Morgunblaðið - 15.12.2018, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Píratar hafalagt framþingsálykt-
unartillögu um
notkun og ræktun
kannabis eða lyfja-
hamps, eins og það
heitir í orðasafni þeirra, í lækn-
isfræðilegum tilgangi. Þessi til-
laga hefur fengið neikvæð við-
brögð allra þeirra sem sent hafa
umsögn um málið til Alþingis,
eins og rakið var í frétt um mál-
ið í Morgunblaðinu í gær.
Píratar ganga ansi langt í
fullyrðingum sínum um nota-
gildi lyfjahamps. Þeir segja í
greinargerð með frumvarpinu
að fjöldi rannsókna hafi verið
gerður á læknisfræðilegum
áhrifum lyfjahamps. Með þeim
hafi verið sýnt fram á að hann
hafi „raunverulegt notagildi,
m.a. í meðferð gegn krabba-
meini, taugasjúkdómum og öðr-
um alvarlegum sjúkdómum“.
Slíkar fullyrðingar eru ákaf-
lega hæpnar og kemur það
rækilega fram í umsögnunum. Í
umsögn Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga segir að þvert á
móti sé skortur á vönduðum vís-
indarannsóknum þar sem gagn-
semi kannabis er könnuð. Vand-
aðar rannsóknir hafi ekki sýnt
fram á mikinn ávinning fyrir
krabbameinssjúklinga.
Umsagnir Krabbameins-
félagsins, framkvæmdastjóra
lækninga á Reykjalundi og
Heilsugæslunnar eru á sama
veg og Lyfjafræðingafélagið
segir tillöguna ótímabæra og
gagnrýnir notkun orðsins lyfja-
hampur.
Áróður fyrir kannabis er öfl-
ugur og þrýstingur á að slaka á
höftum á almenna notkun. Nýj-
asta dæmið er Kanada þar sem
neysla hefur verið leyfð. Það
hefur einnig verið gert í nokkr-
um ríkjum Bandaríkjanna og
Úrúgvæ. Talað er um að Mexíkó
gæti verið næst.
Víða hefur einnig verið leyft
að nota kannabis í læknis-
fræðilegum til-
gangi. Það má til
dæmis í Þýskalandi
og er talið að innan
tveggja ára verði
komin af stað rækt-
un heima fyrir til að
uppfylla eftirspurnina. Ekki er
langt síðan dómur féll í Þýska-
landi þess efnis að sjúkratrygg-
ingar þar í landi ættu að taka
þátt í kostnaði sjúklinga við
kannabis í læknisfræðilegum til-
gangi.
Þetta hefur verið gagnrýnt.
Segja gagnrýnendur að þarna
hafi dómstólar látið undan
þrýstingi og slegið af kröfum.
Mun strangari kröfur séu al-
mennt um rannsóknir og til-
raunir á lyfjum áður en þau séu
sett á markað, bæði á því hvort
þau virki og aukaverkunum, en í
þessu tilfelli.
Það er engin ástæða til að
gefa afslátt á kannabis og gera
minni kröfur en almennt eru
gerðar til lyfja.
Um þessar mundir er mjög
hávær umræða um skaðleysi
kannabis og því haldið fram að
það sé náttúrulegt efni með
sama hætti og gulrætur og
blómkál. Ekkert er fjær sanni.
Ein rökin með því að leyfa
kannabis til almennrar notk-
unar eru að þá muni draga úr
glæpum. Með lögleiðingu er
hins vegar að verða til mjög öfl-
ugur þrýstihópur og er þegar
farið að líkja honum við tóbaks-
fyrirtækin, sem á sínum tíma
börðust á hæl og hnakka fyrir
því að fá óáreitt að dásama tób-
ak.
Það er auðvelt að fara fram
úr sér í umræðunni og augljóst
að það hefur gerst hér. Notkun
kannabis til lækninga á ekki að
vera háð öðrum skilyrðum en
lyfja almennt. Það er fullkomið
ábyrgðarleysi að taka þátt í að
setja fram fullyrðingar, sem
ekki hafa verið sannaðar með
rannsóknum, um ágæti kanna-
bis til lækninga.
Hart er lagst gegn
tillögu Pírata um
að lögleiða kannabis
til lækninga}
Ábyrgðarlausar ýkjur
Veggjöld erukomin á dag-
skrá og er umræðan
á þann veg að ekki
kæmi á óvart að inn-
leiðing þeirra muni
eiga greiða leið í gegnum þingið.
Þó eru veggjöld síður en svo sjálf-
sagður kostur, þótt þau hafi verið
lögð á til að fjármagna
Hvalfjarðargöng og eigi nú að
skila einhverju upp í fram-
úrkeyrsluna við Vaðlaheiðar-
göng.
Veggjöld eru víða notuð á
hraðbrautum og samgöngu-
mannvirkjum á borð við göng og
brýr. Oftast nær er það þó svo að
ökumenn eiga aðra kosti. Ef þeir
vilja ekki borga veggjöldin geta
þeir farið aðra leið. Það tekur ef
til vill lengri tíma, en sá kostur er
þó fyrir hendi. Jafnvel er litið á
það sem lykilfor-
sendu þess að leggja
á veggjöld að aðrir
kostir séu fyrir
hendi.
Það átti við um
Hvalfjarðargöng og verður raun-
in með Vaðlaheiðargöng. Nú
heyrist hins vegar talað um að
setja veggjald á umferð um allar
stofnbrautir sem liggja frá
höfuðborgarsvæðinu.
Ein rökin fyrir veggjöldunum
eru að öðruvísi sé ekki hægt að
fjármagna lagningu eða stækkun
nauðsynlegra vega. Í þeim efnum
má benda á að mun meiri skattur
er heimtur af ökumönnum en fer í
samgöngur. Kannski væri ráð að
byrja á að laga það misræmi áður
en ráðist er í að bæta í skatta-
flóruna, sem þegar er öllu
gróskumeiri en æskilegt er.
Skattaflóran er nú
þegar gróskumeiri
en æskilegt er}
Fullmikill veggjaldaáhugi U
ndangenginn dómur Hæsta-
réttar 6. desember síðastliðinn í
máli útgerðarmanna vegna hlut-
deildar í makríl gegn íslenska
ríkinu er um margt áhugaverð-
ur þó að ekki hafi hann komið öllum á óvart.
Eflaust eru einhverjir sem munu líta á dóm-
inn sem fordæmisgefandi og fara fram á skaða-
bætur og leiðréttingu. Í tilfellum útgerða sem
fengu bæði úthlutað eftir veiðireynslu og úr
potti myndi það einungis þýða að afla-
hlutdeildir færðust til innan sömu útgerðar.
Eftir standa þá einungis smábátar en þeirra
hlutur í heildaraflanum er afar lítill.
Til þess að setja dóminn í samhengi tel ég
rétt að rifja upp forsögu þess að makríl var út-
hlutað til annarra en þeirra sem höfðu veiði-
reynslu. Það er vert að minnast einnig á það að
kvótanum var í upphafi eða fram til ársins 2015 úthlutað
til eins árs í senn. Árið 2009 var 11200 tonnum úthlutað til
skipa en stór hluti þess afla var nýttur í bræðslu. Reglur
um makrílveiðar voru býsna strangar árið 2010 mark-
miðið var að makríll væri nýttur til manneldis en ekki í
bræðslu, tilgangurinn var að auka verðmæti og þar með
tekjur þjóðarbúsins. Ekki mátti flytja afla á milli skipa
ekki einu sinni í eigu sömu útgerðar. Ástandið í hafinu var
þannig að margar útgerðir stórar og smáar sáu ekki fram
á að hafa næg verkefni og líklega af þeim sökum þótti eðli-
legt að fleiri fengju að spreyta sig á veiðum og vinnslu á
þessu nýfengna gulli. Það var því gefin út reglugerð sem
úthlutaði 15.000 tonnum til skipa sem ekki
höfðu stundað þessar veiðar og 3.000 tonnum
til smábáta. Þetta ár var heildarúthlutunin
112.000 tonn og hlutur smábáta því mjög lítill
og varla það stór að hann hefði áhrif á afkomu
stórútgerða.
Á þessum tíma var makríll vaðandi um allan
sjó og flestum þótti eðlilegt að fá að veiða
hann. Kunnáttuleysi og gullgrafaraæði varð
að vísu til þess að ýmsir fjárfestu um of í tækj-
um og búnaði. Margar smábátaútgerðir höfðu
litla veiðireynslu og einhverjir ekki hafið veið-
ar og því með enga veiðireynslu þegar var-
anleg aflahlutdeild var sett á 2015.
Þetta varð engu að síður mikil búbót fyrir
marga þá sem ekki höfðu úr of miklu að spila
og fiskvinnslur vítt og breitt um landið náðu að
nýta búnað sinn betur.
Í dag stendur eftir spurningin hvert framhaldið verður.
Sennilega verður ekki hægt að taka til baka varanlega
aflahlutdeild sem komið var á 2015. Bæturnar sem þegar
hafa verið dæmdar munu að sjálfsögðu koma við þjóðar-
búið og enginn deilir um það að ákveðnar útgerðir urðu
fyrir tjóni. Spurningin er hins vegar þessi hvort eðlilegt
hefði verið að úthluta á sínum tíma óháð því hvernig fara
ætti með hráefnið og hvort viðmiðunarárin hefðu ekki al-
veg eins átt að vera þau ár sem skip hófu veiðarnar fyrir
alvöru. sigurdurpall@althingi.is
Sigurður Páll
Jónsson
Pistill
Dómur Hæstaréttar 6. desember
Höfundur er alþingismaður Miðflokksins NV.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Búnaðarstofa Matvælastofn-unar hefur lagt til við land-búnaðarráðherra að heild-argreiðslumark til
framleiðslu mjólkur á næsta ári verði
það sama og í ár, 145 milljónir lítra.
Sala á innlendum mjólkurafurðum er
í jafnvægi og eykst jafnvel lítillega
þrátt fyrir aukinn innflutning.
Landbúnaðarráðherra ákvarðar
heildargreiðslumark til framleiðslu
mjólkur eftir að tillögur mjólkuriðn-
aðarins hafa farið í gegnum flókið
samráðsferli. Ákvörðunin á að
grundvallast á sölu mjólkur síðustu
tólf mánuði og áætlun fyrir næsta ár,
að teknu tilliti til birgða.
Mikil aukning varð á heildar-
greiðslumarkinu á árinu 2015, eins og
sést á meðfylgjandi töflu. Hún kom í
kjölfar sölusprengingar, einkum á
smjöri. Var smjör flutt til landsins
eitt árið.
Innflutningur hefur áhrif
Arnar Árnason, formaður
Landssambands kúabænda, segir að
innflutningur mjólkurafurða, einkum
osta, sé farinn að hafa áhrif á söluna.
Heimildir til að auka innflutning frá
löndum Evrópusambandsins gengu í
gildi í maí. Segist Arnar vera farinn
að sjá meira af ostum og öðrum
mjólkurafurðum í hillum verslana.
Hann reiknar með að áhrifin verði
mest í upphafi en síðan leiti mark-
aðurinn jafnvægis.
„Mér finnst sjálfsagt að vöruúr-
val sé eins og neytendur kjósa og
kvíði því ekki að keppa í gæðum. Við
treystum því líka að neytendur velji
íslenskar vörur fram yfir innfluttar.
Aðalógnin fyrir mjólkurframleiðsl-
una og íslenskan landbúnað almennt
er að aðrar og meiri kröfur eru gerð-
ar til aðstæðna til framleiðslu hér á
landi. Við viljum ekki slaka á kröfum
hér en að sambærilegar kröfur séu
gerðar við framleiðslu vörunnar sem
flutt er inn til sölu á innlendum
markaði,“ segir Arnar.
Þak á boð um kaup
Jón Baldur Lorange, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarstofu, á von á
því að ráðuneytið gefi út fjórar reglu-
gerðir um framleiðslu og stuðning við
nautgriparækt, sauðfjárræk og garð-
yrkju í næstu viku. Þar verði heildar-
greiðslumark mjólkur ákvarðað.
Einnig liggja fyrir tillögur um
breytingar á fyrirkomulagi við inn-
lausn og endurúthlutun á mjólkur-
kvóta. Mikil umframeftirspurn er
eftir greiðslumarki og hafa einstaka
framleiðendur óskað eftir að kaupa
kvóta sem nemur öllu greiðslumarki í
landinu til þess að eiga möguleika á
aðeins stærri sneið af því sem út-
hlutað er.
Lagt er til að sett verði 100 þús-
und lítra þak á það magn sem hver
og einn framleiðandi má óska eftir.
Þá verði þrír innlausnardagar á ári í
stað fjögurra nú. Ekki er von á miklu
framboði á kvóta á næsta ári og
óvissa um það hvort kvótakerfið
verður aflagt eða viðhaldið í lok
næsta árs.
Rannsóknaþjónusta Háskólans
á Akureyri kynnir í næstu viku
skýrslu um athugun á mismunandi
leiðum við framsal á mjólkurkvóta.
Jafnframt kynnir stjórn LK sína
stefnu í þeim málum, verði kvótakerfi
áfram við lýði. Í byrjun nýs árs
greiða kúabændur atkvæði um það
hvort kvótakerfið verði afnumið frá
1. janúar 2021.
Greiðslumark verði
145 milljónir lítra
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kálfar Kúabændum hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum en
framleiðsla þeirra sem eftir eru hefur að sama skapi aukist.
Heildargreiðslumark í mjólk
Milljónir lítra, 2009-2019
125
100
75
50
25
0
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
*Tillaga
118 116 116 115 116
123
140 136
144 145 145*