Morgunblaðið - 15.12.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
Ný sending af fallegum
blúndu hlýrabolum frá
Rosemunde - Úrval lita!
... Tilvalið í jólapakkann
verslunin.karakterkarakter_smaralindSmárlind
Undirbúningur jólanna er með ýms-
um hætti og sinn er siður í landi
hverju. Hefð er fyrir því að helstu
verslunargötur og breiðstræti stór-
borganna séu fagurlega skreytt fyr-
ir hátíðarnar og er breiðstrætið
Nevsky Prospekt í Sankti Péturs-
borg í Rússlandi nú ljósum prýtt.
Víða má sjá jólasveina á stjái,
einn þeirra bar fyrir augu ljós-
myndara fréttastofunnar AFP í
borginni Nýju-Delí á Indlandi og
hafði sá stillt sér upp fyrir framan
geysistóra tertu sem bökuð hafði
verið í líki rauða virkisins, sem er
eitt helsta kennileiti borgarinnar.
Það tók sex bakara 75 daga að baka
kökuna sem vó 1,6 tonn.
Jólin koma líka í flóttamannabúð-
irnar sem komið hefur verið upp við
landamæri Mexíkó og Bandaríkj-
anna. Líkan af búðunum var sett
upp í verslunarmiðstöð í borginni
Tegucigalpa í Hondúras og vakti
það athygli drengs sem þangað
kom.
AFP
Ljósadýrð Sannarlega er fallegt um að litast á breiðstrætinu
Nevsky Prospekt í Sankti Pétursborg núna fyrir jólin.
AFP
Lestur Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, heimsótti
börn á barnasjúkrahúsi í Washington í vikunni og las fyrir þau.
AFP
Á Indlandi Þessi glaðværi jólasveinn stillti sér upp fyrir fram-
an köku sem bökuð var í líki rauða virkisins í Nýju-Delí.
Jólaundirbúning-
ur um veröld víða
AFP
Japan Er þetta kafari klæddur sem jólasveinn? Eða er þetta jólasveinn sem kann að kafa? Þessi rauðklæddi kafari
stakk sér til sunds í sjávardýrasafni í Tókýó, höfuðborg Japans, núna í vikunni og fór vel á með honum og fiskunum.
AFP
Útsölur Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Og þau eru líka hátíð kaupmanna.
Víða eru afslættir og útsölur, meðal annars á Oxford-stræti í London.
AFP
Hondúras Líkan af flóttamannabúðum, sem komið hefur verið upp við
landamæri Bandaríkjanna fyrir fólk m.a. frá Hondúras, Gvatemala og El
Salvador, er til sýnis í verslunarmiðstöð í borginni Tegucigalpa í Hondúras.