Morgunblaðið - 15.12.2018, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
Nú eru 30 ár frá því að Jak-ob F. Ásgeirsson, rithöf-undur og bókaútgefandi,sendi frá sér bókina Þjóð
í hafti (endurútgefin 2008), sígilt
verk um haftatímann hér á landi.
Þar er lýst þjóðlífi sem laut forræði
stjórnmála- og embættismanna. Allt
var í opinberum böndum. Í bókinni
um Jón Gunnarsson verkfræðing
(1900-1973) segir
Jakob sögu ein-
staklings sem var
of stór í sniðum
fyrir þjóð í hafti.
Höfundur nálgast
viðfangsefnið nú
frá sjónarhóli
menntaðs atorku-
manns sem vann
þjóð sinni gagn
með aga og kröfuhörku til sjálfs sín
og annarra.
Í samtali við Morgunblaðið um til-
efni ævisögu Jóns Gunnarssonar
sagði Jakob að fyrir nokkrum árum
hefði hann skrifað litla bók um Jó-
hannes Einarsson verkfræðing og
framkvæmdastjóra hjá Loftleiðum
og Cargolux. Jóhannes starfaði um
tíma með Jóni Gunnarssyni sem
verksmiðjustjóri hjá Coldwater í
Bandaríkjunum. Jóhannes var ósátt-
ur við ýmislegt í sögu Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH)
og hvatti fjölskyldu Jóns til að fá
Jakob til að skrifa ævisögu Jóns.
„Jóhannesi fannst ótækt að saga
þessa mikla frumkvöðuls í atvinnu-
sögu Íslendinga hefði ekki verið fest
á blað. Ég vissi ekki mikið um Jón,
en hreifst mjög af honum þegar ég
fór að kynna mér heimildir,“ sagði
Jakob.
Allt var þetta vel ráðið. Ævisaga
Jóns Gunnarssonar bregður ekki að-
eins ljósi á framtak hans og afrek
heldur einnig á þróun atvinnulífs
þjóðarinnar inn og út á við áður en
höftunum var aflétt.
Jón braust til mennta í heimahög-
um í Húnavatnssýslu, fékk inni í
Samvinnuskólanum hjá Jónasi frá
Hriflu og naut stuðnings hans og
hvatningar til náms í Noregi og síð-
an í Bandaríkjunum þar sem hann
varð verkfræðingur frá MIT.
„Heimildir um Jón á námsárunum
eru af mjög skornum skammti. Eng-
in bréf frá honum hafa varðveist og
allir sem þekktu þá til hans eru látn-
ir. Sjálfur var hann jafnan fáorður
um aðstæður sínar og kjör fyrr á
ævinni,“ segir Jakob (35) en tekst þó
að bregða upp trúverðugri og lýs-
andi mynd af umgörð náms hans frá
því að hann fór til Noregs 22 ára
gamall og útskrifaðist 30 ára frá
MIT með meistaragráðu í bygging-
arverkfræði. Til Íslands sneri hann
að nýju árið 1931.
Hugur Jóns stóð til mannvirkja-
og vegagerðar. Hann hvatti til end-
urbóta á steinsteyu hér á landi og
hafði aðrar skoðanir á aðferðum við
vegagerð en verkfræðingar mennt-
aðir í Danmörku eða Þýskalandi.
Þeim var í nöp við mann menntaðan
í Bandaríkjunum. „Meistarapróf í
verkfræði frá MIT, virtasta
verkfræðiháskóla í því landi [Banda-
ríkjunum] sem var í fararbroddi
tækni og vísinda í heimninum, var
með öðrum orðum ekki talið full-
komlega gjaldgengt á Íslandi. Jón
virðist hafa fengið inngöngu í Verk-
fræðingafélagið á árunum 1936-
1937,“ segir Jakob (59).
Vegna skorts á verkefnum á sér-
sviði sínu greip Jón til þess árið 1933
að koma á fót hænsnabúi á jörð sem
hann keypti í Selási í Árbæ. Rak
hann það til 1935.
Fyrir utan tortryggni vegna
menntunar Jóns sýndu forystumenn
í Verkfræðingafélaginu honum fá-
læti vegna dálætis Jónasar frá
Hriflu á honum. Samstjórn Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks var
mynduð 1934 og stjórnaði hún meðal
annars Síldarverksmiðjum ríkisins
(SR) á Siglufirði, stærsta fyrirtæki
landsins á þessum árum. Árið 1935
réð meirihluti stjórnar SR Jón
Gunnarsson, 35 ára gamlan, sem
framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Þar með hófst farsæll ferill hans sem
forystumanns við nýsköpun í ís-
lenskum sjávarútvegi.
Hér skal engu spáð um hverju Jón
hefði fengið áorkað hefði hann feng-
ið tækifæri til að láta að sér kveða
við vegagerð og byggingarfram-
kvæmdir. Hitt blasir við af lestri
ævisögu hans að það var mikil gæfa
fyrir sjávarútveginn og þar með
þjóðarbúið allt að Jón fór til starfa
fyrst hjá SR og síðan SH.
Sumarið 1944 sagði Jón upp starfi
sínu sem framkvæmdastjóri SR. Frá
ársbyrjun 1945 var hann ráðinn af
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
(stofnuð 1942) til að opna skrifstofu í
New York til að vinna að sölu á
frystum fiski frá Íslandi í Bandaríkj-
unum. Eftir að hann tók þetta verk-
efni að sér vann Jón að framgangi
þess með einstæðum árangri þar til
hann tilkynnti uppsögn sína í júní
1962. Þá hafði hann ekki aðeins unn-
ið stórvirki í Bandaríkjunum heldur
einnig búið í haginn fyrir SH í Bret-
landi og mótað áform um landvinn-
inga í Hollandi til sóknar á megin-
landi Evrópu.
Frásögn Jakobs er hófstillt og
upplýsandi. Hann gengur aldrei
lengra en heimildir leyfa. Lesandinn
skynjar og skilur að söguhetjan nýt-
ur ekki alltaf sannmælis.
Það hefur þurft langlundargeð og
einbeittan vilja til að halda sínu
striki hjá SR þrátt fyrir pólitísku
glímuna í stjórn félagsins. Í höndum
Jakobs verður saga Jóns á þessum
árum jafnframt saga um hve litlu
munaði að stjórnmáladeilur eða
ómálefnaleg pólitísk afskipti yrðu
SR beinlínis að falli.
Jón skapaði sér nauðsynlegt svig-
rúm í Bandaríkjunum og naut fulls
trausts forráðamanna SH þegar
hann markvisst lagði grunn að um-
boðsmannakerfinu sem varð undir-
staða markaðsárangurs Coldwater
og reisti síðan fiskréttaverksmiðju
félagsins. Á meðan þröngt var í búi
hvíldi allur þunginn á Jóni. „Áður
hafði stjórn Coldwater verið breytt
úr þriggja manna ólaunaðri stjórn
Jóns, eiginkonu hans og lögfræðings
Coldwater, í fjögurra manna laun-
aða stjórn sem ári síðar varð að átta
manna stjórn og loks að tólf manna
hálaunaðri bitlingastjórn,“ segir
Jakob (342).
Jakob F. Ásgeirsson hefur góð tök
á viðfangsefninu og bregður upp
skýrri mynd af Jóni, Línu, konu
hans, og fjölskyldu sem bjó í Banda-
ríkjunum og Bretlandi áður en hún
settist að í sérinnfluttu húsi, Hrauni
við Álftanesveg. Þar varð Jón bráð-
kvaddur árið 1973.
Bókin er vel úr garði gerð, hún er
ríkulega myndskreytt á góðum
pappír. Megintexta fylgja tilvísanir í
heimildir, skrá yfir heimildir,
myndaskrá og mannanafnaskrá.
Jakob F. Ásgeirsson skráði fyrir
34 árum ævisögu Alfreðs Elíassonar
og lýsti strandhöggi Loftleiðmanna í
Bandaríkjunum sem stundum hafi
verið kallað „stærsta ævintýrið á Ís-
landi“. Í lok bókarinnar um Jón
Gunnarsson segir Jakob:
„Það verður […] seint sagt að
ævintýraljómi leiki um framleiðslu
og sölu á frystum fiski. En í þjóð-
hagslegum skilningi skipti Cold-
water-ævintýri Jóns Gunnarssonar,
og útrás þeirra SH-manna í Evrópu-
löndum, mun meira máli en Loft-
leiðaævintýrið.“ (372)
Þessari merku sögu eru gerð góð
skil í bókinni um Jón Gunnarsson.
Of stór fyrir þjóð í hafti
Morgunblaðið/RAX
Ævisaga
Jón Gunnarsson bbbbb
Eftir Jakob F. Ásgeirsson.
Ugla, 2018. 400 bls. innb.
BJÖRN
BJARNASON
BÆKUR
Atorka Jakob Ásgeirs-
son gerir merkri sögu
Jóns Gunnarssonar
góð skil að mati rýnis.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 15/12 kl. 20:00 182. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Lau 12/1 kl. 20:00 188. s
Sun 16/12 kl. 20:00 183. s Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s
Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 187. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s
Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas.
Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s
Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s
Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Sun 16/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning!
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s
Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Lau 22/12 kl. 15:00 aukas.
Aðeins sýnt á aðventunni.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s
Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s
Ég, tveggja stafa heimsveldi
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn
Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn
Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn
Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fim 20/12 kl. 19:30 Fors. Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn
Fös 21/12 kl. 19:30 Fors. Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn
Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn
Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?