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GEIRLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hafnarfirði. Stuðningur ykkar í gegnum árin hefur verið ómetanlegur. Helgi Vigfússon Elín Anna Hreinsdóttir Hildur Vigfúsdóttir Jani Pitkäjärvi og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis að Mávabraut 12a, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 9. desember. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 20. desember klukkan 13. Andrea Dögg Björnsdóttir Þórólfur Gíslason Guðmundur Þór Jónsson Hjörtfríður Jónsdóttir Brynja Jónsdóttir Sigurbjörn Elíasson Ólafur Örn Jónsson Þóranna Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SÓLRÚN HELGA HJÁLMARSDÓTTIR, Norðurgarði 11, Hvolsvelli, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 11. desember. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 18. desember klukkan 13. Jarðsett verður í Langholtskirkjugarði Meðallandi fimmtudaginn 20. desember klukkan 14. Guðrún Ásta Lárusdóttir Guðmundur Pálsson Vilborg Linda Indriðadóttir Jón Þór Stefánsson Helga Björg Dagbjartsdóttir Magnús Einarsson Vigfús Jón Dagbjartsson Guðlaug M. Dagbjartsdóttir Björn Bragi Sævarsson Sveinbjörg M. Dagbjartsd. Sævar Hjálmarsson Dagný Guðmundsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN INGIMAR MAGNÚSSON, Höfðagrund 15, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi fimmtudaginn 6. desember. Útför fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 18. desember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi. Ásthildur Theodórsdóttir Ágúst G. Ingimarsson Guðríður Sigurjónsdóttir Brynjar Ingimarsson Unnur Eygló Bjarnadóttir Guðún Ingimarsdóttir Einar P. Bjargmundsson barnabörn og barnabarnabarn Okkar elskulega MARGRÉT ÞÓRDÍS ÁMUNDADÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð laugardaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 19. desember klukkan 13. Bestu þakkir til starfsfólk Seljahlíðar fyrir hlýlegt viðmót, stuðning og góða umönnun. Nanna María Guðmundsd. Hörður Adólfsson Ingigerður H. Guðmundsd. Sveinn Sveinsson Þórunn Svava Guðmundsd. Gunnar Örn Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.