Morgunblaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 ONEPLUS 6T Fæst nú í Thunder Purple lit:) 109.990 FRÍTT SENDUM ALLAR VÖ RUR ALLT AÐ 10kg ALLA DAGATIL JÓLA OPIÐ10-19 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Mér finnst svo yndislegt að gleðja aðra og mér hlýnar um hjartarætur að sjá bros á vör og blik í augum barna og eldra fólks sem sumt hvert verður aftur börn þegar þau koma í álfa- og jólagarðinn minn. Þegar börn- in ganga brosandi garðinn, tala við álfana og gera athugasemdir ef þeir eru ekki á sama stað og í fyrra þá er tilganginum náð,“ segir Birna Sigmundsdóttir blómaskreytir sem gleður ungviði og eldra fólk í nágrenni við heimili sitt Dragaveg 5 sem hún keypti fyrir sex árum og byrjaði á að setja niður blóm í garðinn sem hún hafði útbúið. „Ég vildi gleðja börnin og setti álfa í garð- inn en svo vatt þetta upp á sig og við bættust kusur, endur, hænur og gosbrunnar. Álfarnir eru nú um 400. Ég þurfti að byggja bílskúr til þess að koma dótinu fyrir með góðu móti og raða eftir kúnstarinnar reglum. Það tekur mig allt að tvo og hálfan mánuð að þurrka og ganga frá álfagarðinum,“ segir Birna sem byrjar um leið og álfarnir eru frágengnir að setja upp jólagarðinn. „Ég er allt árið að huga að jólagarðinum og leita að einhverju nýju sem gleður unga og aldna. Ég fann til dæmis í góða hirðinum fal- legar dúkkur frá 1957. Þær vantaði föt svo ég keypti litla jóladúka til þess að sauma úr þeim fínustu jólaföt, skó og veski. Þetta kost- ar auðvitað sitt en ég tel það ekki eftir mér, er hagsýn og nýti mér tilboð og útsölur,“ seg- ir Birna sem byrjar fyrstu viku nóvember að fara út með fyrsta jólaskrautið. „Ég er ekki lengur á vinnumarkaði, er orð- in 65 ára gömul og get því gefið mér þann tíma sem þarf til að setja upp garðana. Ég hef enga hjálp þegið því ég vil gera allt sjálf og eftir mínu höfði, skipuleggja, hanna og hafa þetta fallegt,“ segir Birna sem gladdist þegar hluti jólaskrautsins fauk á hliðina um daginn að fá bréf frá fólki í nágrenninu sem bauðst til þess að hjálpa til við að koma garð- inum í lag. Að sögn Birnu koma bæði hópar barna úr leikskólum og frá dagmömmum að skoða garðana og fylgjast með uppsetningu á þeim. Einnig eldra fólk á göngu í nágrenninu og frá Fríðuhúsi. Hún segir töluverða bílaumferð oft í götunni og dýrin og dúkkurnar heilli mest í jólagarðinum. Á miðnætti á þrett- ándanum byrji hún að taka niður jólaskrautið og þurrka inni í húsi. Það klárist í byrjun mars og þá hefjist undirbúningu álfagarðsins. Kusur og álfar í hengirúmum „Ég þurfti að byggja bílskúr til þess að koma skrautinu og álfunum fyrir. Það þarf allt að vera í röð og reglu því börnin gera at- hugasemdir ef álfarnir fara ekki á réttan stað. Þar sem kusurnar liggja þarf að vera álfur í hengirúmi,“ segir Birna sem leyfir börnunum að ganga um álfagarðinn og líka jólagarðinn en segir að snúrur í honum geti reynst litlum fótum hættulegar. „Börnin detta stundum inn í álfaheim og tala við álf- ana. Mér finnst yndislegt þegar ég er spurð af hverju þessi álfur sé að lesa en ekki hinn. Hvað þessi sé að gera og svo framvegis,“ seg- ir Birna sem auk þess að vera blómaskreytir starfaði sem útfararstjóri og sjúkraliði. „Mér er í blóð borið að hjálpa og gleðja og finnst ekki veita af því í allri neikvæðninni sem ríkir í samfélaginu. Ég lifi fyrir að gleðja fólk,“ segir Birna sem lætur sér garðana ekki nægja til að gleðja fólk heldur býður eldra fólki í nágrenninu til sumarhátíðar. „Það koma um 70 manns á sumarhátíðina. Ég býð upp á heitt súkkulaði og rjómapönnu- kökur sem ég baka og auðvitað er líka sherrýstaup í boði. Það er boðið upp á söng og hafa félagarnir, Davíð Ólafsson, Stefán Helgi Stefánsson og Gissur Páll Gissurarson sungið fyrir gesti,“ segir Birna sem býður einnig upp á söng og dans með undirspili harmónikkuleikara. Morgunblaðið/Eggert Jólagarður Birna Sigmundsdóttir í góðum félagsskap með dúkkum í fötum sem hún hefur saumað á þær. Birna skreytir garðinn sinn til þess að gleðja börn og fullorðna í nágrenninu. Ljósmynd/Úr einkasafni Ævintýri Í álfagarði Birnu, er ýmislegt að finna. Álfar sem sinna ýmsum verkefnum, snúrur fyrir fötin þeirra, kusur, fuglar, englar og blóm sem mynda ævintýraheim þar sem allir eru velkomnir. Jóladúkkur og 400 álfar á Dragavegi  Vinnur að uppsetningu álfa- og jólagarða allt árið  Sumarhátíð fyrir eldri borgara í nágrenninu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Almennt er mjög gott hljóð í fólki enda gengur vel í verslun þegar kaupmáttur er sterkur. Ég get hins veg- ar ekki svarað því hvernig ástandið er í hverri verslun fyrir sig,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Athygli hefur vakið að margar stórar verslanir aug- lýsa afslætti og tilboð um þessar mundir. Það hefur alla jafna ekki tíðkast þegar jólaverslunin á að vera í há- marki og landsmenn keppast við að strauja kredit- kortin. Þannig mátti í Morgunblaðinu í gær til að mynda sjá auglýsingu frá Pennanum/Eymundsson þar sem svokallað skattfrí var boðað um helgina og leik- fangaverslunin Toys R Us auglýsti 25% aflátt af flest- um vörum. Andrés segir að jólaverslunin hafi breyst nokkuð síð- ustu ár vegna tilkomu stórra alþjóðlegra verslunardaga sem rutt hafi sér til rúms hér á landi. Þar vísar hann til svarts föstudags, netmánudags og dags einhleypra. „Þessir þrír dagar hafa allir verið mjög öflugir hér síð- ustu þrjú árin. Svarti föstudagurinn var til að mynda eins og Þorláksmessa. Þetta skilar sér þannig að stærri hluti jólaverslunarinnar en áður fer fram í nóvember. Við rekjum það beint til þessara þriggja daga.“ Jólaverslun fyrr á ferðinni  Verslanir auglýsa tilboð og afslætti á óvenjulegum tíma Morgunblaðið/Hari Jólaverslun Sífellt fleiri kaupa jólagjafir í nóvember. Fulltrúar Minja og sögu sem er vina- félag Þjóðminjasafns Íslands munu í dag afhenda safninu að gjöf blýants- mynd af Árni Thorsteinssyni (1828- 1907) landfógeta. Myndin sem er frá árinu 1858 er eftir Sigurð Guð- mundsson (1833-1974) málara, sem fyrstur manna á Íslandi sinnti skipu- lagðri söfnun gamalla muna. Það starf varð rótin að Þjóðminjasafni Íslands. Myndin af fógetanum og þá einkum höfundarverkið hafa því sterka tilvísun í sögu safnsins. Félagið Minjar og saga var stofn- að 1988 og á þeim tíma hefur það fært Þjóðminjasafninu ýmsar gjafir, en slíkt er eitt af meginmarkmiðum starf þess.. Myndin af Árna Thor- steinssyni nú er gefin safninu í tilefni af 30 ára afmæli félagsins og svo ald- arafmæli fullveldisins. Að sögn Stefáns Einars Stefáns- sonar, formanns Minja og sögu, fregnuðu forsvarsmenn félagsins fyrir nokkrum misserum að myndin af Árna væri föl og að stjórnendur Þjóðminjasafnsins teldu hana hafa gildi fyrir safnið. Félagið keypti því myndina og varði til m.a. ágóða af menningar- og fræðsluferðum til Ísraels og á slóðir Winstons Church- ill í Lundúnum. Aðalfundur Minja og sögu verður haldinn í húsi Þjóðminjasafnsins í dag, laugardag, og hefst kl. 15. Allir eru velkomnir. Afhending myndar- innar, sem Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður veitir viðtöku er meðal aðalfundarstarfa. sbs@mbl.is Mynd af Árna amtmanni Teikning/Sigurður Guðmundsson Amtmaðurinn Árni Thorsteinsson  Minjar og saga afhenda Þjóðminjasafni Íslands merka gjöf Hæstiréttur hafnað á fimmtudag-inn beiðni ríkissaksóknara um að dómstóllinn taki Aurum Holding- málið svo nefnda fyrir. Málið hefur í fjórgang verið tekið fyrir af dóm- stólum frá því það hófst fyrst fyrir sex árum. Landsréttur sýknaði í október alla þrjá sakborningana málinu, þá Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóra Glitnis, Magnús Arnar Arn- grímsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Jón Ásgeir, sem var aðaleigandi bankans í gegnum eignarhaldsfélagið FL Group. Aurum Holding ekki til Hæstaréttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.