Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
ICQC 2018-20
KORRIDOR
Steypudýr fleiri tegundir
Verð frá 6.990,-
IITTALA KAASA
Kertastjaki 115mm
Verð frá 12.700,-
KÄHLER NOBILI
Kramarhús f/sprittkerti
Verð frá 4.190,-
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
KAY BOJESEN
Jólasveinka
Verð 11.990,- stk.
LUKKUTRÖLL
Margar gerðir
Verð frá 3.890,-
KAY BOJESEN
Söngfugl
Verð frá 10.990,-
KARTELL TAKE
Borðlampi – margir litir
Verð 12.900,-
IITTALA Toikka PUFF-
BALL CRANBERRY 7x5 cm
Verð 21.900,-
JUST RIGHT STOFF
Kertastjaki
Verð frá 5.100,- stk.
MR.WATTSON
LED lampi
Verð 16.990,-
KARTELL BOURGIE
Lampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-
Jólagjöfin fæst hjá okkur
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég er nýstiginn upp úrdómnefndarstörfum fyrirKraumssjóðinn og því bú-
inn að liggja yfir nálega allri ís-
lenskri tónlistarútgáfu þessa árs.
Því er oft fleygt að virknin í ís-
lenskri tónlist sé mikil og góð og
ég get barasta staðfest það. Þetta
er engin rómantík eða að við
séum að berja okkur á brjóst með
þetta. Hér er einfaldlega á ferð
ísköld staðreynd. Af þeim tæplega
350 útgáfum sem við rótuðum í
voru nokkrar sem falla undir
„ambient“-geirann, tónlistarform
sem hefur verið þýtt sem sveim
upp á hið ylhýra, þó að sú þýðing
hafi aldrei náð almennilegri fót-
festu. Tónlistin er ósungin, naum-
hyggjuleg og bundin í flæði sem
þú tekur vart eftir – og það er
líka hið raunverulega inntak
stefnunnar. Tónlistin á að vera,
þú átt svona varla að taka eftir
henni, en samt er henni ætlað að
mynda stemningu og hafa áhrif.
Snúið! Þessi stefna á sér langa
sögu, nær aftur til píanótilrauna
Satie, en í dægurtónlistarlegum
skilningi er Brian Eno þekktasti
fulltrúinn. Tónlistin hefur svo
tekið á sig ýmsar myndir, átt
skjól í ýmsum löndum og hún er
furðu seig, plötur koma út stöð-
ugt á þessu formi, að einhverju
leyti vegna lítils tilkostnaðar við
Umlykjandi sveim
Hverfist Hér getur að líta umslög þriggja platna með íslensku „ambient“
listamönnunum LyteLyfe, Hyldýpi og Feather River Canyon.
framleiðslu og um leið þarf ekki
að vesenast með argaþrasandi
hljómsveitarmeðlimi. Tölvubún-
aður og notalegt svefnherbergi
nægir.
Ísland skilar inn sínum
skammti ár hvert, þó lágt fari. Nú
gefa menn út efni á hinni prýði-
legu Bandcamp-síðu og hér verða
þrjár plötur gerðar að umtalsefni.
Ég kann engin skil á því hverjir
gera þessa tónlist, enda fylgir
dulúð og nafnleysi einatt þessari
starfsemi. Og er það á einhvern
hátt hæfandi.
Hyldýpi er eins manns verk-
efni Herberts Más Sigmunds-
sonar, sem fer í engar felur með
hver hann er og er meira að
segja með ljósmynd af sér á
Bandcamp-setrinu sínu. Óvana-
legt. Samnefnd plata, Hyldýpi,
kom út í maí á þessu ári og inni-
heldur tvö þrjátíu mínútna verk
sem heita einfaldlega „I“ og „II“.
Þetta er sígild „ambient“, minnir
á það sem Eno var að gera á átt-
unda á áratugnum og jafnvel
tappar eins og Klauz Schulze og
Harold Budd. Heilmikið efni hef-
ur komið frá Herberti á síðustu
tveimur árum, hann liggur nokk-
uð nálægt nýaldarpælingum (plöt-
ur heita „Yfirvegun“, „Friður“
o.s.frv.) en áhrifin eru góð og
hugnærandi. Feather River Ca-
nyon er á svipuðu róli, og jafnvel
strípaðra. „Tableux of an Ageless
World“ er 25 mínútna verk sem
hreyfist varla, er bara hljóð sem
fyllir upp í herbergið og rétt að-
eins nostrað við það eftir því sem
því vindur fram. Áhrifaríkt. Lista-
maðurinn LyteLyfe á bestu plöt-
una af þessum þremur. Hann er
búinn að dæla út efni síðastliðna
tólf mánuði, af margvíslegum
toga, en Journey To The Open
Seas er hreint og beint „ambi-
ent“-verk. Eins og nafnið gefur til
kynna er þetta nokkurs konar
heiðrun til þýskra meistara átt-
unda áratugarins, Popol Vuh og
fleiri, sem báru hippíska strauma
með sér. Platan er æðisleg, með
litlum hljóðbútum sem bera með
sér nöfn eins og „Flying ship“ og
„Floating Isles“. Orgelleikur er
nokkuð áberandi, sem gefur plöt-
unni himneskan blæ á köflum.
Allar þessar plötur streyma
nú á Bandcamp, eins og áður seg-
ir.
» Tónlistin á að vera,þú átt svona varla að
taka eftir henni, en samt
er henni ætlað að
mynda stemningu og
hafa áhrif.
Hér verður gerð grein
fyrir þremur íslenskum
listamönnum sem gera
út í hinum svofellda
„ambient“-geira. Lista-
mennirnir eru Lyte-
Lyfe, Hyldýpi og
Feather River Canyon
og gáfu allir út plötu á
þessu ári.
Skrímslin í skápn-
um nefnist sýning á
verkum fjöllista-
konunnar Skaða
Þórðardóttur sem
opnuð verður í Gall-
eríi 78 í Suðurgötu 3
í dag kl. 16. „Til
sýnis verða málverk
og teikningar unnin
með blandaðri
tækni. Verkin á sýn-
ingunni eiga það
sameiginlegt að
vera gerð þegar
Skaði var í skápnum
eða nýkomin út og
var að átta sig á því
hver hún væri í raun og veru. Skaði
hefur haldið einkasýningar og tek-
ið þátt í samsýningum bæði hér á
landi og erlendis,“ segir í tilkynn-
ingu.
Þar kemur fram að Skaði hafi út-
skrifast af list-
námsbraut Fjöl-
brautaskólans í
Breiðholti 2011 og
lokið BA-námi í
myndlist frá Kon-
unglega listahá-
skólanum í Haag í
Hollandi 2014. Um
verk sín á sýning-
unni segir Skaði:
„Fyrir mér eiga all-
ar myndirnar sína
eigin tilveru og
næstum sín eigin
líf, þar sem allar
þær fígúrur sem
prýða myndirnar
hafa sprottið fram af tilviljun frek-
ar en af ásettu ráði. Þegar ég vinn
myndirnar þá er ég í samræðum
eða rifrildi við hina duldu veröld
undirvitundar.“
Sýningin stendur til 2. febrúar.
Skrímslin í skápnum í Galleríi 78
Vera Ein mynda Skaða á sýningunni.
Vox Populi heldur jólatónleika í Grafarvogskirkju í dag
kl. 16 undir yfirskriftinni JólaVox.
„JólaVox er nú haldið í fjórða sinn og hefur notið mik-
illa vinsælda. Voxið fagnar um þessar mundir sínu 10.
starfsári og leggur því sérstaklega mikinn metnað í jóla-
tónleikana að þessu sinni,“ segir í tilkynningu. Þar kem-
ur fram að Kjartan Valdemarsson píanóleikari hafi út-
sett alla tónlistina á tónleikunum ásamt því að flytja
hana með kórnum. Auk hans koma fram strengjasveit
og hrynband. Konsertmeistari er Matthías Stefánsson.
Sérstakur gestur í ár er Elísabet Ormslev söngkona.
Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Að tónleikum
loknum er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Jólatónleikar Vox Populi haldnir í dag
Kjartan
Valdemarsson
Klais-orgel Hall-
grímskirkju var
vígt 13. desem-
ber 1992 og hef-
ur sú hefð skap-
ast að halda
jólatónleika með
orgelinu kring-
um vígsluafmæl-
isdag orgelsins. Í
ár er boðið upp á
jólaorgeltónleika
á morgun, sunnudag, kl. 17 með
Láru Bryndísi Eggertsdóttur, org-
anista Hjallakirkju í Kópavogi, en
hún er nýflutt aftur heim til Íslands
eftir 10 ára dvöl í Danmörku við
nám og störf.
„Lára Bryndís gjörþekkir Klais-
orgelið eftir að hafa stundað þar
nám og starfað sem afleysinga-
organisti en hún útskrifaðist með
hæstu einkunn þegar hún lauk ein-
leikaraprófi frá Tónskóla þjóð-
kirkjunnar 2002, þar sem Hörður
Áskelsson, organisti kirkjunnar,
var kennari hennar. Hún lauk
meistaraprófi í kirkjutónlist frá
Tónlistarháskólanum í Árósum vor-
ið 2014, þar sem aðalkennarar
hennar voru Ulrik Spang-Hanssen
og Lars Colding Wolf. Undanfarin
ár hefur hún starfað sem organisti
við Sønderbro-kirkju í Horsens og
semballeikari hjá barokksveitinni
BaroqueAros í Árósum, en hóf störf
sem organisti Hjallakirkju sl.
haust,“ segir í tilkynningu.
Á efnisskrá tónleikanna eru verk
tengd aðventu og jólum eftir J.S.
Bach, Daquien og Brahms. Miða-
sala er við innganginn og á midi.is.
Lára Bryndís leikur á Klais-orgelið
Í tilefni af því að
50 ár eru liðin
frá útkomu
Kristnihalds
undir Jökli eftir
Halldór Laxness
og 20 ár frá láti
skáldsins munu
sex karlar og ein
kona lesa valda
texta úr Kristni-
haldinu í Seltjarnarneskirkju í dag
milli kl. 14 og 16.
„Þessir karlar hafa tekið þátt í
kaffiklúbbi sem hittist í safnaðar-
heimili kirkjunnar tvisvar sinnum í
viku. Þetta eru karlar sem eru 67
ára og eldri. Þeir hafa verið mjög
áhugasamir um þetta verkefni og
hafa æft stíft síðustu vikurnar, hist
og lesið upphátt þennan texta Lax-
ness. Þeir báðu eina konu að vera
með sér í upplestrinum sem les
texta Hnallþóru. Hún hefur starfað
með leiklistarfélaginu á Nesinu
ásamt fleirum í þessum hópi,“ segir
í tilkynningu. Þar kemur fram að
Grétar G. Guðmundsson, sem verið
hefur virkur í starfi leiklistar-
félagsins á Nesinu, hafi stjórnað æf-
ingum hópsins.
Aðgangur er ókeypis. Í lestrar-
hléi verður boðið upp á stríðstertur
í safnaðarheimilinu að hætti Hnall-
þóru
Lesa upp úr
Kristnihaldi
undir Jökli
Halldór Laxness
Edda Mac og Hrafnhildur Giss-
urardóttir leiða síðustu fjöl-
skyldustund ársins í Menningarhús-
unum í Kópavogi í formi listsmiðju í
Gerðarsafni í dag, laugardag, milli
kl. 13 og 15. Að þessu sinni verða
jólamerkimiðar viðfangsefnið en
kartöflustimplar verða notaðir og
miðarnir því í takt við umhverfis-
væna tíma. Aðgangur er að vanda
ókeypis og allir velkomnir.
Síðasta fjölskyldu-
stund ársins í
Gerðarsafni í dag
Lára Bryndís
Eggertsdóttir